Skýrslur

Styrene migration from expanded polystyrene boxes into fresh cod and redfish at chilled and superchilled temperatures

Útgefið:

01/12/2017

Höfundar:

Erwan Queguiner, Björn Margeirsson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

RPC Tempra

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Styrene migration from expanded polystyrene boxes into fresh cod and redfish at chilled and superchilled temperatures

Markmið tilraunarinnar var að rannsaka mögulegt flæði stýrens úr frauðplastkössum í fersk þorsk- og karfaflök, sem geymd eru við dæmigert hitastig í sjóflutningi á ferskum flökum frá Íslandi til Evrópu eða Ameríku. Amerískir kaupendur óska eftir því að fiskflökum sé pakkað í plastpoka fyrir pökkun í frauðplastkassa vegna mögulegrar stýrenmengunar úr frauði í fisk. Því var í þessu verkefni mælt stýren í fiski, sem geymdur hafði verið án plastpoka í frauðkössum, og magn stýrens borið saman við viðmið bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitsins (FDA). Í heildina voru 12 frauðkassar, sem innihéldu þorsk- eða karfaflök, geymdir í 4, 7 eða 13 daga við annaðhvort -1 °C eða 2 °C, sem samsvarar annars vegar ákjósanlegasta og hins vegar hæsta líklega hitastigi í sjóflutningi með fersk flök. Eitt 10-50 g sýni var tekið úr neðsta hluta neðsta fiskflaks í hverjum kassa og hafði þar með verið í beinni snertingu við frauðplast og því komið fyrir í glerflösku. Því næst voru sýnin 12 send til greiningar hjá Eurofins, alþjóðlegri rannsóknastofu í Þýskalandi. Niðurstöðurnar sýna að magn stýrens, sem og annarra óæskilegra efna líkt og bensens og tólúens, var undir 0,01 mg/kg fisks í öllum tólf fisksýnunum. Viðmið (hámark) FDA er 90 mg af stýreni í hverju kg af fiski á einstakling á dag, sem jafngildir skv. niðurstöðum þessarar tilraunar er að neytandi þarf að neyta daglega 9000 kg af fiski til að nálgast viðmið FDA sem er mjög óraunhæft magn. Meginniðurstaða þessarar tilraunar er því að ekki er nauðsynlegt að pakka ferskum fiskflökum í plastpoka fyrir pökkun í frauðplastkassa, sem geyma og flytja á við kældar og ofurkældar aðstæður.

The aim of the study was to investigate possible styrene migration from expanded polystyrene into fresh cod and redfish, two important export fish species in Iceland, while stored under conditions mimicking transport by ship from Iceland to America and Europe. American buyers wish to have a plastic bag between EPS boxes and fish during transport as a safety measure due to possible styrene migration. Thus, this project was conducted to investigate if adding a plastic bag is necessary with regards to safety limits for styrene migration from packaging to food set by the FDA (US Food and Drug Administration). A total of twelve samples of cod and redfish were stored in EPS boxes manufactured by Tempra ltd. for 4, 7 and 13 days at two temperatures (-1 °C, 2 °C) which represent optimal and expected maximum storage temperatures during sea transport of fresh fish. A sample of 10-50 grams of fish, which had been in direct contact with the packaging, was taken from the bottom of each box, as it is considered the most hazardous place regarding styrene migration, and put in a glass bottle before analysis. Finally, the twelve samples of fish were sent to Eurofins, an international laboratory in Germany, for analysis. The results show that styrene content, and other solvent residues like benzene or toluene, were below 0.01 mg/kg in all twelve samples of fish. The FDA’s daily intake limit of styrene is 90 mg/kg per person per day, which means that in this study an unrealistic intake of at least 9000 kg of fish would be necessary to exceed this FDA´s limit. The main conclusion from this study is therefore that a plastic bag is not needed to safely pack cod and redfish fillets into EPS boxes to be stored under chilled and superchilled temperatures.

Skoða skýrslu