Verkefnið er framhald á verkefninu „Þang sem fóðurbætir fyrir mjólkurkýr – aukin nyt og gæði?“ með það meginmarkmið að kanna hvort hægt væri að auka nyt mjólkurkúa með þanggjöf og kanna efnainnihald og gæði mjólkurinnar. Einnig hvort hægt væri að nýta þanggjöf sem steinefnagjafa, t.d. fyrir lífrænt fóður sem gæti leitt af sér nýja afurð á borð við joðríka mjólk og því hvatað nýsköpun í nautgriparækt.
Í þessu verkefni var sérstök áhersla á að skoða einstaklingssýni af mjólk og hvort að þörungagjöf sem hluti af fóðri kúa hefði áhrif á þungmálma, steinefni, t.d. joð, í mjólkinni.
Mest áhrif voru á joðstyrk mjólkurinnar.