Skýrslur

Product development of ready-to-heat vegetarian meals containing Torula

Útgefið:

14/12/2023

Höfundar:

Kolbrún Sveinsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir og Birgir Örn Smárason

Styrkt af:

Grant Agreement: 862704, Horizon 2020, EU Research and Innovation program

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Aðgengi að hágæða próteini, framleiddu á sjálfbæran hátt verður sífellt takmarkaðra en á sama tíma hefur eftirspurn eftir próteini á heimsvísu aldrei verið meiri. Aukin áhersla hefur verið lögð á sjálfbærari neysluvenjur og lífsstíl í vestrænum samfélögum með það að markmiði að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Til að mæta aukinni þörf fyrir prótein þurfa neytendur að draga úr neyslu á dýrapróteini og auka neyslu annarra próteina. Slík prótein eru ekki aðeins hefðbundin plöntuprótein heldur einnig nýprótein eins og einfrumungar sem eru tiltölulega ný á matvælamarkaði í Evrópu.

Innan Evrópuverkefnisins NextGenProteins, þróaði matvælaframleiðandinn Grímur Kokkur í samvinnu við Matís, grænmetisrétti sem innihéldu próteingjafann Torula. Áherslan var aðallega lögð á tilbúna grænmetisrétti sem innihalda nýprótein í því magni að hægt sé að merkja réttina sem próteingjafa (að minnsta kosti 12% hitaeininga (kcal) úr próteini af heildar hitaeiningum).

Þessi skýrsla lýsir tilraunum á þróun á brauðuðum grænmetisbollum sem innihalda Torula og döðlufyllingu og brauðuðum risottobollum sem innihalda Torula. Metnir voru skynrænir eiginleikar, næringarefni og upplifun neytenda af bollunum. Skynmat framkvæmt af þjálfuðum skynmatsdómurum benti ekki til neinna galla varðandi skynræn gæði og viðbrögð neytenda voru almennt mjög jákvæð. Ennfremur innihéldu vörurnar báðar meira en 12% kcal úr próteinum. Af þessum niðurstöðum má draga þá ályktun að vöruþróun tilbúinna grænmetisrétta sem innihalda Torula hafi tekist vel.
_____

Access to high quality, sustainably produced proteins is becoming increasingly restricted due to a growing world population, increased pressure on natural resources and climate change, while at the same time the global protein demand has never been higher. There has been increased emphasis towards more sustainable consumption habits and lifestyle in western societies with the aim to reduce negative environmental effects. To meet the increased need for protein, consumers need to reduce their consumption of animal protein and increase their consumption of alternative proteins. Alternative proteins are not only traditional plant proteins but also from novel sources such as single cells which are relatively new to the food market in Europe. 

Within the European project, NextGenProteins, the food producer Grímur Kokkur developed series of vegetarian meals containing the alternative protein source Torula in collaboration with Matís. The focus was mainly placed on vegetarian ready meals containing the alternative protein ingredient in a ratio which enables the producer to claim the ready meals are a source of protein (at least 12% kcal from protein of total kcal).

This report summarises and describes trials of the development of breaded vegetarian cakes containing Torula and date filling and breaded risotto cakes containing Torula, with regard to sensory characteristics, nutrients and consumer liking. Sensory evaluation by trained sensory panellists indicated no defects regarding sensory quality, and both products were very well perceived by consumers. Further, the products both contained more than 12% kcal from proteins. From these results it can be concluded that the product development of the oven-ready vegetarian meals with Torula was successful.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Nýsköpun smáframleiðendur – Nordbio

Útgefið:

20/12/2017

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Óli Þór Hilmarsson, Ólafur Reykdal, Guðjón Þorkelsson, Björn Viðar Aðalbjörnsson

Styrkt af:

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Nýsköpun smáframleiðendur – Nordbio

Markmið með verkefninu var að fylgja eftir og styðja frekar við smáframleiðendur í kjölfar nýsköpunarverkefna sem unnin voru undir NordBio, formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2014-2016. Meginmarkmið nýsköpunarverkefnanna í þágu smáframleiðenda var að hafa bein efnahagsleg áhrif í gegnum nýsköpun og verðmætasköpun í norræna lífhagkerfinu og styrkja þannig svæðisbundinn hagvöxt. Unnið var við 17 nýsköpunarverkefni. Reynslan af verkefnunum er að þekking og þjálfun er nauðsynleg til að hugmyndir raungerist og til að gera framleiðendum kleyft að fullnægja öllum kröfum um matvælaöryggi. Nordbio nýsköpunarverkefnin hafa sýnt að notkun „nýsköpunarinneignar” getur verið áhrifarík leið til að hvetja til nýsköpunar, yfirfærslu þekkingar og tækni til að auka virði lífauðlinda. Sýnt þykir full þörf sé á að bjóða styrkveitingu af þessu tagi fyrir smáframleiðendur og frumkvöðla til að hvata nýsköpun og leysa krafta hugmyndaflugs úr læðingi. Mikill akkur yrði af því að koma á fót sjóði sem stuðlað geti að nýsköpun í anda Nordbio verkefnanna.

The aim of the project was to follow up on and support further small-scale producers that participated in innovation projects as a part of the Nordbio programme, the Icelandic chairmanship programme in the Nordic council of ministers 2014-2016. The overall objective of the innovation projects was to have direct economic impact through innovation and value creation in the Nordic bioeconomy and thereby strengthen regional and economic growth. 17 innovation projects where carried brought forward. The projects have displayed that knowledge and training is essential for ideas to be realized and to enable manufacturers to meet all food safety requirements. The Nordbio innovation projects have manifested that using “innovative voucher” can be an effective way of encouraging innovation, knowledge transfer and technology to increase the value of biofuels. There is apparently need to offer small producers and entrepreneurs funding of this kind. Establishment of fund under the same format as Nordbio functioned with innovation vouchers can enable increased value creation trhough innovation.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Kornafurðir og kornmarkaðir við norður Atlantshaf / Cereal Products And Markets In The Northern Periphery Region

Útgefið:

01/06/2014

Höfundar:

Ólafur Reykdal, Peter Martin, Áslaug Helgadóttir, Hilde Halland, Vanessa Kavanagh, Rólvur Djurhuus

Styrkt af:

Northern Periphery Programme

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Kornafurðir og kornmarkaðir við norður Atlantshaf / Cereal Products And Markets In The Northern Periphery Region 

Forverkefni um kornmarkaði og kornafurðir úr svæðisbundnu korni var unnið á tímabilinu september 2013 til mars 2014. Verkefnið var styrkt af Norður‐ slóðaáætluninni (Northern Periphery Promramme, NPP). Þátttakendur komu frá Íslandi, N‐Noregi, Færeyjum, Orkneyjum og Nýfundnalandi. Markmið verkefnis‐ ins var að: (1) Byggja upp samstarfsnet um kornrannsóknir. (2) Afla upplýsinga um kornframleiðslu og kornnýtingu á hverju svæði um sig og leita nýrra markaða og samstarfsaðila. (3) Leggja drög að umsókn um stórt kornverkefni. Þátttakendur greindu upplýsingar um kornframleiðslu og korninnflutning. Í ljós komu tækifæri til að láta innlenda framleiðslu koma í stað innflutnings. Kornmarkaðir og þróun markaða var tekin til skoðunar og mat var lagt á stærð markaða. Það ætti að vera mögulegt að auka innlenda framleiðslu á ýmsum kornvörum svo sem bökunarvörum, morgunkorni, pasta og áfengum drykkjum. Þátttökulöndin / svæðin eru á mismunadi stigi með tilliti til kornræktar og því þarf þróun kornvara að taka mið af aðstæðum.

A preparatory project scoping new markets and products from local cereals in several parts of the Northern Periphery Programme (NPP) area, was implemented between September 2013 and March 2014. The project included partners from the following regions: Iceland, N‐Norway, Faroe Islands, Orkney and Newfoundland. The project aim was to: (1) Build up a collaborative R&D network on cereals. (2) Review cereal production and utilization in each partner region and identify potential new markets and collaborators. (3) Develop a proposal for a main project. Partners quantified the domestic cereal production and import of cereals. Opportunities were found where imported cereals might be replaced by local products. Cereal markets and food trends were studied and the size of the market for cereal products was estimated. It is possible to increase the use of local cereals for production of many foods: bakery products, breakfast cerals, pastas and alcoholic beverages. The regions differ with regard to cereal production and development of cereal products should take the situation into account.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Matur og sjálfbær ferðaþjónusta. Samantekt.

Útgefið:

01/04/2014

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Matur og sjálfbær ferðaþjónusta. Samantekt.

Matur og sjálfbær ferðaþjónusta var öndvegis‐ og klasaverkefni til að efla vistvæna matvælaframleiðslu og matvælavinnslu í tengslum við ferðaþjónustu. Að verkefninu stóðu opinberir aðilar í stoðkerfi atvinnulífsins, svæðisbundin þróunarfélög og Háskóli Íslands. Verkefnið var unnið til að bregast við miklum áhuga á staðbundnum matvælum og umhverfismálum í tengslum við vaxandi umsvif í ferðaþjónustu. Áherslan var á að styðja frumkvöðla við þróun á nýjum vörum og söluleiðum sem nýtust ferðaþjónustu á hverju svæði. Nýsköpunarhlutinn heppnaðist vel og hafði margföldunaráhrif bæði heima í héraði, á landsvísu og í alþjóðasamstarfi. Samhliða voru gerðar mikilvægar rannsóknir á sjálfbærnimælikvörðum, viðhorfum neytenda og gæðum og geymsluþoli. Samskipta og tengslahluti verkefnisins var ekki síður mikilvægur. Í þessari skýrslu er gerð stutt grein fyrir framgangi verkefnisins og megin ályktunum.

Food and Sustainable Tourism was a 3 year collaboration project between academia, R&D institutions and regional development agencies. In the project focus was put on strengthening small scale local food production to encourage sustainability in tourism. The project was executed as a response to rise in interest in local food and environmental issues within tourism. Focus was put on supporting entrepreneurs developing new products and sales channels. Research on sustainability indicators, consumer attitudes and product quality was carried out. 

Skoða skýrslu

Skýrslur

Loðnuflökun fyrir fullvinnslu á loðnuafurðum í ansjósulíki / Filleting capelin for developing marinated anchovies

Útgefið:

01/12/2013

Höfundar:

Vigfús Ásbjörnsson, Óli Þór Hilmarsson, Ingunn Jónsdóttir, Guðjón Þorkelsson, Guðmundur Stefánsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi tilvísunarnúmer R 11 056‐11

Tengiliður

Óli Þór Hilmarsson

Verkefnastjóri

oli.th.hilmarsson@matis.is

Loðnuflökun fyrir fullvinnslu á loðnuafurðum í ansjósulíki / Filleting capelin for developing marinated anchovies

Verkefnið snýst um að kanna forsendur á því að hefja flökun á loðnu í íslenskum sjávarútvegi með það að markmiði að auka virði íslenskra loðnuafurða. Í verkefninu er staða markaða skoðuð og hvaða sambærilegar vörur eru til í dag. Farið er út í vöruþróun þar sem loðna er handflökuð og þróaðar eru afurðir úr flökunum sambærilegar því sem þekkist í fullvinnslu á ansjósum víða um heim. Allar afurðir verkefnisins eru metnar af sérfræðingum í skynmati og þeim gefið álit skynmatdómara. Einnig eru afurðirnar kynntar á markaði. Gerðar eru tilraunir með flökun á loðnu í loðnuflökunarvél sem álitið er að sé forsenda þess að iðnaðurinn eigi möguleika á að skapa aukið virði úr loðnuafurðum Íslendinga með meiri fullvinnslu.

The project aim is to analyze the feasibility to start filleting capelin in the Icelandic fish industry with the purpose of increasing the value of Icelandic capelin products. In the project the current state of the market is analyzed and what similar products are on the market today. New product development takes place in the project where capelin is hand filleted and similar products are developed as marinated anchovies. All products developed in the project are evaluated by experts in sensory and given opinions from sensory judges. The products developed are introduced on the market. Experiments are performed on filleting capelin in capelin filleting machine which is evaluated as the prerequisite for the capelin industry in Iceland to create increased value into the Icelandic capelin industry by filleting the capelin.

Skýrsla lokuð til 01.12.2015

Skoða skýrslu

Skýrslur

Sætreyktur fiskur

Útgefið:

01/09/2013

Höfundar:

Óli Þór Hilmarsson

Styrkt af:

Vaxtarsamningur vesturlands

Tengiliður

Óli Þór Hilmarsson

Verkefnastjóri

oli.th.hilmarsson@matis.is

Sætreyktur fiskur

Verkefnið er þróun á nýrri vöru á íslenskum markaði, sætreyktum fisk, byggt á aldagamalli uppskrift indjána norður ameríku. Markmiðið er að þróa nýja vöru úr íslensku hráefni með áherslu á uppruna þess frá Snæfellsnesi. Hugmyndafræði verkefnisins er að búa til fullunna vöru með samstarfi á milli fyrirtækis í fullvinnslu og hráefnisframleiðanda. Með því er verið að auka virði hráefnis á svæðinu og um leið að búa til matarminjagrip fyrir ferðamenn á svæðinu og nýja vöru fyrir íslenskan neytendamarkað. Auk þróunar á vörunni sjálfri þurfti einnig að bæta vörumerki og sinna markaðsmálum á svæðinu. Verkefnið er samstarfsverkefni Reykhallar Gunnu á Rifi, Snæfellsnesi og Matís.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Tilbúnir réttir úr saltfiski

Útgefið:

31/10/2012

Höfundar:

Gunnþórunn Einarsdóttir, Jón Trausti Kárason

Styrkt af:

AVS-sjóðurinn

Tilbúnir réttir úr saltfiski

Markmið verkefnisins var að þróa tilbúna saltfiskrétti og saltfiskbollur. Með því að nýta meðal annars ónýtt hráefni s.s. afskurð má skapa aukin verðmæti úr sjávarfangi. Stefnt var að sölu þessara afurða á Norðurlöndunum, Spánarmarkaði og á Íslandi. Ektafiskur er með hefðbundna framleiðslu á saltfiski og eru engin aukefni notuð við framleiðsluna. Saltfiskur er þekkt afurð á Spáni og á Norðurlöndunum og hafa núverandi vörur Ektafisks fengið góðar viðtökur bæði á Spáni og á Íslandi. Til að viðhalda og/eða auka markaðshlutdeild sína er nauðsynlegt fyrir fyrirtækið að þróa vörulínu sína áfram m.t.t. krafna neytenda í dag. Þróun á saltfiskafurðum hefur verið í átt til meiri þæginda fyrir neytendur samfara breytingum á lífsmynstri á undanförnum áratugum.

The aim of the project was to develop pre-made salt-cod dishes and fishcakes. By using using un-utilized raw materials like cut-offs added value can be created. The goal was to market the products developed in this project in the Nordic countries, Spain and in Iceland. Ektafiskur produces traditional salted cod and do not use any additives. Salted cod is a known product in Spain as well as in the Nordic countries. The products from Ektafiskur have been well received both in Spain and Iceland. To maintain and/or increase its market size it is essential that Ektafiskur continue to develop new products with consumer demand in mind. The development of salted cod products has been increasingly towards consumer comfort and changes in life patterns in the last decades.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Þurrverkað hrefnukjöt-hrefnunasl / Dry curing of whale meat

Útgefið:

01/10/2012

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson, Óli Þór Hilmarsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Óli Þór Hilmarsson

Verkefnastjóri

oli.th.hilmarsson@matis.is

Þurrverkað hrefnukjöt-hrefnunasl / Dry curing of whale meat

Markmið verkefnisins var að auka atvinnuþróun og nýsköpun í heimabyggð, innan Akraneskaupstaðar, með því að aðstoða við þróun vöru úr þurrverkuðu hrefnukjöti, með vel skilgreinda eðlisog bragðeiginleika. Þróaðar voru tvær frumgerðir af vöru; Frumgerð 1 byggir á þurrverkuðum strimlum úr hrefnuvöðva og Frumgerð 2 byggir á hökkuðu hrefnukjöti sem er mótað í bita eða lengjur og þurrverkað. Í þessari skýrslu er farið yfir vöruþróunarferilinn á þessum frumgerðum.

The aim of this project was to increase employment development and innovation in Akranes, by developing a prototype of dry cured whale meat, with defined physical properties and flavour. Two prototypes were developed, prototype 1 based on dry cured muscle slips from whale meat, and prototype 2 based on formed minced dry cured whale muscle. In this report an overview of the product development is described.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Auðgaðir sjávarréttir / Enriched seafood

Útgefið:

01/04/2012

Höfundar:

Emilía Martinsdóttir, Rósa Jónsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Margrét Geirsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir, Helga Helgadóttir, Gísli M. Gíslason

Styrkt af:

AVS

Tengiliður

Rósa Jónsdóttir

Fagstjóri

rosa.jonsdottir@matis.is

Auðgaðir sjávarréttir / Enriched seafood

Verkefninu Auðgaðir sjávarréttir sem unnið var í samvinnu við fyrirtækið Grím kokk í Vestmannaeyjum og Iceprotein á Sauðárkróki er nú að ljúka. Þar voru þróaðar nokkrar frumgerðir af vörum úr íslensku sjávarfangi og bætt í þær lífefnum eins og þörungaþykkni með skilgreinda lífvirkni, hýdrólysötum til að auka próteininnihald og lýsi til að auka ómega‐3 fitusýrur. Niðurstöðurnar sýna að vel er hægt að auka magn ómega‐3 fitusýra í fiskibollum án þess að það komi niður á bragðgæðum. Sama má segja um íblöndun þörungadufts og einnig tókst vel að auka próteinmagn í fiskbollunum.   Neytendakannanir voru framkvæmdar til að kanna smekk neytenda fyrir frumgerðum í samanburði við hefðbundna vöru sem þegar er á markaði.   Upplýsingar um lífvirku efnin og virkni þeirra hafði áhrif á hvernig fólki geðjaðist að vörunum. Áhrif upplýsinga voru háð ýmsum þáttum, eins og viðhorfum til heilsu og matar og viðhorfum til innihaldsefna í þeirri vöru sem prófuð var. Neytendakönnun á netinu sem yfir 500 manns tóku þátt í sýndu að fólk er almennt jákvæðara gagnvart auðgun ef um er að ræða þekkt hollustuefni á borð við ómega‐3. Einnig að betra er að veita upplýsingar um virkni þó að um þekkt efni sé að ræða, þar sem það eykur á jákvæða upplifun fólks af vörunni. Auðgun með þara virðist einnig vera raunhæfur kostur þar sem upplýsingar um notkunargildi þarans í vöru voru gefnar og svipað má segja varðandi fiskiprótein. Þessar vörur höfða almennt frekar til fólks sem leggur áherslu á hollustu matvæla, sem er nokkuð stór hópur samkvæmt þessum niðurstöðum. Almennt má álykta út frá þessum niðurstöðum að auðgun sjávarrétta sé raunhæfur möguleiki en huga þarf að merkingum og upplýsingagjöf til neytenda. Það má álykta út frá þessum niðurstöðum auðgun sjávarrétta sé raunhæfur möguleiki en huga þarf að merkingum og upplýsingagjöf til neytenda.

Prototypes of seafood dishes enriched with bioactive compounds from the ocean, such as seaweed, fish proteins and fish oil to increase omega‐ 3 fatty acids have been developed to meet market demand. The results show that it is possible to increase the content of omega‐3 fatty acids in fishcakes without negatively affecting the flavour. Also the enrichment of seaweed and fish proteins to increase protein content was successful. Consumers were asked about liking of various prototypes compared to traditional fish dishes. Information on the added compounds and their bio‐activity affected the liking of the consumers. Influence of information depended on various factors like attitudes towards health, food and the added ingredients.   Web‐based consumer survey (500 respondents) showed that consumers were more positive towards enrichment of seafood if well‐known ingredients like omega‐3 were used. The information on health‐effect and bio‐activity was also positive regarding the consumer experience. even though the ingredients was well‐known. Enrichment using seaweed or proteins also seems to be a realistic option based on information of the health effect given. These kinds of products appeal more to consumers emphasising health benefits of their food. It can be stated from the results of the project that enrichment of seafood is a realistic option but labelling and information to consumers is important.

Skýrsla lokuð til 01.04.2015

Skoða skýrslu

Skýrslur

Matvælaklasi í Ríki Vatnajökuls / The Food Cluster “Region of Vatnajökull”

Útgefið:

01/03/2010

Höfundar:

Guðmundur H. Gunnarsson

Styrkt af:

Klasar (Nýsköpunarmiðstöð Íslands)

Matvælaklasi í Ríki Vatnajökuls / The Food Cluster “Region of Vatnajökull”

Í verkefninu var stutt við uppbyggingu Matvælaklasa í Ríki Vatnajökuls. Helstu markmið voru að byggja upp skilvirka grasrótarstarfsemi innan klasans, vinna að þróun á sameiginlegri ímynd, vinna kynningarefni fyrir Matvæli í Ríki Vatnajökuls og síðast en ekki síst að vinna að skilgreindum vöruþróunarverkefnum til að styrkja úrval staðbundinna sælkeramatvæla á svæðinu. Verkefnið heppnaðist í alla staði vel. Þátttakendur í matvælaklasanum vinna náið saman í framhaldi verkefnisins. Byggð hefur verið upp sameiginleg og skýr ímynd afurða úr Ríki Vatnajökuls. Meðal annars var gefin út matreiðslu‐ og upplifunarbók þar sem fjallað erum um afurðir, framleiðendur og umhverfi þeirra í Ríki Vatnajökuls. Bókin hefur nú selst í um 2000 eintökum. Verkefnið leiddi til þess að hópurinn réðist í að reka sameiginlega heimamarkaðsbúð í Pakkhúsinu á Höfn sumarið 2009 sem breyttist í vikulegan markað yfir veturinn 2009‐2010. Fjöldi afurða er nú tilbúinn til sölu eftir vöruþróunarferli.

In the project the focus was on strengthening the infrastructure of the Food Cluster “Region of Vatnajökull”. The main aims were to ensure efficient collaboration between different food industry entrepreneurs and designing a strong joint image for the cluster. Other aim was to publish fully designed promotion material for the initiative and to carry out product development to further strengthen local food products catalog. We succeeded in fulfilling all the major aims of the project. The cluster is now very capable of strong collaboration. A strong joint image for the cluster has been designed and applied for promotional purposes. The cluster published recipe and experience local food‐book covering the local products, producers and culture. The cluster operated a local food store in the town of Höfn during the summer of 2009. The store was changed into a weekly local food market in the winter 2009‐2010. Various new products were also developed to increase the local food diversity of the region.

Skoða skýrslu
IS