Skýrslur

Íslenskur barnamatur – markaður og opinberar kröfur

Útgefið:

01/04/2011

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Rakel Eva Sævarsdóttir, Gunnþórunn Einarsdóttir, Guðjón Þorkelsson, Aðalheiður Ólafsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir

Styrkt af:

Framleiðnisjóður landbúnaðarins

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Íslenskur barnamatur – markaður og opinberar kröfur

Með barnamat er átt við mat sem er sérstaklega ætlaður ungabörnum og smábörnum að undanskildum mjólkurblöndum sem koma eiga í stað móðurmjólkur. Að mörgu er að huga áður en hafist er handa við framleiðslu á barnamat. Smábörn og ungabörn eru mun viðkvæmari á allan hátt en fullorðnir. Miklar kröfur eru því gerðar um örugga framleiðslu. Íslenskt hráefni, sérstaklega grænmeti og lambakjöt, hentar vel til framleiðslu á barnamat því hér er notkun varnarefna í landbúnaði minni en víðast hvar og aðskotaefni og mengunarefni í algjöru lágmarki. Niðurstöður umræðuhópa foreldra unga- og smábarna benda til þess að það séu tækifæri til að koma með nýjar, íslenskar vörur á markaðinn. Einkum virðist vera vöntun á fleiri tegundum barnamatar en þegar eru í boði en ekki síður má sjá tækifæri í aðlögun umbúða og skammtastærða hefðbundinna íslenskra matvara að þörfum unga- og smábarna. Aðkeyptur barnamatur hefur neikvæða merkingu í hugum margra. Til þess að ný vara ætluð unga- og smábörnum gangi vel er því fyrst og fremst mikilvægt að byggja upp traust á vörumerkinu hjá kaupendunum.

Baby food is food which is specially aimed towards infants and toddlers, excluding infant formulas which are replacement for breast milk. Many things have to be considered before starting producing baby food. Infants and toddlers are much more susceptive than grown-ups. High demands are therefore on safety of the production. Icelandic raw material, especially vegetables and lamb meat, are well suited for baby food as in Iceland the use of pesticides in agriculture is much lower than in most countries and pollution levels are low. Results from focus group discussions among Icelandic parents indicate that there are opportunities for new, Icelandic products on the market. There is especially a need for more variety but there is as well a market for existing Icelandic products in more suitable form and packaging for infants and toddlers. Processed baby food has negative image in the eyes of many parents. For new baby food products to succeed it is essential to build up a trust among parents on the integrity of the producer and quality of the products.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Markaðir fyrir fiskprótein. Greining á afurðum á markaði

Útgefið:

01/04/2008

Höfundar:

Guðjón Þorkelsson, Þóra Valsdóttir, Guðrún Anna Finnbogadóttir, Sigrún Mjöll Halldórsdóttir

Styrkt af:

AVS

Tengiliður

Guðjón Þorkelsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudjon.thorkelsson@matis.is

Markaðir fyrir fiskprótein. Greining á afurðum á markaði

Skýrslan byrjar á almennri lýsingu á próteinum á matvælamarkaði þ.e. mismunandi gerðum próteina og markaðshlutdeild. Þá er gerð grein fyrir helstu vörum með fiskpróteinum þ.e. fiskmjöli, fiskpróteinþykkni, surimi, isolati, fiskmeltu, fisksósu, bragðefnum, gelatíni, fæðubótarefnum og heilsutengdum eiginleikum þeirra. Markfæði með soja-, mjólkur- og fiskpróteinum er lýst. Helsu ályktanir um stöðu fiskpróteina á þessum markaði eru: Notkun próteinisolats í sprautaðar og tromlaðar vörur mun auka efnahagslegt, næringarfræðilegt og umhverfislegt virði með betri nýtingu hráefna í flakavinnslu. Einnig við framleiðslu á tilbúnum sjávarafurðum. Ennþá eru mörg vandamál sem þarf að leysa. Unnt væri að ná töluvert meiri virðisauka ef hægt væri að framleiða isolat af miklum gæðum úr feitum uppsjávarfiskum. Þrátt fyrir vísbendingar um ýmsa ágæta vinnslueiginleika fiskpróteina þá eru aðferðir við einangrun og hreinsun skemmra á veg komnar en fyrir jurta- og mjólkurprótein. Þau geta ekki keppt við þau sem hjálparefni í tilbúin matvæli. Hins vegar eru góðar líkur á að þróa fleiri fæðubótarefni úr vatnsrofnum fiskpróteinum (VFP) t.d. til að draga úr blóðþrýstingi eða til að auka varnir líkamans gegn álagi. Ákveðnar próteinvörur má jafnvel nota til að stýra matarlyst í baráttunni gegn offitu. Auk þessa, þá eru vörur á markaðnum til að lækka blóðsykurstuðull (e. glycemic index). Markaðurinn fyrir slíkar vörur úr fiskpróteinum er ekki stór en mun að öllum líkindum vaxa auk þess sem tækifæri felast í að nota hefðbundnar framleiðsluaðferðir s.s. gerjun til að auka lífvirkni eiginleika VFP og nota þau í vörur sem neytendur þekkja. Miklar líkur eru á að saltlitlar fisksósur og fiskbragðefni með sérhannaða lífvirka eiginleika verði á boðstólnum í framtíðinni. Þetta byggist þó að hluta á því að heilsufullyrðingarnar fáist viðurkenndar. Til þess þarf viðamiklar og kostnaðarsamar rannsóknir sem bæði opinberir aðilar og fyrirtæki munu þurfa að kosta.

A short overview is given for products and the market for food protein ingredients. The main types of fish protein products are described, that is, fish meal, fish protein concentrate and isolate, surimi, fish silage, fish sauce, fish flavours and gelatine. Food supplements with soy, dairy and fish proteins or peptides and their health-related properties are covered. The main conclusions for the future outlook for fish protein and peptide products are: Applying protein isolates as water binders in injected and tumbled products will result in greater additional economic, nutritional and environmental values by increasing the yield of raw materials in fish filleting operation and by using them in production of ready-to-eat seafood products. There would be an even greater economic advantage if pH-shift methods could be used to produce high-quality isolates from raw material that today is unfit for traditional processing. Fish protein ingredients cannot compete on price, size and quality with plant and dairy proteins on the functional ingredient market. Plant and dairy ingredients will continue to be a part of formulating ready-to-eat convenience fish products. More supplements from FPH can be developed to reduce high blood pressure but they will face heavy competition from other protein sources. The antioxidant properties of FPH can be employed in supplements and food products to enhance the antioxidant defenses of the body against oxidative stress. They can also be used as immunomodulators to enhance non-specific host defense mechanisms. Specific protein products can even be made to control food intake in the fight against obesity. The market for such products made from fish proteins is not big but it will grow and there are also opportunities for adapting traditional food processes like fermentation to enhance the bioactive properties of FPH and to use them in products that consumers already know. Low-salt fish sauce and fish flavours with tailor-made bioactive properties are likely the future. Sufficient scientific evidence must be produced if companies are to produce and sell products with health claims. Private companies, universities and other research organizations can work together on special hydrolysates or peptides but the cost might be too high for small companies, so a global collaboration may be needed in the interests of fisheries, fish processing industries and consumers worldwide.

Skoða skýrslu
IS