Skýrslur

Saltfiskkræsingar: Saltfiskmánuður

Útgefið:

29/08/2024

Höfundar:

Kolbrún Sveinsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir, Þóra Valsdóttir, Eva Margrét Jónudóttir

Styrkt af:

AG Fisk (Arbejdsgruppen for Fiskerisamarbejdet), NORA

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Til að styrkja stöðu saltfisksins, með sína löngu hefð, sögu og tengsl við norræn lífsviðurværi, er mikilvægt að efla virðiskeðjuna í heild sinni, frá framleiðendum og smásöluaðilum, til matreiðslufólks og neytenda. Markmið verkefnisins „Saltfiskkræsingar“ er að þróa nýja eða bætta tilbúna rétti sem byggja á hefðbundum saltfiski, og 16 þátttakendur frá Íslandi, Noregi og Færeyjum taka þátt í því. Hópurinn samanstendur af sérfræðingum í saltfiskvinnslu og gæðum, matreiðslu, matvælaframleiðslu, miðlun og ferðaiðnaði.

Í kjölfar vinnustofu verkefnisins sem haldin var haustið 2022 var unnið áfram með hugmyndir að saltfiskréttum og saltfiskvörum í samstarfi Gríms Kokks, Matís, Menntaskólans í Kópavogi, Íslenskra saltfiskframleiðenda, Klúbbs Matreiðslumeistara og Íslandsstofu, með það að markmiði að kynna saltfiskinn betur með áherslu á matvöruverslanir.

Þróaðar voru vörur úr saltfiski og uppskriftir að saltfiskréttum innan verkefnisins og í samstarfi við Krónuna, voru vörurnar settar í sölu og uppskriftir að saltfiskréttum birtar á uppskriftasíðu Krónunnar í mars 2024. Niðurstöður voru svo kynntar á vinnustofu verkefnisins í Færeyjum í maí 2024. Bæði saltfiskvörur og uppskriftir fengu mjög jákvæðar viðtökur, og vonir standa til að hægt verði að bjóða upp á saltfiskkræsingar í íslenskum matvöruverslunum til frambúðar. Það er þó á brattann að sækja, þar sem baráttan um hillupláss matvöruverslana er hörð, og erfitt getur verið fyrir smærri framleiðendur að fjárfesta í fullverkuðum saltfisk í því magni sem þeim hefur staðið til boða hingað til. Nauðsynlegt er að auka sveigjanleika og efla samvinnu innan saltfiskkeðjunnar til brautargengis saltfisksins innanlands, umbylta ímynd hans og orðspori.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Desalting experiments

Útgefið:

21/03/2024

Höfundar:

Cecile Dargentolle, Hildur Inga Sveinsdóttir, Sigurjón Arason og Kolbrún Sveinsdóttir

Styrkt af:

AVS Rannsóknasjóður

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Þessi skýrsla er lokuð / This report is closed. 

Skoða skýrslu

Skýrslur

Saltfiskkræsingar: Hvað er saltfiskur? Vinnustofa 2022

Útgefið:

14/12/2022

Höfundar:

Kolbrún Sveinsdóttir, Þóra Valsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir, Eva Margrét Jónudóttir, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AG Fisk (Arbejdsgruppen for Fiskerisamarbejdet), NORA

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Til að styrkja stöðu saltfisksins, með sína löngu hefð, sögu og tengsl við norræn lífsviðurværi, er mikilvægt að efla virðiskeðjuna í heild sinni, frá framleiðendum og smásöluaðilum, til matreiðslufólks og neytenda. Markmið verkefnisins „Saltfiskkræsingar“ er að þróa nýja eða bætta tilbúna rétti sem byggja á hefðbundum saltfiski, og 16 þátttakendur frá Íslandi, Noregi og Færeyjum taka þátt í því. Hópurinn samanstendur af sérfræðingum í saltfiskvinnslu og gæðum, matreiðslu, matvælaframleiðslu, miðlun og ferðaiðnaði.   

Þessi skýrsla lýsir vinnustofunni “Hvað er saltfiskur?” sem haldin var í húsakynnum Menntaskólans í Kópavogi, 28. september 2022 í samstarfi Matís, Menntaskólans í Kópavogi (MK), Gríms Kokks, Klúbbs Matreiðslumeistara og Íslenskra saltfiskframleiðenda. Markmið vinnustofunnar var að miðla þekkingu úr hinum ýmsu áttum, og leita leiða til að styrkja stöðu saltfisks á innanlandsmarkaði og sóttu um 40 manns vinnustofuna. Haldnar voru stuttar kynningar af sérfræðingum Matís um sögu, menningu, verkun og útvötnun saltfisks. Jafnframt um þekkingu og viðhorf neytenda til saltfisks og neyslu hans á Íslandi. Skynrænir eiginleikar saltfisks voru kynntir og fundargestir fengu tækifæri til að smakka og bera saman tvær gerðir saltfisks og tvær gerðir af söltuðum fiski. Þá kynntu matreiðslunemar MK hugmyndir sínar á bakvið saltfiskrétti, sem voru reiddir á borð. Að því loknu var unnið í þremur hópum sem hver um sig ræddi eftirfarandi efni: “Hvað er saltfiskur- má kalla saltaðan fisk saltfisk?”, “Hvernig náum við til unga fólksins?” og “Hvernig er hægt að auka vöruframboðið?”.

Niðurstöður vinnustofunnar sýndu að mikilvægt er að greina á milli þess sem sannarlega telst saltfiskur annars vegar og saltaðs fisks hins vegar. Saltaður fiskur, yfirleitt léttsaltaður eða nætursaltaður, hefur ekki sömu einkenni og saltfiskur, sem er fiskur fullverkaður með salti og saltpækli og svo þurrsaltaður jafnvel vikum saman, sem eftir útvötnun gefur þessari vöru einstaka eiginleika á borð við einkennandi verkunarbragð og stinna áferð. Svo virðist sem það séu til staðar endalaus tækifæri og sóknarfæri fyrir saltfiskinn. Við þurfum hins vegar að greiða betur leið saltfisksins á íslenskan markað. Saltfiskur ætti í raun að vera okkur Íslendingum, á pari við það sem Parmaskinka er Ítölum, hið minnsta. Til að efla þekkingu, virðingu og neyslu á saltfiski þarf að kynna hann betur og gera hann sýnilegri, ekki síst meðal yngri aldurshópa. Það sem hindrar matreiðslufólk og framleiðendur afurða er að oft er erfitt að nálgast fullverkaðan, rétt útvatnaðan saltfisk innanlands. Vanda þarf til útvötnunar, en oft er ekki til staðar aðstaða, tími eða þekking. Við þurfum að ná til yngri neytenda og bæta orðspor saltfisksins almennt. Heitið saltfiskur er ekki mjög heppilegt, þar sem það hefur tilvísun í saltan fisk og hefur neikvæða ímynd vegna tengingar við annars flokks fisk. Þá á útvatnaður saltfiskur ekki að vera of saltur. Ef til vill ætti fullverkaður, útvatnaður saltfiskur að kallast eitthvað annað en saltfiskur.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Neytendakönnun um saltfisk

Útgefið:

30/08/2019

Höfundar:

Aðalheiður Ólafsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir

Styrkt af:

AG Fisk, AVS rannsóknasjóður

Tengiliður

Aðalheiður Ólafsdóttir

Skynmatsstjóri

adalheiduro@matis.is

Neytendakönnun um saltfisk

Löng hefð er fyrir vinnslu saltfisks hér á landi en áður fyrr var öðru fremur notast við saltið til að lengja geymsluþol fiskins. Í dag telst saltfiskur sælkeravara sem nýtur mikilla vinsælda víða um heim, ekki síst í Suður-Evrópu, þar sem hefðir og gæði íslenska saltfisksins leika stórt hlutverk. Matís stóð fyrir vinnustofum  með saltfiskframleiðendum og matreiðslumönnum í apríl og maí 2019. Markmiðið með þeim var meðal annars að meta stöðu saltfisks á heimamarkaði. Þar kom fram að afla þyrfti upplýsinga um sýn Íslendinga á saltfiski til að meta betur tækifærin hérlendis. Byggt á niðurstöðum vinnustofanna var framkvæmd vefkönnun með það að markmiði að rannsaka ímynd saltfiskafurða í hugum Íslendinga, almenna þekkingu á saltfiski og sögu hans, og upplifun á saltfiski. Einnig var könnuð neyslutíðni á saltfiski, léttsöltuðum fiski og nætursöltuðum fiski, sem og viðhorf til saltfisks samanborið við léttsaltaðan- og nætursaltaðan fisk.  Könnunin var framkvæmd í maí 2019 og birtist 17.000 notendum Facebook, 18 ára og eldri. Alls luku 505 manns könnuninni.

Mikill munur var á svörum þátttakenda eftir aldri. Niðurstöðurnar sýna að neysla á bæði fiski og saltfiski fer minnkandi með lækkandi aldri. Einungis um 29% þátttakenda á aldrinum 18-29 ára borða saltfisk einu sinni á ári eða oftar en samsvarandi hlutfall fyrir elsta hópinn, 60-70 ára, er um 94%. Helsta ástæða þess að þátttakendur borða ekki saltfisk er að þeim finnst hann ekki góður. Aðrar orsakir eru að hann er of saltur, skortur á framboði, að það sé lítil hefð fyrir saltfiski, og að ferskur fiskur sé frekar valinn. Almennt voru viðhorf til saltfisks nokkuð jákvæð og upplifun þeirra sem hafa keypt saltfisk á veitingastað, fiskbúð og matvöruverslun góð. Hins vegar eru yngri þátttakendur almennt neikvæðari fyrir saltfiski og líklegri til að finnast bragð af saltfiski vont en þeim sem eldri eru. Þekking og áhugi á saltfiski minnkar einnig með lækkandi aldri og á það sama við um kauptíðni á saltfiski, léttsöltuðum fiski og nætursöltuðum fiski. Niðurstöður gefa til kynna að mismunandi smekkur sé eftir aldri á því hversu saltur saltfiskur á að vera. Eldri þátttakendur eru líklegri til að vilja hafa saltfisk vel saltan og finnst hann sjaldnar of saltur en þeim sem yngri eru.

Saltfiskurinn hefur verið samofinn sögu Íslendinga og matarmenningu í árhundruð. Niðurstöður úr þessari könnun sýna hins vegar minnkandi þekkingu, áhuga og neyslu á saltfiski í yngri aldurshópum. Þessi þróun getur skýrst af auknu úrvali matvara, breyttum smekk, viðhorfum og venjum. Líklegt er að ímynd saltfisks sem gæðavöru eigi undir högg að sækja og að miklar breytingar séu að verða á neyslu saltfisks meðal Íslendinga. Til að ýta undir neyslu á saltfiski þarf að kynna hann betur og gera sýnilegri, ekki síst meðal yngri aldurshópa, hvort heldur sem er í mötuneytum, matvöruverslunum, fiskbúðum eða veitingastöðum.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Tilbúnir réttir úr saltfiski

Útgefið:

31/10/2012

Höfundar:

Gunnþórunn Einarsdóttir, Jón Trausti Kárason

Styrkt af:

AVS-sjóðurinn

Tilbúnir réttir úr saltfiski

Markmið verkefnisins var að þróa tilbúna saltfiskrétti og saltfiskbollur. Með því að nýta meðal annars ónýtt hráefni s.s. afskurð má skapa aukin verðmæti úr sjávarfangi. Stefnt var að sölu þessara afurða á Norðurlöndunum, Spánarmarkaði og á Íslandi. Ektafiskur er með hefðbundna framleiðslu á saltfiski og eru engin aukefni notuð við framleiðsluna. Saltfiskur er þekkt afurð á Spáni og á Norðurlöndunum og hafa núverandi vörur Ektafisks fengið góðar viðtökur bæði á Spáni og á Íslandi. Til að viðhalda og/eða auka markaðshlutdeild sína er nauðsynlegt fyrir fyrirtækið að þróa vörulínu sína áfram m.t.t. krafna neytenda í dag. Þróun á saltfiskafurðum hefur verið í átt til meiri þæginda fyrir neytendur samfara breytingum á lífsmynstri á undanförnum áratugum.

The aim of the project was to develop pre-made salt-cod dishes and fishcakes. By using using un-utilized raw materials like cut-offs added value can be created. The goal was to market the products developed in this project in the Nordic countries, Spain and in Iceland. Ektafiskur produces traditional salted cod and do not use any additives. Salted cod is a known product in Spain as well as in the Nordic countries. The products from Ektafiskur have been well received both in Spain and Iceland. To maintain and/or increase its market size it is essential that Ektafiskur continue to develop new products with consumer demand in mind. The development of salted cod products has been increasingly towards consumer comfort and changes in life patterns in the last decades.

Skoða skýrslu

Skýrslur

SafeSalt: Quality control of bacalao salt / SafeSalt: Gæðaeftirlit með saltfisk salti

Útgefið:

01/09/2012

Höfundar:

Minh Van Nguyen, Sigurjón Arason, Hrönn Ólína Jörundsdóttir

Styrkt af:

AVS

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

SafeSalt: Quality control of bacalao salt / SafeSalt: Gæðaeftirlit með saltfisk salti

Markmið verkefnisins var að þróa hraðvirka greiningaraðferð til að meta gæði salts sem notað er til saltfiskframleiðslu. Takmark verkefnisins var að lágmarka gulumyndun í saltfiski. Tilraunir með að nota þorskalýsi sem staðgönguefni til að meta þránun fitu af völdum málma sýndu lofandi niðurstöður og nauðsynlegt er að yfirfæra niðurstöður fyrir þorskalýsi yfir á þorskflök. Niðurstöður benda til þess að járn hafi meiri áhrif á þránun fitu en við kopar. Þránun mældist í fitu við allt að 5 ppm járnstyrk í salti. Nauðsynlegt er að skoða áhrif kopars og járns á oxun próteins í fiski.

The objective of the project was to develope rapid test method to evaluate the quality of salt used in the production of heavily salted cod. This is done in order to reduce the risk of yellow discoloration in salted cod. Experiments where cod liver oil was used as surrogate material showed promising results and the next step is to extrapolate these results to cod filets. The results indicate that iron has stronger oxidazing effects on lipids compared to copper. Oxidation of lipids was detected at 5 ppm iron concentration in salt. Future research should aim at investigating the effects of copper and iron on protein oxidation in fish.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Production of salted fish in the Nordic countries. Variation in quality and characteristics of the salted products

Útgefið:

01/12/2010

Höfundar:

Kristín Anna Þórarinsdóttir, Ingebrigt Bjørkevoll, Sigurjón Arason

Styrkt af:

NORA (Journal nr. 510‐036)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Production of salted fish in the Nordic countries.   Variation in quality and characteristics of the salted products

The Nordic countries are the largest exporters of salted gadoid products, whereas countries in South‐Europe and Latin America are the biggest importers. In Norway, Iceland and Faroe Islands, cod is primarily used for the production. The characteristics of the salted fish, such as commercial quality and weight yield vary between the countries and between producers. These attributes are influenced by differences in catching methods, handling and salting methods. This report summarises the variation in these procedures, and in addition, the market segmentation of salted products, from the different countries.

Meginhluti saltfiskframleiðslu í heiminum fer fram innan norrænu landanna en stærsti neytendahópurinn er í S‐Evrópu og S‐Ameríku.   Þorskur er megin hráefnið en einnig er framleiddur saltfiskur úr öðrum skyldum tegundum, s.s. ufsa, löngu, ýsu og keilu.    Eiginleikar saltfiskafurð, svo sem gæði og nýting, eru breytilegir milli framleiðslulanda og framleiðenda.    Þessir breytur eru háðar veiðiaðferðum, hráefnismeðhöndlun og söltunaraðferðum.    Skýrslan er samantekt á breytileika í þessum þáttum milli framleiðslulanda, ásamt úttekt á hlutdeild þeirra á saltfiskmörkuðum.

Skoða skýrslu

Skýrslur

The role and fate of added phosphates in salted cod products / Hlutverk og afdrif viðbætts fosfats í saltfiski

Útgefið:

01/07/2010

Höfundar:

Kristín Anna Þórarinsdóttir, Sigurjón Arason, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

AGS, AVS

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

The role and fate of added phosphates in salted cod products / Hlutverk og afdrif viðbætts fosfats í saltfiski

Markmið verkefnisins var að meta afdrif viðbætts fosfats í saltfiski. Ljós er að magn þess lækkar við verkun og útvötnun. Sama gildir um fosföt sem eru náttúrulega til staðar í fiskvöðva. Þess vegna er heildarmagn fosfats í útvötnuðum afurðum yfirleitt lægra en í ferskum fiski. Hins vegar hefur verið sýnt fram á að viðbætt fosföt (dí- og trífosföt) finnast bæði í verkuðum og útvötnum fiski. Það er þó háð magni viðbætts fosfats í afurðinni og hvaða söltunarferlum er beitt, þ.e. hvort fosfati var bætt í fiskinn með sprautun eða pæklun. Lítið eða ekkert greinist í útvötnuðum afurðum ef pæklun er beitt. Munur á milli ferla getur stafað af söltunaraðferð (sprautun/pæklun), gerð og upphaflegu magni viðbætts fosfats og verkunartíma. Frekari rannsókna er þörf til að meta áhrif af mismunandi söltunarferlum á afdrif fosfats í söltuðum þorskvöðva.

The aim of this study was to investigate the fate of added phosphates in salted cod products. The content of both added phosphates and naturally occurring phosphates, decreases during salting and rehydration. The final content in rehydrated fish (approx. 1-2.5% NaCl) is usually below values in the raw fish. However, di- and triphosphates are present both in salted and rehydrated products. The amount depends on the quantity of added phosphates in the product and on the salting procedures applied. It seems that lower contents are present in brined products than in injected products. Differences may depend on the method used for adding phosphates (injection/brining), phosphate type and, initial content of added phosphates in the muscle after pre-salting and finally on the curing time. Further studies are needed to get accurate information on the effects of different salting procedures on the fate of phosphates in salted cod products.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Mælingar á salti, málmögnum og saltfiski við greiningu á gulumyndun í saltfiski febrúar til maí 2009 / Analysis of trace metals in salt, salted fish and insoluble particles in diagnosis of the source for yellow discoloration in salted fish – carried out February to May 2009

Útgefið:

01/08/2009

Höfundar:

Sigurjón Arason, Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Einar Lárusson, Helga Gunnlaugsdóttir

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Mælingar á salti, málmögnum og saltfiski við greiningu á gulumyndun í saltfiski febrúar til maí 2009 / Analysis of trace metals in salt, salted fish and insoluble particles in diagnosis of the source for yellow discoloration in salted fish – carried out February to May 2009

Undanfarið hefur borið óvenjumikið á gulu í saltfisksholdi sem rýrir gæði og verðmæti framleiðslunnar. Saltfisksframleiðendur hafa orðið fyrir umtalsverðu fjárhagslegu tjóni vegna þessa. Saltfiskur, pæklar og aðskotaagnir úr salti voru greind með tilliti til járns (Fe), kadmíns (Cd), kóbalts (Co), kopars (Cu), nikkels (Ni), sínks (Zn) og mangans (Mn) til að greina orsök vandans. Styrkur málms var meiri í gulum blettum saltfisks en í hvítu holdi ásamt því að töluvert hærra magn málma fannst í pækli sem orsakaði gulu miðað við aðra pækla. Mikið magn málma fannst í ryki úr salti sem leiðir líkum að því að rykið geti haft áhrif á myndun gulra bletta í saltfiski.

Recently several cases of yellow discoloration in salted cod have appeared. This yellow discoloration/yellow spots decreases the quality and value of the product and causes a significant financial damage for the producers. Salted cod, brine and insoluble particles from the salt were analysed for iron (Fe), cadmium (Cd), cobalt (Co), copper (Cu), nickel (Ni), zinc (Zn) and manganese (Mn) to investigate the cause of the problem. Metal concentration was higher in yellow spots from the salted cod compared to the white flesh of the cod. The metal concentration was also higher in brine that caused yellow discoloration compared to other brine. Considerable amount of metals were detected in insoluble dust particles from salt indicating that it might be the cause for the yellow discoloration in salted cod.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Ferlastýring við veiði, vinnslu og verkun saltfisks. Áhrif hráefnisbreyta á nýtingu og gæði saltfisks

Útgefið:

01/08/2007

Höfundar:

Lárus Þorvaldsson, Þóra Valsdóttir, Sigurjón Arason, Kristín Anna Þórarinsdóttir

Styrkt af:

AVS, Tækniþróunarsjóður Rannís

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Ferlastýring við veiði, vinnslu og verkun saltfisks. Áhrif hráefnisbreyta á nýtingu og gæði saltfisks

Unnið var úr gögnum sem safnað hefur verið hjá Vísi hf. og Þorbirni hf og tengsl nýtingar og gæða við veiðisvæði, veiðitíma, veiðiskip, kælingu um borð og breytingu á verkunarferli metin. Í ljós kom að veiðisvæði hafði marktæk áhrif á vinnslunýtingu en munur á verkunarnýtingu og gæði eftir veiðisvæðum var minni. Sveiflur í verkunarnýtingu og gæðum reyndust árstíðabundnar og einnig var munur á milli ára. Breytingar á kælingu um borð, þ.e. notkun vökvaís í stað flöguís um borð reyndist ekki hafa marktæk áhrif á fyrrnefnda hætti. Aftur á móti bættu breytingar á verkunaraðferð, þ.e. sprautun, bæði nýtingu og gæði. Efni skýrslunnar var hluti af verkefninu “Ferlastýring við veiði, vinnslu og verkun saltfisks”.

Analysis of data collected by the fisheries companies Vísir and Thorfish revealed the effects of fishing grounds, season, fishing vessels, chilling methods on board and salting procedure on yield and quality of salted products. Effects of fishing grounds on processing yield were significant but curing yield and quality were less influenced. Variation in curing yield and quality were seasonal and differences between years were observed. Changes in chilling methods on-board, i.e. use of liquid ice instead of flake ice did not affect yield and quality of salted products. On the other hand, changes in the salting procedure did, when injection was added as the initial step in the process.

Skoða skýrslu
IS