Markmið SeaMark er að skala upp ræktun á stórþörungum í Evrópu, bæði í sjó og með landeldi. Auka á framboð á þangi og þara sem hráefni fyrir ýmis konar vinnslu og til stendur að framleiða þang/þaraafurðir og koma þeim á markað þegar verkefninu líkur.
Framkvæmd verður vistferilsgreining og áhrif á hagkerfi og samfélög metin. Markmið Matís í SeaMark er að þróa ferla sem byggja á notkun ensíma til þess að auka verðmæti þara og þangs. Þróaðar verðar lífvirkar afurðir úr þarasykrum með hjálp sérvirkra ensíma.