Skýrslur

Tilraunir við vinnslu ígulkerahrogna

Útgefið:

01/06/2013

Höfundar:

Jón Trausti Kárason, Ragnheiður Sveinþórsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Guðmundur Stefánsson, Sæmundur Elíasson, Stefán Freyr Björnsson, Aðalheiður Ólafsdóttir, Irek Klonowski, Ragnar Jóhannsson

Styrkt af:

Vaxtarsamningur Vesturlands

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Tilraunir við vinnslu ígulkerahrogna

Í þessu verkefni voru framkvæmdar þrjár tilraunir með mismunandi markmið. Markmið fyrstu tilraunarinnar var að kanna gæði ígulkerahrogna og prófa snöggfrystingu hrogna með útflutning í huga. Í annarri tilrauninni voru notaðar greinóttar dextrin sykrur (cluster dextrin, Glico) og alginate til þess að styrkja ytra byrði hrognanna, tilgangurinn var að finna efni sem gæti komið í stað alums til að hrognin héldu sér betur frá vinnslu til kaupanda. Í þriðju tilrauninni var markmiðið að kanna hvort hægt væri að vinna ígulkerahrogn með hitameðhöndlun sem magnvöru og jafnframt hvort hægt væri aðskilja vinnsluna í tíma, þ.e. hvort opna mætti kerin og pakka hrognunum í stærri einingar svo hægt væri að meðhöndla þau annars staðar en þar sem kerin væru opnuð.

In this project three experiments were undertaken. The goal in the first one was to explore the quality of gonads (sea urchin roes) and try to instant-freeze it for export. In the second experiment clusterdextrin and alginate was used to make the surface of the roes stronger. The purpose of that experiment was to find a substitude for alum for the gonads to keep their shape during the time from prosessing to buyer. In the third experiment the goal was to explore if it was possible to process gonads with heating in a large quantity and if it was possible to separate the stages of processing so tha the gonads could be collected and packed in one location, then further processed in another.

Skýrsla lokuð til 01.07.2016

Skoða skýrslu