Skýrslur

Nýting hráefna úr jurta‐ og dýraríkinu í fiskafóður

Útgefið:

10/07/2011

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson, Jón Árnason, Ragnheiður Þórarinsdóttir, Sjöfn Sigurgísladóttir

Styrkt af:

Starfsmenntasjóður félags‐ og tryggingamálaráðuneytisins

Nýting hráefna úr jurta‐ og dýraríkinu í fiskafóður

Fóðurkostnaður í fiskeldi er almennt um 50‐70% af rekstrarkostnaði og er mikill hluti af hráefni í fóður innfluttur. Tilgangur þessarar skýrslu er að taka saman upplýsingar um möguleika á að nýta í fiskeldisfóður innlent hráefni sem fellur til í landbúnaði og sjávarútvegi. Horft er til þess að hráefnin nýtist almennt til fiskeldis og er samantektin ekki bundin við einstakar tegundir. Mögulegt er að nota aukaafurðir frá sjávarútvegi sem fóður í fiskeldi  en hliðarafurðir úr jurtaríkinu þarf helst að meðhöndla til að lækka/eyða háu hlutfalli trefja og hækka próteininnihald. Hugsanlega má nota hliðarafurðir úr jurtaríkinu sem æti fyrir hryggleysingja, bakteríur og sveppi og framleiða þannig próteinríka afurð sem hentar í  fiskafóður.

Feed cost in aquaculture is about 50‐70% of the total cost, and most of the feed is imported. The aim of this report is to gather information about utilizing by‐ products from agriculture and fishing industry as a feed in aquaculture.   By‐products from the fishing industry can be used as feed in aquaculture but it is necessary to lower the level of fibre and increase protein in by‐ products from agriculture. This can possibly be done by using the by‐ products as feed for invertebrates, bacteria and mushrooms and produce protein rich feed for aquaculture.

Skoða skýrslu