Skýrslur

Neytendakönnun um saltfisk

Útgefið:

30/08/2019

Höfundar:

Aðalheiður Ólafsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir

Styrkt af:

AG Fisk, AVS rannsóknasjóður

Tengiliður

Aðalheiður Ólafsdóttir

Skynmatsstjóri

adalheiduro@matis.is

Neytendakönnun um saltfisk

Löng hefð er fyrir vinnslu saltfisks hér á landi en áður fyrr var öðru fremur notast við saltið til að lengja geymsluþol fiskins. Í dag telst saltfiskur sælkeravara sem nýtur mikilla vinsælda víða um heim, ekki síst í Suður-Evrópu, þar sem hefðir og gæði íslenska saltfisksins leika stórt hlutverk. Matís stóð fyrir vinnustofum  með saltfiskframleiðendum og matreiðslumönnum í apríl og maí 2019. Markmiðið með þeim var meðal annars að meta stöðu saltfisks á heimamarkaði. Þar kom fram að afla þyrfti upplýsinga um sýn Íslendinga á saltfiski til að meta betur tækifærin hérlendis. Byggt á niðurstöðum vinnustofanna var framkvæmd vefkönnun með það að markmiði að rannsaka ímynd saltfiskafurða í hugum Íslendinga, almenna þekkingu á saltfiski og sögu hans, og upplifun á saltfiski. Einnig var könnuð neyslutíðni á saltfiski, léttsöltuðum fiski og nætursöltuðum fiski, sem og viðhorf til saltfisks samanborið við léttsaltaðan- og nætursaltaðan fisk.  Könnunin var framkvæmd í maí 2019 og birtist 17.000 notendum Facebook, 18 ára og eldri. Alls luku 505 manns könnuninni.

Mikill munur var á svörum þátttakenda eftir aldri. Niðurstöðurnar sýna að neysla á bæði fiski og saltfiski fer minnkandi með lækkandi aldri. Einungis um 29% þátttakenda á aldrinum 18-29 ára borða saltfisk einu sinni á ári eða oftar en samsvarandi hlutfall fyrir elsta hópinn, 60-70 ára, er um 94%. Helsta ástæða þess að þátttakendur borða ekki saltfisk er að þeim finnst hann ekki góður. Aðrar orsakir eru að hann er of saltur, skortur á framboði, að það sé lítil hefð fyrir saltfiski, og að ferskur fiskur sé frekar valinn. Almennt voru viðhorf til saltfisks nokkuð jákvæð og upplifun þeirra sem hafa keypt saltfisk á veitingastað, fiskbúð og matvöruverslun góð. Hins vegar eru yngri þátttakendur almennt neikvæðari fyrir saltfiski og líklegri til að finnast bragð af saltfiski vont en þeim sem eldri eru. Þekking og áhugi á saltfiski minnkar einnig með lækkandi aldri og á það sama við um kauptíðni á saltfiski, léttsöltuðum fiski og nætursöltuðum fiski. Niðurstöður gefa til kynna að mismunandi smekkur sé eftir aldri á því hversu saltur saltfiskur á að vera. Eldri þátttakendur eru líklegri til að vilja hafa saltfisk vel saltan og finnst hann sjaldnar of saltur en þeim sem yngri eru.

Saltfiskurinn hefur verið samofinn sögu Íslendinga og matarmenningu í árhundruð. Niðurstöður úr þessari könnun sýna hins vegar minnkandi þekkingu, áhuga og neyslu á saltfiski í yngri aldurshópum. Þessi þróun getur skýrst af auknu úrvali matvara, breyttum smekk, viðhorfum og venjum. Líklegt er að ímynd saltfisks sem gæðavöru eigi undir högg að sækja og að miklar breytingar séu að verða á neyslu saltfisks meðal Íslendinga. Til að ýta undir neyslu á saltfiski þarf að kynna hann betur og gera sýnilegri, ekki síst meðal yngri aldurshópa, hvort heldur sem er í mötuneytum, matvöruverslunum, fiskbúðum eða veitingastöðum.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Matur og sjálfbær ferðaþjónusta. Samantekt.

Útgefið:

01/04/2014

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Matur og sjálfbær ferðaþjónusta. Samantekt.

Matur og sjálfbær ferðaþjónusta var öndvegis‐ og klasaverkefni til að efla vistvæna matvælaframleiðslu og matvælavinnslu í tengslum við ferðaþjónustu. Að verkefninu stóðu opinberir aðilar í stoðkerfi atvinnulífsins, svæðisbundin þróunarfélög og Háskóli Íslands. Verkefnið var unnið til að bregast við miklum áhuga á staðbundnum matvælum og umhverfismálum í tengslum við vaxandi umsvif í ferðaþjónustu. Áherslan var á að styðja frumkvöðla við þróun á nýjum vörum og söluleiðum sem nýtust ferðaþjónustu á hverju svæði. Nýsköpunarhlutinn heppnaðist vel og hafði margföldunaráhrif bæði heima í héraði, á landsvísu og í alþjóðasamstarfi. Samhliða voru gerðar mikilvægar rannsóknir á sjálfbærnimælikvörðum, viðhorfum neytenda og gæðum og geymsluþoli. Samskipta og tengslahluti verkefnisins var ekki síður mikilvægur. Í þessari skýrslu er gerð stutt grein fyrir framgangi verkefnisins og megin ályktunum.

Food and Sustainable Tourism was a 3 year collaboration project between academia, R&D institutions and regional development agencies. In the project focus was put on strengthening small scale local food production to encourage sustainability in tourism. The project was executed as a response to rise in interest in local food and environmental issues within tourism. Focus was put on supporting entrepreneurs developing new products and sales channels. Research on sustainability indicators, consumer attitudes and product quality was carried out. 

Skoða skýrslu

Skýrslur

Íslenskt matkorn – Gæði, innihald og viðhorf / Icelandic cereal grain crops for food ‐ Quality, chemical composition and consumer view

Útgefið:

01/01/2012

Höfundar:

Ólafur Reykdal, Þóra Valsdóttir, Þórdís Anna Kristjánsdóttir, Jón Þór Pétursson, Jónatan Hermannsson

Styrkt af:

Framleiðnisjóður landbúnaðarins, Landbúnaðarháskóli Íslands

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Íslenskt matkorn – Gæði, innihald og viðhorf / Icelandic cereal grain crops for food – Quality, chemical composition and consumer view

Hjá Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands var á árunum 2009 til 2011 unnið verkefni um innlent korn til matvælaframleiðslu. Verkefninu var ætlað að stuðla að aukinni notkun á innlendu korni í matvæli. Í þessum tilgangi voru settar saman gæðakröfur fyrir bygg og tekið var saman efni um innra eftirlit fyrir handbækur kornbænda. Einnig voru gerðar efnamælingar á innlendu korni, stutt var við vöruþróun úr korni og viðhorf neytenda til innlenda byggsins voru könnuð. Gæðakröfur fyrir matbygg og bygg til ölgerðar eru settar fram og er þeim ætlað að vera viðmiðun í viðskiptum. Almennan texta um innra eftirlit kornræktenda má staðfæra fyrir einstök býli. Samkvæmt efnamælingum var sterkja í innlenda korninu ekki verulega frábrugðin því sem mældist í innfluttu korni. Mikið var af trefjum í innlenda korninu. Styrkur þungmálma í korni eftir eldgosið í Eyjafjallajökli var mjög lágur.

A project on the use of Icelandic grain crops for food production was carried out at Matis and the Agricultural University of Iceland in 2009 to 2011. The purpose of the project was to support the increasing use of domestic cereal grain crops for production of foods. To enable this, quality requirements were developed for barley and a handbook on internal control was written for barley processing at a farm. Proximates and inorganic elements were measured, product development was supported and finally the view of consumers towards Icelandic barley was studied.   Quality requirements for barley to be used for food and alcoholic drinks were developed as a frame of reference for businesses. The text for internal control can be adapted for individual farms. The starch in Icelandic grain crops was similar to that of imported crops. The Icelandic grain crops were rich in dietary fiber. The concentrations of heavy metals in the Icelandic crops after the Eyjafjallajökull eruption were very low.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Viðhorf og fiskneysla Íslendinga 2011 / Attitutes and fish consumption in Iceland 2011

Útgefið:

01/12/2011

Höfundar:

Kolbrún Sveinsdóttir, Dagný Yrsa Eyþórsdóttir, Gunnþórunn Einarsdóttir, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

Nýsköpunarsjóður námsmanna, Rannís

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Viðhorf og fiskneysla Íslendinga 2011 / Attitutes and fish consumption in Iceland 2011

Markmið rannsóknarinnar var að kanna neysluvenjur og viðhorf tengd sjávarfangi hjá Íslendingum á aldrinum 18‐80 ára. Könnun var sett var upp á netinu og bréf send til úrtaks frá Hagstofu Íslands í júní 2011 og bárust svör frá 525 manns. Markmiðið var jafnframt að skoða breytingar sem orðið hafa á viðhorfum og fiskneyslu Íslendinga frá því síðustu tölur voru birtar árið 2006 fyrir fólk á aldrinum 18‐26 ára. Viðhorf og neysla Íslendinga voru greind eftir kyni, aldri, búsetu, menntun, mánaðartekjum heimilis fyrir skatt, fjölda í heimili og fjölda barna undir 18 ára í heimili. Að meðaltali borða Íslendingar fisk sem aðalrétt um tvisvar sinnum í viku. Ýsa er vinsælasta tegundin á borðum landsmanna og er neytt um einu sinni í viku, en næst á eftir er þorskur. Að jafnaði taka Íslendingar lýsi um fjórum sinnum í viku, en alls tekur um helmingur landsmanna lýsi daglega og 62% þrisvar í viku eða oftar. Almennt virðast Íslendingar oftar borða ferskan en frosinn fisk og afar lítið er keypt af tilbúnum fiskréttum kældum eða frosnum. Viðhorf til þess að borða fisk eru almennt mjög jákvæð og langflestir telja fisk hollan og góðan. Flestir telja að fjölskylda hafi mest hvetjandi áhrif varðandi neyslu fisks og að rýmri fjárhagur, auðveldara aðgengi að ferskum fiski og meira úrval af fiski gæti haft áhrif til aukinnar fiskneyslu. Mikill munur er á fiskneyslu og viðhorfum karla og kvenna. Konur kaupa frekar í matinn og leggja meiri áherslu á hollustu, ferskleika, aðgengi og verð. Þær eru jafnframt frekar þeirrar skoðunar að það sé dýrt að borða fisk. Verulegur munur reyndist á aldurshópum, bæði hvað varðar heildar fiskneyslutíðni, neyslu mismunandi fiskafurða og viðhorf. Fiskneysla eykst með aldri, sem og lýsisneysla. Áhersla á hollustu er minni meðal yngra fólks. Munur kom fram í neysluhegðun og neyslu mismunandi fisktegunda og afurða eftir búsetu sem líklega má að stórum hluta útskýra með hefðum og ólíku framboði af fiski. Flestir, sérstaklega fólk í eldri aldurshópum, telja fremur dýrt að borða fisk. Hins vegar finnst þeim fiskur frekar peninganna virði en þeim sem yngri eru. Svo virðist þó sem yngsti hópurinn sé jafnvel tilbúinn til að borga meira fyrir fisk, þar sem þeirra skoðun er að meira úrval af tilbúnum fiskréttum og fiskréttum á veitingastöðum gæti haft áhrif til aukinnar fiskneyslu.   Jákvæðar breytingar hafa átt sér stað í fiskneyslu og viðhorfum fólks á aldrinum 18‐26 ára á síðustu fimm árum. Þessi hópur er nú meira fyrir fisk og fiskneyslutíðni hefur aukist nokkuð sem skýrist helst af aukinni fiskneyslu utan heimilis. Lýsisneysla og fjölbreytni í vali sjávarfangs virðst hafa aukist. Í þessum aldurshópi hefur orðið aukning í neyslu á ferskum fiski, sushi, saltfiski og á kældum hálf‐tilbúnum réttum.

The aim of the study was to investigate seafood consumption and attitudes among 18‐80 year old Icelanders. A total of 525 people completed a web‐ based survey. The aim was also to study changes in attitudes and fish consumption in the last five years among people 18‐26 years. The data was analysed by gender, age, residence, education, income, number of household members and number of children below 18 years. On average, the fish consumption frequency (fish as main course) is around two times a week. Haddock is the most frequently consumed fish species and is consumed around one time per week. Fish oil is consumed four times a week on average, but 50% of the participants consume fish oil every day. Fresh fish is more frequently consumed than frozen fish and ready fish meals, chilled or frozen, are rarely bought. Attitudes towards consuming fish are generally very positive. Most people consider family to have the most encouraging influence on their fish consumption and that less stringent finances, easier access to fresh fish and more variety of fish could positively influence their fish consumption. Fish consumption pattern and attitudes differ by gender. Women more frequently purchase food and emphasise more healthy food, freshness, access and price.   Large differences were found between different age groups, both regarding fish consumption frequency, fish products and attitudes. Fish consumption and fish oil consumption frequency increase with age. Emphases on healthy food are less among younger people. Consumption habits and consumption of different fish species and products differ by residence around the country. This can largely be explained by different traditions and different fish supply. Most people, especially in older age groups consider it expensive to consume fish. They are, however, more likely to consider fish money worth compared to younger people. The youngest age group appears though to be ready to pay more for fish as their opinion is that more variety of ready fish meals and fish courses at restaurants could positively influence their fish consumption. The last five years, positive changes in fish consumption and attitudes among people 18‐26 years have occurred. This group now consumes fish more frequently, the varity in their choice of seafood has increased. The consumption of fresh fish, sushi, salted cod and chilled oven ready fish meals has increased among this group.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Vöruþróun á hollari unnum kjötvörum / Product development of healthier processed meat products

Útgefið:

01/08/2009

Höfundar:

Aðalheiður Ólafsdóttir, Ólafur Reykdal, Óli Þór Hilmarsson, Gunnþórunn Einarsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Þóra Valsdóttir, Emilía Martinsdóttir, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður, Framleiðnisjóður landbúnaðarins

Tengiliður

Aðalheiður Ólafsdóttir

Skynmatsstjóri

adalheiduro@matis.is

Vöruþróun á hollari unnum kjötvörum / Product development of healthier processed meat products

Markmið verkefnisins „Hollari kjötvörur“ var að þróa hollari tilbúnar kjötvörur með minna af salti og harðri fitu. Í vöruþróunarferlinu var skynmat notað til að meta skynræn gæði varanna og neytendakannanir til að athuga hvernig neytendum líkaði varan. Neytendakannanir voru gerðar bæði í heimahúsum og á vinnustöðum. Niðurstöður skynmats og neytendakannana voru notaðar til að taka ákvörðun um breytingar á framleiðsluferli til að aðlaga vörurnar að smekk neytenda. Örverumælingar og efnamælingar voru gerðar til að fylgjast með geymsluþoli og efnainnihaldi varanna. Neysluvenjur á unnum kjötvörum og viðhorf til fituskertrar og saltskertrar kjötvöru var rannsakað. Í verkefninu tókst að framleiða fitu- og saltskertar vörur úr þremur vöruflokkum: nýjar kjötvörur, forsteiktar kjötvörur og álegg. Ein af þeim vörum er nú tilbúin á markað. Nýja varan fékk mjög góða dóma hjá neytendum og jafnvel betri en sú vara sem var á markaði. Aðrar tvær vörur eru komnar mjög langt í vöruþróun og hefur fyrirtækið nú þekkingu og reynslu til að ljúka þeirri vöruþróun og halda áfram með þróun slíkra vara. Neytendur eru almennt jákvæðir í garð fituskerðingar á kjötvörum. Munur er þó á svörum þeirra eftir því hvaða vara á í hlut og einnig er munur milli kynja. Langflestir telja fituskertar kjötvörur hollari en vörur með hefðbundnu fituinnihaldi. Fyrir neytendur skiptir mestu máli að varan sé bragðgóð. Verð skiptir einnig máli en minna þó. Neytendur gera langoftast sömu gæðakröfur til fituskertra og hefðbundinna vara. Neytendur hugsa um hollustu kjötvara en eru ekki tilbúnir að skipta út bragðgæðum fyrir hollustu. Munur var á viðhorfum karla og kvenna. Konur hugsa meira um hollustu matar en karlar og eru jákvæðari í garð fituskertra kjötvara. Þær eru einnig líklegri til að kaupa fituskertar kjötvörur. Konur athuga frekar en karlar hvort varan er umhverfisvæn. Upplýsingar á pakkningum skipta miklu máli. Um tveir þriðju neytenda segjast skoða fitumagn við val á kjötvörum. Um helmingur neytenda skoðar saltmagn og virðist það því skipta flesta minna máli en fitumagn. Huga þarf vel að merkingu og innihaldslýsingu salt og fituskertra kjötvara þar sem slíkt hefur áhrif á val og væntingar neytenda.

The aim of the project was to develop healthier processed meat products with lower salt and fat content. In the production development process, the sensory attributes of the prototypes were evaluated by a trained sensory panel. Consumer tests were conducted to study the consumer liking of the products. The consumer tests were done in different settings as central location tests and in-home tests. The results from the sensory evaluation and the consumer test were used to make decisions on the next steps in the product development. Microbiological and chemical analysis was performed to estimate the storage life and nutritional status of the products. The consumption pattern and consumer attitudes towards processed meat products with reduced fat- and salt content were studied. In the project the product development of three products in different product categories was successful. One of the products is ready for marketing and consumer tests indicated better liking of this new prototype than of the traditional one. The two other products need further development and the company has now the competence and experience to finalize the development. Consumers are in general in favour of fat-reduced meat products but there is a gender difference and a difference towards different product categories. Most of the consumers believe that fat-reduces meat products are healthier than traditional products. The taste is most important to most consumers and the price is also important. The consumers make the same demands to quality of fat-reduced food as other food. Consumers find the healthiness of food important, but not as important as the taste. Women are more aware of the healthiness of food and they are more positive towards fat-reduce meat products. They are more likely to buy fat reduced food and more aware of environmental friendly food. The information on the packaging is important. Two third of the consumers look for the fat content on the food label of the product they buy, but only half of them look at the salt content. Labelling and packaging information is very important as it affects the choice and expectations of the consumers.

Skýrsla lokuð til 01-10-2012

Skoða skýrslu

Skýrslur

Viðhorf og fiskneysla ungs fólks 16 til 20 ára: Íhlutun á Akureyri Young consumer attitudes and fish consumption: Improved image of seafood

Útgefið:

01/02/2009

Höfundar:

Gunnþórunn Einarsdóttir, Ása Vala Þórisdóttir, Fanney Þórsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Emilía Martinsdóttir, Friðrik H. Jónsson, Inga Þórsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi: R020-05

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Viðhorf og fiskneysla ungs fólks 16 til 20 ára: Íhlutun á Akureyri Young consumer attitudes and fish consumption: Improved image of seafood

1. Markmið verkefnisins „Viðhorf og fiskneysla ungs fólks: Bætt ímynd sjávarafurða“ var m.a. að afla upplýsinga um viðhorf og fiskneyslu ungs fólks. Hér er gerð gein fyrir niðurstöðum íhlutandi rannsóknar sem gerð var á ungu fólki á aldrinum 16-20 ára. Skoðað var hvort fræðsla um fisk og meira aðgengi að honum mundi skila sér í aukinni fiskneyslu og jákvæðari viðhorfum gagnvart fiski.

2. Aðferð og þátttakendur: Rannsóknin fór fram á nemendum Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri sem bjuggu á nemendagörðunum Lundi. Íhlutunin fór fram á þann hátt að fiskmáltíðum í mötuneytinu var fjölgað um helming og haldnir voru fræðslufyrirlestrar fyrir nemendurna þar sem rúmlega 80 nemendur mættu (27%) og kynning sett á vefinn. Samin var viðhorfs- og neyslukönnun á formi spurningalista og hún lögð fyrir nemendurna. Sama könnunin var lögð fyrir haustið 2006 (n=225, 75%) fyrir íhlutunina og vorið 2007 (n=220, 73%) eftir íhlutunina. Spurningalistanum var skipta í sjö hluta: 1. Viðhorf til heilsu og fæðuflokka; 2. Fiskneysla og neysla ýmissa matvæla; 3. Smekkur fyrir fiskréttum; 4. Þættir sem hafa áhrif á fiskneyslu; 5. Forsendur fiskneyslu; 6. Utanaðkomandi áhrifavaldar, 7. Þekking varðandi fisk.

3. Niðurstöður: Íhlutunin skilaði betri þekkingu á fisknum og lýsisneyslan jókst um nær helming og meira hjá stúlkum en strákum. Þrjátíu og tvö prósent nemenda neyttu lýsis daglega eftir íhlutun en aðeins 22% fyrir íhlutun. Ennfremur neyttu 38% lýsis 4-7 sinnum í viku eftir íhlutunina en aðeins 28% fyrir íhlutun. Að meðaltali borðaði unga fólkið fisk sem aðalrétt 1,8 sinnum í viku fyrir íhlutun en 1,9 sinnum í viku eftir íhlutun en munurinn var ekki marktækur. Fiskneysla nemendanna er því ekki langt frá ráðleggingum Lýðheilsustöðvar. Hvað varðar hvatningu til fiskneyslu þá voru foreldrar sterkustu áhrifavaldarnir en áhrif þeirra minnkuðu aðeins eftir íhlutun. Viðhorf nemenda til fisks varð neikvæðara eftir íhlutun en þrátt fyrir það minnkaði fiskneysla þeirra ekki. Þeim sem ekki voru fyrir fisk fyrir íhlutun geðjaðist betur að honum eftir íhlutun. Markviss fræðsla um bæði hollustu fisks og aukið framboð á fjölbreyttum fiskréttum eru nauðsynleg til að stuðla að aukinni fiskneyslu ungs fólks.

The aim of the project “Young consumer attitudes and fish consumption: Improved image of seafood” was to obtain information on the attitudes of young people towards fish and fish consumption. Results are shown from an interventive research which was carried out on young people of the age group 16-20. It was examined if education about fish and its accessibility would result in increased fish consumption and more positive attitudes towards fish. Method and participants: Students from the college and vocational school at Akureyri participated in the study. The intervention was done by doubling the number of fish meals at the school’s canteens and informative lectures were given to over 80 students (27%) and information was given on the school web. The students answered a questionnaire on attitudes and consumption of fish. The same study was done twice; in the autumn 2006 (n=225, 75%) before the intervention and in spring 2007 (n=220, 73%) after the intervention The questionnaire was divided into 7 parts: 1. Attitudes towards health and food types; 2. Consumption of fish and other foods; 3. Liking of various fish dishes; 4. Factors affecting fish consumption; 5. Prerequisite of fish consumption; 6. External effects; 7. Knowledge about fish. Results: The intervention resulted in better knowledge about fish and the fish liver oil consumption almost doubled, more among girls than boys. Thirty-two percent of the students consumed fish oil daily after the intervention but only 22% before. Further, 38% consumed fish oil 4-7 times a week after the intervention but only 28% before. On average, the young people consumed fish as a main dish 1.8 times a week before the intervention but 1.9 after, the difference was not significant. The fish consumption of the students is therefore not far from the recommendation of the Public Health Institute of Iceland. The parents had most influence on encouraging increased fish consumption, but their effect decreased a little after the intervention. The attitudes of the students towards fish became more negative after the intervention but did not however decrease their fish consumption. Those who did not like fish before the intervention liked it better after the intervention. Systematic education on the wholesomeness of fish and increased variety of fish dishes are essential to encourage increased fish consumption among young people.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Viðhorf og fiskneysla ungs fólks: Bætt ímynd sjávarafurða

Útgefið:

01/01/2007

Höfundar:

Gunnþórunn Einarsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Emilía Martinsdóttir, Friðrik H. Jónsson, Inga Þórsdóttir, Fanney Þórsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóði í sjávarútvegi

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Viðhorf og fiskneysla ungs fólks: Bætt ímynd sjávarafurða

Verkefnið hafði það að markmiði að afla upplýsinga um viðhorf og fiskneyslu ungs fólks. Í skýrslunni er gerð grein fyrir niðurstöðum viðhorfs- og neyslukönnunar hjá fólki 17-26 ára og var gögnum safnað á tvennan hátt árið 2006. Upplýsingar frá Hagstofu Íslands sýndu að 61,5% fólks á þessum aldri voru í skóla og var könnunin lögð fyrir þann hóp í kennslustundum. Alls náðist í 800 framhaldsskólanema og 399 háskólanema. Úr 2300 manna tilviljunarúrtaki úr hópi vinnandi fólks (100% starfshlutfall) á aldrinum 17-26 ára frá Hagstofunni fengu 2252 spurningalistann sendan í pósti. Alls svöruðu 536 (24%) netkönnuninni. Samtals voru þetta 1735 svarendur af 2000 (86,7%) sem stefnt var að í upphafi. Spurningalistanum má skipta upp í tíu hluta. Í fyrsta hluta var spurt um viðhorf til heilsu og fæðuflokka. Í næsta hluta var spurt um fiskneyslu, neyslu fisktegunda, ýmissa matvæla og innkaup á fiski. Í þriðja hluta var spurt um smekk á mismunandi fiskréttum. Spurt var um hvað skipti mestu máli við innkaup á fiski í fjórða hluta. Í fimmta hluta var spurt um þætti sem hafa áhrif á fiskneyslu. Í sjötta hluta voru forsendur fiskneyslu metnar, þ.e. hvetjandi og letjandi þætti. Í þeim sjöunda var spurt um utanaðkomandi áhrifavalda á fiskneyslu. Í áttunda hluta var þekking á næringargildi og meðhöndlun fisks metin. Í níunda hluta var kannað hvaðan neytendur fá upplýsingar um fisk og það traust sem þeir bera til slíkra upplýsinga. Að lokum var spurt um bakgrunn viðmælenda. Spurningarnar voru greindar m.t.t. kyns, aldurs, menntunar, búsetu, fjölda barna yngri en 18 ára á heimili, hvort einstaklingarnir áttu börn eða ekki og heimilistekna. Að meðaltali borðar ungt fólk á aldrinum 17- 26 ára fisk sem aðalrétt 1,3 sinnum í viku eða um það bil fimm sinnum í mánuði sem er töluvert undir því sem ráðlagt er. Í ljós kom að matarvenjur í æsku hafa mótandi áhrif á fiskneyslu fólks og einnig búseta, annars vegar á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni sem og búseta í útlöndum á unga aldri. Fólk á aldrinum 17- 26 ár virðist hafa verið alið upp við fiskneyslu sem hefur veruleg áhrif á þeirra fiskneyslu. Einnig kom fram að sá hluti þessa fólks sem farið er að heiman borðar minnst af fiski. Þeir sem búa á landsbyggðinni hafa ekki fiskbúðir eða ferskfiskborð í matvörubúðunum í sínu byggðarlagi og hafa þar af leiðandi ekki úr jafn mörgum fiskréttum að velja í verslunum og borða frekar hefðbundnar fisktegundir og rétti. Fiskibollur, fiskur í raspi og soðinn fiskur, sem allt má telja fremur hefðbundna rétti virðist falla að smekk ákveðins hóps neytenda. Annar hópur er hrifnari af svo kölluðum földum fiski (létt sósa, þykk sósa, plokkfiskur og ofnréttir), og þriðji hópurinn kýs framandi rétti (mexíkóskt, suðrænt, indverskt og japanskt). Kynbundinn munur er þó nokkur í viðhorfum og svara karlmenn að þeir séu minna fyrir hollan mat, fisk, grænmeti, pastarétti en eru hins vegar meira fyrir kjöt og skyndibita en konur. Konur eru meira fyrir fisk og njóta matarins betur með fiski heldur en án hans. Þær eru samt almennt minna fyrir mat en finnst meira gaman að elda mat. Fjölskyldan er sterkur áhrifavaldur varðandi fiskneyslu, mest er leitað til hennar um upplýsingar og mest traust er borið til hennar. Svo virðist sem ungt fólk treysti vísindafólki til að gefa áreiðanlegar upplýsingar, en lítið er leitað til þeirra um upplýsingar. Upplýsingar sem ungt fólk fær koma að miklu leyti af netinu og öðrum miðlum. Þetta þarf vísindafólk að nýta sér í meira mæli við að koma upplýsingum á framfæri sem eiga erindi til almennings.

Skoða skýrslu
IS