Verkefnið Þurröldrun fisks er samstarfsverkefni Culinu og Matís. Hugmyndin á bakvið verkefnið er sú að stilla af ákveðnar breytur (hitastig, rakastig) til þess að þurraldraður fiskur heppnis vel og verði bragðgóður.
Aðferðin er þekkt fyrir kjöt en hefur aðeins verið könnuð meðal einstakra kokka fyrir fisk. Markmiðið er þess vegna að rannsaka áhrif þurröldrunar á mismunandi fisktegundir með mismunandi samsetningu breyta. Því næst á að miðla þeim aðferðum sem koma best út til kokka sem geta þá bætt uppskriftirnar ennþá frekar og aukið fjölbreytni í fiskneyslu Íslendinga.