Skýrslur

Verðmætamyndandi tækni – Þurrkun uppsjávarfisks / Value adding technique – Drying of pelagic fish

Útgefið:

13/12/2017

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson, Cyprian Ogombe Odoli, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS Rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Verðmætamyndandi tækni – Þurrkun uppsjávarfisks / Value adding technique – Drying of pelagic fish

Markmið verkefnisins var að bæta vinnsluferli og gæði og öryggi þurrkaðrar sardínu sem framleidd er í Kenía. Eins að skoða nýjar afurðir eins og þurrkaða loðnu frá Íslandi til mögulegs útflutnings til Kenía. Niðurstöður sýndu að hægt væri að tryggja gæði þurrkaðra afurða eins og loðnu hér á Íslandi. Við inniþurrkun er hægt að stýra aðstæðum, eins og hitastigi og hindra þannig afmyndun próteina og þránun fitu. Niðurstöður sýndu einnig að sardína sem var útiþurrkuð í Kenía við hærra hitastig samanborið við inniþurrkun, hafði lakari gæði, þar sem afmyndun próteina átti sér stað ásamt þránun. Hins vegar sýndu markaðskannanir í Kenía að ákveðinn hópur neytenda líkaði vel við inniþurrkaða loðnu frá Íslandi og voru tilbúnir til að kaupa vöruna.

The objective of the project was to improve the process and quality and safety of dried sardines produced in Kenya. As well as introduce new products from Iceland like dried capelins a possible export to Kenya. Results showed that it was possible to control the quality of dried products like capelin in Iceland. By indoor drying, the conditions can be controlled, like temperature and providing denaturation of proteins and oxidation of fat. Results showed also that sardines dried in open air in Kenya with higher temperature compared with indoor drying, had lower quality, were denaturation of proteins and oxidation of fat occurred. Market research indicated that certain social groups of consumers in Kenya liked indoor drying capelin from Iceland, and were willing to by such product.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Rannsókn á algengi Salmonella og Campylobacter í íslenskum kjúklingaafurðum á neytendamarkaði

Útgefið:

01/09/2013

Höfundar:

Eyjólfur Reynisson, Viggó Þór Marteinsson, Franklín Georgsson

Styrkt af:

Matís, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

Tengiliður

Viggó Marteinsson

Fagstjóri

viggo@matis.is

Rannsókn á algengi Salmonella og Campylobacter í íslenskum kjúklingaafurðum á neytendamarkaði 

Með upptöku megin hluta af matvælareglum og matvælalöggjöf ESB (178/2002 og 102/2010) er ljóst að innflutningur á ferskum kjötafurðum til Íslands gæti orðið að raunveruleika, en hingað til hafa stjórnvöld lagt algert bann á slíkan innflutning.  Í þessu samnengi er þörf á að afla gagna um öryggi íslenskra afurða á markaði með tilliti til örverumengunar. Yfirgripsmikil gögn eru til um tíðni Salmonella og Campylobacter í kjúklingaeldi á Íslandi og við slátrun undanfarinna ára en vöntun hefur verið á upplýsingum um stöðu mála á neytendamarkaði.    Markmið þessarar rannsóknar var því að kanna tíðni þessara sýkla í íslenskum ferskum kjúklingaafurðum á markaði. Í heildina voru 537 sýni tekin yfir 12 mánaða tímabil frá Maí 2012 til Apríl 2013 frá þrem stærstu framleiðendum landsins. Teknar voru til rannsóknar 183 pakkningar af heilum kjúklingum, 177 pakkningar af bringum og 177 pakkningar af vængjum.    Öll sýnin í rannsókninni reyndust neikvæð bæði fyrir Salmonella og Campylobacter.  Því er ljóst að staða þessara mála er mjög góð hér á landi og jafngóð eða betri en gengur og gerist í öðrum ríkjum.

With the adoption of the main parts of the EU food legislation (178/2002 and 102/2010) it is evident that import of fresh meat and poultry could be possible even though at present it is still prohibited by the Icelandic government. In this respect it is advisable to keep data on the safety of Icelandic products already on the market for current reference.   Extensive data are available of the frequency of Salmonella and Campylobacter at the breeding and slaughtering steps in the poultry supply chain in Iceland but no systematic data collection has been done at the retail level in recent years.    The aim of this study was therefore to estimate the frequency of contamination of the above mentioned pathogens in consumer packs of Icelandic poultry production. A total of 537 samples were collected in a 12 month period from May 2012 to April 2013 from the three largest domestic producers.  Total of 183 packs of whole chicken were analysed, 177 packs of fillets and 177 packs of wing cuts. All samples measured negative both for Salmonella and Campylobacter.    It is therefore confirmed that the monitoring scheme and intervention policy in Icelandic poultry production is effective and that the status of contamination of these pathogens in fresh retail poultry packs is as good as, or better than in other EU states.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Humarsoð Kokksins vöruþróun og markaðssetning / Lobster Bisque from the Chef – development and marketing

Útgefið:

01/01/2013

Höfundar:

Vigfús Ásbjörnsson, Jón Sölvi Ólafsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Humarsoð Kokksins vöruþróun og markaðssetning / Lobster Bisque from the Chef – development and marketing

Tilgangur verkefnisins var að hefja markaðsókn bæði á innlenda og erlenda markaði á Humarsoði Kokksins. Framkvæmd var markaðsrannsókn bæði á innanlandsmarkaði og á erlendum mörkuðum. Viðskiptasambönd voru búin til inná erlenda markaði auk þess sem farið var út í mikla vöruhönnun á afurðinni sem nýtist bæði innanlands og á erlendum mörkuðum. Varan var gerð tilbúin fyrir erlenda markaði þannig að hægt sé að senda vörur út með litlum fyrirvara. Gerð var tillaga um hvernig best sé að haga framleiðslunni og gera afurðina hagkvæmari í framleiðslu auk þess sem öflug markaðsherferð var sett í gang sem skilaði 30% söluaukningu strax í upphafi herferðarinnar.

The purpose of the project was to initiate target attendance in both domestic and overseas market for the Lobster Bisque from the chef. A market research vas performed both in domestic and foreign markets. Business relationships were developed onto foreign markets as well as the product was taken into a major product design process which can be used both on domestic as well as foreign markets in order to make the product ready to be sent out to foreign markets in the future. It was proposed how the best in practice production for the product could look like in order to make the production more efficient. In the end a power full marketing process was lunched which generated 30% increase in sale for the domestic market.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Íslenskur barnamatur – markaður og opinberar kröfur

Útgefið:

01/04/2011

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Rakel Eva Sævarsdóttir, Gunnþórunn Einarsdóttir, Guðjón Þorkelsson, Aðalheiður Ólafsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir

Styrkt af:

Framleiðnisjóður landbúnaðarins

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Íslenskur barnamatur – markaður og opinberar kröfur

Með barnamat er átt við mat sem er sérstaklega ætlaður ungabörnum og smábörnum að undanskildum mjólkurblöndum sem koma eiga í stað móðurmjólkur. Að mörgu er að huga áður en hafist er handa við framleiðslu á barnamat. Smábörn og ungabörn eru mun viðkvæmari á allan hátt en fullorðnir. Miklar kröfur eru því gerðar um örugga framleiðslu. Íslenskt hráefni, sérstaklega grænmeti og lambakjöt, hentar vel til framleiðslu á barnamat því hér er notkun varnarefna í landbúnaði minni en víðast hvar og aðskotaefni og mengunarefni í algjöru lágmarki. Niðurstöður umræðuhópa foreldra unga- og smábarna benda til þess að það séu tækifæri til að koma með nýjar, íslenskar vörur á markaðinn. Einkum virðist vera vöntun á fleiri tegundum barnamatar en þegar eru í boði en ekki síður má sjá tækifæri í aðlögun umbúða og skammtastærða hefðbundinna íslenskra matvara að þörfum unga- og smábarna. Aðkeyptur barnamatur hefur neikvæða merkingu í hugum margra. Til þess að ný vara ætluð unga- og smábörnum gangi vel er því fyrst og fremst mikilvægt að byggja upp traust á vörumerkinu hjá kaupendunum.

Baby food is food which is specially aimed towards infants and toddlers, excluding infant formulas which are replacement for breast milk. Many things have to be considered before starting producing baby food. Infants and toddlers are much more susceptive than grown-ups. High demands are therefore on safety of the production. Icelandic raw material, especially vegetables and lamb meat, are well suited for baby food as in Iceland the use of pesticides in agriculture is much lower than in most countries and pollution levels are low. Results from focus group discussions among Icelandic parents indicate that there are opportunities for new, Icelandic products on the market. There is especially a need for more variety but there is as well a market for existing Icelandic products in more suitable form and packaging for infants and toddlers. Processed baby food has negative image in the eyes of many parents. For new baby food products to succeed it is essential to build up a trust among parents on the integrity of the producer and quality of the products.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Production of salted fish in the Nordic countries. Variation in quality and characteristics of the salted products

Útgefið:

01/12/2010

Höfundar:

Kristín Anna Þórarinsdóttir, Ingebrigt Bjørkevoll, Sigurjón Arason

Styrkt af:

NORA (Journal nr. 510‐036)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Production of salted fish in the Nordic countries.   Variation in quality and characteristics of the salted products

The Nordic countries are the largest exporters of salted gadoid products, whereas countries in South‐Europe and Latin America are the biggest importers. In Norway, Iceland and Faroe Islands, cod is primarily used for the production. The characteristics of the salted fish, such as commercial quality and weight yield vary between the countries and between producers. These attributes are influenced by differences in catching methods, handling and salting methods. This report summarises the variation in these procedures, and in addition, the market segmentation of salted products, from the different countries.

Meginhluti saltfiskframleiðslu í heiminum fer fram innan norrænu landanna en stærsti neytendahópurinn er í S‐Evrópu og S‐Ameríku.   Þorskur er megin hráefnið en einnig er framleiddur saltfiskur úr öðrum skyldum tegundum, s.s. ufsa, löngu, ýsu og keilu.    Eiginleikar saltfiskafurð, svo sem gæði og nýting, eru breytilegir milli framleiðslulanda og framleiðenda.    Þessir breytur eru háðar veiðiaðferðum, hráefnismeðhöndlun og söltunaraðferðum.    Skýrslan er samantekt á breytileika í þessum þáttum milli framleiðslulanda, ásamt úttekt á hlutdeild þeirra á saltfiskmörkuðum.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Markaðir fyrir fiskprótein. Greining á afurðum á markaði

Útgefið:

01/04/2008

Höfundar:

Guðjón Þorkelsson, Þóra Valsdóttir, Guðrún Anna Finnbogadóttir, Sigrún Mjöll Halldórsdóttir

Styrkt af:

AVS

Tengiliður

Guðjón Þorkelsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudjon.thorkelsson@matis.is

Markaðir fyrir fiskprótein. Greining á afurðum á markaði

Skýrslan byrjar á almennri lýsingu á próteinum á matvælamarkaði þ.e. mismunandi gerðum próteina og markaðshlutdeild. Þá er gerð grein fyrir helstu vörum með fiskpróteinum þ.e. fiskmjöli, fiskpróteinþykkni, surimi, isolati, fiskmeltu, fisksósu, bragðefnum, gelatíni, fæðubótarefnum og heilsutengdum eiginleikum þeirra. Markfæði með soja-, mjólkur- og fiskpróteinum er lýst. Helsu ályktanir um stöðu fiskpróteina á þessum markaði eru: Notkun próteinisolats í sprautaðar og tromlaðar vörur mun auka efnahagslegt, næringarfræðilegt og umhverfislegt virði með betri nýtingu hráefna í flakavinnslu. Einnig við framleiðslu á tilbúnum sjávarafurðum. Ennþá eru mörg vandamál sem þarf að leysa. Unnt væri að ná töluvert meiri virðisauka ef hægt væri að framleiða isolat af miklum gæðum úr feitum uppsjávarfiskum. Þrátt fyrir vísbendingar um ýmsa ágæta vinnslueiginleika fiskpróteina þá eru aðferðir við einangrun og hreinsun skemmra á veg komnar en fyrir jurta- og mjólkurprótein. Þau geta ekki keppt við þau sem hjálparefni í tilbúin matvæli. Hins vegar eru góðar líkur á að þróa fleiri fæðubótarefni úr vatnsrofnum fiskpróteinum (VFP) t.d. til að draga úr blóðþrýstingi eða til að auka varnir líkamans gegn álagi. Ákveðnar próteinvörur má jafnvel nota til að stýra matarlyst í baráttunni gegn offitu. Auk þessa, þá eru vörur á markaðnum til að lækka blóðsykurstuðull (e. glycemic index). Markaðurinn fyrir slíkar vörur úr fiskpróteinum er ekki stór en mun að öllum líkindum vaxa auk þess sem tækifæri felast í að nota hefðbundnar framleiðsluaðferðir s.s. gerjun til að auka lífvirkni eiginleika VFP og nota þau í vörur sem neytendur þekkja. Miklar líkur eru á að saltlitlar fisksósur og fiskbragðefni með sérhannaða lífvirka eiginleika verði á boðstólnum í framtíðinni. Þetta byggist þó að hluta á því að heilsufullyrðingarnar fáist viðurkenndar. Til þess þarf viðamiklar og kostnaðarsamar rannsóknir sem bæði opinberir aðilar og fyrirtæki munu þurfa að kosta.

A short overview is given for products and the market for food protein ingredients. The main types of fish protein products are described, that is, fish meal, fish protein concentrate and isolate, surimi, fish silage, fish sauce, fish flavours and gelatine. Food supplements with soy, dairy and fish proteins or peptides and their health-related properties are covered. The main conclusions for the future outlook for fish protein and peptide products are: Applying protein isolates as water binders in injected and tumbled products will result in greater additional economic, nutritional and environmental values by increasing the yield of raw materials in fish filleting operation and by using them in production of ready-to-eat seafood products. There would be an even greater economic advantage if pH-shift methods could be used to produce high-quality isolates from raw material that today is unfit for traditional processing. Fish protein ingredients cannot compete on price, size and quality with plant and dairy proteins on the functional ingredient market. Plant and dairy ingredients will continue to be a part of formulating ready-to-eat convenience fish products. More supplements from FPH can be developed to reduce high blood pressure but they will face heavy competition from other protein sources. The antioxidant properties of FPH can be employed in supplements and food products to enhance the antioxidant defenses of the body against oxidative stress. They can also be used as immunomodulators to enhance non-specific host defense mechanisms. Specific protein products can even be made to control food intake in the fight against obesity. The market for such products made from fish proteins is not big but it will grow and there are also opportunities for adapting traditional food processes like fermentation to enhance the bioactive properties of FPH and to use them in products that consumers already know. Low-salt fish sauce and fish flavours with tailor-made bioactive properties are likely the future. Sufficient scientific evidence must be produced if companies are to produce and sell products with health claims. Private companies, universities and other research organizations can work together on special hydrolysates or peptides but the cost might be too high for small companies, so a global collaboration may be needed in the interests of fisheries, fish processing industries and consumers worldwide.

Skoða skýrslu
IS