Skýrslur

Mengunarvöktun í lífríki sjávar við Ísland 2011 og 2012 / Monitoring of the marine biosphere around Iceland 2011 and 2012

Útgefið:

01/08/2013

Höfundar:

Hrönn Jörundsdóttir, Natasa Desnica, Þuríður Ragnarsdóttir, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Umhverfis‐ og auðlindaráðuneyti & Atvinnuvega‐ og nýsköpunarráðuneyti / Ministry for the Environment and Natural Resources & Ministry of Industries and Innovation

Mengunarvöktun í lífríki sjávar við Ísland 2011 og 2012 / Monitoring of the marine biosphere around Iceland 2011 and 2012

Í þessari skýrslu eru birtar niðurstöður árlegs vöktunarverkefnis sem styrkt var af Umhverfis‐ og auðlindaráðuneytinu ásamt Atvinnuvega‐ og Nýsköpunarráðuneytinu. Markmið með þessari vöktun er að uppfylla skuldbindingar Íslands varðandi Oslóar‐  og Parísarsamninginn (OSPAR), auk AMAP (Arctic Monitoring Assessment Program). Gögnin eru hluti af framlagi Íslands í gagnabanka Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES). Hafrannsóknastofnunin sér um að afla sýna og Matís hefur umsjón með undirbúningi sýna og mælingum á snefilefnum í lífríki hafsins. Sýnin eru mæld á Matís og á Rannsóknastofu Háskóla Íslands í lyfja‐  og eiturefnafræði.   Mæld voru ýmis ólífræn snefilefni og klórlífræn efni í þorski veiddum í árlegu vorralli Hafró í mars 2012 og í kræklingi sem safnað var á 11 stöðum í kringum landið í ágúst/sept 2011. Vöktun í lífríki sjávar við Ísland hófst 1989 og er sýnasöfnun eins frá ári til árs og unnið eftir alþjóðlegum sýnatökuleiðbeiningum. Gögnunum er safnað saman í gagnagrunn, í skýrslunni eru birtar yfirlitsmyndir fyrir sum efnanna sem fylgst er með. Kadmín er svæðisbundið hærra í íslenskum kræklingi samanborið við krækling frá öðrum löndum. Niðurstöður sýna breytingar í mynstri styrks klórlífrænna efna í kræklingi sem safnað var nálægt Hvalstöðinni í Hvalfirði í september 2011. Styrkur klórlífrænna efna jókst árin 2009 og 2010 en lækkaði í sýnum frá 2011 og er orðinn sambærilegur við þann styrk sem mældist fyrir 2009. Styrkur DDEs  er þó hærri en hann var fyrir 2009. Ekki voru sýnilegar breytingar í styrk þessara efna á söfnunarstað kræklings við Hvammsvík í Hvalfirði né á neinum öðrum söfnunarstað í kringum landið sem rannsakaður var 2011. Mikilvægt er að fylgjast með þessum breytingum í mynstri styrks klórlífrænna efna í kræklingi í vöktunarverkefninu á næstu árum til að sjá hvernig þær breytast. Ítarleg tölfræðigreining á gögnunum er í gangi þ.a. hægt sé að meta með vísindalegum aðferðum aukningu eða minnkun mengandi efna í lífríki sjávar hér við land.

This report contains results of the annual monitoring of the biosphere around Iceland in 2011 and 2012. The project, overseen by the Environment Agency of Iceland, is to fulfil the OSPAR (Oslo and Paris agreement) and AMAP (Arctic Monitoring Assessment Program) agreements.    The project was funded by Ministry for the Environment and Natural Resources as well as the Ministry of Industries and Innovation. The data obtained is a part of Iceland´s contribution to the ICES databank (ices.dk). The collection of data started 1989. Matís is the coordinator for marine biota monitoring and is responsible for methods relating to sampling, preparation and analysis of samples. The samples were analyzed at Matís and the Department of Pharmacology and Toxicology at the University of Iceland.   Trace metals and organochlorines were analysed in cod (Gadus morhua) caught in March 2011 and in blue mussel (Mytilus edulis) collected from 11 sites in August/Sept 2011. Marine monitoring began in Iceland 1989 and the sampling is carried out according to standardized sampling guidelines. Changes were observed in the organochlorine concentration patterns in blue mussels collected year 2011 at the sampling site Hvalstod in Hvalfjordur. The concentration of organochlorines increased the years 2009 and 2010 but decreased in the samples from 2011 and is in line with the concentration of organohalogens in mussels before 2009. No noteworthy increase in organochlorine concentrations was however observed in blue mussels obtained at Hvammsvík in Hvalfjordur nor any of the other sample sites studied year 2011. These results need to be followed up in the annual monitoring of the biosphere around Iceland next year to see if this change in contaminant concentration pattern continues. A thorough statistical evaluation is on‐going on all the available data from this monitoring program to analyse spatial and temporal trends of pollutants in the Icelandic marine biosphere.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Monitoring of the marine biosphere around Iceland 2010 and 2011 / Mengunarvöktun í lífríki sjávar við Ísland 2010 og 2011

Útgefið:

01/07/2012

Höfundar:

Hrönn Jörundsdóttir, Natasa Desnica, Þuríður Ragnarsdóttir, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Umhverfisráðuneyti og sjávarútvegs‐ og landbúnaðarráðuneyti / Ministry for the Environment and Ministry of Fisheries and Agriculture

Tengiliður

Natasa Desnica

Fagstjóri

natasa@matis.is

Monitoring of the marine biosphere around Iceland 2010 and 2011 / Mengunarvöktun í lífríki sjávar við Ísland 2010 og 2011

Í þessari skýrslu eru birtar niðurstöður árlegs vöktunarverkefnis sem styrkt var af umhverfisráðuneytinu og sjávarútvegs‐  og landbúnaðarráðuneytinu. Markmið með þessari vöktun er að uppfylla skuldbindingar Íslands varðandi Oslóar‐  og Parísarsamninginn (OSPAR), auk AMAP (Arctic Monitoring Assessment Program). Gögnin eru hluti af framlagi Íslands í gagnabanka Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES). Hafrannsóknastofnunin sér um að afla sýna og Matís hefur umsjón með undirbúningi sýna og mælingum á snefilefnum í lífríki hafsins. Sýnin eru mæld á Matís og á Rannsóknastofu Háskóla Íslands í lyfja‐  og eiturefnafræði. Mæld voru ýmis ólífræn snefilefni og klórlífræn efni í þorski veiddum í árlegu vorralli Hafró í mars 2011 og í kræklingi sem safnað var á 11 stöðum í kringum landið í ágúst/sept 2010. Vöktun í lífríki sjávar við Ísland hófst 1989 og er sýnasöfnun eins frá ári til árs og unnið eftir alþjóðlegum sýnatökuleiðbeiningum. Gögnunum er safnað saman í gagnagrunn, í skýrslunni eru birtar yfirlitsmyndir fyrir sum efnanna sem fylgst er með. Kadmín er svæðisbundið hærra í íslenskum kræklingi samanborið við krækling frá öðrum löndum.    Niðurstöður sýna breytingar í mynstri styrks klórlífrænna efna í kræklingi sem safnað var nálægt Hvalstöðinni í Hvalfirði í september 2010 sem eru sambærilegar við niðurstöður frá sama stað frá árinu 2009. Ekki voru sýnilegar breytingar í styrk þessara efna á söfnunarstað kræklings við Hvammsvík í Hvalfirði né á neinum öðrum söfnunarstað í kringum landið sem rannsakaður var 2010. Mikilvægt er að fylgjast með þessum breytingum í mynstri styrks klórlífrænna efna í kræklingi í vöktunarverkefninu á næstu árum til að sjá hvort þær eru enn til staðar. Ítarleg tölfræðigreiningu á gögnunum er í gangi þ.a. hægt sé að meta með vísindalegum aðferðum aukningu eða minnkun mengandi efna í lífríki sjávar hér við land.  

This report contains results of the annual monitoring of the biosphere around Iceland in 2010 and 2011. The project, overseen by the Environmental and Food Agency of Iceland, is to fulfil the OSPAR (Oslo and Paris agreement) and AMAP (Arctic Monitoring Assessment Program) agreements.    The project was funded by Ministry for the Environment and Ministry of Fisheries and Agriculture. The data obtained is a part of Iceland´s contribution to the ICES databank (ices.dk). The collection of data started 1989. Matís is the coordinator for marine biota monitoring and is responsible for methods relating to sampling, preparation and analysis of samples. The samples were analyzed at Matís and the Department of Pharmacology and Toxicology at the University of Iceland. Trace metals and organochlorines were analysed in cod (Gadus morhua) caught in March 2011 and in blue mussel (Mytilus edulis) collected from 11 sites in August/Sept 2010. Marine monitoring began in Iceland 1989 and the sampling is carried out according to standardized sampling guidelines. Changes were observed in the organochlorine concentration patterns in blue mussels collected year 2010 at the sampling site Hvalstod in Hvalfjordur which are in line with results obtained year 2009. No noteworthy increase in organochlorine concentrations was however observed in blue mussels obtained at Hvammsvík in Hvalfjordur nor any of the other sample sites studied year 2010. These results need to be followed up in the annual monitoring of the biosphere around Iceland next year to see if this change in contaminant concentration pattern continues. A thorough statistical evaluation is on‐going on all the available data from this monitoring program to analyse spatial and temporal trends of pollutants in the Icelandic marine biosphere.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Gæðakræklingur er gulls ígildi / Icelandic blue mussels – A valuable high quality product

Útgefið:

01/12/2011

Höfundar:

Natasa Desnica, Sophie Jensen, Guðrún G. Þórarinsdóttir, Jón Óskar Jónsson, Hörður G. Kristinsson, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

AVS

Tengiliður

Natasa Desnica

Fagstjóri

natasa@matis.is

Gæðakræklingur er gulls ígildi  / Icelandic blue mussels – A valuable high quality product

Til þess að íslensk kræklingarækt geti vaxið og dafnað er mikilvægt að framkvæma grunnrannsóknir varðandi öryggi og gæði á ferskum íslenskum kræklingi sem geta nýst framleiðendum við markaðssetningu og sölu afurðanna. Tilgangurinn með þessu átján mánaða langa rannsóknarverkefni var að safna upplýsingum um öryggi og gæði kræklings (Mytilus edulis) í markaðsstærð (> 45 mm) sem ræktaður er við strendur Íslands. Samtals var þrettán kræklingasýnum í markaðsstærð safnað á fjórum mismunandi ræktunarstöðum við landið (Hvalfirði, Breiðafirði, Álftafirði og Eyjafirði) á mismunandi árstímum. Kræklingur í markaðstærð fékkst ekki á Eskifirði og þessi ræktunarstaður var því útilokaður frá verkefninu. Í staðinn voru tekin sýni oftar á hinum ræktunarstöðunum fjórum en upphaflega var ráðgert. Kræklingi var safnað af ræktunarlínum og tími og staðsetning skráð. Þyngd, lengd og holdfylling var mæld. Kræklingurinn var kyngreindur og kynþroskastig áætlað í hverju sýni. Í þessu verkefni var safnað umtalsverðum upplýsingum um næringarefnainnihald (prótein, vatn, fita, aska) auk lífvirkra efna s.s. selens, sinks, karótíníða og fitusýrusamsetningar í kræklingi frá mismunandi ræktunarstöðum og á mismunandi árstímum. Sömuleiðis voru mæld óæskileg ólífræn snefilefni (blý, kvikasilfur, kadmíum, kopar, nikkel, arsen, króm og silfur) í öllum sýnum. Einnig var unnið að því setja upp og prófa hraðvirkrar mæliaðferðir til að mæla þrjár tegundir þörungaeiturs þ.e.a.s. ASP, PSP og DSP. Mæliaðferðirnar voru bestaðar gagnvart þeim tækjabúnaði sem til staðar er hjá Matís og einnig mæld viðmiðunarsýni (þ.e. kræklingur með þekktu magni þörungaeiturs) til að meta gæði mælinganna. Prófuð voru tvenns konar hraðvirk próf sem til eru á markaði til þess að meta hvernig þau reynast við þörungaeitursmælingar í kræklingi.    Annars vegar voru prófuð svokölluð Jellet próf og hins vegar ELISA próf.   Niðurstaðan er sú að bæði prófin eru tiltölulega einföld í notkun, hins vegar er nauðsynlegt er að prófa þau á aðeins fleiri sýnum, en gert var hér, til að leggja betra mat á það hvernig best væri að nýta þau í gæðaeftirliti með kræklingarækt. Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir takmörkunum þessara hraðvirku prófana þar sem þau munu ekki koma algerlega í staðinn fyrir mælingar með viðurkenndum rannsóknaraðferðum. Þessar prófanir, gætu aftur á móti, fækkað þeim sýnum verulega sem send eru til viðurkenndra mælinga, þar sem ekki væru send sýni þegar forprófanirnar sýna að þörungaeitur er til staðar og ekki fengist leyfi til að uppskera krækling. Niðurstöðurnar benda til þess að íslenskur kræklingur hafi ákjósanlega næringarefnasamsetningu sem þó er háð náttúrlegum árstíðabreytingum. Fjölbreytagreining (PCA) sýnir að kræklingur inniheldur hærra hlutfall af fitu og próteini á vorin (maí og júní) líklega vegna þess að kræklingurinn er að undirbúa hrygningu á þessum árstíma. Snemma að hausti minnkar hlutfall próteins á meðan magn óþekktra efna eykst. Á þessum árstíma er hrygningu að ljúka, ef ekki lokið. Greiningin sýnir einnig veika jákvæða fylgni milli próteins og fitu, en sterka neikvæða fylgni milli próteins og óþekktra efna. Styrkur þungmálma (kvikasilfurs, blý, kadmíums) var almennt lágur, en í nokkrum tilvikum var styrkur kadmíums þó hærri en leyfilegt er samkvæmt íslenskum og Evrópusambands reglugerðum (1 mg/kg). Mikilvægt er því að fylgjast með styrk kadmíums í íslenskum kræklingi áður en hann fer á markað. Niðurstöður fitusýrugreininga sýna að íslenskur kræklingur inniheldur umtalsvert magn af omega‐3 fitusýrunum EPA (C20:5n3) og DHA (C22:6n3) auk Palmitoleate (C16:1n7), sem allar eru þekktar fyrir jákvæð áhrif á heilsu. Niðurstöður verkefnisins sýna að íslenskur kræklingur er samkeppnishæfur varðandi næringarefna samsetningu og inniheldur auk þess jákvæð lífvirk efni. Þessar niðurstöður munu tvímælalaust nýtast kræklingaræktendum við markaðskynningar og skipulagningu varðandi uppskeru og sölu kræklingsafurða.

In order to enable the Icelandic blue mussel industry to grow, market and sell their product, there is a critical need to perform some fundamental studies.   The purpose of this eighteen months long research project was to investigate the quality and value of Icelandic blue mussels (Mytilus edulis) grown at different growing sites of Iceland. A total of 13 samples were collected from blue mussel culture sites around Iceland (Hvalfjörður, Breiðifjörður, Álftafjörður and Eyjafjörður). The Eskifjördur sampling site was excluded from the project due to the lack of market sized blue mussels and resulted in sampling from growing lines of four different culture sites. The mussels were characterised according to location, time of year, weight, length, meat yield and reproductive status. This report summarises the considerable amounts of data obtained regarding the chemical composition of Icelandic blue mussels, including trace metals (lead, cadmium, copper, zinc, mercury, arsenic, selenium, chrome, nickel and silver), nutrients (moisture, protein, lipid and ash content) and  bioactive components (carotenoids and fatty acid profile). In addition, the presence of common algal toxins in blue mussels was investigated and concluded that further work will be needed to optimise the rapid assays tested for measuring algal toxins i.e. PSP and DSP toxins.  The results obtained need to be further verified by using standard addition procedures or with certified reference material. It is important to keep in mind that these rapid tests for PSP and DSP only provide screening results. Further testing with reference analytical methods will be required to confirm the results from these rapid tests before the mussels are harvested and sold on market. The rapid tests are suitable for quality control and decision making regarding whether or not it is safe to harvest the mussel crop or if the mussels should be harvested later after purification in the ocean.   The results obtained here indicate that Icelandic blue mussels compose well balanced nutritional and trace element levels. A moderate seasonal variation pattern was observed in all measured nutritional parameters. A principal component analysis (PCA) showed that mussels contained higher proportion of fat and protein during spring (May‐June).  In the autumn the proportion of protein reduced while the proportion of other unknown substances increased. The PCA analysis also revealed a weak positive correlation between protein and fat and a strong negative correlation between protein and other unknown substances. Heavy metal concentrations were generally low.    However, elevated levels of cadmium were measured in mussel samples from certain culture sites, which in some cases exceeded the maximum EU limits (1 mg/kg) for cadmium in bivalve molluscs. The fatty acid profile revealed significant levels of omega‐3 polyunsaturated fatty acids such as Eicosapentaenoic (EPA, C20:5n3) and Docosahexaenoic (DHA, C22:6n3) as well as Palmitoleate (C16:1n7), all recognised for their health beneficial effects. This fundamental information proves that Icelandic blue mussels is a market competitive product of high quality and will greatly aid in developing the Icelandic mussel industry and in making the best choices considering growing, harvesting , marketing and selling their products.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Monitoring of the marine biosphere around Iceland 2009 and 2010 / Mengunarvöktun í lífríki sjávar við Ísland 2009 og 2010

Útgefið:

01/09/2011

Höfundar:

Helga Gunnlaugsdóttir, Natasa Desnica, Þuríður Ragnarsdóttir, Hrönn Jörundsdóttir

Styrkt af:

Umhverfisráðuneytið og Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið / Ministry for the Environment and Ministry of Fisheries and Agriculture

Monitoring of the marine biosphere around Iceland 2009 and 2010 / Mengunarvöktun í lífríki sjávar við Ísland 2009 og 2010

Í þessari skýrslu eru birtar niðurstöður árlegs vöktunarverkefnis sem styrkt var af umhverfisráðuneytinu og sávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Markmið með þessari vöktun er að uppfylla skuldbindingar Íslands varðandi Oslóar- og Parísarsamninginn (OSPAR), auk AMAP (Arctic Monitoring Assessment Program). Gögnin hafa verið send í gagnabanka Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES). Hafrannsóknastofnunin sér um að afla sýna og Matís hefur umsjón með undirbúningi sýna og mælingum á snefilefnum í lífríki hafsins. Sýnin eru mæld á Matís og á Rannsóknastofu Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði. Mæld voru ýmis ólífræn snefilefni og klórlífræn efni í þorski veiddum í árlegu vorralli Hafró í mars 2010 og í kræklingi sem safnað var á 10 stöðum í kringum landið í ágúst/sept 2009. Vöktun í lífríki sjávar við Ísland hófst 1989 og er sýnasöfnun eins frá ári til árs og unnið eftir alþjóðlegum sýnatökuleiðbeiningum. Gögnunum er safnað saman í gagnagrunn, í skýrslunni eru birtar yfirlitsmyndir fyrir sum efnanna sem fylgst er með. Kadmín er svæðisbundið hærra í íslenskum kræklingi samanborið við krækling frá öðrum löndum. Niðurstöður sýna breytingar í mynstri styrks klórlífrænna efna í kræklingi sem safnað var nálægt Hvalstöðinni í Hvalfirði í september 2009, ekki voru sýnilegar breytingar í styrk þessara efna á söfnunarstað kræklings við Hvammsvík í Hvalfirði né á neinum öðrum söfnunarstað í kringum landið sem rannsakaður var 2009. Mikilvægt er að fylgjast með þessum breytingum í mynstri styrks klórlífrænna efna í kræklingi í vöktunarverkefninu á næstu árum til að sjá hvort þær eru enn til staðar. Ítarleg tölfræðigreining á gögnunum er í gangi þ.a. hægt sé að meta með vísindalegum aðferðum aukningu eða minnkun mengandi efna í lífríki sjávar hér við land.

This report contains results of the annual monitoring of the biosphere around Iceland in 2009 and 2010. The project, overseen by the Environmental and Food Agency of Iceland, is to fulfil the OSPAR (Oslo and Paris agreement) and AMAP (Arctic Monitoring Assessment Program) agreements. The project was funded by Ministry for the Environment and Ministry of Fisheries and Agriculture. The data has been submitted to the ICES databank (ices.dk). The collection of data started 1989. Matís is the coordinator for marine biota monitoring and is responsible for methods relating to sampling, preparation and analysis of samples. The samples were analyzed at Matís and the Department of Pharmacology and Toxicology at the University of Iceland. Trace metals and organochlorines were analysed in cod (Gadus morhua) caught in March 2010 and in blue mussel (Mytilus edulis) collected in August/Sept 2009. Marine monitoring began in Iceland 1989 and the sampling is carried out according to standardized sampling guidelines. Changes were observed in the organochlorine concentration patterns in blue mussels collected year 2009 at the sampling site Hvalstod in Hvalfjordur, no noteworthy increase in organochlorine concentrations was however observed in blue mussels obtained at Hvammsvík in Hvalfjordur nor any of the other sample sites studied year 2009. These results need to be followed up in the annual monitoring of the biosphere around Iceland next year to see if this change in contaminant concentration pattern continues. A thorough statistical evaluation is ongoing on all available data from this monitoring program to analyse spatial and temporal trends of pollutants in the Icelandic marine biosphere.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Stytting ræktunartíma kræklings ‐ LOKASKÝRSLA / Shortening the growing time of blue mussels on long lines

Útgefið:

01/12/2010

Höfundar:

Helga Gunnlaugsdóttir, Guðrún G. Þórarinsdóttir, Jón Benedikt Gíslason, Hreiðar Þór Valtýsson, Björn Theodórsson, Hrönn Jörundsdóttir

Styrkt af:

Aukið verðmæti sjávarfangs (AVS), Hafrannsóknastofnunin, Matís, Sjávarútvegsmiðstöðin við Háskólann á Akureyri

Stytting ræktunartíma kræklings ‐ LOKASKÝRSLA / Shortening the growing time of blue mussels on long lines

Aðalmarkmið verkefnisins var að þróa og meta aðferð við áframræktun smáskelja kræklings á hengjum í sjó sem skilar uppskeru að minnsta kosti ári fyrr en hefðbundin ræktunaraðferð. Deilimarkmið voru að meta stofnstærð og nýliðunargetu á tilraunaveiðisvæðum smáskelja í Hvalfirði og upptöku kadmíums í kræklingi eftir flutning og í áframræktun.

Samanteknar ályktanir verkefnisins eru eftirfarandi:

a) Stofnstærðarmat kræklings í Hvalfirði leiddi í ljós töluvert stóran veiðalegan stofn og miðað við 10% veiðikvóta af stofnstærð væri hægt að veiða árlega 1 500 tonn í firðinum. Uppistaða stofnsins á flestum svæðum eru stórar skeljar sem ekki henta til áframræktunar.

b) Söfnun á villtri smáskel (u.þ.b. 20-30 mm) til útsokkunar og áframræktun á hengjum (skiptirækt) í sjó skilar uppskeru að minnsta kosti ári fyrr en hefðbundin ræktunaraðferð.

c) Hægt er að veiða smáskel, flytja, sokka og koma út á ræktunarsvæðum fjarri veiðisvæði. Stærð skelja hefur þó mikið að segja varðandi möguleika til áframræktunar, þar sem hreyfanleiki þeirra virðist fara minnkandi upp úr 25 mm skellengd. Í rannsókninni var uppskera af línum af veiddri og útsokkaðri skel um 5 kíló af markaðshæfri skel á lengdarmeter.

d) Þessi ræktunaraðferð getur verið gagnleg sem viðbót við hefðbundna ræktun. Að geta sótt villtan krækling til útsokkunar getur skipt miklu máli sérstaklega ef hefðbundin lirfusöfnun hefur farið forgörðum af einhverjum ástæðum. Niðurstöður núverandi verkefnis munu mögulega nýtast við fleira en styttingu á ræktunartíma og geta gegnt lykilhlutverki við uppbyggingu kræklingaræktar umhverfis landið.

e) Upptaka kadmíums í kræklingi getur verið vandamál eftir flutning og í áframræktun og mikilvægt er að fylgjast með styrk kadmíums í kræklingi áður en hann fer á markað.

This report presents results from a research project funded by AVS year 2009. The main aim of the project was to evaluate whether it would be possible to shorten the growing time of blue mussels so that they reach market size more rapidly. The following technique was tested; harvesting of natural stocks of blue mussel in two fjords in West Iceland where small individuals were sorted out from the catch (<40 mm) and put into socks to grow to market size in hanging culture. ><40 mm) and put into socks to grow to market size in hanging culture. Using this technique, small mussels between c.a. 20-30 mm in shell length reach market size (45mm+) in hanging culture in one year, while using traditional methods (spat collection and growth) this takes 2-3 years. This technique thus offers possibilities to utilize an unexploited natural stock of mussels and shorten considerably the growing time to market size.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Mengunarvöktun í lífríki sjávar við Ísland 2008 og 2009 / Monitoring of the marine biosphere around Iceland 2008 and 2009

Útgefið:

01/09/2010

Höfundar:

Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Natasa Desnica, Sonja Huld Guðjónsdóttir, Þuríður Ragnarsdóttir, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Umhverfisráðuneyti og Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneyti / Ministry for the Environment and Ministry of Fisheries and Agriculture

Tengiliður

Natasa Desnica

Fagstjóri

natasa@matis.is

Mengunarvöktun í lífríki sjávar við Ísland 2008 og 2009 / Monitoring of the marine biosphere around Iceland 2008 and 2009

Í þessari skýrslu eru birtar niðurstöður árlegs vöktunarverkefnis sem styrkt er af Umhverfisráðuneytinu og Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Markmið með þessari vöktun er að uppfylla skuldbindingar Íslands varðandi Oslóar- og Parísarsamninginn (OSPAR), auk AMAP (Artic Monitoring Assessment Program). Gögnin hafa verið send í gagnabanka Alþjóðahafrannsóknarráðsins (ICES). Hafrannsóknastofnun sér um að afla sýna og Matís hefur umsjón með undirbúningi sýna og mælingum á snefilefnum í lífríki hafsins. Sýnin eru mæld á Matís og á Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði. Mæld voru ýmis ólífræn snefilefni og klórlífræn efni í þorski veiddum í árlegu vorralli Hafró í mars 2009 og í kræklingi sem safnað var á 11 stöðum í kringum landið í ágúst/sept 2008. Vöktun í lífríki sjávar við Ísland hófst 1989 og er gögnum safnað saman í gagnagrunn. Í skýrslunni eru birtar yfirlitsmyndir fyrir sum efnanna sem fylgst er með. Kadmín er svæðisbundið hærra í íslenskum kræklingi samanborið við krækling frá öðrum löndum. Litlar breytingar eru á milli ára í styrk ólífrænna og lífrænna efna en þörf er á ítarlegri tölfræðigreiningu á gögnunum til að hægt sé að meta með vísindalegum aðferðum aukningu eða minnkun mengandi efna í lífríki sjávar hér við land.

This report contains results of the annual monitoring of the biosphere around Iceland in 2008 and 2009. The project, overseen by the Environmental and Food Agency of Iceland, is to fulfill the OSPAR (Oslo and Paris agreement) and AMAP (Arctic Monitoring Assessment Program) agreements. The project was funded by Ministry for the Environment and Ministry of Fisheries and Agriculture. The data has been submitted to the ICES databank (ices.dk), collection of data began in 1989. Matís ohf is the coordinator for marine biota monitoring and is responsible for methods relating to sampling, preparation and analysis of samples. The samples were analyzed at Matís and at the Department of Pharmacology and Toxicology at the University of Iceland. Trace metals and organochlorines were analyzed in cod (Gadus morhua) caught in March 2009 and in blue mussel (Mytilus edulis) collected in August/Sept 2008. Marine monitoring began in Iceland 1989. Cadmium is higher in some locations in Iceland compared to other countries. No significant changes were observed in the concentration of organic or inorganic pollutants investigated. However, a thorough statistical evaluation has to be carried out on the available data to analyze spatial and temporal trends of pollutants in the Icelandic marine biosphere.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Mengunarvöktun í lífríki sjávar við Ísland 2007 og 2008 / Monitoring of the marine biosphere around Iceland 2007 and 2008

Útgefið:

01/08/2009

Höfundar:

Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Sasan Rabieh, Hulda Soffía Jónasdóttir, Þuríður Ragnarsdóttir, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Umhverfisráðuneyti & Sjávarútvegsráðuneyti / Ministry for the Environment and Ministry of Fisheries

Mengunarvöktun í lífríki sjávar við Ísland 2007 og 2008 / Monitoring of the marine biosphere around Iceland 2007 and 2008

Í þessari skýrslu eru birtar niðurstöður árlegs vöktunarverkefnis á vegum Umhverfisráðuneytisins fyrir árin 2007 og 2008. Markmið með þessari vöktun er að uppfylla skuldbindingar Íslands varðandi Oslóar- og Parísarsamninginn (OSPAR), auk AMAP (Artic Monitoring Assessment Program). Gögnin hafa verið send í gagnabanka Alþjóðahafrannsóknarráðsins (ICES). Hafrannsóknastofnun sér um að afla sýna og Matís hefur umsjón með undirbúningi sýna og mælingum á snefilefnum í lífríki hafsins. Sýnin eru mæld á Matís og á Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði. Mæld voru ýmis ólífræn snefilefni og klórlífræn efni í þorski veiddum í árlegu vorralli Hafró í mars 2008 og í kræklingi sem safnað var á 11 stöðum í kringum landið í ágúst/sept 2007. Vöktun í lífríki sjávar við Ísland hófst 1989 og er gögnum safnað saman í gagnagrunn, í skýrslunni eru birtar yfirlitsmyndir fyrir sum efnanna sem fylgst er með.

This report contains results of the annual monitoring of the biosphere around Iceland in 2007 and 2008. The project, overseen by the Environmental and Food Agency of Iceland, is to fulfil the OSPAR (Oslo and Paris agreement) and AMAP (Arctic Monitoring Assessment Program) agreements. The data has been submitted to the ICES databank (ices.dk), collection of data began 1989. Matís ohf is the coordinator for marine biota monitoring and is responsible for methods relating to sampling, preparation and analysis of samples. The samples were analyzed at the Matís and at the Department of Pharmacology and Toxicology at the University of Iceland. Trace metals and organochlorines were analyzed in cod (Gadus morhua) caught in March 2008 and in blue mussel (Mytilus edulis) collected in August/Sept 2007. Marine monitoring began in Iceland 1989.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Mengunarvöktun í lífríki sjávar við Ísland 2006 og 2007 / Monitoring of the marine biosphere around Iceland 2006 and 2007

Útgefið:

01/08/2008

Höfundar:

Sasan Rabieh, Ingibjörg Jónsdóttir, Þuríður Ragnarsdóttir, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Umhverfisráðuneyti & Sjávarútvegsráðuneyti / Ministry for the Environment and Ministry of Fisheries

Mengunarvöktun í lífríki sjávar við Ísland 2006 og 2007 / Monitoring of the marine biosphere around Iceland 2006 and 2007

Í þessari skýrslu eru birtar niðurstöður árlegs vöktunarverkefnis á vegum Umhverfisráðuneytisins fyrir árin 2006 og 2007. Markmið með þessari vöktun er að uppfylla skuldbindingar Íslands varðandi Oslóar- og Parísarsamninginn (OSPAR), auk AMAP (Artic Monitoring Assessment Program). Gögnin hafa verið send í gagnabanka Alþjóðahafrannsóknarráðsins (ICES). Hafrannsóknastofnun sér um að afla sýna og Matís hefur umsjón með undirbúningi sýna og mælingum á snefilefnum í lífríki hafsins. Sýnin eru mæld á Matís og á Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði. Mæld voru ýmis ólífræn snefilefni og klórlífræn efni í þorski veiddum í árlegu vorralli Hafró í mars 2007 og í kræklingi sem safnað var á 11 stöðum í kringum landið í ágúst/sept 2006. Vöktun í lífríki sjávar við Ísland hófst 1989.

This report contains results of the annual monitoring of the biosphere around Iceland in 2006 and 2007. The project, overseen by the Environmental and Food Agency of Iceland, is to fulfil the OSPAR (Oslo and Paris agreement) and AMAP (Arctic Monitoring Assessment Program) agreements. The data has been submitted to the ICES databank (ices.dk), collection of data began 1989. Matís ohf is the coordinator for marine biota monitoring and is responsible for methods relating to sampling, preparation and analysis of samples. The samples were analyzed at the Matís and at the Department of Pharmacology and Toxicology at the University of Iceland. Trace metals and organochlorines were analyzed in cod (Gadus morhua) caught in March 2007 and in blue mussel (Mytilus edulis) collected in August/Sept 2006. Marine monitoring began in Iceland 1989.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Ólífræn snefilefni í lífverum við NV-land

Útgefið:

01/12/2007

Höfundar:

Helga Gunnlaugsdóttir, Guðjón Atli Auðunsson, Guðmundur Víðir Helgason, Rósa Jónsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Þuríður Ragnarsdóttir, Sasan Rabieh

Styrkt af:

AVS rannsóknarsjóður í sjávarútvegi, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Matís

Ólífræn snefilefni í lífverum við NV-land

Tilgangur rannsóknarinnar var að leita skýringa á sérstöðu NV-miða, sérstaklega Arnarfjarðar, m.t.t. ólífrænna snefilefna, einkum kadmíns, í lífverum. Í því skyni var mældur styrkur snefilefna í sýnum af kræklingi (Mytilus edulis), hörpudiski (Chlamys islandica) og sjávarseti á nokkrum stöðum við Ísland, en sérstök áhersla lögð á sýnasöfnun á NV-miðum. Helstu niðurstöður verkefnisins eru að styrkur kadmíns í kræklingasýnum frá Arnarfirði er almennt töluvert hærri en í öðrum sýnum sem tekin voru af krælingi á NV-miðum og er þessi munur tölfræðilega marktækur (T-próf, α = 0,05 (5%)). Sömuleiðis er tilhneiging til að styrkur járns, kopars, mangan og sínks sé lægri í kræklingi í Arnarfirði en öðrum fjörðum á NV-miðum, og er þessi munur mest áberandi fyrir járn og sink. Niðurstöðurnar leiða í ljós að styrkur kadmíns í krælingi úr Arnarfirði er yfir hámarksgildum ESB fyrir krækling í 9 sýnum af 10, auk þess eru sýni af kræklingi af ræktunarböndum úr Hestfirði í Ísafjarðardjúpi og Ósafirði (inn af Patreksfirði) yfir mörkum ESB (1,0 mg/kg votvigt fyrir samlokur). Kræklingasýni frá Dýrafirði, Seyðisfirði í Ísafjarðardjúpi og Patreksfirði við Sandodda eru einnig mjög nálægt mörkum ESB. Magn snefilefna í seti á NV-miðum virðist vera mjög svipað og fyrri mælingar á snefilefnum í íslensku sjávarseti á þessum slóðum gefa til kynna. Þetta bendir til þess að skýringa á háum styrk kadmíns í kræklingi úr Arnarfriði sé líklega ekki að leita í hærri styrk kadmíns í seti á þessu svæði. Niðurstöður verkefnisins gefa upplýsingar um sérstöðu íslenskra hafsvæða m.t.t. ólífrænna snefilefna. Slíkar upplýsingar og vísindaleg gögn eru forsenda þess að Íslendingar geti haft áhrif á ákvarðanatöku við setningu hámarksgilda fyrir matvæli t.d. hjá ESB. Niðurstöður úr verkefninu hafa nú þegar verið nýttar til að að hafa áhrif á hækkun á hámarksgildum ESB fyrir kadmín í samlokum og hafa verið send til EFSA vegna gagnasöfnunar um kadmín í matvælum.

The aim of this research was to investigate the unique position of the territorial waters around NW-Iceland, especially Arnarfjörður, with respect to trace elements, particularly cadmium, in biota. In order to achieve this goal, trace elements in blue mussels (Mytilus edulis), scallops (Chlamys islandica) and sediments around Iceland were analyzed, with special emphasis on sampling in the NW-Iceland area. The main results from this research indicate that cadmium levels are statistically higher in blue mussels from Arnarfjörður compared to other areas in NW-Iceland (T-test, α = 0,05 (5%)). In contrast with cadmium, the iron, copper, manganese and zinc concentrations were lower in the blue mussels from Arnarfjörður in comparison with other areas in NW-Iceland. This difference was most obvious with regard to iron and zinc. The cadmium level in blue mussels from Arnarfjörður, Hestfjörður in Ísafjarðardjúp and Ósafjörður exceeds the maximum cadmium level (1,0 mg/kg wet weight) set by the European commission (EC) for Bivalve molluscs. The cadmium level in blue mussels from Dýrafjörður, Seyðisfjörður in Ísafjarðardjúpi and Patreksfjörður are also close to the maximum cadmium level set by EC. The results for trace elements in sediments from Arnarfjörður do not however explain the high levels of cadmium observed in blue mussels from this area.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Monitoring of the marine biosphere around Iceland in 2005 – 2006

Útgefið:

01/08/2007

Höfundar:

Sasan Rabieh, Ernst Schmeisser, Eva Yngvadóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Þuríður Ragnarsdóttir, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Ministry for the Environment (Umhverfisráðuneytið)

Monitoring of the marine biosphere around Iceland in 2005 – 2006

Í þessari skýrslu eru birtar niðurstöður árlegs vöktunarverkefnis á vegum Umhverfisráðuneytisins fyrir árin 2005 og 2006. Markmiðið með þessari vöktun er að uppfylla skuldbindingar Íslands varðandi Oslóar- og Parísarsamninginn (OSPAR), auk AMAP (Artic Monitoring Assessment Program). Gögnin hafa verið send í gagnabanka Alþjóðahafrannsóknarráðsins (ICES). Hafrannsóknastofnun sér um að afla sýna og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins hafði umsjón með undirbúningi sýna og mælingum á snefilefnum í lífríki hafsins. Sýnin voru mæld á Rf og á Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði. Mæld voru ýmis ólífræn snefilefni og klórlífræn efni í þorski veiddum í árlegu vorralli Hafrannsónastofnunarinnar í mars 2006 og í kræklingi sem safnað var á 11 stöðum í kringum landið í ágúst/sept 2005. Vöktun í lífríki sjávar við Ísland hófst 1989.

This report contains results of the annual monitoring of the biosphere around Iceland in 2005 and 2006. The project, overseen by the Environmental and Food Agency of Iceland, is to fulfil the OSPAR (Oslo and Paris agreement) and AMAP (Arctic Monitoring Assessment Program) agreements. The data has been submitted to the ICES databank (ices.dk), collection of data began 1989. The Icelandic Fisheries Laboratories (IFL) (now Matís) is the coordinator for marine biota monitoring and is responsible for methods relating to sampling, preparation and analysis of samples. The samples were analyzed at IFL/Matís and at the Department of Pharmacology and Toxicology at the University of Iceland. Trace metals and organochlorines were analyzed in cod (Gadus morhua) caught in March 2006 and in blue mussel (Mytilus edulis) collected in August/Sept 2005. Marine monitoring began in Iceland 1989.

Skoða skýrslu
IS