Skýrslur

Nýting á slógi með tilliti til umhverfisáhrifa

Útgefið:

01/03/2012

Höfundar:

Ragnheiður Sveinþórsdóttir, Hólmfríður Hartmannsdóttir, Ólafur Ögmundarson

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins

Nýting á slógi með tilliti til umhverfisáhrifa

Markmið verkefnisins var að kanna hvort lífríkið í sjónum sé að nýta það slóg sem veiðiskip henda í hafið þegar fiskur er slægður um borð, einnig að kanna hvort nýta megi slóg á arðbæran hátt og hvort það hafi jákvæðari áhrif fyrir náttúruna. Niðurstöðurnar eru þær að það magn slógs sem sett var út í tilrauninni hvar á tilraunatíma og því uppfyllti verkefnið markmið sín. Hins vegar er þörf á meiri rannsóknum á þessu sviði til að hægt sé að áætla hversu mikið magn hafið getur tekið við án þess að af hljótist vandamál vegna lífrænnar ofauðgunar.

Skoða skýrslu