Skýrslur

Bættir vinnsluferlar loðnuhrogna / Improved processing of capelin roes

Útgefið:

01/06/2009

Höfundar:

Margeir Gissurarson, Ragnheiður Sveinþórsdóttir, Þorgrímur Kjartansson, Sigurjón Arason, Guðjón Þorkelsson, Sindri Sigurðsson, Jón Helgason, Björn Brimar Hákonarson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður sjávarútvegsins

Tengiliður

Margeir Gissurarson

Stefnumótandi sérfræðingur

margeir.gissurarson@matis.is

Bættir vinnsluferlar loðnuhrogna / Improved processing of capelin roes

Vinnsla loðnuhrogna er að mestu byggð á rannsóknum og þróun sem átti sér stað á árunum 1972 til 1982. Veikleiki vinnsluferilsins hefur legið í þurrkun á hrognunum, þar sem hrogn eru látin standa í kerum í allt að 20 klukkustundir þar sem umframvatn er látið leka af þeim.  Þurrkaðferðin rífur samfellu vinnslunnar, er kostnaðarsöm og eykur hættu á örveruvexti í afurð. Í skýrslunni er fjallað um áhrif vinnsluþátta á efna‐  og eðlisfræðilega eiginleika loðnuhrogna, auk þess sem skýrt er frá niðurstöðum tilrauna með samfellda þurrkun við vinnslu loðnuhrogna.

Current processing technique of Capelin roes is based on research and development carried out in 1972 to 1982. The weakness of the current process is the drying procedure where the roes are allowed to stand for up to 20 hours while excess water drains off to desirable level. This drying process disturbs the continuity of the process, is costly and increases the risk of bacteria growth. This report discusses the influence of various processing steps on the physical and chemical composition of the Capelin roes and results from experiments with continuous drying procedures in the processing of Capelin roes.

Skýrsla lokuð til 01.07.2011

Skoða skýrslu