Skýrslur

Litur á ofurkældum tálknum

Útgefið:

15/07/2020

Höfundar:

Gunnar Þórðarson, Margrét Geirsdóttir og Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS Rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Litur á tálknum hefur um langan tíma verið notaður til að meta ferskleika á fiski, en þekkt er að við geymslu breytist litur og þau dökkna. Þegar ofurklæling á laxi var tekin upp sem bætti gæði framleiðslu, fylgdi böggull skammrifi aðferðinni þar sem tálknin dökknuðu við kælinguna; en litabreytingin getur valdið erfileikum á markaði og gefið  ranglega til kynna að ferskleiki sé ekki nægilega góður.

Það var því mikilvægt að fá svör við því hvers vegna þessi litabreyting á sér stað við ofurkælingu, sem er skilgreind sem kæling undir 0 °C og minna eða jafnt og en 20% af vatnsinnihaldi vöðvans sé frosið. Rannsóknarspurningin var því hvort það væri saltið eða kuldinn í  kælimiðli sem orsökuðu litabreytingu. Niðurstaða verkefnisins er ótvírætt að kælingin er orsakavaldur og litur tálkna breytist við að frjósa við kælingu sem er miðuð við að kælimiðill sé -2,5 °C og kælitími um 80 mínútur. 
____

The colour of the gills has long been used to evaluate the freshness of fish, but it is known that during storage, the colour changes and they darken. When super chilling of salmon was introduced which improved the quality of production, a problem followed by the gills darkening during chilling; but the colour change can cause difficulties in the market and incorrectly indicate that freshness is not satisfactory.

It was therefore important to obtain answers as to why this discoloration occurs during supercooling, which is defined as cooling below 0 ° C and less or equal to 20% of the water content of the muscle being frozen. The research question was whether it was the salt or the cold in the refrigerant that caused the colour change.The result of the project is unequivocally that the cooling is the cause and the colour of the gills changes when it freezes during cooling, which is based on a refrigerant of -2.5 ° C and a cooling time of about 80 minutes.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Effect of high pressure processing in reducing Listeria spp. and on the textural and microstructural properties of cold smoked salmon (CSS)

Útgefið:

01/08/2007

Höfundar:

Hannes Hafsteinsson, Ásbjörn Jónsson, Valur Norðri Gunnlaugsson, Birna Guðbjörnsdóttir, Magnús Guðmundsson

Styrkt af:

Rannsóknarsjóður Rannsóknarmiðstöðvar Íslands

Tengiliður

Valur Norðri Gunnlaugsson

Fagstjóri

valur.n.gunnlaugsson@matis.is

Effect of high pressure processing in reducing Listeria spp. and on the textural and microstructural properties of cold smoked salmon (CSS)

Meginmarkmið verkefnisins var að rannsaka áhrif háþrýstings (400-900 MPa) á dauða bakteríunnar Listeria monocytogenes og gæðaþætti (myndbyggingu, áferð og lit) í kaldreyktum laxi eftir meðhöndlun í 10, 20, 30 og 60 sekúndur. Áhrif á heildarfjölda loftháðra baktería, mjólkursýrugerla og Bacillus gróa voru einnig rannsökuð. Tvær tilraunir voru framkvæmdar, önnur í Júlí 2005 og hin í Nóvember 2006. Rannsóknin sýndi að meðhöndlun með háþrýsting í stuttan tíma væri árangursrík til að bæta gæði og öryggi kaldreyktra afurða. Vegna breytinga í útliti og áferð afurðanna er þörf á frekari rannsóknum. Þessi nýja aðferð lofar góðu til að mæta kröfum um lengra geymsluþol á reyktum laxi. Rannsóknin hefur mikið gildi fyrir iðnaðinn, vegna þeirrar nýjungar að nota háþrýsting í stuttan tíma (sekúndur) til að eyða bakteríunni Listeríu í reyktum laxi og auka þannig geymsluþol þessarar verðmætu afurðar.

The main object of this research was to study the effects of high pressure processing (400-900 MPa) on the survival of Listeria monocytogenes and the characteristics (microstructure, texture and colour) of cold smoked salmon when it was processed for 10, 20, 30 and 60 seconds. The changes in counts of total aerobic bacteria, lactic acid bacteria and Bacillus spores were also studied. Two experiments were carried out, one in July 2005 and the second in November 2006. It is concluded here that the combination of high pressure and short time treatment is very effective to improve the quality and safety of cold smoked products. However, because of the changes in the visual appearance and texture, further studies are necessary. This new development is promising to meet requirements for prolonged shelf life of ready-to-eat cold smoked salmon with high microbiological quality and safety. This study is of high industrial relevance because it combines the innovative approach of using high pressure processing for short time (seconds) to reduce the number of Listeria in cold smoked salmon and thereby extend the shelf life of this valuable product.

Skoða skýrslu
IS