Skýrslur

Drying and storing of harvested grain – A Review of Methods / Þurrkun og geymsla á korni

Útgefið:

01/04/2018

Höfundar:

Ólafur Reykdal

Styrkt af:

Northern Periphery and Arctic Programme

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Drying and storing of harvested grain – A Review of Methods / Þurrkun og geymsla á korni

Á norðurslóðum er korn að öllu jöfnu skorið það rakt að það skemmist fljótt ef það er ekki þurrkað eða votverkað í fóður. Þurrkun korns er kostnaðarsöm og því þarf að vanda val á tækjabúnaði og orkugjöfum. Mælt er með notkun jarðhita þar sem þess er kostur enda ætti jarðhiti að vera ódýrasti orkugjafinn. Blandaðar lausnir geta reynst vel, t.d. jarðhiti og dísilolía. Landbúnaðurinn þarf að stefna að aukinni sjálfbærni og þá eru jarðhiti og rafmagn góðir kostir. Sumir myglusveppir á akri eða í geymslum geta myndað mýkótoxín (sveppaeiturefni) við rök og hlý skilyrði. Mýkótoxín geta skaðað heilsu fólks og búfjár. Hætta á mýkótoxínmyndum er í lágmarki á köldum norðlægum slóðum. Samt sem áður er nauðsynlegt að fylgjast með gæðum korns í geymslum og vakta mögulega myndun mýkótoxína. Þessi skýrsla gefur yfirlit um þurrkunaraðferðir, orkugjafa og öryggi korns og er grundvöllur ráðgjafar og athuguna á kornþurrkun.

In the Northern Periphery Region, grains are usually harvested at moisture contents too high for safe storage. Therefore the grain should be dried (or wet processed) as soon as possible. The drying process is expensive and the selection of equipment and fuel should be studied carefully. Where available, the use of geothermal water is recommended. In Iceland, geothermal energy has been found to be the cheapest energy source for grain drying. The use of mixed solutions, e.g. geothermal energy and diesel, is possible. Grain producers should aim at increased sustainability. Excellent solutions are geothermal energy and electricity. Mould in the field or in stores can produce mycotoxins under humid conditions and quite high temperature. Mycotoxins can harm the health of humans and animals. The existence of mycotoxins in grain grown under the cool conditions of northern regions is likely to be minimal but the situation should be studied and monitored. This report reviews grain drying methods, possible energy sources, safety aspects and is the basis for guidelines and case studies.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Verðmætamyndandi tækni – Þurrkun uppsjávarfisks / Value adding technique – Drying of pelagic fish

Útgefið:

13/12/2017

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson, Cyprian Ogombe Odoli, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS Rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Verðmætamyndandi tækni – Þurrkun uppsjávarfisks / Value adding technique – Drying of pelagic fish

Markmið verkefnisins var að bæta vinnsluferli og gæði og öryggi þurrkaðrar sardínu sem framleidd er í Kenía. Eins að skoða nýjar afurðir eins og þurrkaða loðnu frá Íslandi til mögulegs útflutnings til Kenía. Niðurstöður sýndu að hægt væri að tryggja gæði þurrkaðra afurða eins og loðnu hér á Íslandi. Við inniþurrkun er hægt að stýra aðstæðum, eins og hitastigi og hindra þannig afmyndun próteina og þránun fitu. Niðurstöður sýndu einnig að sardína sem var útiþurrkuð í Kenía við hærra hitastig samanborið við inniþurrkun, hafði lakari gæði, þar sem afmyndun próteina átti sér stað ásamt þránun. Hins vegar sýndu markaðskannanir í Kenía að ákveðinn hópur neytenda líkaði vel við inniþurrkaða loðnu frá Íslandi og voru tilbúnir til að kaupa vöruna.

The objective of the project was to improve the process and quality and safety of dried sardines produced in Kenya. As well as introduce new products from Iceland like dried capelins a possible export to Kenya. Results showed that it was possible to control the quality of dried products like capelin in Iceland. By indoor drying, the conditions can be controlled, like temperature and providing denaturation of proteins and oxidation of fat. Results showed also that sardines dried in open air in Kenya with higher temperature compared with indoor drying, had lower quality, were denaturation of proteins and oxidation of fat occurred. Market research indicated that certain social groups of consumers in Kenya liked indoor drying capelin from Iceland, and were willing to by such product.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Vöruþróun á þurrkuðu fiskroði til manneldis / Product development of dried fish skin for human consumption

Útgefið:

01/11/2014

Höfundar:

Jón Trausti Kárason, Ragnheiður Sveinþórsdóttir

Styrkt af:

AVS (V 018-12)

Vöruþróun á þurrkuðu fiskroði til manneldis / Product development of dried fish skin for human consumption

Markmiðið með þessu verkefni var að stuðla að aukinni nýtingu hráefna frá bolfiskvinnslum með því að þróa matvöru úr verðlitlu eða verðlausu fiskroði. Gerð var viðskiptaáætlun fyrir þurrkað/bakað þorskroð sem selt yrði í matvörubúðum fyrir Íslendinga og einnig sem matarminjagripur fyrir ferðamenn. Þróuð var uppskrift og aðferð til að hægt væri að neyta þorskroðs sem nasl eða snakk svipað og Íslendingar neyta harðfisks. Gerðar voru bragðprófanir á roðinu og framkvæmd neytendakönnun. Niðurstaðan var að lokavara verkefnisins væri spennandi vara sem myndi höfða til fólks en þegar hennar væri neytt væri hún frekar þurr og óspennandi. Auk þess reyndist geymsluþol stutt.

The aim of this project was to increase the usage of raw materials from fish prosessing plants through the development of low price or worthless fish skin. A business plan was made for dried/baked fish skin to be sold in supermarkets in Iceland but also for fish skin as food souvenirs. A recipe was developed with a method to make it possible to consume dried fish skin as a snack like Icelandic people like to eat dried fish. The taste was tested and also how this product appeal to people. The result of the project was the final product was an exciting but when people tasted it they thougt it was rather dry an uninteresting. Furthermore the shelf life was short for this type of product.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Bættur vinnsluferill þurrkaðra fiskpróteina / Improved processing of dry fish proteins

Útgefið:

01/05/2014

Höfundar:

Margrét Geirsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir

Styrkt af:

AVS Nr. V 11 038‐11

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Bættur vinnsluferill þurrkaðra fiskpróteina / Improved processing of dry fish proteins

Markmið verkefnisins var að bæta framleiðsluferil sprotafyrirtækisins Iceprotein. Hjá Iceprotein hefur verið unnið að nýtingu vannýttra próteina úr fiski með ágætum árangri. Hins vegar er nauðsynlegt að bæta gæði þurrkaðra afurða.   Tilgangur þessa verkefnis var að bæta úr því og tryggja þar með áframhaldandi þróun þessa mikilvæga vaxtabrodds í Skagafirði.

The aim of the project was to improve the processing of dry fish proteins at the company Iceprotein. Iceprotein is a development company that utilizes cut‐offs from fish processing for production of value added protein products.   With this project, the aim was to improve their production and thereby strengthening this frontline company in use of fish by‐ products.

Skoða skýrslu

Skýrslur

The effects of pre‐salting methods on salt and water distribution of heavily salted cod, as analyzed by 1H and 23Na MRI, 23Na NMR, low‐field NMR and physicochemical analysis / Áhrif forsöltunaraðferða á salt‐ og vatnsdreifingu fullsaltaðra þorsk afurða, greint með 1H og 23Na MRI, 23Na NMR, lágsviðs NMR og eðliseiginleika mælingum

Útgefið:

31/03/2014

Höfundar:

María Guðjónsdóttir, Ásbjörn Jónsson, Magnea G. Karlsdóttir, Sigurjón Arason, Amidou Traoré

Styrkt af:

AVS Rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R45‐12)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

The effects of pre‐salting methods on salt and water distribution of heavily salted cod, as analyzed by 1H and 23Na MRI, 23Na NMR,   low‐field NMR and physicochemical analysis / Áhrif forsöltunaraðferða á salt‐ og vatnsdreifingu fullsaltaðra þorsk afurða, greint með 1H og 23Na MRI, 23Na NMR, lágsviðs NMR og eðliseiginleika mælingum

Áhrif mismunandi forsöltunaraðferða (sprautusöltun með eða án fosfats, pæklun og pækilsöltun) á vatns‐  og saltdreifingu í þurrsöltuðum þorskflökum (Gadus morhua) var rannsökuð með róteinda og natríum NMR og MRI aðferðum. Auk þessa var salt‐ og vatnsinnihald metið, sem og vatnsheldni.   Niðurstöðurnar bentu til þess að tvísprautun með salti og fosfati gæfi af sér ójafnari vatnsdreifingu í flökunum samanborið við aðrar forsöltunaraðferðir. Aftur á móti voru pækilsöltuð flök með minnstu einsleitnina hvað varðar saltdreifingu. Flök frá öllum sýnahópum höfðu bletti með ómettuðum pækli, en slíkir blettir geta aukið hættuna á örveruskemmdum í flökunum við geymslu. Áhrif forsöltunaraðferðanna helst í gegnum allan vinnsluferilinn á bæði fullsöltuðum og þurkuðum afurðum.   Þar sem einsleit vatns‐  og saltdreifing náðist ekki með þeim forsöltunaraðferðum sem voru rannsakaðar, er þörf á frekari rannsóknum á söltunarferlinu.

The effect of different pre‐salting methods (brine injection with salt with/without polyphosphates, brining and pickling) on the water and salt distribution in dry salted Atlantic cod (Gadus morhua) fillets was studied with proton and sodium NMR and MRI methods, supported by physicochemical analysis of salt and water content as well as water holding capacity. The study indicated that double head brine injection with salt and phosphates lead to the least heterogeneous water distribution, while pickle salting had the least heterogeneous salt distribution. Fillets from all treatments contained spots with unsaturated brine, increasing the risk of microbial denaturation of the fillets during storage. Effects from the pre‐salting treatments remained throughout the processing line to both dry salted and dried products. Since a homogeneous water and salt distribution was not achieved with the studied pre‐ salting methods, further optimizations of the salting process, including the pre‐ salting and dry salting steps, must be made in the future.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Notkun rafmagns við þurrkun fiskmjöls / Electric drying of fish meal

Útgefið:

01/01/2013

Höfundar:

Magnús Valgeir Gíslason, Gunnar Pálsson, Björn Margeirsson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R10 084‐10)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Notkun rafmagns við þurrkun fiskmjöls / Electric drying of fish meal

Fiskmjölsiðnaðurinn er mikilvæg atvinnugrein og hefur verið að tæknivæðast mikið á síðustu árum. Það er notuð mikil orka við framleiðslu afurða. Til þess að ná betri tökum á orkunýtingu í ferlinum er sett upp orku‐ og massastreymislíkan fyrir vinnslu á mismunandi hráefni og samtímis fæst betri yfirsýn yfir vinnslurásina. Líkanið stuðlar einnig að því að auðveldara er að hafa áhrif á gæði fiskmjölsafurða, með ferlastýringu. Megin markmið með verkefninu er að stýra orkunotkun í vinnsluferlinum og þá sérstaklega við þurrkun og þróa rafþurrkunar‐ búnað fyrir loftþurrkara. Þurrkunin er síðasta vinnslustigið í rásinni og glatorkan frá þurrkun er síðan notuð framar í rásinni.    Markmið verkefnisins er að nýta rafmagn til að hita loft fyrir þurrkun á fiskmjöli á hagkvæman hátt. Með því móti væri mögulegt að ná því markmiði sjávarútvegsins að nýta eingöngu innlenda orku við framleiðslu fiskmjöls, draga verulega úr innflutningi á olíu til landvinnslu og draga töluvert úr myndun sótspors. Mælingar í framleiðsluferli voru framkvæmdar fyrir fjórar gerðir af hráefnum, til að meta efnisstrauma í gegnum verksmiðjuna. Þrýstifall yfir olíukyndingarbúnað var mælt og er mun meira samanborið við rafhitunarbúnað. Rafhitunarbúnaðurinn hefur reynst vel í fiskmjölsverksmiðju HB Granda Vopnafirði, hvað varðar orkugjafa, orkunýtingu, stýringu og viðhald.

The fish meal industry is an important sector and has applied technology in recent years. Fish meal processing is an energy intensive process. For better control of energy utilization in the process energy‐ and mass flow model was set up for processing different raw material, and simultaneously a better overview for the process. The model is a good tool to have influence on the quality of the fish meal products. The main aim of the project was to control energy usage specially for the drying and to develop electric air heating equipment. The drying is the last step in the process and waste heat is utilized on previous stages in the process. The aim of the project is to utilize electricity to heat air for drying of fish meal in an cost effective way. By contrast it would be possible to reach the goal for the Icelandic marine sector to utilize exclusively domestic renewable energy for fish meal processing, reduce imports of oil for shore processing and reduce carbon footprint. Measurements in the process were carried out for four kinds of raw material, for evaluation of mass flow through the process. Pressure drop over the oil air heating equipment was measured higher than for an electric air heater. It has turned out that the electric air heater has proved its worth in HB Grandi fish meal factory in Vopnafjordur, in terms of energy source, energy utilization, controlling and maintenance.  

Skoða skýrslu

Skýrslur

Þurrkun á síldarflökum / Drying of herring fillets

Útgefið:

01/04/2012

Höfundar:

Vigfús Ásbjörnsson, Guðjón Þorkelsson, Loftur Þórarinsson, Arnljótur Bjarki Bergsson, Aðalheiður Ólafsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Guðjón Þorkelsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudjon.thorkelsson@matis.is

Þurrkun á síldarflökum / Drying of herring fillets

Markmið verkefnisins er að skapa virðisaukningu með fullvinnslu á síldarafurðum á Íslandi með því að rannsaka verkferla á þurrkaðri síld til manneldis á erlenda markaði. Rannsakaðir voru markaðir á þurrkaðri síld í Japan og vinnsluaðferðir. Tilraun var gerð með framleiðsluferil sem miðar að því að stytta verkferla í aldagamalli Japanskri þurrkunaraðferð sem kallast Migaki verkun á síld (loftþurrkun).

The projects goal is to create increased value through processing of herring products in Iceland by analyzing production methods of dried herring for human consumption in foreign markets. Analyses where performed on dried herring markets in Japan as well as production methods. Experiment was performed that aims to shorten the procedures of an ancient Japanese method of drying herring known as the Migaki method, (air drying).

Skoða skýrslu

Skýrslur

Áhrif þurrkaðferða á eiginleika sölva / Influence of drying methods on the properties of dulse

Útgefið:

01/06/2011

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Irek Klonowski

Styrkt af:

AVS

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Áhrif þurrkaðferða á eiginleika sölva / Influence of drying methods on the properties of dulse

Þekking á breytum sem stýra gæðum og eiginleikum þurrkaðra sölva (Palmaria palmata) er tiltölulega lítil og á fárra vitorði. Ef auka á nýtingu og breikka notkunarmöguleika á sölvum er mikilvægt er að rannsaka nánar þessar breytur og skjalfesta þær. Þessi skýrsla greinir frá niðurstöðum tilrauna sem höfðu það að meginmarkmiði að bera saman áhrif þriggja ólíkra þurrkaðferða á næringargildi og eðliseiginleika þurrkaðra sölva. Þurrkunaraðferðirnar sem voru bornar saman voru sólþurrkun, ofnþurrkun og frostþurrkun auk þess að áhrif verkunar á sólþurrkuðu sölin voru metin. Sambærilegar breytingar mældust á næringarefnum eftir þurrkaðferð. Helsti munur m.t.t. þurrkaðferða greindist í magni C-vítamíns. Þá var sjáanlegur munur á lit og áferð. Bragðeiginleikar voru ekki mældir en talið er að einhvern mun sé þar að finna. Þrátt fyrir að niðurstöðurnar hafi gefið ákveðin svör þá vöknuðu margar spurningar við túlkun á þeim. Þörf er því talin á því að afla meiri þekkingar á eiginleikum sölva og samspili þeirra við mismunandi vinnsluþætti.

The influence of three different drying methods on selected nutritional and physiochemical properties of dulse were compared; sun drying, oven drying and freeze drying. Similar influence was found on nutritional components. The main difference was found on C-vitamin retention. Difference was found as well in colour and texture. Flavour characteristics were not analysed, however some differences are expected. Despite giving some answers, the results raised many questions on their interpretation. There is a need for extended knowledge on the properties of dulse and their interplay with different processing parameters.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Vinnsla á þurrkuðum sölvum til manneldis. Gæðaþættir og gæðaviðmið / Processing of dried dulse for consumption. Quality parameters and requirements.

Útgefið:

01/06/2011

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Karl Gunnarsson

Styrkt af:

AVS

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Vinnsla á þurrkuðum sölvum til manneldis. Gæðaþættir og gæðaviðmið / Processing of dried dulse for consumption. Quality parameters and requirements.

Að mörgu þarf að huga þegar skal afla og vinna söl og aðra þörunga til manneldis. Mismunandi kröfur og viðmið eru meðal vinnsluaðila, kaupenda og neytenda varðandi hvernig söl eiga að vera og hver æskileg gæði þeirra eru. Í þessari skýrslu er upplýsingum safnað saman um opinberar kröfur og þekkt viðmið um vinnslu á þurrkuðum sölvum til manneldis sem vinnsluaðilar og kaupendur geta nýtt sér til að setja vöru- og gæðaviðmið fyrir þessar vörur. Þrátt fyrir að um hefðbundna vöru sé að ræða er enn mikið verk óunnið til að öðlast fullnægjandi þekkingu á mörgum þáttum í framleiðslu á þurrkuðum sölvum og hvernig best er að stýra þeim (s.s. varðandi geymslu á fersku hráefni). Leiðbeiningar um vinnslu á þurrkuðum sölvum munu því halda áfram að þróast og breytast eftir því sem þekkingu fleygir fram.

Many things need to be considered when collecting and processing dulse and other seaweed for human consumption. Requirements on how dried dulse should be and their required quality, vary between buyers and consumers. Information was collected on official requirements and known paradigms on the processing of dried dulse. Despite being a traditional product, extended knowledge on the influence of different processing parameters on the properties of dried dulse and how they can be controlled, is needed. Instructions on processing of dried dulse will therefore continue to develop as knowledge on the matter extends.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Bættir vinnsluferlar loðnuhrogna / Improved processing of capelin roes

Útgefið:

01/06/2009

Höfundar:

Margeir Gissurarson, Ragnheiður Sveinþórsdóttir, Þorgrímur Kjartansson, Sigurjón Arason, Guðjón Þorkelsson, Sindri Sigurðsson, Jón Helgason, Björn Brimar Hákonarson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður sjávarútvegsins

Tengiliður

Margeir Gissurarson

Stefnumótandi sérfræðingur

margeir.gissurarson@matis.is

Bættir vinnsluferlar loðnuhrogna / Improved processing of capelin roes

Vinnsla loðnuhrogna er að mestu byggð á rannsóknum og þróun sem átti sér stað á árunum 1972 til 1982. Veikleiki vinnsluferilsins hefur legið í þurrkun á hrognunum, þar sem hrogn eru látin standa í kerum í allt að 20 klukkustundir þar sem umframvatn er látið leka af þeim.  Þurrkaðferðin rífur samfellu vinnslunnar, er kostnaðarsöm og eykur hættu á örveruvexti í afurð. Í skýrslunni er fjallað um áhrif vinnsluþátta á efna‐  og eðlisfræðilega eiginleika loðnuhrogna, auk þess sem skýrt er frá niðurstöðum tilrauna með samfellda þurrkun við vinnslu loðnuhrogna.

Current processing technique of Capelin roes is based on research and development carried out in 1972 to 1982. The weakness of the current process is the drying procedure where the roes are allowed to stand for up to 20 hours while excess water drains off to desirable level. This drying process disturbs the continuity of the process, is costly and increases the risk of bacteria growth. This report discusses the influence of various processing steps on the physical and chemical composition of the Capelin roes and results from experiments with continuous drying procedures in the processing of Capelin roes.

Skýrsla lokuð til 01.07.2011

Skoða skýrslu
IS