Skýrslur

Overview on fish quality research – Impact of fish handling, processing, storage and logistics on fish quality deterioration

Útgefið:

01/11/2010

Höfundar:

Hélène L. Lauzon, Björn Margeirsson, Kolbrún Sveinsdóttir, María Guðjónsdóttir, Magnea G. Karlsdóttir, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

AVS R&D Fund of Ministry of Fisheries in Iceland, Technology Development Fund and EU IP Chill-on (contract FP6-016333-2)

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Overview on fish quality research – Impact of fish handling, processing, storage and logistics on fish quality deterioration

Stutt geymsluþol fisks er takmarkandi þáttur í útflutningi ferskra fiskafurða frá Íslandi. Fjallað er um upphafsgæði hráefnis, aðferðir við kælingu, vinnslu, pökkun og aðstæður við geymslu og flutning ásamt áhrifum allra þessara þátta á ferskleika og geymsluþol fiskafurða. Hitastigsstýring er mjög mikilvæg til að viðhalda gæðum fisks. Forkæling flaka í vinnslu hefur verið notuð til að lækka hitastig fyrir pökkun. Samt sem áður verður að gæta þess að tæknin við forkælingu stofni ekki örveruástandi vörunnar í hættu og verði þar með til að hún skemmist fyrr eftir pökkun. Samverkandi áhrif sem verða af ofurkælingu og loftskiptri pökkun (MAP) geta lengt ferskleikatímabil og geymsluþol fiskafurða verulega. Ennfremur eru pökkunaraðferðir skoðaðar þar á meðal nýjar umhverfisvænni pakkningar. Að lokum er rætt um áhrif flutningaleiða ferskra fiskafurða á lokagæði þeirra til neytenda á markaði. Skýrsla þessi veitir yfirsýn yfir rannsóknir Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins og Matís ohf síðastliðna þrjá áratugi á viðfangsefninu. Ennfremur er rætt um hvernig þessar niðurstöður geti nýst fiskiðnaðinum.

The limited shelf life of fresh fish products is a large hurdle for the export of fresh products from Iceland. The influence of raw material quality, cooling methods, processing, packaging and storage conditions on freshness and shelf life extension is discussed. Temperature control is important to maintain fish quality. Pre-cooling of fillets in process has been used to lower the temperature prior to packaging. However, the cooling technique applied should not compromise the microbiological quality of the product and render it vulnerable to faster spoilage postpackaging. Synergism of combined superchilling and modified atmosphere packaging (MAP) can lead to a considerable extension of the freshness period and shelf life of fish products. Further, alternative and environmentally-friendly packaging methods are considered. Finally, the impact of transportation mode of fresh fish products on their resulting quality is examined. This report provides an overview of the findings on fish research carried out at Matís (Icelandic Fisheries Laboratories) over the last three decades and further discusses their practicality for the fish processing industry.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Veiðar og vinnsla á lifandi og ferskum humri / Fishing and processing of live nephros for exportation

Útgefið:

01/12/2009

Höfundar:

Guðmundur Heiðar Gunnarsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Veiðar og vinnsla á lifandi og ferskum humri / Fishing and processing of live nephros for exportation

Um var að ræða tilraunaverkefni sem snéri að því að skilgreina aðstæður fyrir skilvirkan útflutning á lifandi humri. Verkefnið spannaði ferlið allt frá veiðum að markaðssetningu humars í Evrópu. Í verkefninu tókst að skilgreinda aðstæður til að koma lifandi humri frá Hornafirði á markað í Suður‐Evrópu. Sýnt var fram á að hægt er að veiða humar í troll til lifandi útflutnings ef tryggt er að nákvæm gæðaflokkum eigi sér stað um borð í veiðiskipinu. Skilgreindir voru verkferlar sem lágmörkuðu afföll við skammtímageymslu á humri í landi og við flutning á markað í Evrópu.  Samanburður við sambærilegar danskar rannsóknir sýndi að lifun var betri í ferlinum okkar eða 66% miðað við 53%. Þó voru hærri afföll vegna hnjasks við trollveiðar á íslensku skipunum en það var bætt upp með þrisvar sinnum hærri lifun við flutning í land og skammtímageymslu í landi (96 klst).   Sýnt var fram á að hægt var að halda humri lifandi án affalla í allt að 48 klst í flutningi á erlendan markað. Reiknað var með að humar þyrfti að lifa í a.m.k. 37 klst. í flutningi til að ná til neytanda í Evrópu. Verð á erlendum mörkuðum var í samræmi við það sem markaðsgreiningar bentu til. Í verkefninu hefur því verið skilgreindur verkferill sem hægt er að byggja á til að hefja sölu á lifandi humri á markaði í Suður‐Evrópu. Þó er nauðsynlegt að ná valdi á gildruveiðum á leturhumri til að auka lifun enn frekar og minnka tímafreka flokkunarvinnu í ferlinu.

This research project was initiated to define conditions for optimized export procedure for Icelandic live nephrops. The project was based on holistic approach spanning the progress from catching nephrops to marketing of the live product in Europe. We were able to define conditions allowing for live export nephrops from Hornafjordur to Europe. We showed that it is possible to export live trawl fished nephrops but only after rigorous quality assessment.   We defined workflow allowing for high survival rate of live nephrops during transportation and storage prior to exporting. Comparison with similar Danish project revealed that our setup allowed for higher survival rate or 66% compared to 53%. The survival rate after Icelandic trawl catching was lower than after Danish trawl catching.  Survival rate during transportation and short time storage (96 hours) was three times higher in our setup.  It was possible to keep nephrops alive for 48 hours in the export packaging, while it was assumed that such export would typically take up to 37 hours.   Prices obtained in the pilot marketing tests were in the price range expected based on our marketing analysis. We have therefore defined a procedure suitable for initiating commercial export of live nephrops to Europe. However it is critical to build up capacity for creeling of nephrops in Icelandic waters to ensure higher survival rates and longer storage time of the live products. This would also reduce the extensive quality assessment needed if the nephrops is trawled.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Bættir vinnsluferlar loðnuhrogna / Improved processing of capelin roes

Útgefið:

01/06/2009

Höfundar:

Margeir Gissurarson, Ragnheiður Sveinþórsdóttir, Þorgrímur Kjartansson, Sigurjón Arason, Guðjón Þorkelsson, Sindri Sigurðsson, Jón Helgason, Björn Brimar Hákonarson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður sjávarútvegsins

Tengiliður

Margeir Gissurarson

Stefnumótandi sérfræðingur

margeir.gissurarson@matis.is

Bættir vinnsluferlar loðnuhrogna / Improved processing of capelin roes

Vinnsla loðnuhrogna er að mestu byggð á rannsóknum og þróun sem átti sér stað á árunum 1972 til 1982. Veikleiki vinnsluferilsins hefur legið í þurrkun á hrognunum, þar sem hrogn eru látin standa í kerum í allt að 20 klukkustundir þar sem umframvatn er látið leka af þeim.  Þurrkaðferðin rífur samfellu vinnslunnar, er kostnaðarsöm og eykur hættu á örveruvexti í afurð. Í skýrslunni er fjallað um áhrif vinnsluþátta á efna‐  og eðlisfræðilega eiginleika loðnuhrogna, auk þess sem skýrt er frá niðurstöðum tilrauna með samfellda þurrkun við vinnslu loðnuhrogna.

Current processing technique of Capelin roes is based on research and development carried out in 1972 to 1982. The weakness of the current process is the drying procedure where the roes are allowed to stand for up to 20 hours while excess water drains off to desirable level. This drying process disturbs the continuity of the process, is costly and increases the risk of bacteria growth. This report discusses the influence of various processing steps on the physical and chemical composition of the Capelin roes and results from experiments with continuous drying procedures in the processing of Capelin roes.

Skýrsla lokuð til 01.07.2011

Skoða skýrslu

Skýrslur

Vinnsla og gæðastýring á eldisþorski / Processing and quality control of farmed cod

Útgefið:

01/04/2009

Höfundar:

Kristín Anna Þórarinsdóttir, Valur Norðri Gunnlaugsson, Guðrún Anna Finnbogadóttir, Kristján Jóakimsson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS R26-06 / AVS R&D Fund of Ministry of Fisheries in Iceland

Tengiliður

Valur Norðri Gunnlaugsson

Fagstjóri

valur.n.gunnlaugsson@matis.is

Vinnsla og gæðastýring á eldisþorski / Processing and quality control of farmed cod

Skýrslan er samantekt á niðurstöðum í verkefninu „”Vinnsla og gæðastýring á eldisþorski” sem unnið var í samstarfi HG og Matís. Leitað var leiða til að þróa hefðbundnar aðferðir við framleiðslu ferskra, frystra og léttsaltaðra afurða til að þær nýttust fyrir eldisfisk. Markmiðið með verkefninu var að afurðir úr eldisþorski gæfu verðmætar og fjölbreyttar afurðir sem uppfylltu gæðakröfur markaðarins. Vinnsla á eldisþorski verður að fara fram fyrir dauðastirðnun. Að öðrum kosti er hætta á því að losmyndun verði það mikil að afurðir verði í versta falli ósöluhæfar. Kældar og lausfrystar afurðir eru að sambærilegum gæðum og afurðir unnar úr villtum þorski. Eiginleikar eru þó ekki þeir sömu og kemur það meðal annars fram í bragði og áferðaeiginleikum. Villtur þorskur er meyrari og gjarnan safaríkari en eldisþorskur hefur kjötkenndari og stamari áferð og er sætari á bragðið. Vinnsla fyrir dauðastirðnun gerir það að verkum að ekki er hægt að nota hefðbundna söltunarferla fyrir eldisfisk. Við léttsöltun er hægt að beita aðferðum eins og sprautun og lengja pæklunartíma til að draga úr neikvæðum áhrifum dauðastirðnunar á upptöku við hefðbundna verkunarferla. Aðstæðum við söltun og hitastigi þarf að stýra mjög vel til að lágmarka hættu á örveruvexti þar sem unnið er við mjög lágan saltstyrk við framleiðslu léttsaltaðra (2% salt) afurða.

This report summarizes the results from the project „Processing and quality control of farmed cod“ where processing and salting methods for farmed cod were developed in co-operation of HG (HradfrystihusidGunnvor Ltd) and Matís ohf. The main difference in processing of farmed and wild cod is that farmed cod has to be processed before rigor mortis. Otherwise there is a high risk of gaping and quality defects in products that are not accepted by markets. Chilled and IQF products processed from pre-rigor farmed cod were of similar quality as products from wild cod. However, farmed cod products have different properties, they have a sweeter taste and more „meaty“ and firmer texture than products from wild cod which are softer and juicier. Processing of farmed cod before rigor retards weight increase and salt uptake during light salting. The effects of rigor can be reduced be using brine injection and increasing brining time from traditional processed for farmed cod. Salting conditions and temperature must be carefully controlled during the process to avoid microbial growth at the low salt levels used in production of light salted (2% NaCl) products.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Veiðar, flokkun, vinnsla og markaðir fyrir makríl veiddan af uppsjávarskipum; þarfagreining og vinnsluferlar / Fishing, grading, pre-processing, processing and marketing of mackerel products catches by pelagic vessels; requirements analysis and manufacturing processing

Útgefið:

01/09/2008

Höfundar:

Ragnheiður Sveinþórsdóttir

Styrkt af:

AVS

Veiðar, flokkun, vinnsla og markaðir fyrir makríl veiddan af uppsjávarskipum; þarfagreining og vinnsluferlar / Fishing, grading, pre-processing, processing and marketing of mackerel products catches by pelagic vessels; requirements analysis and manufacturing processing

Markmiðið með þessu verkefni er að kanna veiðar uppsjávarfiskiskipa á makríl á Íslandsmiðum, gera formmælingar, koma með lausnir hvernig flokka megi makrílinn frá öðrum fiski um borð og hvernig vinnslu skuli háttað í frystiskipum. Greindur verður tækjakostur sem nauðsynlegur er við vinnsluna, einnig verða markaðir kannaðir fyrir makríl veiddan á Íslandsmiðum eftir árstímum. Í þessum hluta var gerð þarfagreining á hvað þarf til að vinna makríl um borð í skipum sem veiða hann yfir sumartímann á Íslandsmiðum. Einnig voru vinnsluferlar á tveimur frystiskipum skráðir.

The objective of this project is to examine mackerel fishing on Icelandic fishing grounds, perform geometrical measurements, find the best solution for grading the mackerel by size and species on board and how to process it in freezer vessels. Analyze what kind of technology is necessary. Moreover, to examine the markets for mackerel caught on Icelandic fishing ground during the summer. In this part requirements analysis was carried out about what is needed to process mackerel on board vessels caught during summertime on Icelandic fishing grounds. Furthermore, manufacturing processing methods aboard two freezer vessels were documented.

Skoða skýrslu
IS