Skýrslur

Íslenskur barnamatur – markaður og opinberar kröfur

Útgefið:

01/04/2011

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Rakel Eva Sævarsdóttir, Gunnþórunn Einarsdóttir, Guðjón Þorkelsson, Aðalheiður Ólafsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir

Styrkt af:

Framleiðnisjóður landbúnaðarins

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Íslenskur barnamatur – markaður og opinberar kröfur

Með barnamat er átt við mat sem er sérstaklega ætlaður ungabörnum og smábörnum að undanskildum mjólkurblöndum sem koma eiga í stað móðurmjólkur. Að mörgu er að huga áður en hafist er handa við framleiðslu á barnamat. Smábörn og ungabörn eru mun viðkvæmari á allan hátt en fullorðnir. Miklar kröfur eru því gerðar um örugga framleiðslu. Íslenskt hráefni, sérstaklega grænmeti og lambakjöt, hentar vel til framleiðslu á barnamat því hér er notkun varnarefna í landbúnaði minni en víðast hvar og aðskotaefni og mengunarefni í algjöru lágmarki. Niðurstöður umræðuhópa foreldra unga- og smábarna benda til þess að það séu tækifæri til að koma með nýjar, íslenskar vörur á markaðinn. Einkum virðist vera vöntun á fleiri tegundum barnamatar en þegar eru í boði en ekki síður má sjá tækifæri í aðlögun umbúða og skammtastærða hefðbundinna íslenskra matvara að þörfum unga- og smábarna. Aðkeyptur barnamatur hefur neikvæða merkingu í hugum margra. Til þess að ný vara ætluð unga- og smábörnum gangi vel er því fyrst og fremst mikilvægt að byggja upp traust á vörumerkinu hjá kaupendunum.

Baby food is food which is specially aimed towards infants and toddlers, excluding infant formulas which are replacement for breast milk. Many things have to be considered before starting producing baby food. Infants and toddlers are much more susceptive than grown-ups. High demands are therefore on safety of the production. Icelandic raw material, especially vegetables and lamb meat, are well suited for baby food as in Iceland the use of pesticides in agriculture is much lower than in most countries and pollution levels are low. Results from focus group discussions among Icelandic parents indicate that there are opportunities for new, Icelandic products on the market. There is especially a need for more variety but there is as well a market for existing Icelandic products in more suitable form and packaging for infants and toddlers. Processed baby food has negative image in the eyes of many parents. For new baby food products to succeed it is essential to build up a trust among parents on the integrity of the producer and quality of the products.

Skoða skýrslu