Markmið verkefnisins Kolefnisspor íslenskra matvæla (KÍM) var að þróa samræmda og vísindalega aðferðafræði til að meta kolefnisspor íslenskra matvæla og framkvæma útreikninga á kolefnisspori fyrir valin matvæli: mjólk, nautakjöt, lambakjöt og grænmeti (kartöflur og gúrkur). Reikningar byggðust að meginhluta á lífsferilsgreiningu (LCA) samkvæmt alþjóðlegum stöðlum, en einnig var tekið mið af öðrum viðurkenndum aðferðum og regluverkum, svo sem PEF (e. Product Environmental Footprint) leiðbeiningar Evrópusambandsins og vöruflokkareglur (e. Product Category Rules, PCR), þar sem við átti. Gagnaöflun fór fram í samstarfi við innlenda framleiðendur og hagsmunaaðila. Þar sem frumgögn voru ekki aðgengileg var stuðst við alþjóðlega viðurkennda gagnagrunna til að tryggja samræmi og áreiðanleika. Verkefnið lagði jafnframt grunn að birtingu kolefnisspors í ÍSGEM gagnagrunninum og dregur fram mikilvægi samræmdrar gagnaöflunar og aðferðarfræði við stefnumótun og sjálfbærni í íslenskum matvælageira.
_____
The aim of the project Carbon Footprint of Icelandic Food Products (KÍM) was to develop a harmonized and scientifically sound methodology for assessing the carbon footprint of Icelandic food products and to carry out footprint calculations for selected products: milk, beef, lamb, and vegetables (potatoes and cucumbers). The assessments were primarily based on life cycle assessment (LCA) according to international standards, but additional guidance from frameworks such as the Product Environmental Footprint (PEF), and Product Category Rules (PCR) was also applied where relevant. Primary data was collected in collaboration with domestic producers and stakeholders. Where such data was unavailable, internationally recognized databases were used to ensure consistency and reliability. The project also laid the foundation for publishing carbon footprint data within the ÍSGEM food composition database and highlighted the importance of coordinated data collection and methodology in supporting sustainability and policy in the Icelandic food sector.
Merki: Food products
Afurðir úr matþörungum. Hugmyndir að vörum / Food products from seaweed
Í dag eru þeir stórþörungar sem nýttir eru til matar hér við land einkum seldir þurrkaðir og verkaðir. Lítil þróun hefur verið í vinnslu og verkun þeirra til dagsins í dag. Í því markmiði að hvetja til aukinnar nýtingar og nýsköpunar á þessu sviði var upplýsingum safnað um afurðir úr stórþörungum á markaði í öðrum löndum. Það sem einkum hamlar vexti markaðar með matþörunga hér á Íslandi og í nágrannalöndunum er hvað hefðin fyrir notkun þeirra hefur verið takmörkuð við litla og afmarkaða þjóðfélagshópa. Það eru því fjölmargir neytendur sem þekkja lítið til notkunar matþörunga og hafa oftar en ekki neikvætt viðhorf til þeirra. Yfirfærsla fleiri hefðbundinna vinnsluaðferða á grænmeti yfir á þörunga og blöndun í þekktar, almennar, vörur s.s. pasta og hrísgrjón eða í tilbúna rétti getur verið leið til þess að kynna matþörunga fyrir stærri hópi neytenda.
Today seaweed exploited for food production in Iceland is mainly sold dried and/or cured according to tradition. With the aim to stimulate utilisation and innovation in the sector, information was collected on seaweed products in several countries.


