Skýrslur

Kvikasilfur og önnur óæskileg snefilefni í urriða úr Þingvallavatni / Mercury and other undesirable trace elements in brown trout (Salmo trutta trutta L.) from Lake Thingvallavatn

Útgefið:

01/12/2009

Höfundar:

Jóhannes Sturlaugsson, Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Franklín Georgsson, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Umhverfis‐ og orkusjóður Orkuveitu Reykjavíkur (UOOR), Matís ohf, Laxfiskar ehf

Kvikasilfur og önnur óæskileg snefilefni í urriða úr Þingvallavatni / Mercury and other undesirable trace elements in brown trout (Salmo trutta trutta L.) from Lake Thingvallavatn

Markmið verkefnisins var að afla upplýsinga um magn kvikasilfurs og annarra óæskilegra snefilefna í Þingvallaurriðum með hliðsjón af stærð þeirra og forsögu með manneldissjónarmið að leiðarljósi. Í því markmiði fólst ennfremur að þeim niðurstöðum skyldi komið á framfæri við almenning sem og hagsmunaaðila á Þingvallasvæðinu. Rannsóknin var unnin í samvinnu Matís og Laxfiska. Samtals voru rannsakaðir 43 urriðar á stærðarbilinu 23‐98 cm og 0,13‐14 kg. Urriðarnir sem rannsóknin tók til voru veiddir á árunum 2002‐2008. Fyrir nokkurn hluta þeirra lágu fyrir upplýsingar frá hefðbundnum merkingum. Auk þess voru tekin sýni af nokkrum fiskum sem höfðu forsögu sem var ítarlega skráð með mælitækjum m.t.t. atferlis þeirra og umhverfis. Niðurstöður þeirra athugana á atferlisvistfræði fiskanna sýndu að hluti þeirra sótti í að dvelja við heitar lindir sem renna í Þingvallavatn undan Nesjahrauninu. Líffræðilegir þættir fiskanna s.s. stærð, aldur, kyn, kynþroski   o.fl. voru skráðir fyrir hvern einstakling og sýni tekin af holdinu og snefilefni greind. Niðurstöður snefilefnagreininga á holdi fiskanna sýna að töluverðar líkur eru á að fiskar sem eru lengri en 60 cm, innihaldi kvikasilfur í meira magni en leyfilegt er samkvæmt íslenskum og evrópskum reglugerðum (0,5 mg/kg kvikasilfur). Samkvæmt tilmælum Matvælastofnunar (MAST), sem er opinber eftirlitsaðili með matvælum á Íslandi, er ekki leyfilegt að selja fisk sem inniheldur meira magn kvikasilfurs en 0,5 mg/kg.  Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að sterk fylgni var milli lengdar urriðans og magns kvikasilfurs í honum. Lífmögnun er líklegasta ástæðan fyrir háum styrk kvikasilfurs í urriðum úr Þingvallavatni sem verða venju fremur stórir og gamlir, þar sem styrkur kvikasilfurs eykst eftir því sem ofar dregur í fæðukeðjunni. Þingvallaurriðinn er efst í fæðukeðjunni þar sem hann étur mestan sinn aldur aðallega bleikju, fyrst og fremst   murtu afbrigðið. Æskilegt er að frekari rannsóknir fari fram á þessu sviði til að fá mynd af uppruna kvikasilfurs í Þingvallaurriðanum og feril uppsöfnunar þess.  

The aim of the project was to study the occurrence and quantity of mercury as well as other undesirable trace elements in brown trout from Lake Thingvallavatn in relation to the fish size and their life history. Public health was the main issue of this study. The aim was also to disseminate the results to the public and all stakeholders. The study was carried out in co‐operation of Matis and Salmon and Trout Research (Laxfiskar). In total, 3 brown trout individuals, 23‐98 cm long and weighing 0,13‐14 kg, were    examined. The trout were caught during the years 2002 to 2008. Information from conventional tagging studies were available for some of the individuals. For six fish additional detailed results from studies on their behavior and corresponding environment was available, due to use of electronic tags (data storage tags and ultrasonic tags). These studies on the behavioral ecology of the trout showed that some of the individuals preferred areas where hot spring water runs into Lake Thingvallavatn at the Nesjahraun area. Individual were measured and examined in order to get information on their size, condition and life history. Flesh samples were taken from the fish for trace element analyses. The results of the study show that there is a positive linear relationship between the mercury concentration and the fish length. These analytical results showed that there is significant probability that fish that is 60 cm in length or larger, can contain mercury in quantity that exceeds the maximum allowed limit according to Icelandic and European regulations (0,5 mg/kg mercury). According to the Icelandic Food and Veterinary Authority (MAST), food products containing mercury in higher concentration than 0,5 mg/kg should not be sold or distributed. Biomagnification is presumed to be  the cause for high concentration of mercury in the bigger and older brown trout from Lake Thingvallavatn as the results show that brown trout is a top predator in Lake Thingvallavatn and feeds mainly on charr (Salvelinus alpinus L.), especially the pelagic morph    murta. Further research is needed on the origin of mercury in brown trout in Lake Thingvallavatn and on the route of the corresponding biomagnifications in the food chain of the lake.

Skoða skýrslu
IS