Skýrslur

Áhrif húðkrems með innihaldsefni úr þangi á húð / The effects of skin cream containing seaweed extract on skin

Útgefið:

28/12/2018

Höfundar:

Kolbrún Sveinsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir & Halla Halldórsdóttir

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Extrakt af bóluþangi (Fucus vesiculosus) hefur verið mikið rannsakað og sýnt hefur verið fram á lífvirka eiginleika extraktsins í in-vitro rannsóknum á húðfrumum manna. Markmið rannsóknarinnar sem lýst er í þessari skýrslu, var að rannsaka áhrif húðkrems sem inniheldur lífvirk efni úr bóluþangi á húð manna in-vivo.

Framkvæmd var tvíblind íhlutunarrannsókn, með tveimur sambærilegum hópum fólks á aldrinum 40 til 60 ára, sem notuðu annað hvort húðkrem sem innihélt lífvirka þangextraktið eða krem ​​sem innihélt öll sömu innihaldsefnin fyrir utan extraktið (viðmið). Áhrif kremanna á húðeiginleika voru mæld þrisvar sinnum á tólf vikna tímabili. Fyrsta mæling var framkvæmd við upphaf (áður en notkun krems hófst), þá eftir sex vikna daglega notkun (morgna og kvölds) kremsins og við lok íhlutunarinnar eftir 12 vikur. Húð þátttakenda var mæld með Dermalab Series Clinique Combo frá Cortex technology, sem safnaði gögnum um m.a. húðteygjanleika, raka og kollagenstyrk.

Teygjanleiki húðar jókst með tímanum hjá báðum hópum. Aukningin var meira áberandi í hópnum sem notaði kremið með extrakti úr bóluþangi. Tvær breytur voru mældar með ultrasonic húðmyndgreiningu: kollagenstyrkur og húðþykkt. Styrkur kollagens jókst ekki í húð þátttakenda meðan á rannsókninni stóð og enginn greinanlegur munur fannst á þykkt húðar þátttakenda með tímanum. Hins vegar var húðin þykkari hjá hópnum sem notaði kremið með extrakti úr bóluþangi en viðmiðunarhópurinn í þriðju mælingu. Raki jókst í húð þátttakenda milli fyrstu og annarar mælingar en minnkaði aftur lítillega frá annarri til þriðju mælingu. Niðurstöðurnar sýndu að notkun kremanna auka raka í húðinni en aðrir þættir hafa líka áhrif, svo sem rakastig í andrúmsloftinu. Raki í húð hópsins sem notaði kremið með extrakti úr bóluþangi  hafði tilhneygingu til að vera meiri samanborið við viðmiðunarhópinn í þriðju mælingu.

Ályktun rannsóknarinnar er sú að húðkremið sem innihélt extrakt úr bóluþangi hafði jákvæð áhrif á húð þátttakenda. Hins vegar voru niðurstöður einnig jákvæðar hjá hópnum sem notaði viðmiðunarkremið og oft var munurinn á hópunum tveimur ekki marktækur. Í þeim tilvikum sem munur á hópunum reyndist marktækur, var það kreminu með bóluþangi í vil.
___

Fucus vesiculosus extract has been extensively studied, and has shown to possess remarkable bioactive properties on human skin cells in-vitro. The aim of this work was to study the effects of skin cream containing the bioactive seaweed Fucus vesiculosus extract on human skin in vivo.

This was done via double blind intervention study, with two comparable groups of people in the age range 40 to 60, who used either a skin cream containing the bioactive seaweed extract, or a cream containing all the same ingredients aside from the extract (control), or a placebo. The effects of the creams on skin parameters were measured three times over a period of twelve weeks. The skin of the participants was measured with a Dermalab Series Clinique Combo from Cortex technology, which gathered data about e.g. skin elasticity, hydration, and collagen intensity, at baseline, after six week and 12 weeks of daily use (mornings and evenings) of the cream.

Elasticity increased over time for both groups. The increase was more noticeable in the group using the cream with the Fucus vesiculosus extract. Two parameters were measured using ultrasonic skin imaging: collagen intensity and skin thickness. The collagen intensity did not increase in the skin of the participants during the study and no differences in thickness of the skin of the participants were seen over time. However, the skin was thicker for the group using the cream with the Fucus vesiculosus extract than the placebo group in the third measurement. The hydration increased in the skin of the participants from the first to the second measurement but decreased again slightly from the second to third measurement. It can be concluded that using the creams increases hydration in the skin but other factors have an impact too, such as the hydration level in the atmosphere. A trend was seen for more hydration in the group using the cream with the Fucus vesiculosus extract compared to the placebo group in the third measurement.

In conclusion, the skin cream containing the bioactive seaweed extract had a positive impact on the skin of the participants. However, the group using the placebo cream also experienced positive results, and often the differences between the two groups were not significant. When significant differences were observed, they favoured the bioactive cream.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Seaweed supplementation to mitigate methane (CH4) emissions by cattle (SeaCH4NGE-PLUS)

Útgefið:

17/09/2021

Höfundar:

Matís: Ásta H Pétursdóttir, Brynja Einarsdóttir, Elísabet Eik Guðmundsdóttir, Natasa Desnica, Rebecca Sim. University of Hohenheim: Susanne Kuenzel, Markus Rodehutscord, Natascha Titze, Katharina Wild.

Styrkt af:

Loftslagssjóður, Rannís

Tengiliður

Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir

Verkefnastjóri

asta.h.petursdottir@matis.is

Þessi skýrsla inniheldur helstu tilraunaniðurstöður úr verkefninu SeaCH4NGE-PLUS. Í stuttu máli sýndi skimun á efnainnihaldi u.þ.b. 20 þörungategunda sem safnað var á Íslandi 2020 og 2021, ekki fram á brómóformríkt þang, en bromoform ríkt þang getur haft metan minnkandi áhrif þegar það er gefið nautgripum. Sýni af brúnþörungum voru gjarnan há í fenólinnihaldi, sem bendir til mikils flórótanníninnihalds sem hefur verið tengt hóflegri metanlækkun. Rannsóknir á Asparagopsis þörungum. gaf til kynna að þau sýni gætu haft stutt geymsluþol, en áhrif voru minni en reiknað var með. Gerjun getur haft lítilleg jákvæð áhrif á metanframleiðslu (þ.e.a.s. dregið aðeins meira úr framleiðslu), en útdráttur af flórótannínum hafði ekki afgerandi áhrif á metanframleiðslu. Þessi skýrsla er lokuð til 31.12.2023.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Þang sem fóðurbætir fyrir mjólkurkýr

Útgefið:

22/09/2021

Höfundar:

Ásta Heiðrún Pétursdóttir, Corentin Beaumal, Gunnar Ríkharðsson, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Framleiðnisjóður landbúnaðarins, Nýsköpunarsjóður námsmanna

Tengiliður

Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir

Verkefnastjóri

asta.h.petursdottir@matis.is

Lagt var upp með að kanna hvort hægt væri að auka nyt mjólkurkúa með þanggjöf og kanna efnainnihald og gæði mjólkurinnar. Einnig hvort hægt væri að nýta þanggjöf sem steinefnagjafa, t.d. fyrir lífrænt fóður sem gæti leitt af sér nýja afurð á borð við joðríka mjólk og því hvatað nýsköpun í
nautgriparækt. Niðurstöður leiddu í ljós að þanggjöf gæti haft jákvæð áhrif
á mjólkurframleiðni þar sem hóparnir sem fengu þanggjöf sýndu lítilsháttar aukningu á mjólkurframleiðslu miðað við samanburðarhópinn,
en breytingin var ekki marktæk. Niðurstöður á safnsýnum sýndu að snefilefnasamsetning breyttist. Fóðurbæting með þangi gæti t.d. verið
áhugaverður kostur fyrir bændur sem hafa hug á eða stunda nú þegar
lífræna framleiðslu en áhugi á lífrænni ræktun er að aukast hjá nautgriparæktendum.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Áhrif vistfræði þangs og þara á lífvirk efni þeirra og nýtingu / Ecological impact on bioactive chemicals in brown seaweeds and their utilization

Útgefið:

01/09/2015

Höfundar:

Rósa Jónsdóttir, Ásta Heiðrún Pétursdóttir, Halldór Benediktsson, Hilma B. Eiðsdóttir, Karl Gunnarsson, Jóna Freysdóttir

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins

Tengiliður

Rósa Jónsdóttir

Fagstjóri

rosa.jonsdottir@matis.is

Áhrif vistfræði þangs og þara á lífvirk efni þeirra og nýtingu / Ecological impact on bioactive chemicals in brown seaweeds and their utilization

Markmið verkefnisins var að rannsaka áhrif umhverfisþátta á magn og lífvirkni fjölfenóla og fjölsykra í þangi og þara. Á þann hátt var stefnt að því til að auka þekkingu á vist- og efnafræði þessara tegunda fyrir hagkvæmari einangrun lífefna, nánari greiningu þeirra og nýtingu til lífvirknimælinga. Sýni af beltisþara, marinkjarna, bóluþangi og klóþangi voru tekin á þremur stöðum á landinu; á norðanverðu Reykjanesi, í Breiðafirði og Eskifirði, alls sex sinnum yfir árið, frá mars til júní, í ágúst og október. Þróuð var aðferð til að einangra fucoidan og laminaran fjölsykrur úr bóluþangi og klóþangi. Heildarmagn fjölfenóla var mælt í öllum sýnum en lífvirkni í völdum sýnum. Auk þess voru þungmálmar og joð mælt í völdum sýnum. Magn fjölfenóla mældist hátt í bóluþangi og klóþangi en lítið í marinkjarna og beltisþara. Andoxunarvirkni, mæld sem ORAC og í frumukerfi, var mikil í þeim sýnum sem innihéldu mikið magn fjölfenóla. Bóluþang og marinkjarni sýndu bólguhemjandi virkni. Niðurstöður verkefnisins auka verulega við þekkingu á sviði nýtingar þangs og þara. Nýtast þær vel við þróun á vinnslu þangs til manneldis sem nú stendur yfir.

The aim of the project was to study the effect of environmental factors on polyphenols and polysaccharides in seaweed. Thereby be able to better recognize the ecology and chemistry of these species for more efficient isolation of the biochemical, their further analysis and utilization in bioactive measurements. Samples of Saccharina latissima, Alaria esculenta, Ascophyllum nodosum and Fucus vesiculosus were collected at three different locations, Reykjanes, Breiðafjörður and Eskifjörður, from March till October, in total six times. Method to isolate fucoidan and laminaran polysaccharides was developed. Total polyphenol content (TPC) was measured in all samples and bioactivity in selected samples. In addition, contaminants and iodine were analysed in selected samples. The TPC was high in F. vesiculosus and A. nodosum but rather low in A. esculenta and S. latissima. The antioxidant acitivty, measured as ORAC value and in cells, was high in samples containing high amount of TPC. F. vesiculosus and A. esculenta had anti-inflammatory properties. The results of the project have increased the knowledge about the utilization of seaweed in Iceland substantially.

Skýrsla lokuð til 31.12.2017

Skoða skýrslu

Skýrslur

Ný lífvirk húðvara

Útgefið:

01/10/2014

Höfundar:

Hörður G. Kristinsson, Rósa Jónsdóttir

Styrkt af:

AVS (V 012‐12)

Ný lífvirk húðvara

Undanfarin ár hafa verið þróaðar aðferðir til að einangra lífvirk efni úr þangi og þau þróuð yfir í hefðbundin andlitskrem með góðum árangri. Markmið þessa verkefnisins var að búa til nýja húðvöru sem inniheldur þessi nýju öflugu lífvirku efni með markvissa virkni gegn öldrun húðarinnar.   Í verkefninu var lokið við þróun á nýrri vöru, öflugu augnkrem sem er sérhannað til að vinna á húðinni í kringum augun og inniheldur m.a. lífvirk efni sem unnin eru úr íslenskum sjávarþörungum (Fucus vesiculosus) ásamt öðrum mjög öflugum og virkum sérvöldum innihaldsefnum, augnkremi sem hefur verið nokkuð vel tekið og þykir hafa góða virkni.  

In the past years, new methodsto isolate bioactive ingredientsfrom seaweed have been developed and used for cosmetic day cream with good results. In this project a new cosmetic product was developed.   This product is a bioactive ultra rich eye cream that is designed and developed to aid in the maintenance of the skin around the eyes. Among its carefully selected and effective constituents are bioactive ingredients, which are extracted from Fucus vesiculosus harvested on the clean shores of Iceland. The product has received good remarks and got positive remarks.

Skýrsla lokuð til 01.11.2016

Skoða skýrslu
IS