Skýrslur

Fullnýting próteina úr grásleppu / Full utilization of proteins from Lumpfish

Útgefið:

01/12/2015

Höfundar:

Margrét Geirsdóttir

Styrkt af:

AVS (V12 062-12)

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Fullnýting próteina úr grásleppu / Full utilization of proteins from Lumpfish

Markmið verkefnisins var að þróa nýjar próteinafurðir úr hráefni sem fellur til við vinnslu grásleppuhrogna. Á þann hátt var stefnt að því að ná enn meiri verðmætum úr hráefninu með því að framleiða verðmætar próteinafurðir úr grásleppu. Í verkefninu var þróun þriggja afurða könnuð, 1) einangruð prótein fyrir surimi, 2) þurrkuð prótein sem íblöndunarefni og 3) vatnsrofin prótein sem íblöndunar og/eða fæðubótarefni. Illa gekk að einangra prótein úr grásleppuholdi en niðurstöður úr lífvirknimælingum á afurðum úr vatnsrofnum próteinum lofa góðu fyrir áframhaldandi rannsóknir.

The aim of the project was to develop new products from lump fish to increase the yield and value of the catch. In the project the aim was to develop three types of products: 1) isolated proteins for surimi, 2) dry proteins as additives and 3) hydrolysed proteins as additives and/or food supplements. The project revealed that protein isolation from lump fish is difficult but hydrolysed proteins showed promising bioactive properties.

Skoða skýrslu