Fréttir

Við þurfum gögn!

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Til þess að geta tekið út og metið mataræði landsmanna þá þurfum við gögn. Þau eru ekki til staðar, a.m.k. ekki nýleg gögn. Sömuleiðis þurfum við gagnagrunn þar sem neysla landsmanna á matvælum er tengd við innihald þessara matvæla. Án þessa vitum við ekki hvar við stöndum þegar kemur að næringarefnum, aðskotaefnum né aukefnum! 

Það er fyrst og fremst þess vegna að Embætti landlæknis, Matvælastofnun, Matís og Rannsóknastofa í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala hafa lýst yfir eindregnum vilja til að hefja undirbúning og framkvæmd nýrrar landskönnunar á mataræði Íslendinga. Um leið var skorað á stjórnvöld að tryggja fjármagn í þennan mikilvæga þátt, bæði til framkvæmdar könnunarinnar sem og til uppbyggingar innviða, til dæmis gagnagrunns um efnainnihald matvæla, sem nauðsynlegir eru fyrir framkvæmd slíkrar könnunar.
Viljayfirlýsingin í heild sinni.