Skýrslur

Markaðssetning og þróun á heilsuorkustöngum með fiskpróteinum / Health bars with fish proteins – development and marketing

Útgefið:

01/09/2014

Höfundar:

Margrét Geirsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir, Sóley Ósk Einarsdóttir

Styrkt af:

AVS (V 13 012‐13)

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Markaðssetning og þróun á heilsuorkustöngum með fiskpróteinum / Health bars with fish proteins – development and marketing

Markmið verkefnisins var að þróa og markaðssetja orkustangir sem innihalda fiskprótein. Á þann hátt myndast breiðari grundvöllur fyrir próteinafurðir MPF Ísland í Grindavík úr aukahráefni fisks. Framkvæmd verkefnisins gekk ágætlega fyrir sig og voru mismunandi tegundir orkustanga prófaðar, bakaðar og frystar og með mismunandi innihaldsefnum. Ágætis afurðir fengust en engin þótti nægjanlega góð til markaðssetningar en frekari tilraunir eru áætlaðar á grundvelli þeirrar reynslu sem var aflað í þessu verkefni.  

The aim of the project was to develop and market health bars with fish proteins and thereby strengthen the seafood industry in Grindavík the hometown of MPF Iceland and thereby in Iceland.   Different health bars were tried out and developed. Both frozen and baked types were processed but none was evaluated ready for marketing at this stage and further trials are therefore planned based on the presented findings.

Skýrsla lokuð til 01.09.2016

Skoða skýrslu

Skýrslur

Nasl og fiskprótein ‐ Þróun vinnsluaðferða og vöru / Fish proteins used in extruded corn snacks

Útgefið:

01/11/2011

Höfundar:

Jón Trausti Kárason, Irek Klonowski, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Guðjón Þorkelsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudjon.thorkelsson@matis.is

Nasl og fiskprótein ‐ Þróun vinnsluaðferða og vöru / Fish proteins used in extruded corn snacks

Verkefnið miðar að því að auka verðmæti aukahráefna úr fiskvinnslu s.s. afskurðar auk þess að nýta áður vannýttar fisktegundir.   Verðmætaaukningin felst í að nota hráefnin til framleiðslu fiskpróteina, en próteinin yrðu svo nýtt við framleiðslu á kornnasli. Auk mögulegrar verðmætaaukningar myndi varan teljast mun heilsusamlegri en hefðbundið kornnasl. Verkefnið felur í sér greiningu markaða, standsetningu vélbúnaðar, framleiðslu fiskpróteina, tilraunaframleiðslu próteinbætts nasls ásamt vöruprófunum.

This project aims to increase the value of fish processing by‐products like cut‐offs as well as utilization of species that are not fully utilized. The value adding involves the isolation of proteins from the raw materials and then using the proteins as additives in extruded corn snacks. Besides the value adding the products nutritional benefits would increase substantially. The project involves a market analysis, installation of machinery, fish protein production, experimental production of protein enhanced corn snacks as well as product testing.

Skýrsla lokuð til 01.12.2013

Skoða skýrslu

Skýrslur

HEILSUFÆÐI: Samantekt á helstu flokkum heilsufæðis og vísindalegra sannana á virkni þeirra

Útgefið:

01/07/2008

Höfundar:

Sigrún Mjöll Halldórsdóttir, Guðjón Þorkelsson, Þóra Valsdóttir

Tengiliður

Guðjón Þorkelsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudjon.thorkelsson@matis.is

HEILSUFÆÐI: Samantekt á helstu flokkum heilsufæðis og vísindalegra sannana á virkni þeirra

Matvæli sem eru talin geta bætt heilsu manna má flokka sem heilsufæði t.d. óbreytt lífrænt ræktuð matvæli, fæðubótarefni og markfæði. Í fyrri hluta þessarar ritgerðar er farið yfir skilgreiningar og reglugerðir, efnivið og virkni vinsælla heilsuvara og leyfðar heilsufullyrðingar ræddar. Samkvæmt reglugerð eru fæðubótarefni matvæli sem eru ætluð sem viðbót við venjulegt fæði en markfæði er hinsvegar oft skilgreint sem matvæli sem hefur verið breytt í þeim tilgangi að heilsusamleg áhrif þeirra aukist. Í seinni hluta ritgerðarinnar eru sérstaklega tekin fyrir prótein í heilsuvörum með áherslu á lífvirkni peptíða. Lífvirk peptíð hafa jákvæð áhrif á heilsu umfram hefðbundið næringargildi. Þau geta haft lífeðlisfræðileg áhrif á virkni í meltingarvegi, hjarta- og æðakerfi, ónæmiskerfi og taugakerfi. Farið er yfir áhrif peptíða í þessum kerfum. Möguleikar fiskvöðvapróteina á heilsuvörumarkaði eru hugleiddir. Nú á dögum er mjög mikið magn af vannýttum aukahráefnum úr sjávarfangi og hafa rannsóknir því beinst mikið að því að finna leiðir til að nýta og auka verðmæti þeirra. Markfæðismarkaður er blómlegur um þessar mundir og því spáð að hann fari stækkandi. Sjávarafurðir hafa jákvæða heilsuímynd meðal neytenda og því gætu heilsuvörur sem innihalda fiskvöðvaprótein slegið í gegn. Það krefst þó þess að rétt bragð, áferð og lífvirkni skili sér til neytendans, auk þess sem kynna þyrfti neytendum vörurnar á markvissan og öflugan hátt.

Food that has the potential of improving health can be categorized as health food e.g. organic food, dietary supplements and functional food. Definitions, regulations, composition and functionality of popular health food and permitted health statements, are discussed. According to regulation dietary supplements are food that are intended as an addition to a normal diet, however functional food is commonly referred to as food that has been fortified to enhance its positive effects on health. The latter part of this paper discusses proteins in health foods with emphasis on bioactive peptides. Bioactive peptides have a positive effect beyond their regular nutrition value. They have been shown to have a biological effect in the alimentary canal, the heart and the vascular system, the immune system and the nervous system. The mechanisms involved are reviewed. The potential of fish protein in the functional food market will also be addressed. Today, great quantity of marine by-products are underutilized. Therefore, emphasis has been within the research community on finding methods to utilize and enhance their value. Currently the functional food market is blooming and is expected to grow in the following years. Marine products have a positive health image among consumers, thus health products containing fish proteins could be a great success. To be realized, this requires that the right taste, texture and bioactivity is delivered to the consumer accompanied by a good advertisement campaign.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Fiskprótein sem fæðubótarefni

Útgefið:

01/05/2008

Höfundar:

Guðjón Þorkelsson, Margrét Geirsdóttir, Ragnar Jóhannsson, Sigurður Hauksson, Sjöfn Sigurgísladóttir, Arnljótur Bjarki Bergsson

Styrkt af:

AVS

Tengiliður

Guðjón Þorkelsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudjon.thorkelsson@matis.is

Fiskprótein sem fæðubótarefni

Markaður fyrir fæðubótarefni og heilsuvörur fer vaxandi og slíkar vörur eru nú stærri hluti af næringu fólks en áður. Fæðubótarefni eru matvæli sem eru ætluð sem viðbót við venjulegt fæði. Prótein í fæðubótaefnum og heilsuvörum eru aðallega unnin úr mjólkur- og jurtapróteinum. Næringarsamsetning fiskpróteina er ákjósanleg sem fæðubótarefni en þróun og rannsóknum til að framleiða þau með þeim eiginleikum sem þykja hvað ákjósanlegastir fyrir fæðubótarefni hefur verið ábótavant. Með því að vinna fæðubótarefni úr fiski væri hægt að auka verðmæti hráefnisins. Markmið verkefnisins var að þróa fiskprótein sem nýttust sem fæðubótarefni. Byggt hefur verið upp verkefnanet hjá Matís með áherslu á prótein og próteinafurðir.

The market for nutritional supplements and health beneficial products is increasing as such products play bigger role in people’s nutrition. Nutritional supplements are food products intended as addition to normal diet. Currently proteins in the aforementioned products are mainly processed Soya proteins. Fish proteins contain many promising nutritional qualities, but development and research on producing them with the most favourable attributes have not been completed yet. If it were possible to produce nutritional supplements from fish, the catch value could be increased. The aim of this project was to develop fish proteins that could be used as food supplements. On the base of the project a network of various projects with emphasis on protein and protein products of fish origin has been established at Matís.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Markaðir fyrir fiskprótein. Greining á afurðum á markaði

Útgefið:

01/04/2008

Höfundar:

Guðjón Þorkelsson, Þóra Valsdóttir, Guðrún Anna Finnbogadóttir, Sigrún Mjöll Halldórsdóttir

Styrkt af:

AVS

Tengiliður

Guðjón Þorkelsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudjon.thorkelsson@matis.is

Markaðir fyrir fiskprótein. Greining á afurðum á markaði

Skýrslan byrjar á almennri lýsingu á próteinum á matvælamarkaði þ.e. mismunandi gerðum próteina og markaðshlutdeild. Þá er gerð grein fyrir helstu vörum með fiskpróteinum þ.e. fiskmjöli, fiskpróteinþykkni, surimi, isolati, fiskmeltu, fisksósu, bragðefnum, gelatíni, fæðubótarefnum og heilsutengdum eiginleikum þeirra. Markfæði með soja-, mjólkur- og fiskpróteinum er lýst. Helsu ályktanir um stöðu fiskpróteina á þessum markaði eru: Notkun próteinisolats í sprautaðar og tromlaðar vörur mun auka efnahagslegt, næringarfræðilegt og umhverfislegt virði með betri nýtingu hráefna í flakavinnslu. Einnig við framleiðslu á tilbúnum sjávarafurðum. Ennþá eru mörg vandamál sem þarf að leysa. Unnt væri að ná töluvert meiri virðisauka ef hægt væri að framleiða isolat af miklum gæðum úr feitum uppsjávarfiskum. Þrátt fyrir vísbendingar um ýmsa ágæta vinnslueiginleika fiskpróteina þá eru aðferðir við einangrun og hreinsun skemmra á veg komnar en fyrir jurta- og mjólkurprótein. Þau geta ekki keppt við þau sem hjálparefni í tilbúin matvæli. Hins vegar eru góðar líkur á að þróa fleiri fæðubótarefni úr vatnsrofnum fiskpróteinum (VFP) t.d. til að draga úr blóðþrýstingi eða til að auka varnir líkamans gegn álagi. Ákveðnar próteinvörur má jafnvel nota til að stýra matarlyst í baráttunni gegn offitu. Auk þessa, þá eru vörur á markaðnum til að lækka blóðsykurstuðull (e. glycemic index). Markaðurinn fyrir slíkar vörur úr fiskpróteinum er ekki stór en mun að öllum líkindum vaxa auk þess sem tækifæri felast í að nota hefðbundnar framleiðsluaðferðir s.s. gerjun til að auka lífvirkni eiginleika VFP og nota þau í vörur sem neytendur þekkja. Miklar líkur eru á að saltlitlar fisksósur og fiskbragðefni með sérhannaða lífvirka eiginleika verði á boðstólnum í framtíðinni. Þetta byggist þó að hluta á því að heilsufullyrðingarnar fáist viðurkenndar. Til þess þarf viðamiklar og kostnaðarsamar rannsóknir sem bæði opinberir aðilar og fyrirtæki munu þurfa að kosta.

A short overview is given for products and the market for food protein ingredients. The main types of fish protein products are described, that is, fish meal, fish protein concentrate and isolate, surimi, fish silage, fish sauce, fish flavours and gelatine. Food supplements with soy, dairy and fish proteins or peptides and their health-related properties are covered. The main conclusions for the future outlook for fish protein and peptide products are: Applying protein isolates as water binders in injected and tumbled products will result in greater additional economic, nutritional and environmental values by increasing the yield of raw materials in fish filleting operation and by using them in production of ready-to-eat seafood products. There would be an even greater economic advantage if pH-shift methods could be used to produce high-quality isolates from raw material that today is unfit for traditional processing. Fish protein ingredients cannot compete on price, size and quality with plant and dairy proteins on the functional ingredient market. Plant and dairy ingredients will continue to be a part of formulating ready-to-eat convenience fish products. More supplements from FPH can be developed to reduce high blood pressure but they will face heavy competition from other protein sources. The antioxidant properties of FPH can be employed in supplements and food products to enhance the antioxidant defenses of the body against oxidative stress. They can also be used as immunomodulators to enhance non-specific host defense mechanisms. Specific protein products can even be made to control food intake in the fight against obesity. The market for such products made from fish proteins is not big but it will grow and there are also opportunities for adapting traditional food processes like fermentation to enhance the bioactive properties of FPH and to use them in products that consumers already know. Low-salt fish sauce and fish flavours with tailor-made bioactive properties are likely the future. Sufficient scientific evidence must be produced if companies are to produce and sell products with health claims. Private companies, universities and other research organizations can work together on special hydrolysates or peptides but the cost might be too high for small companies, so a global collaboration may be needed in the interests of fisheries, fish processing industries and consumers worldwide.

Skoða skýrslu
IS