Skýrslur

Values from waste / Hliðarafurðir í verðmæti

Útgefið:

29/11/2016

Höfundar:

Oddvar Ottesen, Jón Árnason, Birgir Örn Smárason, Nonna Zhuravleva, Rannveig Björnsdóttir

Styrkt af:

Nordregio

Values from waste / Hliðarafurðir í verðmæti

Skýrslan lýsir fyrstu niðurstöðum verkefnis tækniyfirfærsla til þróunar og nýsköpunar við framleiðslu virðisaukandi afurða úr vannýttum hliðarafurðum fiskvinnslu á þremur mismunandi svæðum þ.e. Norður Íslandi, Norður Noregi og Norðvestur Rússlandi. Verkefnið var sameiginlegt átak rannsókna- og þróunaraðila auk fiskiðnaðar á svæðunum. Skýrslan gefur innsýn í magn ónýttra afurða á svæðinu. Auk þess er fjallað um nýtingu þriggja ónýttra hráefna, blóðs, svilja og augna, og mögulega nýtingu þeirra sem lífvirkra efna í sér fóður fyrir fisk auk annarra nota.

The report describes first results of work on technology transfer for development and innovation for production of value added products from underutilized by-products of fish production and processing in three different areas i.e. Northern Iceland, Northern Norway and North Western Russia. The project is a joint effort of research and development entities and fish processing industries in the above mentioned areas. The report gives an overview on availability of underutilized by-products in the area. In addition, possible ways of utilizing three different by products, fish blood, fish testes and fish eye compounds, and how they might be used as bioactive compounds into speciality feeds for aquaculture and other possible products.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Markaðssetning og þróun á heilsuorkustöngum með fiskpróteinum / Health bars with fish proteins – development and marketing

Útgefið:

01/09/2014

Höfundar:

Margrét Geirsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir, Sóley Ósk Einarsdóttir

Styrkt af:

AVS (V 13 012‐13)

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Markaðssetning og þróun á heilsuorkustöngum með fiskpróteinum / Health bars with fish proteins – development and marketing

Markmið verkefnisins var að þróa og markaðssetja orkustangir sem innihalda fiskprótein. Á þann hátt myndast breiðari grundvöllur fyrir próteinafurðir MPF Ísland í Grindavík úr aukahráefni fisks. Framkvæmd verkefnisins gekk ágætlega fyrir sig og voru mismunandi tegundir orkustanga prófaðar, bakaðar og frystar og með mismunandi innihaldsefnum. Ágætis afurðir fengust en engin þótti nægjanlega góð til markaðssetningar en frekari tilraunir eru áætlaðar á grundvelli þeirrar reynslu sem var aflað í þessu verkefni.  

The aim of the project was to develop and market health bars with fish proteins and thereby strengthen the seafood industry in Grindavík the hometown of MPF Iceland and thereby in Iceland.   Different health bars were tried out and developed. Both frozen and baked types were processed but none was evaluated ready for marketing at this stage and further trials are therefore planned based on the presented findings.

Skýrsla lokuð til 01.09.2016

Skoða skýrslu

Skýrslur

Framleiðsla fisksósu úr íslensku sjávarfangi með gagnlegri gerjun / Fish Sauce produced by useful fermentation

Útgefið:

01/01/2012

Höfundar:

Arnljótur B. Bergsson, Aðalheiður Ólafsdóttir, Alexandra M. Klonowski, Ásbjörn Jónsson, Loftur Þórarinsson, María Pétursdóttir, Sigrún Sigmundsdóttir, Patricia Y. Hamaguchi

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi, Vaxtarsamningur Austurlands

Tengiliður

Aðalheiður Ólafsdóttir

Skynmatsstjóri

adalheiduro@matis.is

Framleiðsla fisksósu úr íslensku sjávarfangi með gagnlegri gerjun / Fish Sauce  produced by useful fermentation

Fisksósa er tær brúnleitur vökvi sem hefur einkennandi lykt og bragð. Fisksósu má framleiða með gerjun fiskmauks og salts með eða án viðbættra hjálparefna. Fisksósa er gjarnan notuð sem bragðbætir við matargerð. Fisksósa var framleidd með 3 aðferðum úr mismunandi hráefnum s.s. aukafurðum flakavinnslu sem og uppsjávarfiski. Sér meðhöndlað íslenskt bygg var auk annars prófað til fisksósuframleiðslu. Sýni úr fisksósum voru metin í skynmati, þ.e. bragð, lykt, litur og grugg. Efnainnihald, amínósýrusamsetning og lífvirkni sýnanna var mæld. Lagt var mat á heimtur við fisksósu framleiðslu. Viðskiptagreining fyrir fisksósu var framkvæmd. Niðurstöður verkefnisins benda til þess að tekist hafi að framleiða fisksósu sem hægt er að bera saman við sósur sem seljast víða.

Fish sauce is a brownish liquid with distinctive odour and flavour. Fish sauce can be produced with fermentation w./w.o. added enzymes. Fish sauce is commonly used as condiment. Fish sauce was produced by 3 methods from various raw materials e.g. by‐products of fillet production and pelagic species. Koji developed from Icelandic barley was used in trials of fish sauce preparation. Samples of fish sauces went through sensory analyses. Chemical content, free amino acid proportion and bioactivity of the samples were measured. Yield in fish sauce preparation was estimated and business plan was drafted. Results indicate that preparation of fish sauce similar to commonly traded products was successful.

Skoða skýrslu
IS