Skýrslur

Bætt nýting grásleppuafurða / Production development of lumpfish

Útgefið:

27/06/2013

Höfundar:

Gunnar Þórðarson (Matís), Skjöldur Pálmason (Fiskvinnslan Oddi), Ólafur Reykdal (Matís)

Styrkt af:

AVS V 11 020‐11

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Bætt nýting grásleppuafurða / Production development of lumpfish

Með reglugerð sjávarútvegs‐  og landbúnaðarráðuneytisins, Nr 1083/2010, var gert skylt að koma með allan grásleppuafla að landi eftir 2011. Það þurfti því að bregðast hratt við og finna markaði fyrir grásleppuna sjálfa, en aðeins hrognin höfðu verið hirt og restinni fleygt í sjóinn. Mikið frumkvöðlaframtak hafði átti sér stað í nokkur ár og er rétt að nefna Landssamband smábátaeigenda og útflutningsfyrirtækið Triton í því samhengi, sem í sameiningu byggðu upp markað fyrir grásleppu á Kínamarkað, með hvelju og öllu saman. Rétt er að taka fram að hrognin eru um 30% af þyngd grásleppu en hveljan með haus og hala um 55% og þar af eru flökin aðeins 14% af heildarþyngd hennar. Til mikils var að vinna og ljóst að mikil verðmæti liggja í þessari vannýttu fisktegund og mikil tækifæri myndu skapast í mörgum sjávarbyggðum við framleiðslu og útflutning á grásleppu. Jafnframt auknum tekjum fyrir sjómenn og útgerð ásamt því að slæging grásleppunnar færðist nú að mestu í land, en það skapaði mikla vinnu hjá aðilum í framleiðslu. Slæging fyrir Kínamarkað er ólík hefðbundinni aðferð og kallar á flóknari handbrögð en það gerir kröfur um betri vinnuaðstæður sem ekki eru fyrir hendi um borð í litlum fiskibátum.   Litlar upplýsingar voru til um efna‐  og næringarinnihald grásleppu en slíkar upplýsingar eru nauðsynlegar við markaðssetningu afurða. Unnin var ítarleg skýrsla um efnið og notast við hráefni víða af landinu. Geymsluþolsrannsóknir voru gerðar á frosinni grásleppu. Haldin var ráðstefna á Patreksfirði þar sem hagsmunaaðilum í veiðum, vinnslu og útflutningi grásleppu var boðið til samræðu um hagsmunamál greinarinnar.

A new regulation from Minister of Fisheries and Agriculture, No. 1083/2010, require returning all lumpfish fished in Iceland, after 2011. A quick action had to be taken to find markets for lumpfish itself, but only the roes which have been processed but the rest of the fish have been discarded into the sea. With entrepreneurial activity for some years now new markets have been developed in China, by the National Association of Small Boat Owners in Iceland in cooperation with the export company Triton. It should be noted that the roes are only about 30% of the total weight of lumpfish, with head and tail about 70% of its total weight.   There was much to be done to save value in the lumpfish business and great opportunities for small communities relying on this business and find a market for the lumpfish product and create extra value for stakeholders. Furthermore, increased income for fishermen and fishing communities by creating valuable work by processing the fish at shore. Gutting and trimming the lumpfish for the China market is different from the traditional approach and calls for more sophisticated self‐ administration, but it requires better working conditions that do not exist on board small fishing boats. Very little information on chemical composition and nutrient value has been available for lumpfish products. In‐depth report on this subject was prepared, using samples from different regions in Iceland.   Self‐life experiments were prepared by this project. A work shop was held in Patreksfjordur in May 2013, with stakeholders from the lumpfish business participating.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Tilraunir við vinnslu ígulkerahrogna

Útgefið:

01/06/2013

Höfundar:

Jón Trausti Kárason, Ragnheiður Sveinþórsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Guðmundur Stefánsson, Sæmundur Elíasson, Stefán Freyr Björnsson, Aðalheiður Ólafsdóttir, Irek Klonowski, Ragnar Jóhannsson

Styrkt af:

Vaxtarsamningur Vesturlands

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Tilraunir við vinnslu ígulkerahrogna

Í þessu verkefni voru framkvæmdar þrjár tilraunir með mismunandi markmið. Markmið fyrstu tilraunarinnar var að kanna gæði ígulkerahrogna og prófa snöggfrystingu hrogna með útflutning í huga. Í annarri tilrauninni voru notaðar greinóttar dextrin sykrur (cluster dextrin, Glico) og alginate til þess að styrkja ytra byrði hrognanna, tilgangurinn var að finna efni sem gæti komið í stað alums til að hrognin héldu sér betur frá vinnslu til kaupanda. Í þriðju tilrauninni var markmiðið að kanna hvort hægt væri að vinna ígulkerahrogn með hitameðhöndlun sem magnvöru og jafnframt hvort hægt væri aðskilja vinnsluna í tíma, þ.e. hvort opna mætti kerin og pakka hrognunum í stærri einingar svo hægt væri að meðhöndla þau annars staðar en þar sem kerin væru opnuð.

In this project three experiments were undertaken. The goal in the first one was to explore the quality of gonads (sea urchin roes) and try to instant-freeze it for export. In the second experiment clusterdextrin and alginate was used to make the surface of the roes stronger. The purpose of that experiment was to find a substitude for alum for the gonads to keep their shape during the time from prosessing to buyer. In the third experiment the goal was to explore if it was possible to process gonads with heating in a large quantity and if it was possible to separate the stages of processing so tha the gonads could be collected and packed in one location, then further processed in another.

Skýrsla lokuð til 01.07.2016

Skoða skýrslu

Skýrslur

Meðhöndlun hrogna og lirfa með nýrri blöndu bætibaktería / Treatment of halibut (Hippoglossus hippoglossus L.) eggs and larvae using putative probionts isolated from the production system

Útgefið:

01/09/2008

Höfundar:

Jónína Þ. Jóhannsdóttir, Heiðdís Smáradóttir, Eyrún Gígja Káradóttir, Eydís Elva Þórarinsdóttir, María Pétursdóttir, Rannveig Björnsdóttir

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður Rannís (2006-2008) / Technology Development Fund of Rannís, the Icelandic Centre for Research (2006-2008)

Meðhöndlun hrogna og lirfa með nýrri blöndu bætibaktería / Treatment of halibut (Hippoglossus hippoglossus L.) eggs and larvae using putative probionts isolated from the production system

Markmið verkefnisins í heild sinni er að bæta lifun og gæði lúðulirfa í startfóðrun og nota til þess umhverfisvænar aðferðir þar sem hrogn og lirfur eru meðhöndluð með nýrri blöndu bætibaktería sem einangraðar hafa verið úr eldisumhverfi lúðulirfa. Mikil afföll verða á fyrstu stigum lúðueldis og því mikilvægt að skapa ákjósanlegt umhverfi á þessum fyrstu og viðkvæmustu stigum eldisins. Notkun bætibaktería er ein leið til þess en bætibakteríur geta með ýmsum hætti haft jákvæð áhrif á hýsil sinn, s.s. komið í veg fyrir að óæskilegar bakteríur nái fófestu í meltingarvegi hans, örvað ónæmissvörun og bætt jafnvægi í meltingarvegi hans. Framkvæmdar voru þrjár aðskildar tilraunir í eldisstöð Fiskeyjar hf. þar sem meðhöndlað var með blöndu bætibaktería á mismunandi stigum eldisins. Áhrif meðhöndlunar voru metin m.t.t. afkomu og gæða hrogna og lirfa en samsetning bakteríuflóru eldisins var einnig skoðuð. Bætibakteríum var bætt út í eldisumhverfi hrogna en lirfur voru meðhöndlaðar í gegnum fóðurdýrin. Helstu niðurstöður benda til þess að meðhöndlun með nýrri blöndu bætibaktería geti haft áhrif á samsetningu bakteríuflóru hrogna, lirfa og fóðurdýra þeirra en að meðhöndla þurfi tíðar en gert var í rannsókninni ef viðhalda á áhrifum til lengri tíma. Endurtekin meðhöndlun á hrognastigi virtist lækka tíðni gallaðra kviðpokalirfa auk þess sem meðhöndlun frá upphafi frumfóðrunar virtist hafa jákvæð áhrif á afkomu lirfa í lok frumfóðrunar.

Poor survival of larvae during the first feeding phases calls for measures to create optimal environmental conditions during the first and most sensitive phases of the larval production. The overall aim of the project was to promote increased survival and quality of halibut larvae, using putative probionts isolated from halibut production units. Probiotic bacteria can affect their host in various ways, e.g. by preventing the attachment of unfavourable bacteria, stimulating the immune system and promoting increased stability in the gastrointestinal tract. In this project three separate experiments were carried out at a commercial halibut farm, Fiskey Ltd. in Iceland. Different treatment schedules were used for treatment of eggs from fertilization and larvae throughout first feeding. A mixture of equal concentration of three selected strains was added to the tank water environment of eggs or through grazing of the live feed. The effects of treatment were evaluated with respect to the overall success of eggs and larvae as well as with respect to chances in the bacterial community structure. The results indicate that treatment may affect the bacterial community of eggs, larvae and live feed but more frequent treatments seem to be needed than examined in the present study. Repeated treatment of eggs resulted in reduced incidence of jaw deformation (gaping) amongst yolk sac larvae and treatment from the onset of exogenous feeding resulted in improved survival of larvae compared to sibling tank units.

Skoða skýrslu
IS