Skýrslur

Food industry communication with next generation consumers: knowledge, engagement, empowerment, food values

Útgefið:

29/12/2021

Höfundar:

Kolbrún Sveinsdóttir Matís og HÍ, Berglind Lilja Guðlaugsdóttir HÍ, Anna Sigríður Ólafsdóttir HÍ, Eva Margrét Jónudóttir Matís, Þóra Valsdóttir Matís og Guðjón Þorkelsson Matís

Styrkt af:

EIT Food

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Fólk færist sífellt fjær frumframleiðslu matvæla og tenging við hráefni og vinnslu þess er oft óljós. Ungt fólk er neytendur framtíðarinnar. Viðhorf þeirra og traust til matvæla skiptir matvælaframleiðendur því miklu máli. Þarfir og gildi ungs fólks eru ekki endilega þau sömu og eldra fólks. Markmið verkefnisins WeValueFood var að leita leiða til að auka skilning og þekkingu ungs fólks þannig að það átti sig á gildum og verðmætum matvæla og verði meðvitaðri um mat í víðu samhengi.

Þrjár vinnustofur voru haldnar á vegum Matís, þar sem nemendur á háskólastigi og íslenskur matvælaiðnaður voru leiddir saman. Vinnustofurnar beindust að núverandi samskiptamynstri og upplýsingagjöf iðnaðarins til neytenda og var markmiðið að styðja við samskipti matvælaiðnaðarins við neytendur framtíðarinnar. Ýmis matvælafyrirtæki og hagmunaaðilar komu að vinnustofunum og  unnu með ungum neytendum við að skilgreina matvælagildi og eiga samtal um samskiptaleiðir. Áhersla var lögð á að auka áhuga og þekkingu á matvælum til að stuðla að því að næstu kynslóðir taki skynsamlegar og upplýstar ákvarðanir í fæðuvali sínu. Vinnustofurnar þrjár fóru fram á netinu haustið 2020: 1) Með nemendum á háskólastigi – til að kanna matargildi þeirra og álit á núverandi samskiptaleiðum matvælaiðnaðar, 2) Með þátttakendum úr matvælaiðnaði – til að kanna hvernig þeir upplifa næstu kynslóð neytenda og hvernig matvælaiðnaður getur stutt við menntun/þekkingu og þátttöku í matartengdum málefnum og 3) Með nemendum á háskólastigi og þátttakendum úr matvælaiðnaði – til að kynna hugmyndir matvælaiðnaðar og samskiptaleiðir, og kanna viðbrögð nemenda.

Nemendur lögðu mikla áherslu á umhverfisáhrif, þar sem gegnsæi og heiðarleiki eru lykilatriði fyrir jákvæða ímynd og traust til matvælaframleiðenda. Ungt fólk vill vita meira um það hvernig matur er framleiddur og ekki síður hvað felst í framleiðsluferlinu. Þau vildu sjá meira um hvernig matvæli á Íslandi eru framleidd, hvort heldur sem er á samfélagsmiðlum, heimasíðum matvælafyrirtækja eða með merkingum matvæla. Það sem ungt fólk kallaði eftir voru meðal annars staðfestar upplýsingar um allt frá uppruna til matreiðslu og geymsluleiðbeininga. Áhersla var lögð á að upplýsingarnar þyrftu að vera staðfestar af hlutlausum aðilum eins og vísindafólki. Þátttakendur úr matvælaiðnaði voru almennt meðvitaðir um þarfir ungs fólks hvað varðar upplýsingar og samskiptaleiðir, en voru oft í erfiðleikum með að mæta þessum þörfum m.a. vegna kostnaðar og tíma. Matvælaiðnaðurinn kallaði eftir samstarfi við yfirvöld til að koma á móts við þarfir ungs fólks varðandi þekkingu og menntun til að tryggja að fullnægjandi og vísindalega sannreyndar upplýsingar verði aðgengilegar öllum. Ein þeirra lausna sem lögð var til af hálfu iðnaðarþátttakenda gæti hæglega svarað þörfum ungs fólks fyrir sértæka matvælaþekkingu, sem gæti á sama tíma stuðlað að auknum áhuga og þátttöku ungs fólks. Þessi lausn snéri að matarvísindavef, sem stýrt yrði af óháðum aðilum, svo sem háskólum, til að miðla vísindalega sannreyndum upplýsingum án hagsmunaárekstra. Með vinnustofunum skapaðist áhugavert samtal milli nemenda og matvælaframleiðanda, sem gaf mikilvæga innsýn bæði fyrir neytendur og matvælaiðnað. Mikilvægt er að fylgja vinnustofunum eftir og styrkja samtal og upplýsingaflæði milli neytenda og framleiðenda til að mæta þörfum neytenda framtíðarinnar.

WeValueFood var styrkt af Evrópusambandinu í gegnum EIT Food. Auk Matís og  Háskóla Íslands, komu Universidad Autónoma de Madrid og IMDEA Food Institute á Spáni, EUFIC í Belgíu, Koppert í Hollandi, University of Cambridge og University of Reading í Bretlandi, University of Helsinki í Finnlandi, University of Turin á Ítalíu, University of Warsaw í Póllandi og Flatev í Sviss að verkefninu. Verkefninu var í heild stýrt af Institute for Global Food Security, Queen’s University Belfast, Norður Írlandi.
_____
Food consumption trends have increased the gap between primary food production. The proximity to production of raw materials and food processing has become more unclear to many consumers. Young people are the consumers of the future. Their attitude towards food is therefore important to food producers. Their needs and values are not necessarily the same as those of older consumers. The aim of the WeValueFood project was to find ways to increase the understanding and strengthen young people’s knowledge and understanding so that they better appreciate the values of food and become more aware of food in a wider context.

Three online workshops on food values of next generation consumers (NGCs) were carried out in Iceland in the autumn of 2020, by Matis in collaboration with the University of Iceland. The communication between university students of diverse study categories and food industry was explored within the three workshops: 1) With students –  to assess their food values and opinions on the current food industry communication; 2) With industry participants – to understand how they perceive the NGCs and how they can help to educate and engage them with food; 3) With students and industry – to present industry´s ideas of communication and receive students feedback on industries communication strategies.

The students emphasised environmental impact of foods, transparency, and honesty in communication for a positive image of and trust in food producers. They wanted to know more about how food is made, either on social media or food industry websites, or with food labels. Emphasis was placed on information about everything from origin and environmental labels to cooking and storage guidelines. Not less important, the information needed to be verified by a responsible independent third party, such as scientists. The food industry participants were generally aware of NGC’s information needs and communication channels, but struggled to meet these needs, mainly due to cost and time. The food industry needed cooperation with authorities to educate the next generation on food related issues, to fulfil the NGC needs for knowledge, with scientifically valid and trustworthy information available for everyone. One of the idea pitches from the industry summarised the overall need for knowledge and communication, both for food industry and NGC that could improve food involvement and engagement. The pitch was about food science website, supervised by independent parties, such as universities, to provide fact based, scientifically correct information, without any conflicts of interest.

WeValueFood, was supported by EU through EIT Food, was a two-year collaborative project between Matis, University of Iceland, Universidad Autónoma de Madrid (UAM-IMDEA) and IMDEA Food Institute in Spain, EUFIC í Belgium, Koppert in the Netherlands, University of Cambridge and University of Reading in England, University of Helsinki in Finland University of Turin in Italy, University of Warsaw in Poland and Flatev in Switzerland. The whole project was managed by Institute for Global Food Security, Queen’s University Belfast, North Ireland.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Krakkar Kokka: Prófun á skemmtimennt til aukinnar þekkingar og áhuga ungra nemenda á mat og matvæla- framleiðslu

Útgefið:

29/12/2021

Höfundar:

Kolbrún Sveinsdóttir Matís og HÍ, Berglind Lilja Guðlaugsdóttir HÍ, Anna Sigríður Ólafsdóttir HÍ, Rakel Halldórsdóttir Matís, Eva Margrét Jónudóttir Matís, Þóra Valsdóttir Matís og Guðjón Þorkelsson Matís og HÍ

Styrkt af:

EIT Food

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Krakkar kokka er verkefni sem hefur verið í þróun hjá Matís frá 2017 sem skref í átt að sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.  Krakkar kokka var þróað út frá þeirri hugmynd að leikskólar og grunnskólar gætu nýtt verkefnið á auðveldan og áhrifaríkan hátt til kennslu um sjálfbærni og næringu matvæla í gegnum skemmtun og menntun (skemmtimennt). Verkefnið Krakkar kokka var fyrst prufukeyrt haustið 2018 í Skagafirði í Grunnskólanum austan vatna og í Varmahlíðarskóla. Árið 2020 var Krakkar kokka tengt Evrópuverkefninu WeValueFood, sem hafði það m.a. að markmiði að auka matarvitund, -áhuga og -þekkingu evrópskra barna.

Alls byrjuðu sex skólar innan og utan höfðuðborgarsvæðisins t í verkefninu í samvinnu við Matís og Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Börn á aldrinum 11-12 ára lærðu þar um nærsamfélagsneyslu og sjálfbærni í gegnum skemmtimennt (Krakkar Kokka), sem tvinnar saman fræðslu, vettvangsferðir til hráefnaöflunar, matreiðslu og neyslu, auk heimildamynbandsgerð. Áhrif námsefnisins voru metin með spurningalista sem lagður var fyrir börnin fyrir og eftir skemmtimenntunina, og með viðtölum við kennara.

Vegna Covid-19 voru fjórir skólar af sex sem unnu verkefnið, og einungis einn skóli náði að klára innan tímaramma. Þó mátti merkja jákvæðar vísbendingar um breytingar, þar sem börnin sýndu matartengdu efni meiri áhuga eftir verkefnið, auk þess sem þau reyndu frekar að minnka matarsóun og tóku frekar eftir upplýsingum tengdum mat sem er framleiddur í nærumhverfinu. Kennarar voru almennt ánægðir með námsefnið og höfðu áhuga á að nota það áfram.

Verkefnislýsing Krakkar kokka fyrir skóla og myndbönd skólabarna frá framkvæmd verkefnisins er aðgengilegt á vefsíðu Matís: https://www.matis.is/krakkar-kokka/

WeValueFood, sem styrkt var af Evrópusambandinu í gegnum EIT Food, var tveggja ára samstarfsverkefni nokkurra evrópskra háskóla, rannsóknastofnana og nýsköpunarfyrirtækja. Auk Matís í samstarfi við Háskóla Íslands, komu að verkefninu Universidad Autónoma de Madrid (UAM-IMDEA) og IMDEA Food Institute á Spáni, EUFIC í Belgíu, Koppert í Hollandi, University of Cambridge og University of Reading í Bretlandi, University of Helsinki í Finnlandi, University of Turin á Ítalíu, University of Warsaw í Póllandi og Flatev í Sviss. Verkefninu í held var stýrt af Institute for Global Food Security, Queen’s University Belfast, Norður Írlandi.
____

Krakkar kokka (e. Kids Cuisine) is a project that has been in development at Matís since 2017 as a step towards reaching the sustainability goals of the United Nations. Krakkar kokka is designed from the viewpoint that primary schools can easily and effectively use the project in education on health, well-being and sustainability, through entertainment and education, combined in edutainment.

The first testing of the implementation of the project took place in the northern part of Iceland (Skagafjordur) during the school year 2018-2019. In autumn 2020, the project implementation was tested again, including evaluation of children´s food engagement and teacher´s feedback, as a part of the European project WeValueFood, that aimed at increasing European children’s food awareness, interest and knowledge.

A total of six schools within and outside the capital area participated in the project in collaboration with Matís and the University of Iceland’s Faculty of Education, where 11-12 year old children learned about local consumption and sustainability through edutainment (Krakkar Kokka). The concept was straight forward, combining education, field trips to gather raw material, cooking and consumption, as well as documentary filmmaking of the process. The impact of the curriculum was assessed with a questionnaire administered to children before and after the edutainment, together with interviews with teachers.

Due to Covid-19, four schools out of six completed the project, and only one school managed to finish within the time frame. However, positive signs of change could be seen, as the children showed more interest in food-related topics after the project, as well as they tried to reduce food waste and paid more attention to information related to food produced in the local environment. Teachers were generally satisfied with the learning material and were interested in continuing to use it.

Project description of the Krakkar kokka project for schools and videos of school children from the implementation of the project are available on Matís’ website: https://www.matis.is/krakkar-kokka/

WeValueFood, was supported by EU through EIT Food. It was a two year collaborative project between Matis, University of Iceland, Universidad Autónoma de Madrid (UAM-IMDEA) and IMDEA Food Institute in Spain, EUFIC í Belgium, Koppert in the Netherlands, University of Cambridge and University of Reading in England, University of Helsinki in Finland University of Turin in Italy, University of Warsaw in Poland and Flatev in Switzerland. The whole project was managed by Institute for Global Food Security, Queen’s University Belfast, North Ireland.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Útrás Krakkar kokka: Aðlögun og prófun Verkefnis- og verklagslýsingar

Útgefið:

30/08/2024

Höfundar:

Kolbrún Sveinsdóttir, Þóra Valsdóttir, Margrét Geirsdóttir

Styrkt af:

EEA Grants/Iceland Liechtenstein Norway grants/Bluegrowth Programme

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Megin viðfangsefni verkefnisins BlueProject var verðmætasköpun úr vannýttu fisktegundinni “Sarrajão” (Sarda sarda), sem finnst undan ströndum Portúgals. Þessi fisktegund er hinsvegar ekki markaðssett í dag til manneldis þar sem hún hefur töluvert magn af beinum og þykkt roð sem erfitt er að fjarlægja. Hins vegar er næringargildi sarrajão töluvert hátt.

Aðkoma Matís að verkefninu var að styðja við að efla áhuga og fræðslu til næstu kynslóðar í átt að hollum og sjálfbærum matarvenjum í Portúgal. Þetta var framkvæmt með því að aðlaga verkefnis- og verklagslýsingu Krakkar Kokka (e. Kids Cuisine) sem byggir á skemmtimennt, og þá hugmyndafræði sem áður hefur verið þróuð, prófuð og innleidd í íslenskum grunnskólum (Krakkar Kokka: https://matis.is/matis_projects/krakkar-kokka/) að almennari aðstæðum en þeim sem finnast á Íslandi t.d. hvað varðar þætti eins og loftslag og ræktunarmöguleika. Efnið var gefið út á ensku og portúgölsku, og hugmyndafræði Krakka Kokka innleidd í portúgalska grunnskóla.

Verkefnis- og verklagslýsing Krakkar kokka á ensku fyrir skóla, ásamt kynningarefni og leiðbeiningum er aðgengilegt á vefsíðu Matís: https://matis.is/en/matis_projects/blueproject/. Verkefnið Blue Project (Bioeconomy, PeopLe, SUstainability, Health) var styrkt af EEA Grants/Iceland Liechtenstein Norway grants/Bluegrowth Programme. Það var tveggja ára samstarfsverkefni milli Matís, GUIMARPEIXE – Comércio de Produtos Alimentares, SA, Portugal TINTEX Textiles, SA, Portugal UNIVERSIDADE DO MINHO, Portugal INSTITUTO POLITÉCNICO DE VIANA DO CASTELO, Portugal CÂMARA MUNICIPAL DE ESPOSENDE, Portugal AEP – Associação Empresarial de Portugal, CCI og Portugal VISUAL THINKING – Digital Organization, Lda, Portugal.
_____

The BlueProject aim was to increase value creation, the sustainable growth of the blue economy, scientific research, and literacy in Blue Economy, based on the Marine Resources available on the North Atlantic Coast of Portugal. The focus was placed on the fish species “Sarrajão” (Sarda sarda), It is found by the Portuguese coast, but is not marketed today in Portucal for human consumption as it has considerable quantities of bones and a thick skin which is difficult to remove. However, its nutritional value is considerably high.

The main focus of Matis in the project, is to contribute to the engagement, education and empowerment of the next generation towards healthy and sustainable food habits in Portugal. This was done by adjusting the Krakkar Kokka (e. Kids Cuisine) edutainment concept, previously developed, tested and implemented in Icelandic compulsory schools (Krakkar Kokka: https://matis.is/matis_projects/krakkar-kokka/) to more general situations compared to Iceland, e.g. regarding climate and agriculture. The edutainment material was published in English and Portuguese, and the Kids Cuisine concept implemented in Portuguese primary schools.

The Kids Cuisine Project and precedure description, introduction slides and guidelines are accessable via Matís website: https://matis.is/en/matis_projects/blueproject/. The Blue Project (Bioeconomy, PeopLe, SUstainability, Health) was supported by EEA Grants/Iceland Liechtenstein Norway grants/Bluegrowth Programme. It was a two-year collaborative project between Matís, GUIMARPEIXE – Comércio de Produtos Alimentares, SA, Portugal TINTEX Textiles, SA, Portugal UNIVERSIDADE DO MINHO, Portugal INSTITUTO POLITÉCNICO DE VIANA DO CASTELO, Portugal CÂMARA MUNICIPAL DE ESPOSENDE, Portugal AEP – Associação Empresarial de Portugal, CCI and Portugal VISUAL THINKING – Digital Organization, Lda, Portugal.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Niðurstöður sívirkrar vöktunar á óæskilegum efnum í sjávarfangi úr auðlindinni 2023 

Útgefið:

21/02/2024

Höfundar:

Sophie Jensen, Julija Igorsdóttir, Natasa Desnica

Styrkt af:

Matvælaráðuneytið

Tengiliður

Sophie Jensen

Verkefnastjóri

sophie.jensen@matis.is

Í þessari skýrslu eru teknar saman niðurstöður vöktunar á óæskilegum efnum í ætum hluta sjávarfangs 2023. Vöktunin hófst árið 2003 fyrir tilstuðlan þáverandi Sjávarútvegsráðuneytis, núverandi Matvælaráðuneytið, og sá Matís ohf. um að safna gögnum og útgáfu á skýrslum vegna þessarar kerfisbundnu vöktunar á tímabilinu 2003-2012. Vegna skorts á fjármagni í þetta vöktunarverkefni var gert hlé á þessari mikilvægu gagnasöfnun sem og útgáfu niðurstaðna á tímabilinu 2013-2016. Verkefnið hófst aftur í mars 2017 en vegna fjárskorts nær það nú eingöngu yfir vöktun á óæskilegum efnum í ætum hluta sjávarfangs úr auðlindinni sem ætlað er til manneldis, en ekki fiskimjöl og lýsi fyrir fóður. Af sömu ástæðu eru ekki lengur gerðar efnagreiningar á PAH og PBDE efnum. Árið 2023 voru bætt við mælingar á PFAS efnum.

Markmiðið með verkefninu er að sýna fram á stöðu íslenskra sjávarafurða m.t.t. öryggi og heilnæmis og hægt að nýta gögnin við gerð áhættumats á matvælum til að tryggja hagsmuni neytenda og lýðheilsu. Verkefnið byggir upp þekkingargrunn um magn óæskilegra efna í efnahagslega mikilvægum tegundum og sjávarafurðum, það er skilgreint sem langtímaverkefni þar sem útvíkkun og endurskoðun er stöðugt nauðsynleg.

Almennt voru niðurstöðurnar sem fengust 2023 í samræmi við fyrri niðurstöður frá árunum 2003 til 2012 sem og 2017 til 2022. Niðurstöðurnar sýndu að íslenskar sjávarafurðir innihalda óverulegt magn þrávirkra lífrænna efna s.s. díoxín, PCB og varnarefni. í þessari skýrslu voru hámarksgildi Evrópusambandsins (ESB) fyrir díoxín, díoxínlík PCB (DL-PCB) og ekki díoxínlík PCB (NDL-PCB) í matvælum samkvæmt reglugerð nr. 2023/915 notuð til að meta hvernig íslenskar sjávarafurðir standast kröfur ESB. Niðurstöður ársins 2023 sýna að öll sýni af sjávarafurðum til manneldis voru undir hámarksgildum ESB fyrir þrávirk lífræn efni og þungmálma. Þá reyndist styrkur svokallaðra ICES6-PCB efna vera lágur í ætum hluta sjávarfangs, miðað við hámarksgildi ESB samkvæmt reglugerð nr. 2023/915. Sömuleiðis sýndu niðurstöðurnar að styrkur þungmálma, t.d. kadmíum (Cd), blý (Pb) og kvikasilfur (Hg) í íslenskum sjávarafurðum var alltaf undir hámarksgildum ESB. Styrkur PFAS var undir hámarksgildi ESB, fyrir öll sýni nema þorskhrogn.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Niðurstöður sívirkrar vöktunar á óæskilegum efnum í sjávarfangi úr auðlindinni 2017 / Undesirable substances in seafood – results from the Icelandic marine monitoring activities in the year 2017

Útgefið:

17/01/2018

Höfundar:

Sophie Jensen, Natasa Desnica, Erna Óladóttir, Branka Borojevic, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið / Ministry of Fisheries and Agriculture

Tengiliður

Sophie Jensen

Verkefnastjóri

sophie.jensen@matis.is

Niðurstöður sívirkrar vöktunar á óæskilegum efnum í sjávarfangi úr auðlindinni 2017 / Undesirable substances in seafood – results from the Icelandic marine monitoring activities in the year 2017

Í þessari skýrslu eru teknar saman niðurstöður vöktunar á óæskilegum efnum í ætum hluta sjávarfangs 2017. Vöktunin hófst árið 2003 fyrir tilstuðlan þáverandi Sjávarútvegsráðuneytis, núverandi Atvinnuvega- og nýsköpunar-ráðneytisins, og sá Matís ohf. um að safna gögnum og útgáfu á skýrslum vegna þessarar kerfisbundnu vöktunar á tímabilinu 2003-2012. Undanfarin ár hefur skort fjármagn til að halda áfram vinnu við þetta vöktunarverkefni og því var gert hlé á þessari mikilvægu gagnasöfnun sem og útgáfu niðurstaðna á tímabilinu 2013- 2016. Verkefnið hófst aftur í mars 2017 en vegna fjárskorts nær það nú eingöngu yfir vöktun á óæskilegum efnum í ætum hluta sjávarfangs úr auðlindinni sem ætlað er til manneldis, en ekki fiskimjöl og lýsi fyrir fóður. Af sömu ástæðu voru ekki gerðar efnagreiningar á PAH, PBDE og PFC efnum í þetta sinn. Markmiðið með verkefninu er að sýna fram á stöðu íslenskra sjávarafurða m.t.t. öryggi og heilnæmis og nýta gögnin við gerð áhættumats á matvælum til að tryggja hagsmuni neytenda og lýðheilsu. Verkefnið byggir upp þekkingargrunn um magn óæskilegra efna í efnahagslega mikilvægum tegundum og sjávarafurðum, það er skilgreint sem langtímaverkefni þar sem eftirlit og endurskoðun er stöðugt nauðsynlegt. Almennt voru niðurstöðurnar sem fengust 2017 í samræmi við fyrri niðurstöður frá árunum 2003 til 2012. Niðurstöðurnar sýndu að íslenskar sjávarafurðir innihalda óverulegt magn þrávirkra lífrænna efna s.s. díoxín, PCB og varnarefni. Hámarksgildi ESB fyrir díoxín og díoxínlík PCB (DL-PCB) í matvælum og fóðri voru lækkuð 1. janúar 2012 (ESB reglugerð nr. 1259/2011) ásamt því að hámarksgildi voru í fyrsta sinn sett fyrir „ekki díoxínlík“ PCB (NDL-PCB). Nýju hámarksgildin eru notuð í þessari skýrslu til að meta hvernig íslenskar sjávarafurðir standast kröfur ESB. Niðurstöður ársins 2017 sýna að þrátt fyrir breytingu á hámarksgildum fyrir díoxín, DL-PCB og NDL-PCB eru öll sýni af sjávarafurðum til manneldis undir hámarksgildum ESB fyrir þrávirk lífræn efni og þungmálma. Þá reyndist styrkur svokallaðra ICES6-PCB efna vera lágur í ætum hluta fisks, miðað við ný hámarksgildi ESB. Sömuleiðis sýndu niðurstöðurnar að styrkur þungmálma, t.d. kadmíum (Cd), blý (Pb) og kvikasilfur (Hg) í íslenskum sjávarafurðum var alltaf undir hámarksgildum ESB.

This report summarises the results obtained in 2017 for the screening of various undesirable substances in the edible part of marine catches. The surveillance program began in 2003 and was carried out for ten consecutive years before it was interrupted. The project was revived in March 2017 to fill in gaps of knowledge regarding the level of undesirable substances in economically important marine catches for Icelandic export. Due to financial restrictions the surveillance now only covers screening for undesirable substances in the edible portion of marine catches for human consumption not feed or feed components. The limited financial resources also required that the analysis of PAHs, PBDEs and PFCs were excluded in the surveillance, and therefore this report provides somewhat more limited data than previously. However, it is considered to be a long-term project where extension and revision is constantly necessary. The main aim of this project is to gather data and evaluate the status of Icelandic seafood products in terms of undesirable substances and to utilise the data to estimate the exposure of consumers to these substances from Icelandic seafood and risks related to public health. Generally, the results obtained in 2017 are in agreement with previous results on undesirable substances in the edible part of marine catches obtained in the monitoring years 2003 to 2012. The results show that the edible parts of Icelandic seafood products contain negligible amounts of persistent organic pollutants (POPs) such as; dioxins, dioxin like PCBs and pesticides. As of January 1st 2012 Commission Regulation No 1259/2011, regarding maximum levels for dioxins, dioxin-like PCBs and non-dioxin-like PCBs in foodstuff came into force. This amendment to the existing regulation (No 1881/2006) resulted in changes in maximum levels for dioxins and dioxin-like PCBs for many food products due to changes in toxicological assessment of dioxins. Furthermore, maximum levels for non-dioxin-like PCBs have now been established in foodstuffs. In this report, we use these revised maximum levels for dioxins, dioxin-like PCBs and nondioxin-like PCBs in foodstuffs to evaluate how Icelandic seafood products measure up to limits currently in effect. The results obtained year 2017 reveal that all samples of seafood for human consumption were below EC maximum levels for POPs and heavy metals. Furthermore, the concentration of ICES6-PCBs was found to be low in the edible part of fish muscle, compared to the maximum limits set by the EU (Commission Regulation 1259/2011). The results showed that the concentrations of heavy metals, e.g. cadmium (Cd), lead (Pb) and mercury (Hg) in Icelandic seafood products was always well below the maximum limits set by EU.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Kvikasilfur og önnur óæskileg snefilefni í urriða úr Þingvallavatni / Mercury and other undesirable trace elements in brown trout (Salmo trutta trutta L.) from Lake Thingvallavatn

Útgefið:

01/12/2009

Höfundar:

Jóhannes Sturlaugsson, Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Franklín Georgsson, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Umhverfis‐ og orkusjóður Orkuveitu Reykjavíkur (UOOR), Matís ohf, Laxfiskar ehf

Kvikasilfur og önnur óæskileg snefilefni í urriða úr Þingvallavatni / Mercury and other undesirable trace elements in brown trout (Salmo trutta trutta L.) from Lake Thingvallavatn

Markmið verkefnisins var að afla upplýsinga um magn kvikasilfurs og annarra óæskilegra snefilefna í Þingvallaurriðum með hliðsjón af stærð þeirra og forsögu með manneldissjónarmið að leiðarljósi. Í því markmiði fólst ennfremur að þeim niðurstöðum skyldi komið á framfæri við almenning sem og hagsmunaaðila á Þingvallasvæðinu. Rannsóknin var unnin í samvinnu Matís og Laxfiska. Samtals voru rannsakaðir 43 urriðar á stærðarbilinu 23‐98 cm og 0,13‐14 kg. Urriðarnir sem rannsóknin tók til voru veiddir á árunum 2002‐2008. Fyrir nokkurn hluta þeirra lágu fyrir upplýsingar frá hefðbundnum merkingum. Auk þess voru tekin sýni af nokkrum fiskum sem höfðu forsögu sem var ítarlega skráð með mælitækjum m.t.t. atferlis þeirra og umhverfis. Niðurstöður þeirra athugana á atferlisvistfræði fiskanna sýndu að hluti þeirra sótti í að dvelja við heitar lindir sem renna í Þingvallavatn undan Nesjahrauninu. Líffræðilegir þættir fiskanna s.s. stærð, aldur, kyn, kynþroski   o.fl. voru skráðir fyrir hvern einstakling og sýni tekin af holdinu og snefilefni greind. Niðurstöður snefilefnagreininga á holdi fiskanna sýna að töluverðar líkur eru á að fiskar sem eru lengri en 60 cm, innihaldi kvikasilfur í meira magni en leyfilegt er samkvæmt íslenskum og evrópskum reglugerðum (0,5 mg/kg kvikasilfur). Samkvæmt tilmælum Matvælastofnunar (MAST), sem er opinber eftirlitsaðili með matvælum á Íslandi, er ekki leyfilegt að selja fisk sem inniheldur meira magn kvikasilfurs en 0,5 mg/kg.  Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að sterk fylgni var milli lengdar urriðans og magns kvikasilfurs í honum. Lífmögnun er líklegasta ástæðan fyrir háum styrk kvikasilfurs í urriðum úr Þingvallavatni sem verða venju fremur stórir og gamlir, þar sem styrkur kvikasilfurs eykst eftir því sem ofar dregur í fæðukeðjunni. Þingvallaurriðinn er efst í fæðukeðjunni þar sem hann étur mestan sinn aldur aðallega bleikju, fyrst og fremst   murtu afbrigðið. Æskilegt er að frekari rannsóknir fari fram á þessu sviði til að fá mynd af uppruna kvikasilfurs í Þingvallaurriðanum og feril uppsöfnunar þess.  

The aim of the project was to study the occurrence and quantity of mercury as well as other undesirable trace elements in brown trout from Lake Thingvallavatn in relation to the fish size and their life history. Public health was the main issue of this study. The aim was also to disseminate the results to the public and all stakeholders. The study was carried out in co‐operation of Matis and Salmon and Trout Research (Laxfiskar). In total, 3 brown trout individuals, 23‐98 cm long and weighing 0,13‐14 kg, were    examined. The trout were caught during the years 2002 to 2008. Information from conventional tagging studies were available for some of the individuals. For six fish additional detailed results from studies on their behavior and corresponding environment was available, due to use of electronic tags (data storage tags and ultrasonic tags). These studies on the behavioral ecology of the trout showed that some of the individuals preferred areas where hot spring water runs into Lake Thingvallavatn at the Nesjahraun area. Individual were measured and examined in order to get information on their size, condition and life history. Flesh samples were taken from the fish for trace element analyses. The results of the study show that there is a positive linear relationship between the mercury concentration and the fish length. These analytical results showed that there is significant probability that fish that is 60 cm in length or larger, can contain mercury in quantity that exceeds the maximum allowed limit according to Icelandic and European regulations (0,5 mg/kg mercury). According to the Icelandic Food and Veterinary Authority (MAST), food products containing mercury in higher concentration than 0,5 mg/kg should not be sold or distributed. Biomagnification is presumed to be  the cause for high concentration of mercury in the bigger and older brown trout from Lake Thingvallavatn as the results show that brown trout is a top predator in Lake Thingvallavatn and feeds mainly on charr (Salvelinus alpinus L.), especially the pelagic morph    murta. Further research is needed on the origin of mercury in brown trout in Lake Thingvallavatn and on the route of the corresponding biomagnifications in the food chain of the lake.

Skoða skýrslu
IS