Skýrslur

Íslenskt matkorn – Gæði, innihald og viðhorf / Icelandic cereal grain crops for food ‐ Quality, chemical composition and consumer view

Útgefið:

01/01/2012

Höfundar:

Ólafur Reykdal, Þóra Valsdóttir, Þórdís Anna Kristjánsdóttir, Jón Þór Pétursson, Jónatan Hermannsson

Styrkt af:

Framleiðnisjóður landbúnaðarins, Landbúnaðarháskóli Íslands

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Íslenskt matkorn – Gæði, innihald og viðhorf / Icelandic cereal grain crops for food – Quality, chemical composition and consumer view

Hjá Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands var á árunum 2009 til 2011 unnið verkefni um innlent korn til matvælaframleiðslu. Verkefninu var ætlað að stuðla að aukinni notkun á innlendu korni í matvæli. Í þessum tilgangi voru settar saman gæðakröfur fyrir bygg og tekið var saman efni um innra eftirlit fyrir handbækur kornbænda. Einnig voru gerðar efnamælingar á innlendu korni, stutt var við vöruþróun úr korni og viðhorf neytenda til innlenda byggsins voru könnuð. Gæðakröfur fyrir matbygg og bygg til ölgerðar eru settar fram og er þeim ætlað að vera viðmiðun í viðskiptum. Almennan texta um innra eftirlit kornræktenda má staðfæra fyrir einstök býli. Samkvæmt efnamælingum var sterkja í innlenda korninu ekki verulega frábrugðin því sem mældist í innfluttu korni. Mikið var af trefjum í innlenda korninu. Styrkur þungmálma í korni eftir eldgosið í Eyjafjallajökli var mjög lágur.

A project on the use of Icelandic grain crops for food production was carried out at Matis and the Agricultural University of Iceland in 2009 to 2011. The purpose of the project was to support the increasing use of domestic cereal grain crops for production of foods. To enable this, quality requirements were developed for barley and a handbook on internal control was written for barley processing at a farm. Proximates and inorganic elements were measured, product development was supported and finally the view of consumers towards Icelandic barley was studied.   Quality requirements for barley to be used for food and alcoholic drinks were developed as a frame of reference for businesses. The text for internal control can be adapted for individual farms. The starch in Icelandic grain crops was similar to that of imported crops. The Icelandic grain crops were rich in dietary fiber. The concentrations of heavy metals in the Icelandic crops after the Eyjafjallajökull eruption were very low.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Gæðakræklingur er gulls ígildi / Icelandic blue mussels – A valuable high quality product

Útgefið:

01/12/2011

Höfundar:

Natasa Desnica, Sophie Jensen, Guðrún G. Þórarinsdóttir, Jón Óskar Jónsson, Hörður G. Kristinsson, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

AVS

Tengiliður

Natasa Desnica

Fagstjóri

natasa@matis.is

Gæðakræklingur er gulls ígildi  / Icelandic blue mussels – A valuable high quality product

Til þess að íslensk kræklingarækt geti vaxið og dafnað er mikilvægt að framkvæma grunnrannsóknir varðandi öryggi og gæði á ferskum íslenskum kræklingi sem geta nýst framleiðendum við markaðssetningu og sölu afurðanna. Tilgangurinn með þessu átján mánaða langa rannsóknarverkefni var að safna upplýsingum um öryggi og gæði kræklings (Mytilus edulis) í markaðsstærð (> 45 mm) sem ræktaður er við strendur Íslands. Samtals var þrettán kræklingasýnum í markaðsstærð safnað á fjórum mismunandi ræktunarstöðum við landið (Hvalfirði, Breiðafirði, Álftafirði og Eyjafirði) á mismunandi árstímum. Kræklingur í markaðstærð fékkst ekki á Eskifirði og þessi ræktunarstaður var því útilokaður frá verkefninu. Í staðinn voru tekin sýni oftar á hinum ræktunarstöðunum fjórum en upphaflega var ráðgert. Kræklingi var safnað af ræktunarlínum og tími og staðsetning skráð. Þyngd, lengd og holdfylling var mæld. Kræklingurinn var kyngreindur og kynþroskastig áætlað í hverju sýni. Í þessu verkefni var safnað umtalsverðum upplýsingum um næringarefnainnihald (prótein, vatn, fita, aska) auk lífvirkra efna s.s. selens, sinks, karótíníða og fitusýrusamsetningar í kræklingi frá mismunandi ræktunarstöðum og á mismunandi árstímum. Sömuleiðis voru mæld óæskileg ólífræn snefilefni (blý, kvikasilfur, kadmíum, kopar, nikkel, arsen, króm og silfur) í öllum sýnum. Einnig var unnið að því setja upp og prófa hraðvirkrar mæliaðferðir til að mæla þrjár tegundir þörungaeiturs þ.e.a.s. ASP, PSP og DSP. Mæliaðferðirnar voru bestaðar gagnvart þeim tækjabúnaði sem til staðar er hjá Matís og einnig mæld viðmiðunarsýni (þ.e. kræklingur með þekktu magni þörungaeiturs) til að meta gæði mælinganna. Prófuð voru tvenns konar hraðvirk próf sem til eru á markaði til þess að meta hvernig þau reynast við þörungaeitursmælingar í kræklingi.    Annars vegar voru prófuð svokölluð Jellet próf og hins vegar ELISA próf.   Niðurstaðan er sú að bæði prófin eru tiltölulega einföld í notkun, hins vegar er nauðsynlegt er að prófa þau á aðeins fleiri sýnum, en gert var hér, til að leggja betra mat á það hvernig best væri að nýta þau í gæðaeftirliti með kræklingarækt. Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir takmörkunum þessara hraðvirku prófana þar sem þau munu ekki koma algerlega í staðinn fyrir mælingar með viðurkenndum rannsóknaraðferðum. Þessar prófanir, gætu aftur á móti, fækkað þeim sýnum verulega sem send eru til viðurkenndra mælinga, þar sem ekki væru send sýni þegar forprófanirnar sýna að þörungaeitur er til staðar og ekki fengist leyfi til að uppskera krækling. Niðurstöðurnar benda til þess að íslenskur kræklingur hafi ákjósanlega næringarefnasamsetningu sem þó er háð náttúrlegum árstíðabreytingum. Fjölbreytagreining (PCA) sýnir að kræklingur inniheldur hærra hlutfall af fitu og próteini á vorin (maí og júní) líklega vegna þess að kræklingurinn er að undirbúa hrygningu á þessum árstíma. Snemma að hausti minnkar hlutfall próteins á meðan magn óþekktra efna eykst. Á þessum árstíma er hrygningu að ljúka, ef ekki lokið. Greiningin sýnir einnig veika jákvæða fylgni milli próteins og fitu, en sterka neikvæða fylgni milli próteins og óþekktra efna. Styrkur þungmálma (kvikasilfurs, blý, kadmíums) var almennt lágur, en í nokkrum tilvikum var styrkur kadmíums þó hærri en leyfilegt er samkvæmt íslenskum og Evrópusambands reglugerðum (1 mg/kg). Mikilvægt er því að fylgjast með styrk kadmíums í íslenskum kræklingi áður en hann fer á markað. Niðurstöður fitusýrugreininga sýna að íslenskur kræklingur inniheldur umtalsvert magn af omega‐3 fitusýrunum EPA (C20:5n3) og DHA (C22:6n3) auk Palmitoleate (C16:1n7), sem allar eru þekktar fyrir jákvæð áhrif á heilsu. Niðurstöður verkefnisins sýna að íslenskur kræklingur er samkeppnishæfur varðandi næringarefna samsetningu og inniheldur auk þess jákvæð lífvirk efni. Þessar niðurstöður munu tvímælalaust nýtast kræklingaræktendum við markaðskynningar og skipulagningu varðandi uppskeru og sölu kræklingsafurða.

In order to enable the Icelandic blue mussel industry to grow, market and sell their product, there is a critical need to perform some fundamental studies.   The purpose of this eighteen months long research project was to investigate the quality and value of Icelandic blue mussels (Mytilus edulis) grown at different growing sites of Iceland. A total of 13 samples were collected from blue mussel culture sites around Iceland (Hvalfjörður, Breiðifjörður, Álftafjörður and Eyjafjörður). The Eskifjördur sampling site was excluded from the project due to the lack of market sized blue mussels and resulted in sampling from growing lines of four different culture sites. The mussels were characterised according to location, time of year, weight, length, meat yield and reproductive status. This report summarises the considerable amounts of data obtained regarding the chemical composition of Icelandic blue mussels, including trace metals (lead, cadmium, copper, zinc, mercury, arsenic, selenium, chrome, nickel and silver), nutrients (moisture, protein, lipid and ash content) and  bioactive components (carotenoids and fatty acid profile). In addition, the presence of common algal toxins in blue mussels was investigated and concluded that further work will be needed to optimise the rapid assays tested for measuring algal toxins i.e. PSP and DSP toxins.  The results obtained need to be further verified by using standard addition procedures or with certified reference material. It is important to keep in mind that these rapid tests for PSP and DSP only provide screening results. Further testing with reference analytical methods will be required to confirm the results from these rapid tests before the mussels are harvested and sold on market. The rapid tests are suitable for quality control and decision making regarding whether or not it is safe to harvest the mussel crop or if the mussels should be harvested later after purification in the ocean.   The results obtained here indicate that Icelandic blue mussels compose well balanced nutritional and trace element levels. A moderate seasonal variation pattern was observed in all measured nutritional parameters. A principal component analysis (PCA) showed that mussels contained higher proportion of fat and protein during spring (May‐June).  In the autumn the proportion of protein reduced while the proportion of other unknown substances increased. The PCA analysis also revealed a weak positive correlation between protein and fat and a strong negative correlation between protein and other unknown substances. Heavy metal concentrations were generally low.    However, elevated levels of cadmium were measured in mussel samples from certain culture sites, which in some cases exceeded the maximum EU limits (1 mg/kg) for cadmium in bivalve molluscs. The fatty acid profile revealed significant levels of omega‐3 polyunsaturated fatty acids such as Eicosapentaenoic (EPA, C20:5n3) and Docosahexaenoic (DHA, C22:6n3) as well as Palmitoleate (C16:1n7), all recognised for their health beneficial effects. This fundamental information proves that Icelandic blue mussels is a market competitive product of high quality and will greatly aid in developing the Icelandic mussel industry and in making the best choices considering growing, harvesting , marketing and selling their products.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Eiginleikar sölva. Áhrif staðsetningar og árstíma / Properties of dulse. Influence of location and season

Útgefið:

06/06/2011

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Karl Gunnarsson

Styrkt af:

AVS

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Eiginleikar sölva. Áhrif staðsetningar og árstíma / Properties of dulse. Influence of location and season

Þessi skýrsla greinir frá niðurstöðum rannsóknar á sölvum sem var safnað frá júní til október 2010 á tveimur ólíkum vaxtarstöðum sölva, á klettaog hnullufjöru (Bolaklettar) og á áreyrum (Fossárvík). Markmið var að fá áreiðanlegar upplýsingar um áhrif staðsetningar og árstíma á útlit, næringargildi, magn snefilefna og steinefna í sölvum á þessum stöðum. Áhrif árstíma og staðsetningar mældust á flesta mæliþætti sem greindir voru, bæði samsetningu og eiginleika. Hversu mikill breytileikinn er, er misjafnt eftir um hvaða þátt er að ræða. Í sumum tilfellum getur það skipt verulegu máli og því mikilvægt að safna sölvum á þeim stöðum og tíma ársins sem hagstæðast er.

Dulse was collected from June to October 2010 at two different locations, rocky shore and at sandbank were the sea was mixed with fresh water. The aim was to collect data on the influence of location and season on the appearance and chemical composition of dulse. Significant differences were found on several attributes. Knowledge of the variability in i.e. colour and protein content assist processors in selecting the most favourable raw material for their product.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Gæðakönnun á nautahakki í janúar 2010 / Evaluation of the quality of minced beef in January 2010

Útgefið:

01/03/2010

Höfundar:

Ólafur Reykdal, Óli Þór Hilmarsson, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

Landssamband kúabænda, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið, Neytendasamtökin

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Gæðakönnun á nautahakki í janúar 2010 / Evaluation of the quality of minced beef in January 2010

Um miðjan janúar 2010 var gerð könnun á innihaldi og merkingum nautahakks. Átta sýni voru tekin af forpökkuðu nautahakki í verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Merkingar á umbúðum voru kannaðar með tilliti til ákvæða í reglugerðum. Gerðar voru mælingar á kjöttegundum, sojapróteini, fitu, próteini og vatni. Lagt var mat á viðbætt vatn og viðbættar trefjar/kolvetni með útreikningum. Meginniðurstöður könnunarinnar eru þær að öðrum kjöttegundum var ekki blandað saman við nautahakkið og sojaprótein greindist ekki. Samkvæmt útreikningum var viðbætt vatn í 6 sýnum af 8 en fyrir eitt af sýnunum sex var vatn ekki í innihaldslýsingu. Á umbúðir tveggja sýna var merkt 12% viðbætt vatn en útreikningar gáfu ekki svo mikið viðbætt vatn til kynna. Samkvæmt innihaldslýsingum er kartöflutrefjum aukið í 4 vörur af 8. Trefjarnar binda vatn en notkun á slíkum efnum er heimil samkvæmt reglugerð. Samanburður við næringargildismerkingar leiddi í ljós að fita var í þremur tilfellum yfir uppgefnu gildi og prótein var í tveimur tilfellum undir merktu gildi. Merkingar á umbúðum uppfylltu í nokkrum tilfellum ekki kröfur í reglugerðum. Næringargildismerkingu vantaði fyrir tvö sýni. Nokkuð vantaði upp á að merkingar á heimilisfangi og undirheiti væru fullnægjandi. Álykta má að þörf sé á að bæta merkingar á umbúðum fyrir nautahakk. Reglugerð um kjöt og kjötvörur nr. 331/2005 er óljós um atriði eins og viðbætt vatn og því er full ástæða til að endurskoða reglugerðina.

A survey on the composition and labelling of minced beef was carried out in January 2010. Eight products of prepacked minced beef were sampled from supermarkets in Reykjavik. The labels were compared to provisions in regulations. The products were analyzed for meat species soy protein, fat, protein, ash and water. Added water and added carbohydrates/fiber were calculated from analytical values. The main results of the survey were that other meat species were not added to the minced beef and soy protein was not detected. According to calculations, water was added to 6 out of 8 samples but for one of the samples water was not listed as an ingredient. In two products added water was less than the 12 percentage stated on the label. Potato fibers were according to the labels added to 4 products. This is in accordance with regulations. Fat percentage was higher than declared in three products and protein was less than declared in two products. Labelling did not fulfil regulation requirements in some cases. Nutrient labelling was lacking in 2 samples. Addresses of producers and subtext in the name of the products were sometimes missing. The Icelandic regulation on meat and meat products No. 331/2005 is unclear on how to estimate and calculate added water and needs to be revised.

Skoða skýrslu
IS