Skýrslur

Fullnýting próteina úr grásleppu / Full utilization of proteins from Lumpfish

Útgefið:

01/12/2015

Höfundar:

Margrét Geirsdóttir

Styrkt af:

AVS (V12 062-12)

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Fullnýting próteina úr grásleppu / Full utilization of proteins from Lumpfish

Markmið verkefnisins var að þróa nýjar próteinafurðir úr hráefni sem fellur til við vinnslu grásleppuhrogna. Á þann hátt var stefnt að því að ná enn meiri verðmætum úr hráefninu með því að framleiða verðmætar próteinafurðir úr grásleppu. Í verkefninu var þróun þriggja afurða könnuð, 1) einangruð prótein fyrir surimi, 2) þurrkuð prótein sem íblöndunarefni og 3) vatnsrofin prótein sem íblöndunar og/eða fæðubótarefni. Illa gekk að einangra prótein úr grásleppuholdi en niðurstöður úr lífvirknimælingum á afurðum úr vatnsrofnum próteinum lofa góðu fyrir áframhaldandi rannsóknir.

The aim of the project was to develop new products from lump fish to increase the yield and value of the catch. In the project the aim was to develop three types of products: 1) isolated proteins for surimi, 2) dry proteins as additives and 3) hydrolysed proteins as additives and/or food supplements. The project revealed that protein isolation from lump fish is difficult but hydrolysed proteins showed promising bioactive properties.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Markaðssetning og þróun á heilsuorkustöngum með fiskpróteinum / Health bars with fish proteins – development and marketing

Útgefið:

01/09/2014

Höfundar:

Margrét Geirsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir, Sóley Ósk Einarsdóttir

Styrkt af:

AVS (V 13 012‐13)

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Markaðssetning og þróun á heilsuorkustöngum með fiskpróteinum / Health bars with fish proteins – development and marketing

Markmið verkefnisins var að þróa og markaðssetja orkustangir sem innihalda fiskprótein. Á þann hátt myndast breiðari grundvöllur fyrir próteinafurðir MPF Ísland í Grindavík úr aukahráefni fisks. Framkvæmd verkefnisins gekk ágætlega fyrir sig og voru mismunandi tegundir orkustanga prófaðar, bakaðar og frystar og með mismunandi innihaldsefnum. Ágætis afurðir fengust en engin þótti nægjanlega góð til markaðssetningar en frekari tilraunir eru áætlaðar á grundvelli þeirrar reynslu sem var aflað í þessu verkefni.  

The aim of the project was to develop and market health bars with fish proteins and thereby strengthen the seafood industry in Grindavík the hometown of MPF Iceland and thereby in Iceland.   Different health bars were tried out and developed. Both frozen and baked types were processed but none was evaluated ready for marketing at this stage and further trials are therefore planned based on the presented findings.

Skýrsla lokuð til 01.09.2016

Skoða skýrslu

Skýrslur

Fiskprótein í brauðvörur / Fish proteins in baked goods

Útgefið:

01/01/2014

Höfundar:

Margrét Geirsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir

Styrkt af:

AVS ‐ V 11 025‐11

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Fiskprótein í brauðvörur / Fish proteins in baked goods

Markmiðið verkefnisins var að þróa nýja afurð hjá MPF Íslandi í Grindavík úr aukahráefni fisks sem nýtist í brauðvörur. MPF setur sér það markmið að selja próteinið til bökunarvöruframleiðenda, innanlands sem erlendis, og þar með tryggja atvinnu og nýsköpun í sinni heimabyggð.   Þrjár mismunandi gerðir af þurrkuðum próteinafurðum voru þróaðar. Prófanir voru gerðar við að blanda þeim í mismiklu magni í brauð þar sem allt að 20% af hveiti var skipt út fyrir prótein. Ágætis afurðir fengust en þóttu ekki nægjanlega góðar til markaðssetningar. Næst var þróað hrökkbrauð með fiskpróteinum sem þóttu einstaklega góð og fengu jákvæða umsögn við neytendakönnun. Ennþá er ólokið að skala upp þurrkunarferli til að hægt sé að ljúka við markaðssetningu á hinni nýju próteinafurð.

The aim of the project was to develop new protein product for use in baked goods including bread from by‐products from fish production. The goal is to sell protein to producers of bakery goods both in Iceland as well as abroad and in so doing strengthening the seafood industry in Grindavík the hometown of MPF Iceland and thereby in Iceland. Three different fish protein products were developed. They showed good results when used instead of wheat in bread. Good bread was developed but the quality was not of that caliber that was aimed for. On the other hand, good quality rye‐crisp bread was developed that received good reviews in consumer research. A good drying process is though still lacking before marketing of the protein product can start.

Skýrsla lokuð til 01.02.2016

Skoða skýrslu
IS