Skýrslur

Vinnsla hráefnis frá norðanverðum Vestfjörðum / Production of raw material from North Westfjords

Útgefið:

01/10/2014

Höfundar:

Gunnar Þórðarson

Styrkt af:

Vaxtarsamningur Vestfjarða

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Vinnsla hráefnis frá norðanverðum Vestfjörðum / Production of raw material from North Westfjords

Um 10 þúsund tonn af hráefni er flutt frá norðanverðum Vestfjörðum til vinnslu annars staðar. Mest af þeim afla er flutt óslægt og því er það ekki bara flökunarvinnsla sem fer á mis við hráefni heldur jafnframt aðilar sem framleiða vöru úr aukaafurðum, t.d. hausaþurrkun og lifraframleiðendur. Hugmyndin um að skylda aðila til að slægja og hugsanlega hausa afla er því freistandi.   Niðurstaða þessa verkefnis er hins vegar sú að slíkt sé mjög óhagkvæmt og heildaráhrifin verði neikvæð. Í fyrsta lagi eru slægingarstuðlar á Vestfjörðum með þeim hætti að útgerðir myndu tapa kvóta með slægingarskyldu. Í öðru lagi eru kaupendur sunnanlands, sem vinna ferskan fisk í flug, tilbúnir að greiða aukalega um 20 kr/kg fyrir fisk sem nær flutningabílum sem aka afstað kl. 15:00 samkvæmt áætlun. Ef fiskur er slægður eftir löndun er útlokað að koma þeim afla í þennan flutning og bíður sá fiskur flutnings þangað til daginn eftir. Fiskur sem fer beint í flutning er komin í vinnsluhús á suðvestur svæðinu um kl. 04:00  og er búið að slægja hann fyrir vinnslu sem hefst kl. 07:00. Fiskurinn er síðan tilbúinn í flug sem í sumum tilfellum fer um hádegisbil frá Keflavíkurvelli. Hér er því um hagkvæmt fyrirkomulag að ræða sem hámarkar verðmætasköpun í sjávarútvegi á Íslandi.

About 10 thousand tons of whole round fish are trucked from northern Westfjords to fish processors in south/west region of Iceland. Most of the fish is exported un‐gutted and therefore it is not just the filleting factories missing raw materials, but also those producing side product like cod heads drying and liver canning. The concept idea of this project was to force vessels owners and fish markets to head and gut the fish before trucing and looked like a tempting idea. However, the outcome of this work is that this would be inefficient and the overall effect will be negative. Firstly, the gutting standard given by the Icelandic authority is 16% but the average radio in Westfjords is only 12%, so the vessel owners would lose the difference in quota.    Secondly the customers in the south/west are willing to pay extra 20 kr/kg for fish reaching the scheduled truck leaving the area at 15:00. If the fish would be headed or/and gutted it would not be ready for trucking, and be leaving the day after. Fish going straight from vessel at the harbor for trucking will be delivered in a fish plant in the south west at around 04:00 following morning. It will be ready for filleting at 07:00 and can be exported by airfreight around noon.   Here is an advantageous arrangement case that maximizes value for the fisheriesin Iceland.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Nasl og fiskprótein ‐ Þróun vinnsluaðferða og vöru / Fish proteins used in extruded corn snacks

Útgefið:

01/11/2011

Höfundar:

Jón Trausti Kárason, Irek Klonowski, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Guðjón Þorkelsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudjon.thorkelsson@matis.is

Nasl og fiskprótein ‐ Þróun vinnsluaðferða og vöru / Fish proteins used in extruded corn snacks

Verkefnið miðar að því að auka verðmæti aukahráefna úr fiskvinnslu s.s. afskurðar auk þess að nýta áður vannýttar fisktegundir.   Verðmætaaukningin felst í að nota hráefnin til framleiðslu fiskpróteina, en próteinin yrðu svo nýtt við framleiðslu á kornnasli. Auk mögulegrar verðmætaaukningar myndi varan teljast mun heilsusamlegri en hefðbundið kornnasl. Verkefnið felur í sér greiningu markaða, standsetningu vélbúnaðar, framleiðslu fiskpróteina, tilraunaframleiðslu próteinbætts nasls ásamt vöruprófunum.

This project aims to increase the value of fish processing by‐products like cut‐offs as well as utilization of species that are not fully utilized. The value adding involves the isolation of proteins from the raw materials and then using the proteins as additives in extruded corn snacks. Besides the value adding the products nutritional benefits would increase substantially. The project involves a market analysis, installation of machinery, fish protein production, experimental production of protein enhanced corn snacks as well as product testing.

Skýrsla lokuð til 01.12.2013

Skoða skýrslu
IS