UltraSpirulina innihaldsefni sem gerir markfæði kleyft að uppfylla skilyrði fyrir fullyrðingar um hátt B12 vítamín, járni og prótein innihald

Heiti verkefnis: ULTRA B12

Samstarfsaðilar: VAXA Technologies Iceland ehf, Dansk Teknologisk Institut (DTI), Skarø is, Rolf Johansen & Co.

Rannsóknasjóður: EUREKA, Tækniþróunarsjóður

Upphafsár: 2024

Þjónustuflokkur:

thorungar

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Markmið verkefnisins er að þróa framleiðsluferla og vörur sem innihalda einstaka uppsprettu á lífaðgengilegu B12 vítamíni (e. bioavailable), og mæta þar með aukinni eftirspurn neytenda um fjölbreytilegra plöntumiðað mataræði.

Þetta verður gert með því að 1) koma á sjálfbærri, lífrænni LED-knúinni framleiðslu á spirulina (örþörungum) sem inniheldur m.a. mikið af lífaðgengilegu B12 vítamíni, járni og próteini: Icelandic UltraSpirulina (IUS) og 2) þróa innihaldsefni byggð á IUS með nýjum framleiðsluferlum. Verkefnið mun einnig fela í sér þróun frumgerða af markfæði fyrir íþróttafólk þ.m.t. drykki, frosinn mat og næringarstykki sem verða auðguð með IUS og uppfylla þannig skilyrði fyrir næringar- og/eða heilsufullyrðingar um hátt B12 vítamín og/eða járn innihald.

VAXA Technologies nýtir koltvísýring, rafmagn og heita og kalda frárennslisstrauma frá Hellisheiðarvirkjun til að rækta spirulina. Spirulina ræktun Vaxa er því ekki einungis umhverfisvæn, hún er með neikvætt kolefnisfótspor.