Skýrslur

Næringargildi sjávarafurða – Meginefni, steinefni, snefilefni og fitusýrur í lokaafurðum / Nutrient value of seafoods – Proximates, minerals, trace elements and fatty acids in products

Útgefið:

01/10/2011

Höfundar:

Ólafur Reykdal, Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Natasa Desnica, Svanhildur Hauksdóttir, Þuríður Ragnarsdóttir, Annabelle Vrac, Helga Gunnlaugsdóttir, Heiða Pálmadóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Næringargildi sjávarafurða – Meginefni, steinefni, snefilefni og  fitusýrur í lokaafurðum / Nutrient value of seafoods – Proximates, minerals, trace elements and fatty acids in products

Gerðar voru mælingar á meginefnum (próteini, fitu, ösku og vatni), steinefnum (Na, K, P, Mg, Ca) og snefilefnum (Se, Fe, Cu, Zn, Hg) í helstu tegundum sjávarafurða sem voru tilbúnar á markað. Um var að ræða fiskflök, hrogn, rækju, humar og ýmsar unnar afurðir. Mælingar voru gerðar á fitusýrum, joði og þremur vítamínum í völdum sýnum. Nokkrar afurðir voru efnagreindar bæði hráar og matreiddar. Markmið verkefnisins var að bæta úr skorti á gögnum um íslenskar sjávarafurðir og gera þær aðgengilegar fyrir neytendur, framleiðendur og söluaðila íslenskra sjávarafurða. Upplýsingarnar eru aðgengilegar í íslenska gagnagrunninum um efnainnihald matvæla á vefsíðu Matís. Selen var almennt hátt í þeim sjávarafurðum sem voru rannsakaðar (33‐ 50 µg/100g) og ljóst er að sjávarafurðir geta gegnt lykilhlutverki við að fullnægja selenþörf fólks. Fitusýrusamsetning var breytileg eftir tegundum sjávarafurða og komu fram sérkenni sem hægt er að nýta sem vísbendingar um uppruna fitunnar. Meginhluti fjölómettaðra fitusýra í sjávarafurðum var langar ómega‐3 fitusýrur. Magn steinefna var mjög breytilegt í sjávarafurðum og koma fram breytingar á styrk þessara efna við vinnslu og matreiðslu. Lítið tap varð á snefilefnunum seleni, járni, kopar og sinki við matreiðslu. Mælingar voru gerðar bæði á seleni og kvikasilfri þar sem selen vinnur gegn eituráhrifum kvikasilfurs og kvikasilfur er meðal óæskilegra efna í sjávarafurðum. Kvikasilfur reyndist í öllum tilfellum vel undir hámarksgildum í reglugerð. Hrogn og hrognkelsaafurðir höfðu þá sérstöðu að innihalda mjög mikið selen en jafnframt mjög lítið kvikasilfur.

Proximates (protein, fat, ash and water), minerals (Na, K, P, Mg, Ca) and trace elements (Se, Fe, Cu, Zn, Hg) were analyzed in the most important Icelandic seafoods ready to be sent to market. The samples were fish fillets, roe, shrimp, lobster, and several processed seafoods. Fatty acids, iodine, and three vitamins were analyzed in selected seafoods. A few seafoods were analyzed both raw and cooked. The aim of the study was to collect information on the nutrient composition of seafood products and make this information available for consumers, producers and seafood dealers. The information is available in the Icelandic Food Composition Database. Selenium levels were generally high in the seafoods studied (33‐50 µg/100g) and seafoods can be an important source of selenium in the diet. Fatty acid composition was variable depending on species and certain characteristics can be used to indicate the fat source. Polyunsaturated fatty acids were mainly long chain omega‐3 fatty acids. The concentration of minerals was variable, depending on processing and cooking. Small losses were found for selenium, iron, copper and zinc during boiling. Both selenium and mercury were analyzed since selenium protects against mercury toxicity and data are needed for mercury. Mercury in all samples was below the maximum limit set by regulation. Roe and lumpsucker products had the special status of high selenium levels and very low mercury levels.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Undesirable substances in seafood products. Results from the monitoring activities in 2007

Útgefið:

01/09/2009

Höfundar:

Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Sasan Rabieh, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Ministry of fisheries and agriculture

Undesirable substances in seafood products. Results from the monitoring activities in 2007

Árið 2003 hófst, að frumkvæði sjávarútvegsráðuneytisins, vöktun á óæskilegum efnum í sjávarafurðum, bæði afurðum sem ætlaðar eru til manneldis sem og afurðum til lýsis- og mjöliðnaðar. Tilgangurinn með vöktuninni er að meta ástand íslenskra sjávarafurða með tilliti til magns aðskotaefna. Gögnin sem safnað er í vöktunarverkefninu verða einnig notuð í áhættumati og til að byggja upp gagnagrunn um aðskotaefni í íslensku lífríki. Umfjöllun um aðskotaefni í sjávarafurðum, bæði í almennum fjölmiðlum og í vísindaritum, hefur margoft krafist viðbragða íslenskra stjórnvalda. Nauðsynlegt er að hafa til taks vísindaniðurstöður sem sýna fram á raunverulegt ástand íslenskra sjávarafurða til þess að koma í veg fyrir tjón sem af slíkri umfjöllun getur hlotist. Ennfremur eru mörk aðskotaefna í sífelldri endurskoðun og er mikilvægt fyrir Íslendinga að taka þátt í slíkri endurskoðun og styðja mál sitt með vísindagögnum. Þetta sýnir mikilvægi þess að regluleg vöktun fari fram og að á Íslandi séu stundaðar sjálfstæðar rannsóknir á eins mikilvægum málaflokki og mengun sjávarafurða er. Þessi skýrsla er samantekt niðurstaðna vöktunarinnar árið 2007. Mat á ástandi íslenskra sjávarafurða með tilliti til aðskotaefna er langtímaverkefni og verður einungis framkvæmt með sívirkri vöktun. Á hverju ári er því farið vandlega yfir hvaða gögn vantar og þannig stefnt að því að fylla inn í eyðurnar. Árið 2007 voru mæld: dioxin, dioxinlík PCB og bendi PCB efni, PBDEs, PAH, auk þess tíu mismunandi tegundir varnarefna, auk þungmálma og annarra snefilefna, í sjávarafurðum sem ætlaðar eru til manneldis sem og afurðum til lýsis- og mjöliðnaðar.

This project was started in 2003 at the request of the Icelandic Ministry of Fisheries and Agriculture. Until then, monitoring of undesirable substances in the edible portion of marine catches had been rather limited in Iceland. The purpose of the project is to gather information and evaluate the status of Icelandic seafood products in terms of undesirable substances. The information will also be utilized in a risk assessment and gathering reference data. This report summarizes the results obtained in 2007 for the monitoring of various undesirable substances in the edible part of marine catches, fish meal and fish oil for feed. The monitoring began in 2003 and has now been carried out for five consecutive years. The evaluation of the status of the Icelandic seafood products in terms of undesirable substances is a long-term project which can only be reached through continuous monitoring. For this reason, we carefully select which undesirable substances are measured in the various seafood samples each year with the aim to fill in the gaps in the available data over couple of years. In 2007 data was collected on dioxins, dioxin-like PCBs, marker PCBs, ten different types of pesticides, PBDE, PAH, as well as trace elements and heavy metals in the edible part of fish, fish liver, fish oil and fish meal for feed.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Undesirable substances in seafood products– results from the monitoring activities in 2006

Útgefið:

01/07/2008

Höfundar:

Ásta Margrét Ásmundsdóttir, Vordís Baldursdóttir, Sasan Rabieh, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Ministry of fisheries

Undesirable substances in seafood products– results from the monitoring activities in 2006

Árið 2003 hófst, að frumkvæði Sjávarútvegsráðuneytisins, vöktun á óæskilegum efnum í sjávarafurðum, bæði afurðum sem ætlaðar eru til manneldis sem og afurðum lýsis- og mjöliðnaðar. Tilgangurinn með vöktuninni er að meta ástand íslenskra sjávarafurða með tilliti til magns aðskotaefna. Gögnin sem safnað er í vöktunarverkefninu verða einnig notuð í áhættumati og til að hafa áhrif á setningu hámarksgilda óæskilegra efna t.d í Evrópu. Umfjöllun um aðskotaefni í sjávarafurðum, bæði í almennum fjölmiðlum og í vísindaritum, hefur margoft krafist viðbragða íslenskra stjórnvalda. Nauðsynlegt er að hafa til taks vísindaniðurstöður sem sýna fram á raunverulegt ástand íslenskra sjávarafurða til þess að koma í veg fyrir tjón sem af slíkri umfjöllun getur hlotist. Ennfremur eru mörk aðskotaefna í sífelldri endurskoðun og er mikilvægt fyrir Íslendinga að taka þátt í slíkri endurskoðun og styðja mál sitt með vísindagögnum. Þetta sýnir mikilvægi þess að regluleg vöktun fari fram og að á Íslandi séu stundaðar sjálfstæðar rannsóknir á eins mikilvægum málaflokki og mengun sjávarafurða er. Þessi skýrsla er samantekt niðurstaðna vöktunarinnar árið 2006. Það er langtímamarkmið að meta ástand íslenskra sjávarafurða m.t.t. magns óæskilegra efna. Þessu markmiði verður einungis náð með sívirkri vöktun í langan tíma. Á hverju ári miðast vöktunin við að bæta við þeim gögnum sem helst vantar og gera gagnagrunnin þannig nákvæmari og ýtarlegri með ári hverju.. Árið 2006 voru mælddioxin, dioxinlík PCB, bendi PCB,, auk þess tíu mismunandi tegundir varnarefna, þungmálmar og önnur snefilefni, í sjávarafurðum sem ætlaðar eru til manneldis og í afurðum lýsis- og mjöliðnaðar.

This project was started in 2003 at the request of the Icelandic Ministry of Fisheries. Until then, monitoring of undesirable substances in the edible portion of marine catches had been rather limited in Iceland. The purpose of the project is to gather information and evaluate the status of Icelandic seafood products in terms of undesirable substances. The information will also be utilized for a risk assessment and the setting of maximum values that are now under consideration within EU. This report summarizes the results obtained in 2006 for the monitoring of various undesirable substances in the edible part of marine catches, fish meal and fish oil for feed. This project began in 2003 and has now been carried out for four consecutive years. One of the goals of this annual monitoring program of various undesirable substances in seafood is to gather information on the status Icelandic seafood products in terms of undesirable substances, this is a long-term goal which can be reached through continuous monitoring by filling in the gaps of data available over many years. For this reason, we carefully select which undesirable substances are measured in the various seafood samples each year with the aim to eventually fill in the gaps in the available data over couple of year time. The results obtained in 2003, 2004 and 2005 have already been published and are accessible at the Matis website (IFL Report 06-04, IFL Report 33-05 and IFL Report 22-06, respectively). In 2006, data was collected on, polychlorinated dibenzodioxins and dibenzofurans (17 substances), dioxin-like PCBs (12 substances), marker PCBs (7 substances), 10 different types of pesticides, polybrominated flame retardants PBDE as well as trace elements and heavy metals.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Ólífræn snefilefni í lífverum við NV-land

Útgefið:

01/12/2007

Höfundar:

Helga Gunnlaugsdóttir, Guðjón Atli Auðunsson, Guðmundur Víðir Helgason, Rósa Jónsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Þuríður Ragnarsdóttir, Sasan Rabieh

Styrkt af:

AVS rannsóknarsjóður í sjávarútvegi, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Matís

Ólífræn snefilefni í lífverum við NV-land

Tilgangur rannsóknarinnar var að leita skýringa á sérstöðu NV-miða, sérstaklega Arnarfjarðar, m.t.t. ólífrænna snefilefna, einkum kadmíns, í lífverum. Í því skyni var mældur styrkur snefilefna í sýnum af kræklingi (Mytilus edulis), hörpudiski (Chlamys islandica) og sjávarseti á nokkrum stöðum við Ísland, en sérstök áhersla lögð á sýnasöfnun á NV-miðum. Helstu niðurstöður verkefnisins eru að styrkur kadmíns í kræklingasýnum frá Arnarfirði er almennt töluvert hærri en í öðrum sýnum sem tekin voru af krælingi á NV-miðum og er þessi munur tölfræðilega marktækur (T-próf, α = 0,05 (5%)). Sömuleiðis er tilhneiging til að styrkur járns, kopars, mangan og sínks sé lægri í kræklingi í Arnarfirði en öðrum fjörðum á NV-miðum, og er þessi munur mest áberandi fyrir járn og sink. Niðurstöðurnar leiða í ljós að styrkur kadmíns í krælingi úr Arnarfirði er yfir hámarksgildum ESB fyrir krækling í 9 sýnum af 10, auk þess eru sýni af kræklingi af ræktunarböndum úr Hestfirði í Ísafjarðardjúpi og Ósafirði (inn af Patreksfirði) yfir mörkum ESB (1,0 mg/kg votvigt fyrir samlokur). Kræklingasýni frá Dýrafirði, Seyðisfirði í Ísafjarðardjúpi og Patreksfirði við Sandodda eru einnig mjög nálægt mörkum ESB. Magn snefilefna í seti á NV-miðum virðist vera mjög svipað og fyrri mælingar á snefilefnum í íslensku sjávarseti á þessum slóðum gefa til kynna. Þetta bendir til þess að skýringa á háum styrk kadmíns í kræklingi úr Arnarfriði sé líklega ekki að leita í hærri styrk kadmíns í seti á þessu svæði. Niðurstöður verkefnisins gefa upplýsingar um sérstöðu íslenskra hafsvæða m.t.t. ólífrænna snefilefna. Slíkar upplýsingar og vísindaleg gögn eru forsenda þess að Íslendingar geti haft áhrif á ákvarðanatöku við setningu hámarksgilda fyrir matvæli t.d. hjá ESB. Niðurstöður úr verkefninu hafa nú þegar verið nýttar til að að hafa áhrif á hækkun á hámarksgildum ESB fyrir kadmín í samlokum og hafa verið send til EFSA vegna gagnasöfnunar um kadmín í matvælum.

The aim of this research was to investigate the unique position of the territorial waters around NW-Iceland, especially Arnarfjörður, with respect to trace elements, particularly cadmium, in biota. In order to achieve this goal, trace elements in blue mussels (Mytilus edulis), scallops (Chlamys islandica) and sediments around Iceland were analyzed, with special emphasis on sampling in the NW-Iceland area. The main results from this research indicate that cadmium levels are statistically higher in blue mussels from Arnarfjörður compared to other areas in NW-Iceland (T-test, α = 0,05 (5%)). In contrast with cadmium, the iron, copper, manganese and zinc concentrations were lower in the blue mussels from Arnarfjörður in comparison with other areas in NW-Iceland. This difference was most obvious with regard to iron and zinc. The cadmium level in blue mussels from Arnarfjörður, Hestfjörður in Ísafjarðardjúp and Ósafjörður exceeds the maximum cadmium level (1,0 mg/kg wet weight) set by the European commission (EC) for Bivalve molluscs. The cadmium level in blue mussels from Dýrafjörður, Seyðisfjörður in Ísafjarðardjúpi and Patreksfjörður are also close to the maximum cadmium level set by EC. The results for trace elements in sediments from Arnarfjörður do not however explain the high levels of cadmium observed in blue mussels from this area.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Dried fish as health food

Útgefið:

01/09/2007

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson, Guðrún Anna Finnbogadóttir, Guðjón Þorkelsson, Hannes Magnússon, Ólafur Reykdal, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS-rannsóknasjóður, (AVS-Fund)

Tengiliður

Guðjón Þorkelsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudjon.thorkelsson@matis.is

Dried fish as health food

Eitt meginmarkmið verkefnisins var að afla grunnupplýsinga um eiginleika íslensks harðfisks og að upplýsingarnar yrðu opnar og þannig öllum harðfiskframleiðendum á Íslandi til hagsbóta. Megin niðurstaða verkefnisins er að harðfiskur er mjög ríkulegur próteingjafi með 80-85% próteininnihald. Amínósýrurnar voru mældar og bornar saman við amínósýrur í eggjum. Niðurstaðan er að harðfiskprótein eru af miklum gæðum. Þessar niðurstöður styðja við markaðssetningu á harðfiski sem bæði heilsusamlegum mat og þjóðlegum mat. Mikilvægt er að skoða saltinnihald í harðfiski betur og reyna að minnka það til að auka hollustu harðfisks sérstaklega í inni-heitþurrkuðum harðfiski þar sem það var mun hærra en í öðrum harðfiski. Mælingar á snefilefnum leiddu í ljós að magn þeirra í harðfiski er vel innan marka miðað við ráðlagðan dagskammt (RDS) nema í selen. Magn þess í 100 g er á við þrefaldan ráðlagðan dagskammt. Það er þó ekki talið skaðlegt á nokkurn hátt.

The main object of this project was to provide information of the quality in Icelandic dried fish to be of benefit for all producers in Iceland. The main results showed that dried fish was a very rich source of proteins, containing 80-85% protein. Amino acids were measured and compared to the amino acids in eggs. It was concluded that the proteins in the dried fish were of high quality. This supports the marketing of dried fish in the health foods and traditional food markets. It is important to analyze better the salt content in dried fish and reduce it to improve balanced diet in dried fish, especially for indoor produced dried fish, which salt content is rather high. The trace elements in dried fish showed minimal content, except for selen where the content was threefold the recommended daily allowance (RDA). This is not hazardous for people in any way.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Verðmæti og öryggi íslenskra sjávarafurða. Áhættusamsetning og áhætturöðun / Food safety and added value of Icelandic seafood. Risk profiling and risk ranking

Útgefið:

01/05/2007

Höfundar:

Eva Yngvadóttir, Birna Guðbjörnsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður sjávarútvegsins og Rf / Matís ohf

Verðmæti og öryggi íslenskra sjávarafurða. Áhættusamsetning og áhætturöðun / Food safety and added value of Icelandic seafood. Risk profiling and risk ranking

Í þessu verkefni var framkvæmd grunnvinna að áhættumati fyrir þorsk, rækju, karfa, ýsu, grálúðu, síld, ufsa og kúfisk. Þessar tegundir voru kortlagðar m.t.t. hætta og fékkst þannig fram áhættusamsetning þeirra og hálf-magnbundið áhættumat framkvæmt á þeim. Við þetta áhættumat var notað reiknilíkan sem þróað hefur verið í Ástralíu og er nefnt Risk Ranger. Við áhættumatið voru notuð gögn um neysluvenjur (skammtastærðir, tíðni o. fl.), tíðni og orsakir fæðuborinna sjúkdóma. Þannig var reiknuð út áhætta tengd neyslu þessara sjávarafurða, miðað við ákveðnar forsendur. Áreiðanleiki áhættumats er algjörlega háð þeim gögnum og upplýsingum sem notuð eru við framkvæmd þess. Samkvæmt fyrirliggjandi mæligögnum og gefnum forsendum raðast ofangreindar sjávarafurðir í lægsta áhættuflokk (stig <32) – lítil áhætta, miðað við heilbrigða einstaklinga. Á alþjóðlegum matvælamörkuðum hafa íslenskar sjávarafurðir á sér gott orðspor hvað varðar heilnæmi og öryggi. Áhyggjur vegna öryggis matvæla fara hins vegar vaxandi víða og því er það mikil áskorun fyrir Íslendinga að viðhalda þessu góða orðspori í framtíðinni.

This report contains the preliminary results of a risk profiling and risk ranking study for the following species: cod (Gadus moruha), shrimp (Pandalus borealis), ocean perch (Sebastes marinus), haddock (Melanogrammus aeglefinus), Greenland halibut (Reinhardtius hippoglossoides), saithe (Pollachius virens) and Iceland cyprine (Cyprina islandica). These species were surveyed with regard to terms of undesirable substances (Risk profiling and risk ranking, as well as semiquantitative risk assessment). An Australian software, Risk ranger, was used to compute the risk assessment. Various data, e.g. consumer behaviour (daily intake, frequency etc.), and incidence and origin of food-borne diseases, were used. Thus, the risk of consuming these species was determined. The reliability of a risk assessment is dependent on the quality of the data which are used to carry it out. Based on the existing data and given prerequisites, it can be stated that the aforementioned species come under the lowest risk group (degree <32) – small risk, considering healthy individuals. Icelandic seafood products are renowned on the international food markets as being quality and safe food. However, in light of growing concern worldwide for food safety, it is a challenge for Icelandic seafood producers to maintain that good reputation.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Harðfiskur sem heilsufæði

Útgefið:

01/05/2007

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson, Guðrún Anna Finnbogadóttir, Guðjón Þorkelsson, Hannes Magnússon, Ólafur Reykdal

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Guðjón Þorkelsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudjon.thorkelsson@matis.is

Harðfiskur sem heilsufæði

Meginmarkmið verkefnisins var að afla grunnupplýsinga um eiginleika íslensks harðfisks og að upplýsingarnar yrðu opnar og þannig öllum harðfiskframleiðendum á Íslandi til hagsbóta. Helsta niðurstaða verkefnisins er sú að harðfiskur er mjög ríkulegur próteingjafi með 80-85% próteininnihald. Amínósýrurnar voru mældar og bornar saman við amínósýrur í eggjum. Harðfiskprótein reyndust vera af miklum gæðum. Þessar niðurstöður styðja við markaðssetningu á harðfiski, bæði sem heilsusamlegum og þjóðlegum mat. Mikilvægt er að skoða saltinnihald í harðfiski betur og reyna að minnka það til að auka hollustu harðfisks, sérstaklega í inni-heitþurrkuðum harðfiski þar sem það reyndist mun hærra en í öðrum harðfiski. Mælingar á snefilefnum leiddu í ljós að magn þeirra í harðfiski er vel innan marka miðað við ráðlagðan dagskammt (RDS) fyrir utan selen. Magn þess í 100 g er á við þrefaldan ráðlagðan dagskammt. Það er þó ekki talið skaðlegt á nokkurn hátt.

The main object of this project was to establish information of the quality of Icelandic dried fish, which could benefit producers in Iceland. The main results showed that dried fish is a very rich source of proteins, containing 80-85% protein. Amino acids were measured and compared with amino acids in eggs. The conclusion was that proteins in the dried fish were of high quality. This supports the marketing of dried fish in the health foods and traditional food markets. However, it is important to analyze better the salt content in dried fish and find ways to reduce it to improve balanced diet in dried fish, especially for indoor produced dried fish, where the salt content is rather high. The trace elements in dried fish were found to be minimal, except for selen, where the content was threefold the recommended daily allowance (RDA). This is not, however, hazardous for people in any way.

Skoða skýrslu
IS