Skýrslur

Veiðar, vinnsla og útflutningur á lifandi beitukóngi

Útgefið:

06/12/2018

Höfundar:

Jónas R. Viðarsson, Ásbjörn Jónsson

Styrkt af:

AVS-Rannsóknasjóður í sjávarútvegi (V 11005-11)

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

Veiðar, vinnsla og útflutningur á lifandi beitukóngi

Í þessari skýrslu er stiklað á stóru á framkvæmd og helstu niðurstöðum rannsóknarverkefnis sem fram fór á árunum 2012-2013. Ástæða þess að dregist hefur að gefa út lokaskýrslu verkefnisins er sú að árið 2013 varð eigandi verkefnisins, Sægarpur ehf. gjaldþrota. Verkefnið var því ekki fullklárað og hefur legið að mestu í dvala síðan 2013. En þar sem stærstum hluta verkefnisins hafði verið lokið áður en Sægarpur fór í þrot, þykir höfundum rétt og skylt að greina hér opinverlega frá hvað fram fór í verkefninu og hverjar helstu niðurstöður þess voru. Markmið verkefnisins var að þróa veiðar, vinnslu, geymslu og flutning á lifandi beitukóngi, auk þess að kanna markaði fyrir slíkar afurðir. Framkvæmdar voru tilraunir með mismunandi aflameðferð um borð í veiðiskipi og geymslu eða flutning, sem gaf vísbendingar um að með réttri meðhöndlun og frágangi væri hægt að halda beitukóngi á lífi í u.þ.b. viku. stefnt hafði verið að því að tryggja a.m.k. 10 daga lifun til að það teldist raunhæft að ætla sér að flytja út lifandi beitukóng. Niðurstöður tilraunanna sýndu hins vegar að þegar meira en vika var liðin frá veiði dró hratt úr lifun og kjötið var orðið óhæft til neyslu á tíunda degi. Mögulega væri hægt að þróa þessa ferla betur til að tryggja betri lifun, en miðað við þessar niðurstöður er geymsluþolið ekki nægjanlega langt til að þetta geti talist álitlegur kostur að sinni. Einnig voru gerðar tilraunir til að halda beitukóngi lifandi í hringrásarkerfi í fiskikeri. Markmiðið með þeim tilraunum var að kanna hvort hægt væri að geyma lifandi beitukóng á „lager“ fyrir vinnslu í landi. Útbúið var hringrásarkerfi með síubúnaði sem dugði til að hald lífi í beitukóngi í viku. Höfundar telja að mögulega væri hægt að lengja tímann með öflugri síubúnaði. Þessar niðurstöður verða að teljast jákvæðar og til þess fallnar að þær gætu verið teknar upp hjá fyrirtækjum sem standa að vinnslu á beitukóngi. Markaðir fyrir lifandi beitukóng voru einnig skoðaðir, en segja má að sú könnun hafi endanlega fært heim sanninn um að útflutningur á lifandi beitukóngi væri ekki raunhæfur kostur. Það sé einfaldlega betri kostur að vinna beitukónginn hér heima. Breytist markaðsaðstæður hins vegar er ekki loku fyrir það skotið að hægt sé að bæta ferla svo að slíkur útflutningur verði mögulegur.

This report contains an overview of the progress and main results in a research project that ran in 2012-2013. The reason for the delay in publication of this final report is that the project owner was declared bankrupt in 2013 and the project has been dormant since then. The authors of the report did however feel obligated to make public the progress and main results that were achieved before the owner went out of business. The aim of the project was to develop best practice for catching, handling, packaging, storage and transport of live whelk; as well as studying the markets for live whelk. Experiments were made with different onboard handling, storage and transport of live whelk. These experiments indicated that it should be possible to keep the whelk alive for one week after capture, with correct handling. The goal had however been to ensure that the whelk could be kept alive for at least ten days. Experiments were also made where it was attempted to keep whelk alive in a regular plastic fish-tub equipped with a circulation system. The objective with this was to examine if whelk could be stored, in a relatively simple and inexpensive manner, in-stock for land-based processing. The results indicate that such a system could be used to keep a living inventory of whelk for the processing. The authors of this report are confident that the timeframe could be extended by fitting the system with more efficient filtration equipment. The markets for live whelk were briefly analysed and the results of that analyses indicate that export of live whelk from Iceland is not economically feasible or practical. There is simply too little premium paid for live whelk at the moment.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Veiðar, vinnsla og markaðssetning á hafkóngi / Catching, processing and marketing of Neptune whelk

Útgefið:

01/10/2018

Höfundar:

Jónas R. Viðarsson, Lúðvík Börkur Jónsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður (smáverkefni S 12 002-12)

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

Veiðar, vinnsla og markaðssetning á hafkóngi / Catching, processing and marketing of Neptune whelk

Hafkóngur (Neptunea despecta) er kuðungur sem líkist beitukóng, en er þó nokkuð stærri og heldur sig yfirleitt á meira dýpi. Talið er að hafkóngur sé í veiðanlegu magni víða hér við land og að stofninn þoli töluverða veiði. Hafrannsóknarstofnun hefur skráð upplýsingar um hafkóng úr humarleiðöngrum til fjölda ára sem benda til talsverðs þéttleika víða í kringum landið. Árið 2012 fékk Sægarpur ehf. á Grundarfirði styrk frá AVS rannsóknarsjóð í Sjávarútvegi til að kanna möguleika á veiðum, vinnslu og útflutningi á hafkóngi. Um var að ræða svokallað smáverkefni eða forverkefni. Verkefninu var skipt upp í verkþætti er sneru að kortlagningu útbreiðslu og tilraunaveiðum, vinnslutilraunum, efnamælingum og markaðsrannsókn. Svo fór hins vegar að Sægarpur ehf. varð gjaldþrota á verkefnistímanum og segja má að verkefnið hafi að nokkur leyti dagað uppi í framhaldi af því. En þar sem stórum hluta verkefnisins var lokið þegar Sægarpur fór í þrot þykir höfundum nú rétt og skylt að greina opinberlega frá framgangi og helstu niðurstöðum verkefnisins. Þar að auki er hér greint frá þeim tilraunum sem fyrirtækið Royal Iceland hf. hefur staðið að í tengslum við veiðar og vinnslu á hafkóngi, en Royal Iceland keypti eignir þrotabús Sægarps árið 2014 og hefur frá þeim tíma meðal annars stundað veiðar og vinnslu á beitukóngi. Helstu niðurstöður kortlagningar útbreiðslu og tilraunaveiða voru heldur takmarkaðar, þar sem upplýsingar um hafkóng sem meðafla við aðrar veiðar eru af skornum skammti og tegundinni hefur verið gefinn lítill gaumur við rannsóknir Hafrannsóknarstofnunar. Tilraunaleiðangur sem verkefnið stóð fyrir skilaði einnig mjög litlum niðurstöðum. Niðurstöður vinnslutilrauna sýndu að unnt er að fjarlægja eiturkirtla hafkóngsins og að mögulegt er að mæla hvort tetramine (eitrið) finnist í afurðum, en það útheimtir hins vegar ærinn tilkostnað. Niðurstöður grunn-markaðskönnunar benda til að hægt sé að selja hafkóngsafurðir, þá sér í lagi á vel borgandi mörkuðum í Asíu. En þar sem hafkóngurinn er ekki þekktur á mörkuðum í Asíu og það er alltaf til staðar hætta á tetramine eitrunum, þá er markaðssetning á afurðunum miklum vandkvæðum bundin. Ljóst er að þörf er á umtalsvert meiri rannsóknum í allri virðiskeðjunni áður en unnt er að fullyrða nokkuð um hvort og hve mikil tækifæri liggja í veiðum og vinnslu hafkóngs hér á landi.

Neptune whelk (Neptunea despecta) is a gastropod that looks a lot like the common whelk, but is though considerably larger and is usually found in deeper water. Neptune whelk is believed to be in significant volume in Icelandic waters, but concreate knowledge on stock size and distribution is however lacking. In 2012 the company Sægarpur ltd., which was during that time catching, processing and exporting common whelk, received funding from AVS research fund to do some initial investigation on the applicability of catching, processing and marketing Neptune whelk. Sægarpur did however run into bankruptcy before the project ended. The project has therefore been somewhat dormant since 2013. The company Royal Iceland ltd. did though buy the bankrupt estate of Sægarpur and has to a point continued with exploring opportunities in catching and processing Neptune whelk. The authors of this report do now want to make public the progress and main results of the project, even though the project owner (Sægarpur) is no longer in operation. The project was broken into three parts i.e. mapping of distribution, processing experiments and initial market research. The main results of the mapping exercise showed that very little knowledge is available on distribution of Neptune whelk in Icelandic waters and data on Neptune whelk by-catches is almost noneexistent. The Marine Research Institute has as well awarded very little attention to the species in its research. The project organised a research cruse, where a fishing vessel operating a sea cucumber dredge tried fishing for Neptune whelk in 29 different locations; but with very little success. The results of the processing experiments showed that it is possible to remove the poison glands from the Neptune whelk, bot mechanically and manually. It also showed that the products can be measured for the presence of tetramine (poison). Both the processing and the measurements do however require significant efforts and cost. The initial marketing research indicated that there are likely markets for Neptune whelk products. These markets are primarily in Asia and some of them are high-paying markets. The efforts of Royal Iceland in marketing the Neptune whelk have though shown that this is a difficult product to market, especially because the Neptune whelk is unknown on the Asian markets and there is always a possibility of a tetramine poisoning. It is clear that much more research is necessary throughout the entire value chain before it is possible to say with level of certainty if and how much opportunities are in catching and processing of Neptune whelk in Iceland.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Aukin verðmæti gagna / Increased value of data

Útgefið:

01/11/2014

Höfundar:

Páll Gunnar Pálsson

Styrkt af:

AVS (R 12-026)

Aukin verðmæti gagna / Increased value of data

Markmiðið með þessu verkefni var að koma með tillögu að gerð staðlaðra vörulýsinga fyrir íslenskar sjávarafurðir svo hægt væri að greina betur þær afurðir sem fluttar eru út. Nauðsynlegt er að allir séu með sambærilegan skilning á hugtökum sem notuð eru til að lýsa afurðum. Farið var yfir hvaða upplýsingar eru til er varða veiðar og útflutning og staða kortlögð, síðan var útbúinn orðskýringalisti með myndum. Sett var upp leið til að útbúa staðlaða aðferð til að búa til vörulýsingar og í framhaldi af því var hönnuð tillaga að því hvernig hægt er að auka upplýsingar um þær afurðir sem fluttar eru út.

The aim of the project was to standardize product description for Icelandic seafood products, as it is very important to have the possibility to analyze the export, value and quantity. Same understanding of the meaning of the words used is necessary. Information about catch and export were analyzed and a dictionary for the various products were made. A new idea for standardizing product description was introduced as well as a new system for registration of exported seafood products.

Skoða skýrslu

Skýrslur

New technology for the Nordic fishing fleet – Proceedings from a workshop on fishing gear and effective catch handling held in Reykjavik October 1st and 2nd 2013

Útgefið:

01/01/2014

Höfundar:

Jónas R. Viðarsson, Ida Grong Aursand, Hanne Digre, Ulrik Jes Hansen, Leon Smith

Styrkt af:

AG‐fisk (The Nordic Working group for fisheries co‐operation)

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

New technology for the Nordic fishing fleet – Proceedings from a workshop on fishing gear and effective catch handling held in Reykjavik October 1st and 2nd 2013

Í þessari skýrslu eru birtar þær kynningar sem haldnar voru á Norrænum vinnufundi um veiðarfæri og aflameðferð, sem haldin var í Reykjavík í október 2013. Skýrslan inniheldur einnig nokkrar helstu niðurstöður fundarins og tillögur þátttakenda varðandi mögulega eftirfylgni. Kynningarnar sem birtar eru í skýrslunni, ásamt upptökum af öllum framsögum og ýmsu öðru efni er snýr að umfjöllunarefninu, má nálgast á vefsíðunni www.fishinggearnetwork.net, en þeirri síðu verður haldið við a.m.k. út árið 2015.

In this report are published presentations given at a Nordic workshop held in Reykjavik on various aspects of research and development on fishing gear and effective catch handling. The report also accounts for the main outputs from the workshop in regards to possible follow‐ups. All of the proceedings, including the content of this report and video recordings of all presentations are available at the project’s web‐page www.fishinggearnetwork.net which will be maintained at least until the end of year 2015.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Gildruveiðar á humri / Lobster trap fishing

Útgefið:

01/09/2013

Höfundar:

Heather Philp, Vigfús Þórarinn Ásbjörnsson, Ragnheiður Sveinþórsdóttir

Styrkt af:

AVS Tilvísunarnúmer R 043‐10

Gildruveiðar á humri / Lobster trap fishing

Í verkefninu voru ný veiðisvæði skilgreind fyrir gildruveiðar á humri, þau voru prófuð og metin eftir fýsileika. Einnig var fundinn ákjósanlegur tími áður en vitjað var um gildrurnar eftir að þær höfðu verið lagðar. Farið var yfir gögn sem sýndu árstíðabundnar sveiflur, bæði hvað varðar aflabrögð og aflaverðmæti, og einnig var nýrra gagna aflað og þau skilgreind. Markaðir fyrir lifandi humar voru skoðaðir ásamt verði eftir árstímum.   Niðurstöður verkefnisins sýna að stór humar er algengasti aflinn í gildrur hérlendis, raunar er humarinn það stór að hefðbundnar breskar pakkningar eru of litlar fyrir hann. Einnig er ánægjulegt að sá árstími sem mesta veiðin virðist vera er sá tími sem hæst verð fæst á mörkuðum fyrir lifandi humar. Ný veiðisvæði sem skilgreind voru reyndust vel og lofa góðu hvað framtíðina varðar.

In the project, new fishing grounds were identified for the purpose of lobster trap fishing. They were explored and assessed. Also, the optimal “soak” time for the fishing was determined. A lot of historical data were explored to show how the catches varied during the year – both catches and the value of the catch – and new data were collected. Markets for live lobster were explored by value and time of year.   The results of the project show that big lobsters are the most common catch in traps in Iceland. And in fact, the lobsters are so big that the packaging used for the lobster in the UK is too small. It´s positive for Iceland that the time of year when catches are highest coincides with the time of year when prices are the highest too. New fishing grounds were identified which were both productive and promising for the future.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Tilraunaveiðar og nýting gulldeplu / Exploratory fisheries and exploitation of Mueller‘s pearlsides

Útgefið:

01/10/2012

Höfundar:

Ragnheiður Sveinþórsdóttir, Margrét Geirsdóttir, Hólmfríður Hartmannsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Tilraunaveiðar og nýting gulldeplu / Exploratory fisheries and exploitation of Mueller‘s pearlsides

Gulldepla hefur sést í litlum mæli við Ísland undanfarin ár, en óvenju mikið hefur sést af henni við suðurströnd Íslands veturna 2008/2009 og 2009/2010. Nokkur skip byrjuðu með tilraunir til að veiða hana í desember 2008 og janúar 2009 með þokkalegum árangri og fór aflinn í bræðslu. Í verkefninu var ýmsum möguleikum velt upp hvað varðar nýtingu á gulldeplunni og væri áhugavert að skoða sumar þeirra betur með tilliti til verðmætaaukningar sem þær gætu leitt af sér. Farið var yfir möguleikann á að nýta gulldeplu í surimi, niðursuðu, fóður í fiskeldi, beitu, gæludýranammi eða framleiðslu lífvirkra efna. Sérstaklega var áhugavert að sjá hversu ljósar afurðir úr gulldeplu reyndust verða þegar lífvirk efni voru unnin úr henni, miðað við upphafshráefnið og einnig hvað bragð og lykt reyndist vera ásættanlegt.

Mueller‘s pearlside has not historically occurred on Icelandic fishing grounds, but from 2008 pelagic fishers found an increase on the south coast of the country. Exploratory fishing trips were undertaken by a few ships in December 2008 and January 2009. The catch rate was acceptable and the catch was processed into fishmeal. In the project, multiple potential uses for pearlside were investigated and some produced results that indicated it would be worth to research further due to the increased value they may lead to. For example, applications included surimi, canning, aquaculture feed, bait, pet treats or products with bioactivity. The most interesting result was how light the fish protein extracts were compared to the raw mince material when the bioactivity was explored, and also that the taste and smell were very acceptable.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Nýting öfugkjöftu til vinnslu sjávarafurða / Opportunities in processing Megrim in Icelandic seafood industry

Útgefið:

01/06/2012

Höfundar:

Vigfús Ásbjörnsson, Einar Matthíasson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Nýting öfugkjöftu til vinnslu sjávarafurða / Opportunities in processing Megrim in Icelandic seafood industry

Markmið verkefnisins er að leggja grunn að veiðum og vinnslu á öfugkjöftu og skapa grundvöll fyrir atvinnustarfsemi og aukinn vöxt sem byggir á nýtingu þessa fiskistofns. Rannsakaður var veiðanleiki og verðþróun á öfugkjöftu á Íslandi eftir mánuðum og árum. Einnig var nýting hráefnisins til vinnslu rannsökuð með það að markmiði að fullnýta hráefnið eins mikið og unnt er til þess að skapa sem mest verðmæti út úr hverju kg af öfugkjöftu sem berst að landi á Íslandi.

The aim of the project is to analyze and develop knowledge of catching and processing Megrim sole in Iceland and create value from the usage of the fish stock. The catching pattern of Megrim sole in Iceland was analyzed depending on years and months in order to recognize the catching pattern over a longer time period as well as the price development on the fishmarket in Iceland. The utilization in land processing of the fish was analyzed with the aim to develop a full utilization method in the land manufacturing process of the fish.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Forkönnun á vinnslu og markaðssetningu á íslenskum krabbategundum / Crab; fishing, processing and marketing. Preliminary study

Útgefið:

01/03/2011

Höfundar:

Óli Þór Hilmarsson, Guðjón Þorkelsson, Davíð Freyr Jónsson, Gunnþórunn Einarsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Óli Þór Hilmarsson

Verkefnastjóri

oli.th.hilmarsson@matis.is

Forkönnun á vinnslu og markaðssetningu á íslenskum krabbategundum / Crab; fishing, processing and marketing. Preliminary study

Verkefnið er forverkefni um tilraunaveiðar og vinnslu á krabba við Suðvesturland. Tilraunaveiðar skiluðu aukinni þekkingu/reynslu á veiðum á kröbbum við strendur Íslands. Þeir krabbar sem veiddust voru grjótkrabbi, bogkrabbi og trjónukrabbi. Unnið var að tillögum að verklags‐ og gæðareglum/leiðbeiningum fyrir krabbaveiðar á Íslandi.   Þróaðir voru verkunarferlar varðandi aflífun á kröbbum. Einnig voru vörur úr öðrum vinnsluferlum kynntar eins og t.d. heilfrystur, soðinn og frystur í heilu einnig hlutaður (cluster) og frystur eða hlutaður, soðinn og frystur. Tilraunamarkaðssetning á krabba á Íslandi tókst vel og betur en gert var ráð fyrir í upphafi verkefnisins.

This was a preliminary study on catching and processing of crab in Southwest Iceland. Knowledge and experience on how, where and when to catch crab was gained. The crabs that were caught were Atlantic rock crab, common shore crab and common spider crab. The first recommendations on procedures and quality guidelines for catching crab were issued.   Processes for killing crab were adapted from other countries and the products were developed e.g. frozen whole crab, boiled and frozen whole crab, portioned (cluster) and frozen or    portioned, boiled and frozen. The preliminary marketing of the crabs in Iceland was more successful than expected.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Veiðar, flokkun, vinnsla og markaðir fyrir makríl veiddan af uppsjávarskipum / Fishing, grading, processing and marketing of mackerel catched by pelagic vessels

Útgefið:

01/03/2011

Höfundar:

Ragnheiður Sveinþórsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Veiðar, flokkun, vinnsla og markaðir fyrir makríl veiddan af uppsjávarskipum / Fishing, grading, processing and marketing of mackerel catched by pelagic vessels

Árið 2005 var fyrst skráður makrílafli í íslenskri lögsögu þó að íslensk skip hafi ekki byrjað að veiða makríl markvisst fyrr en árið 2007, makrílveiðar jukust hratt en árið 2009 voru heimildir til makrílveiða fyrst takmarkaðar. Á þessum árum hefur aflinn farið úr 232 tonnum í 121 þúsund tonn. Fyrst í stað fór aflinn allur í bræðslu en árið 2010 frystu Íslendingar 60% af aflanum til manneldis.   Í þessari skýrslu er fjallað um veiðar og vinnslu á makríl, búnað sem þarf fyrir makrílvinnslu til manneldis, meðhöndlun afla, mælingar á makríl sem veiðist í íslenskri lögsögu og markaði. Í verkefninu var sýnum safnað og þau formmæld, kyngreind og fituinnihald mælt. Á sumrin gengur makríll í íslenska lögsögu og veiðist þá með síld en báðar tegundir eru veiddar í flotvörpu. Þegar makríll er unninn til manneldis er hann hausaður og slægður en til að það sé hægt þarf auk hefðbundinnar vinnslulínu svokallaða sugu sem sýgur slógið innan úr makrílnum. Einnig þarf makríll lengri frystitíma en síld vegna þess hve sívalningslaga hann er. Makríllinn sem gengur inn í íslenska lögsögu er oft 35‐40 cm langur og milli 300 og 600 g þungur. Helstu markaðir fyrir sumarveiddan makríl sem veiddur er hér við land eru í Austur‐ Evrópu en þar er hann áfram unninn í verðmætari afurðir.

In the year 2005 Icelanders first caught mackerel in Icelandic fishing grounds, but it wasn´t until 2007 that Icelandic vessels began to catch mackerel by purpose. The fishing of mackerel increased fast but in 2009 the government put a limit on the catching. In these years the catch has increased from 232 tons to 121.000 tons. At first, a meal was made from all the catch, but in 2010 60% of the catch was frozen for human consumption.   The subject of this report is the fishing and processing of mackerel, mechanism´s that are needed to process the mackerel for human consumption, handling of the catch, measurement of mackerels and markets. For this project samples were collected and geometrician measurements performed by qualified staff. In the summer mackerel can be caught in Icelandic fishing grounds together with herring, it´s caught in pelagic trawl. When mackerel are processed for human consumption it´s headed and gutted, to do that a suck has to be used to suck the guts out. Mackerel also need longer time in the freezing device because of their cylindrical shape. The mackerel caught here are often 35‐40 cm long and 300‐600 g of weight. The main markets for mackerel caught during the summer are in Eastern Europe where it´s processed into more valuable products.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Veiðar og vinnsla á lifandi og ferskum humri / Fishing and processing of live nephros for exportation

Útgefið:

01/12/2009

Höfundar:

Guðmundur Heiðar Gunnarsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Veiðar og vinnsla á lifandi og ferskum humri / Fishing and processing of live nephros for exportation

Um var að ræða tilraunaverkefni sem snéri að því að skilgreina aðstæður fyrir skilvirkan útflutning á lifandi humri. Verkefnið spannaði ferlið allt frá veiðum að markaðssetningu humars í Evrópu. Í verkefninu tókst að skilgreinda aðstæður til að koma lifandi humri frá Hornafirði á markað í Suður‐Evrópu. Sýnt var fram á að hægt er að veiða humar í troll til lifandi útflutnings ef tryggt er að nákvæm gæðaflokkum eigi sér stað um borð í veiðiskipinu. Skilgreindir voru verkferlar sem lágmörkuðu afföll við skammtímageymslu á humri í landi og við flutning á markað í Evrópu.  Samanburður við sambærilegar danskar rannsóknir sýndi að lifun var betri í ferlinum okkar eða 66% miðað við 53%. Þó voru hærri afföll vegna hnjasks við trollveiðar á íslensku skipunum en það var bætt upp með þrisvar sinnum hærri lifun við flutning í land og skammtímageymslu í landi (96 klst).   Sýnt var fram á að hægt var að halda humri lifandi án affalla í allt að 48 klst í flutningi á erlendan markað. Reiknað var með að humar þyrfti að lifa í a.m.k. 37 klst. í flutningi til að ná til neytanda í Evrópu. Verð á erlendum mörkuðum var í samræmi við það sem markaðsgreiningar bentu til. Í verkefninu hefur því verið skilgreindur verkferill sem hægt er að byggja á til að hefja sölu á lifandi humri á markaði í Suður‐Evrópu. Þó er nauðsynlegt að ná valdi á gildruveiðum á leturhumri til að auka lifun enn frekar og minnka tímafreka flokkunarvinnu í ferlinu.

This research project was initiated to define conditions for optimized export procedure for Icelandic live nephrops. The project was based on holistic approach spanning the progress from catching nephrops to marketing of the live product in Europe. We were able to define conditions allowing for live export nephrops from Hornafjordur to Europe. We showed that it is possible to export live trawl fished nephrops but only after rigorous quality assessment.   We defined workflow allowing for high survival rate of live nephrops during transportation and storage prior to exporting. Comparison with similar Danish project revealed that our setup allowed for higher survival rate or 66% compared to 53%. The survival rate after Icelandic trawl catching was lower than after Danish trawl catching.  Survival rate during transportation and short time storage (96 hours) was three times higher in our setup.  It was possible to keep nephrops alive for 48 hours in the export packaging, while it was assumed that such export would typically take up to 37 hours.   Prices obtained in the pilot marketing tests were in the price range expected based on our marketing analysis. We have therefore defined a procedure suitable for initiating commercial export of live nephrops to Europe. However it is critical to build up capacity for creeling of nephrops in Icelandic waters to ensure higher survival rates and longer storage time of the live products. This would also reduce the extensive quality assessment needed if the nephrops is trawled.

Skoða skýrslu
IS