Skýrslur

CRISP-FISH: Hraðvirk tegundagreining í fiski

Útgefið:

19/04/2024

Höfundar:

Sæmundur Sveinsson, Guðbjörg Ólafsdóttir og Björn Þór Aðalsteinsson

Styrkt af:

Matvælasjóður

Tengiliður

Sæmundur Sveinsson

Fagstjóri

saemundurs@matis.is

Þessi skýrsla er lokuð. / This report is closed.

Skoða skýrslu

Skýrslur

The effects of insulated tub depth on the quality of iced Atlantic cod / Áhrif dýptar einangraðra kera á gæði ísaðs þorsks

Útgefið:

01/04/2018

Höfundar:

Rúnar Ingi Tryggvason, Magnea Karlsdóttir, Björn Margeirsson, Sigurjón Arason, Aðalheiður Ólafsdóttir

Styrkt af:

AVS R&D Fund (R 17 016-17), Technology Development Fund (164698-1061)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

The effects of insulated tub depth on the quality of iced Atlantic cod / Áhrif dýptar einangraðra kera á gæði ísaðs þorsks

Markmið verkefnisins var að rannsaka gæði þorsks sem hafði verið slægður einum degi eftir veiði, ísaður og pakkað í 12 mismunandi stór ker, 4×250 L, 4×460 L og 4×660 L. Fylgst var með tilraunafiskum efst og neðst í hverju keri. Kerin voru geymd í hitastýrðu umhverfi við 1 °C og gerðar mælingar eftir 6, 10, 13 og 15 daga frá pökkun. Til að meta gæði þorsksins var notast við vatnstap í kerum eftir geymslu, vinnslunýtingu og skynmat. Niðurstöður sýndu að vatnstap var mest í 660 L keri og minnst í 250 L keri. Enginn munur var á vinnslunýtingu. Í öllum tilfellum var minna los í botni kers miðað við toppinn, líklega vegna mismunandi stærðar fiska í toppi og botni. Enginn munur var á niðurstöðum úr mati með gæðastuðulsaðferð (QIM) milli kera en þeir skynmatsskalar sem til eru ná ekki til þeirra eiginleika sem greinilegur munur sást á. Mikill munur sást á fiskum í topplagi og fiskum í botnlagi í öllum tilvikum, en ísför og marin flök voru fyrirferðameiri á botnfiskum. Í framhaldi tilraunarinnar verður í áframhaldandi rannsóknum á gæðum ísaðs og ofurkælds fisks í mismunandi stórum kerum hannaður nýr skynmatsskali sem tekur á þessum þáttum, þ.e. förum eftir ís og marskemmdum í flökum.

The aim of this project was to examine the quality difference of Atlantic cod that had been iced and packed into 12 different sized food containers (tubs), 4×250 L, 4×460 L and 4×660 L. Each tub was split up into two groups, top-and bottom layer. Drip loss, processing yield, and sensory evaluation were used to evaluate the quality of the cod. The results showed that the greatest drip loss was in the 660 L tub, and the least in the 250 L tub. There was no difference in processing yield. Sensory evaluation showed no difference between tubs, except that the fillets from fish in the bottom layer of all containers had less gaping than fillets from the top layer of fish, most likely due to size differences of top-and bottom layer fish. No current sensory evaluation scales account for different amounts of ice marks and crushed fillets that was detected between fish in the top-and bottom layer of the tubs. The results of this project will be used in continuing research of iced and superchilled fish in different sized containers to develop a new sensory scale that will account for these qualities.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Styrene migration from expanded polystyrene boxes into fresh cod and redfish at chilled and superchilled temperatures

Útgefið:

01/12/2017

Höfundar:

Erwan Queguiner, Björn Margeirsson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

RPC Tempra

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Styrene migration from expanded polystyrene boxes into fresh cod and redfish at chilled and superchilled temperatures

Markmið tilraunarinnar var að rannsaka mögulegt flæði stýrens úr frauðplastkössum í fersk þorsk- og karfaflök, sem geymd eru við dæmigert hitastig í sjóflutningi á ferskum flökum frá Íslandi til Evrópu eða Ameríku. Amerískir kaupendur óska eftir því að fiskflökum sé pakkað í plastpoka fyrir pökkun í frauðplastkassa vegna mögulegrar stýrenmengunar úr frauði í fisk. Því var í þessu verkefni mælt stýren í fiski, sem geymdur hafði verið án plastpoka í frauðkössum, og magn stýrens borið saman við viðmið bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitsins (FDA). Í heildina voru 12 frauðkassar, sem innihéldu þorsk- eða karfaflök, geymdir í 4, 7 eða 13 daga við annaðhvort -1 °C eða 2 °C, sem samsvarar annars vegar ákjósanlegasta og hins vegar hæsta líklega hitastigi í sjóflutningi með fersk flök. Eitt 10-50 g sýni var tekið úr neðsta hluta neðsta fiskflaks í hverjum kassa og hafði þar með verið í beinni snertingu við frauðplast og því komið fyrir í glerflösku. Því næst voru sýnin 12 send til greiningar hjá Eurofins, alþjóðlegri rannsóknastofu í Þýskalandi. Niðurstöðurnar sýna að magn stýrens, sem og annarra óæskilegra efna líkt og bensens og tólúens, var undir 0,01 mg/kg fisks í öllum tólf fisksýnunum. Viðmið (hámark) FDA er 90 mg af stýreni í hverju kg af fiski á einstakling á dag, sem jafngildir skv. niðurstöðum þessarar tilraunar er að neytandi þarf að neyta daglega 9000 kg af fiski til að nálgast viðmið FDA sem er mjög óraunhæft magn. Meginniðurstaða þessarar tilraunar er því að ekki er nauðsynlegt að pakka ferskum fiskflökum í plastpoka fyrir pökkun í frauðplastkassa, sem geyma og flytja á við kældar og ofurkældar aðstæður.

The aim of the study was to investigate possible styrene migration from expanded polystyrene into fresh cod and redfish, two important export fish species in Iceland, while stored under conditions mimicking transport by ship from Iceland to America and Europe. American buyers wish to have a plastic bag between EPS boxes and fish during transport as a safety measure due to possible styrene migration. Thus, this project was conducted to investigate if adding a plastic bag is necessary with regards to safety limits for styrene migration from packaging to food set by the FDA (US Food and Drug Administration). A total of twelve samples of cod and redfish were stored in EPS boxes manufactured by Tempra ltd. for 4, 7 and 13 days at two temperatures (-1 °C, 2 °C) which represent optimal and expected maximum storage temperatures during sea transport of fresh fish. A sample of 10-50 grams of fish, which had been in direct contact with the packaging, was taken from the bottom of each box, as it is considered the most hazardous place regarding styrene migration, and put in a glass bottle before analysis. Finally, the twelve samples of fish were sent to Eurofins, an international laboratory in Germany, for analysis. The results show that styrene content, and other solvent residues like benzene or toluene, were below 0.01 mg/kg in all twelve samples of fish. The FDA’s daily intake limit of styrene is 90 mg/kg per person per day, which means that in this study an unrealistic intake of at least 9000 kg of fish would be necessary to exceed this FDA´s limit. The main conclusion from this study is therefore that a plastic bag is not needed to safely pack cod and redfish fillets into EPS boxes to be stored under chilled and superchilled temperatures.

Skoða skýrslu

Skýrslur

The effects of different packaging solutions on the shelf life of fresh cod loins – drainage holes, cooling media and plastic bags / Áhrif mismunandi pökkunarlausna á geymsluþol ferskra þorskhnakka – drengöt, kælimiðlar og plastpokar

Útgefið:

22/03/2017

Höfundar:

Magnea G. Karlsdóttir, Björn Margeirsson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

Tempra ehf, Útgerðarfélag Akureyringa ehf

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

The effects of different packaging solutions on the shelf life of fresh cod loins – drainage holes, cooling media and plastic bags / Áhrif mismunandi pökkunarlausna á geymsluþol ferskra þorskhnakka
– drengöt, kælimiðlar og plastpokar

Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif mismunandi frauðplastkassa (með og án drengata), magn kælimiðils og plastpoka samanborið við plastfilmu í kassa á gæði ferskra þorskhnakka. Aldur hráefnis við vinnslu var um tveir sólarhringar. Fimm mismunandi tilraunahópar voru undirbúnir og geymdir við -1,7 °C í fimm daga og í beinu framhaldi geymdir við 2 °C í 9 daga, eða það sem eftir lifði geymslutímans. Skynmat (Torry ferskleikamat) og drip/vatnstap við geymslu var metið 1, 7, 9, 12 og 14 dögum eftir pökkun. Niðurstöðurnar gáfu til kynna að hnakkastykki sem pakkað var undir plastfilmu í frauðplastkassa án drengata og með minnsta magnið (250 g) af kælimiðli í kassanum skemmdust marktækt hraðar samanborið við aðra tilraunahópa. Lengsta geymsluþolið frá pökkun (12 dagar) mældist hjá afurðum sem var pakkað í frauðplastkassa án drengata, en voru í plastpoka inni í kassanum og með meira magn (750 g) af kælimiðli (ís) utan plastpokans. Niðurstöðurnar undirstrikuðu mikilvægi þess að viðhalda lágu og stöðugu hitastigi allan geymslutímann.

The aim of the study was to explore the effects of different expanded polystyrene (EPS) boxes (with and without drainage holes), cooling media and plastic bags compared to plastic films inside the boxes on the shelf life of fresh cod loins. The fish was caught two days before processing. Five experimental groups were prepared and stored at around – 1.7 °C for five days followed by subsequent storage at around 2 °C for nine days. Sensory (Torry score) and drip loss evaluations were performed 1, 7, 9, 12 and 14 days post packaging. The results indicated that loins packed under a plastic film in EPS boxes (without drainage holes) and with the lowest amount (250 g) of cooling medium spoiled faster compared with the other experimental groups. The longest shelf life from packaging (12 days) was obtained for loins packed in EPS boxes inside a plastic bag and covered with a larger amount (750 g) of ice. Furthermore, the sensory results were in accordance to the temperature profiles of the experimental groups, stating the advantages of a low and stable storage temperature.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Greining á skemmdarferlum við ferskfiskflutning / Comparison of transport and packaging methods for fresh fish products – storage life study

Útgefið:

13/07/2016

Höfundar:

Magnea G. Karlsdóttir, Gunnar Þórðarson, Ásgeir Jónsson, Hrund Ólafsdóttir, Sigurjón Arason, Björn Margeirsson, Aðalheiður Ólafsdóttir

Styrkt af:

AVS Rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R 034‐14)

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Greining á skemmdarferlum við ferskfiskflutning / Comparison of  transport and packaging methods for fresh fish products – storage life  study

Markmið verkefnisins „Bestun ferskfiskflutninga“ var að bæta meðferð ferskra fiskafurða í gámaflutningi og auka þar með geymsluþol þeirra og möguleika á frekari flutningum á sjó frá Íslandi, en verulegur sparnaður felst í því miðað við flutning með flugi.   Þessi skýrsla fjallar um greiningu á þeim skemmdarferlum sem eiga sér stað við geymslu og flutninga á ferskum fiskafurðum. Gerður var samanburður á flutningi í frauðplastkössum og í ískrapa í keri við mismunandi hitastig. Bornar voru saman mismunandi útfærslur á báðum pökkunarlausnunum og voru matsþættir m.a. hitastig, heildarörverufjöldi, magn skemmdarörvera, vatnsheldni, magn reikulla basa og skynmatseiginleikar. Almennt var frekar lítill munur á milli tilraunahópa á geymslutímanum. Munur kom fram milli hópa í einstaka skynmatsþáttum en sá munur var ekki sambærilegur milli daga og er því líklega til kominn vegna samspils milli misleits hráefnis og of fárra metinna sýna. Ferskleikatími allra hópa var sjö til átta sólarhringar og geymsluþol um 10 sólarhringar.  Þær pökkunarlausnir sem rannsakaðar voru í tilrauninni sem og geymsluhitastig, höfðu lítil áhrif á skemmdarferla þorskafurðanna. Breytileikann mátti fyrst og fremst rekja til geymslutímans.

The aim of the project “Optimisation of fresh fish transport” was to improve the handling of fresh fish products during sea freight and increase the shelf life and the possibility of further maritime transport from Iceland, involving significant savings relative to the air freight.   The present report covers analysis of the deterioration processes occurring during storage and transportation of fresh whitefish products. Comparison was done between transportation in expanded polystyrene boxes and in slurry ice in tubs at different ambient temperature. Different versions of both packaging solutions were compared with regard to temperature, total viable count, amount of spoilage bacteria, water holding capacity, total volatile nitrogen bases (TVB‐N) and sensory properties. There were in general relatively small differences between experimental groups during the storage period. Some difference was observed between groups with regard to few sensory attributes, but the difference was not comparable between days which was likely due to heterogeneous material and too small sampling size. The freshness period of all experimental groups was seven to eight days and the shelf life around 10 days. The packaging solutions explored in the present study, as well as storage temperature, had generally little effect on the deterioration processes occurring in the fresh cod product. The observed variation was primarily attributed to the storage time.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Samanburður á pökkun ferskra fiskafurða í kassa og ker til útflutnings með skipum / Packing of fresh fish products in boxes and tubs intended for sea transport

Útgefið:

01/07/2016

Höfundar:

Magnea G. Karlsdóttir, Ásgeir Jónsson, Gunnar Þórðarson, Björn Margeirsson, Sigurjón Arason, Aðalheiður Ólafsdóttir, Þorsteinn Ingi Víglundsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R 034‐14)

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Samanburður á pökkun ferskra fiskafurða í kassa og ker til útflutnings með skipum / Packing of fresh fish products in boxes and tubs intended for sea transport

Markmið rannsóknarinnar var að finna bestu og hagkvæmustu aðferð við pökkun ferskra fiskafurða fyrir sjóflutning með það í huga að hámarka geymsluþol vöru, sem er einn lykilþáttur í markaðssetningu á ferskum fiskafurðum.   Gerðar voru tilraunir með flutning á ferskum fiskafurðum í kerum með ískrapa og borið saman við flutning í frauðplastkössum með tilliti til hitastýringar, afurðagæða og flutningskostnaðar. Bornir voru saman mismunandi afurðahópar sem var pakkað í mismunandi umbúðir og geymdir við mismunandi geymsluhita. Tilgangur þessara tilrauna var að herma eftir umhverfisaðstæðum við flutning á ferskum fiskafurðum, með það fyrir augum að meta áhrif forkælingar fyrir pökkun og pökkunaraðferða á geymsluþol afurðanna. Niðurstöður gefa skýrt til kynna að kæling afurða fyrir pökkun sem og lágt og stöðugt geymsluhitastig eru með þeim mikilvægustu þáttum sem auka geymsluþol ferskra fiskafurða. Mismunandi pökkunarlausnir höfðu einnig áhrif á geymsluþol ferskra fiskafurða, þó voru áhrifin ekki jafn afgerandi og áhrif hitastigs.   Niðurstöðurnar gefa til kynna auknar líkur á lengra geymsluþoli ef ferskum fiskafurðum er pakkað í ker með undirkældum krapa samanborið við hefðbundna pökkun í frauðplastkassa með ís. Til að áætla nauðsynlegt magn ískrapa til að viðhalda ásættanlegu hitastigi var þróað varmaflutningslíkan. Hagræn greining á mismunandi pökkun og flutningi var framkvæmd í verkefninu og sýnir sú vinna umtalsverðan sparnað með notkun kera við flutning á ferskfiskafurðum í samanburði við frauðplastkassa. Ker geta leyst frauðplastkassa af hólmi að töluverðu leyti og verið hagkvæmur kostur fyrir sum fyrirtæki. Hagræna greiningin sýndi fram á að stærri aðilar gætu notfært sér þessa aðferð, þar sem þeir geta fyllt heila gáma til útflutnings. En aðferðin nýtist minni vinnslum ekki síður, sem ekki hafa burði til að fara í miklar fjárfestingar í búnaði til að tryggja fullnægjandi kælingu fyrir pökkun á afurðum til útflutnings á fersku hráefni. Niðurstöðurnar eru gott innlegg í umræður um ferskar fiskafurðir á erlendum mörkuðum.

The goal of the study was to find the best and most efficient method of packaging fresh fish for sea transport with the aim to maximize the storage life of the product, which is a key element in the marketing of fresh fish. Experiments were made with the transport of fresh fish in tubs with slurry ice and compared with transport in expanded polystyrene boxes with regard to temperature control, product quality and shipping cost.   Different product groups were compared, using different temperature conditions and packing methods to find the best outcome for fresh fish quality and storage life. Experimental results clearly indicate that the pre‐cooling for packaging and low and stable storage temperature play a major factor to maximize storage life of fresh fish products. Different packaging solutions are also a factor, though the effect was not as dramatic as the effects of temperature. The results indicate an increased likelihood of prolonged shelf life if fresh fish is packed in a tub with a slurry ice compared to traditional packaging in expanded polystyrene boxes with ice. In order to estimate the necessary amount of slurry ice to maintain acceptable temperature, a thermal model was developed. Economic analysis of different packaging and transport was also carried out and the results showed substantial savings with the use of tubs for the transport of fresh fish products in comparison with the styrofoam boxes.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Áhrif árstíma, blæðingaraðferða og geymsluhitastigs á gæði og stöðugleika frosinna þorsklifra

Útgefið:

01/04/2016

Höfundar:

Magnea G. Karlsdóttir, Sigurjón Arason, Ásbjörn Jónsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Áhrif árstíma, blæðingaraðferða og geymsluhitastigs á gæði og stöðugleika frosinna þorsklifra

Meginmarkmið verkefnisins var að auka nýtingu og um leið þekkingu á stöðugleika þorsklifrar í frosti eftir árstíma. Með aukinni þekkingu á áhrifum árstíma, hráefnisgæða og geymsluaðstæðna á stöðugleika lifrar í frosti er hægt að tryggja að hráefni fyrir áframhaldandi vinnslu sé fáanlegt allt árið um kring. Þessi skýrsla fjallar um áhrif árstíma, blæðingaraðferða og geymsluhitastigs á gæði og stöðugleika frosinna þorsklifra. Matsþættir voru meðal annars ensímvirkni (fríar fitusýrur) og þránun (fyrsta- og annarstigs myndefni þránunar). Árstími hafði marktæk áhrif á efnasamsetningu og ensímvirkni lifranna. Það endurspeglaðist í hærra fituinnihaldi og hærra magni af fríum fitusýrum í lifur sem safnað var í júlí samanborið við lifur frá apríl. Stöðugleiki í frosti var einnig breytilegur eftir árstíma þar sem lifur frá júlí var viðkvæmari gagnvart myndun peroxíðs. Mismunandi blóðgunaraðferðir (blóðgun og slæging í einu handtaki (eitt skref) og að blóðga fyrst og slægja svo (tvö skref)) höfðu almennt lítil áhrif á efnasamsetningu og ensímvirkni lifranna. Blóðgunaraðferðirnar höfðu aftur á móti marktæk áhrif á myndun annarstigs myndefni þránunar við frostgeymslu þar sem lifur frá fiski blóðgaður í 2 skrefum var minna þrá samanborið við lifur frá fiski blóðgaður í einu skrefi. Geymsluhitastig og tími höfðu afgerandi áhrif á stöðugleika lifranna í frosti. Útfrá fyrirliggjandi niðurstöðum er ráðlagt að geyma frosna lifur við -25 °C heldur en -18 °C til þess að hægja á skemmdarferlum.

To our knowledge, there is limited information available regarding the effects of temperature, bleeding method, and seasonal variation on oxidation stability of cod liver during frozen storage. A profound knowledge of cod liver stability during frozen storage is needed to secure the available supply of cod liver for processing all year around. The objective of the present study was therefore to evaluate lipid deterioration during frozen storage of cod liver. The effects of temperature, storage time, bleeding method, and seasonal variation on lipid hydrolysis and oxidation were analysed. Time of year significantly affected the chemical composition and enzymatic activity of the liver, which was reflected in a higher fat content and higher level of free fatty acids in the liver collected in July compared to liver collected in April. Stability during frozen storage varied also with season where liver from July was more vulnerable towards peroxidation. Different bleeding methods (bleeding and gutting in one step compared to bleeding first and then gutting (two steps)) had significant effect on the lipid oxidation where liver from fish bled in one step turned out to be more rancid compared to liver from fish bled in two steps. Storage temperature and time proved to be important factors with regard to lipid degradation of cod liver during frozen storage. Based on present results, in can be recommended to store frozen liver at – 25 °C rather than -18 °C in order to slow down these damage reactions.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Áhrif blóðgunar á gæði og stöðugleika þorsk‐ og ufsaafurða / Effects of bleeding methods on quality and storage life of cod and saithe products

Útgefið:

01/02/2014

Höfundar:

Magnea G. Karlsdóttir, Nguyen Van Minh, Sigurjón Arason, Aðalheiður Ólafsdóttir, Paulina E. Romotowska, Arnjótur B. Bergsson, Stefán Björnsson

Styrkt af:

AVS (R 11 087‐11)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Áhrif blóðgunar á gæði og stöðugleika þorsk‐ og ufsaafurða / Effects of bleeding methods on quality and storage life of cod and saithe products

Markmið verkefnisins var að skoða áhrif mismunandi blóðgunaraðferða á gæði og geymsluþol mismunandi þorsk‐ og ufsaafurða. Með því að greina kjöraðstæður við blóðgun, slægingu og blæðingu er hægt að koma í veg fyrir afurðargalla vegna blóðs og um leið auka stöðugleika afurðanna í flutningi og  geymslu.   Fiskarnir voru ýmist blóðgaðir í höndum og í vél. Blæðing fór fram í krapa eða sjó og voru áhrif mismunandi blæðingartíma skoðuð. Einnig var lagt mat á áhrif biðtíma á dekki fyrir blóðgun, sem og að blóðga og slægja fiskinn í einu skrefi eða tveimur skrefum (slæging framkvæmd eftir blæðingu). Þær afurðir sem voru rannsakaðar í þessu verkefni voru kældar og frystar þorsk‐  og ufsaafurðir, sem og saltaðar þorskafurðir. Af þeim breytum sem rannsakaðar voru í þessu verkefni þá var mikilvægi þeirra mismunandi m.t.t. því hvaða fisktegund átti í hlut sem og hver lokaafurðin var. Þegar bornir eru saman sambærilegir sýnahópar af þorsk og ufsa, sést að mismunandi aðstæður henta hvorri tegund. Þetta rennir stoðir undir þær kenningar að líklega er ekki hægt að yfirfæra bestu blóðgunaraðferð þorsks yfir á ufsa og öfugt. Biðtími fyrir blæðingu og tegund blæðingarmiðils (krapi vs. sjór) hafði afgerandi áhrif á stöðugleika þorsk‐ og ufsaafurðanna sem voru skoðaðar. Þorskafurðir, bæði kældar og frystar, úr hráefni sem blætt var í krapa skilaði sér almennt í bættum gæðum og stöðugleika samanborið við ef blætt var í sjó. Andstætt við þorsk, þá skilaði blæðing ufsa í sjó sér almennt í stöðugri lokaafurð.   Hvernig staðið var að blóðgun og slægingu fiskanna hafði einnig afgerandi áhrif á lokaafurðirnar. Í tilfelli frosinna þorskafurða, þá skilaði hráefni sem var blætt og slægt í einu skrefi almennt stöðugri afurð samanborið við hráefni sem var slægt eftir að blæðing hafði átt sér stað (tvö skref). Saltaðar afurðir voru aftur á móti mun stöðugri í geymslu ef hráefnið var slægt eftir að blæðing hafði átt sér stað. Mismunandi niðurstöður fengust einnig fyrir ufsa eftir því hvaða lokaafurð átti í hlut. Blóðgun og slæging ufsa í vél hafði jákvæð áhrif á geymsluþol kældra afurða samanborið við ef gert var að í höndum. Blóðgun og slæging í vél skilaði sér aftur á móti í mun óstöðugri afurði í frosti. Niðurstöður verkefnisins sýna að áhrif mismunandi blæðingaaðferða eru töluvert háð hráefni sem og því hvaða lokaafurð á í hlut.

The main objective of the project was to study the effects of different bleeding methods on quality and storage life of various cod and saithe products. Products defects due to blood residues can be prevented by optimising bleeding protocols, and hence increase the quality and storage life of the products. For this, fishes were either bled and gutted by hand or by machine. The bleeding (blood draining) was carried out with seawater or slurry ice, and were the effects of different bleeding times in the tanks also investigated. Moreover, the effects of waiting time (on deck) before bleeding, as well as the procedure of bleeding technique (bleeding and gutting in one procedure vs. gutting after blood draining) were investigated. The various products evaluated were chilled and frozen cod and saithe products, and salted cod products. The importance of the different parameters investigated in this project varied considerably with regard to fish species and the final products. Comparison of parallel treatments groups of cod and saithe demonstrated that optimum bleeding procedures are different for each species. Waiting time on deck and bleeding media (slurry ice vs. seawater) significantly affected the storage life of the cod and saithe products. Cod products, both chilled and frozen, from fish bled in slurry ice resulted generally in improved quality and storage life compared to fish bled in seawater. In contrast to cod, bleeding of saithe in seawater resulted however in more stable products. The procedure during bleeding and gutting had also great impact on the storage life of the various products studied. Shorter storage life of salted cod products was generally observed when the raw material was bled and gutted in one step compared to when gutting was performed after bleeding (two steps). Rather conflicting results were, however, observed for saithe and were depending on the type of final product. Bleeding and gutting of saithe by machine improved the storage life of chilled products compared to when the saithe was bled and gutted by hand. The machine procedure had, however, negative effects on the storage life of the frozen saithe products. Overall, the results of this project indicate that the effects of different bleeding methods are highly relative to fish species as well the final product of interest.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Comparison of packaging methods for bulk storage of fresh cod loins / Samanburður pakkningalausna í frauðumbúðum við geymslu á þorskafurðum

Útgefið:

01/08/2013

Höfundar:

Hélène L. Lauzon, Aðalheiður Ólafsdóttir, Eyjólfur Reynisson, Björn Margeirsson

Styrkt af:

Promens Tempra ehf, Umbúðir og ráðgjöf ehf

Tengiliður

Aðalheiður Ólafsdóttir

Skynmatsstjóri

adalheiduro@matis.is

Comparison of packaging methods for bulk storage of fresh cod loins / Samanburður pakkningalausna í frauðumbúðum við geymslu á þorskafurðum

Meginmarkmið tilraunarinnar var að bera saman pakkningalausnir fyrir fisk m.t.t. gæðarýrnunar og vöruhita við geymslu sem líkist aðstæðum við útflutning og dreifingu. Markmiðin voru að bera saman kæligeymslu á vörum pökkuðum (1) í 5‐kg einingum í (H1) skipa‐ eða (H2) flugkössum; (2) í 3‐kg einingum í (H3) flugkössum samanborið við H2; (3) með CO2‐ mottur (H4) til að draga úr örveruvexti í 5‐kg einingum geymdum undir 93% vakúm í EPS kössum. Niðurstöður sýna að líftími H1 var styst, en minni gæðabreytingar voru meðal hinna hópanna. Hins vegar var ferskleikinn mestur og líftíminn lengstur hjá H4, sem ber saman við hægari TVB‐N og TMA myndun og örveruvöxt vegna CO2‐myndunar ásamt lægri vöruhita. Hraðastur örveruvöxtur mældist í H3 eftir 8 daga geymslu. Enginn marktækur munur var milli hópanna m.t.t. TVB‐N og TMA gilda, sem voru hæst í H1 og H3. Drip var a.m.k. helmingi hærra í H4 en í öðrum hópum.

The overall aim of the storage study was to compare the quality deterioration and temperature profile of cod loins differently packaged in expanded polystyrene boxes and stored under conditions mimicking distribution. The purpose of the study was threefold; to compare chilled storage (1) of 5‐kg bulk fish packaged in sea freight (H1) or air freight (H2) boxes; (2) of 3‐kg (H3) or 5‐kg (H2) bulk fish packaged in air freight boxes; (3) with the use of CO2‐emitting pads (H4) as a mean to slow down bacterial deterioration of cod loins (5 kg) packaged under partial vacuum and stored in EPS boxes. The results clearly indicated that group H1 had a shorter shelf life as it developed spoilage characteristics faster than the other three groups. Less difference was seen between the remaining three groups but group H4 retained its freshness slightly longer than groups H2 and H3. This can be explained by the CO2 present and the lower mean product temperature. More advanced microbial spoilage was detected in H3 group compared to H2, as shown by higher microbial counts in H3 being though insignificant. No significant differences were observed after 8‐day storage in TVB‐N and TMA content of the four groups, despite the higher levels measured in H1 and H3. Drip loss was at least two times higher in H4 than the other groups.

Closed Report / Lokuð skýrsla

Skoða skýrslu

Skýrslur

Mengunarvöktun í lífríki sjávar við Ísland 2011 og 2012 / Monitoring of the marine biosphere around Iceland 2011 and 2012

Útgefið:

01/08/2013

Höfundar:

Hrönn Jörundsdóttir, Natasa Desnica, Þuríður Ragnarsdóttir, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Umhverfis‐ og auðlindaráðuneyti & Atvinnuvega‐ og nýsköpunarráðuneyti / Ministry for the Environment and Natural Resources & Ministry of Industries and Innovation

Mengunarvöktun í lífríki sjávar við Ísland 2011 og 2012 / Monitoring of the marine biosphere around Iceland 2011 and 2012

Í þessari skýrslu eru birtar niðurstöður árlegs vöktunarverkefnis sem styrkt var af Umhverfis‐ og auðlindaráðuneytinu ásamt Atvinnuvega‐ og Nýsköpunarráðuneytinu. Markmið með þessari vöktun er að uppfylla skuldbindingar Íslands varðandi Oslóar‐  og Parísarsamninginn (OSPAR), auk AMAP (Arctic Monitoring Assessment Program). Gögnin eru hluti af framlagi Íslands í gagnabanka Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES). Hafrannsóknastofnunin sér um að afla sýna og Matís hefur umsjón með undirbúningi sýna og mælingum á snefilefnum í lífríki hafsins. Sýnin eru mæld á Matís og á Rannsóknastofu Háskóla Íslands í lyfja‐  og eiturefnafræði.   Mæld voru ýmis ólífræn snefilefni og klórlífræn efni í þorski veiddum í árlegu vorralli Hafró í mars 2012 og í kræklingi sem safnað var á 11 stöðum í kringum landið í ágúst/sept 2011. Vöktun í lífríki sjávar við Ísland hófst 1989 og er sýnasöfnun eins frá ári til árs og unnið eftir alþjóðlegum sýnatökuleiðbeiningum. Gögnunum er safnað saman í gagnagrunn, í skýrslunni eru birtar yfirlitsmyndir fyrir sum efnanna sem fylgst er með. Kadmín er svæðisbundið hærra í íslenskum kræklingi samanborið við krækling frá öðrum löndum. Niðurstöður sýna breytingar í mynstri styrks klórlífrænna efna í kræklingi sem safnað var nálægt Hvalstöðinni í Hvalfirði í september 2011. Styrkur klórlífrænna efna jókst árin 2009 og 2010 en lækkaði í sýnum frá 2011 og er orðinn sambærilegur við þann styrk sem mældist fyrir 2009. Styrkur DDEs  er þó hærri en hann var fyrir 2009. Ekki voru sýnilegar breytingar í styrk þessara efna á söfnunarstað kræklings við Hvammsvík í Hvalfirði né á neinum öðrum söfnunarstað í kringum landið sem rannsakaður var 2011. Mikilvægt er að fylgjast með þessum breytingum í mynstri styrks klórlífrænna efna í kræklingi í vöktunarverkefninu á næstu árum til að sjá hvernig þær breytast. Ítarleg tölfræðigreining á gögnunum er í gangi þ.a. hægt sé að meta með vísindalegum aðferðum aukningu eða minnkun mengandi efna í lífríki sjávar hér við land.

This report contains results of the annual monitoring of the biosphere around Iceland in 2011 and 2012. The project, overseen by the Environment Agency of Iceland, is to fulfil the OSPAR (Oslo and Paris agreement) and AMAP (Arctic Monitoring Assessment Program) agreements.    The project was funded by Ministry for the Environment and Natural Resources as well as the Ministry of Industries and Innovation. The data obtained is a part of Iceland´s contribution to the ICES databank (ices.dk). The collection of data started 1989. Matís is the coordinator for marine biota monitoring and is responsible for methods relating to sampling, preparation and analysis of samples. The samples were analyzed at Matís and the Department of Pharmacology and Toxicology at the University of Iceland.   Trace metals and organochlorines were analysed in cod (Gadus morhua) caught in March 2011 and in blue mussel (Mytilus edulis) collected from 11 sites in August/Sept 2011. Marine monitoring began in Iceland 1989 and the sampling is carried out according to standardized sampling guidelines. Changes were observed in the organochlorine concentration patterns in blue mussels collected year 2011 at the sampling site Hvalstod in Hvalfjordur. The concentration of organochlorines increased the years 2009 and 2010 but decreased in the samples from 2011 and is in line with the concentration of organohalogens in mussels before 2009. No noteworthy increase in organochlorine concentrations was however observed in blue mussels obtained at Hvammsvík in Hvalfjordur nor any of the other sample sites studied year 2011. These results need to be followed up in the annual monitoring of the biosphere around Iceland next year to see if this change in contaminant concentration pattern continues. A thorough statistical evaluation is on‐going on all the available data from this monitoring program to analyse spatial and temporal trends of pollutants in the Icelandic marine biosphere.

Skoða skýrslu
IS