Skýrslur

Drying and storing of harvested grain – A Review of Methods / Þurrkun og geymsla á korni

Útgefið:

01/04/2018

Höfundar:

Ólafur Reykdal

Styrkt af:

Northern Periphery and Arctic Programme

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Drying and storing of harvested grain – A Review of Methods / Þurrkun og geymsla á korni

Á norðurslóðum er korn að öllu jöfnu skorið það rakt að það skemmist fljótt ef það er ekki þurrkað eða votverkað í fóður. Þurrkun korns er kostnaðarsöm og því þarf að vanda val á tækjabúnaði og orkugjöfum. Mælt er með notkun jarðhita þar sem þess er kostur enda ætti jarðhiti að vera ódýrasti orkugjafinn. Blandaðar lausnir geta reynst vel, t.d. jarðhiti og dísilolía. Landbúnaðurinn þarf að stefna að aukinni sjálfbærni og þá eru jarðhiti og rafmagn góðir kostir. Sumir myglusveppir á akri eða í geymslum geta myndað mýkótoxín (sveppaeiturefni) við rök og hlý skilyrði. Mýkótoxín geta skaðað heilsu fólks og búfjár. Hætta á mýkótoxínmyndum er í lágmarki á köldum norðlægum slóðum. Samt sem áður er nauðsynlegt að fylgjast með gæðum korns í geymslum og vakta mögulega myndun mýkótoxína. Þessi skýrsla gefur yfirlit um þurrkunaraðferðir, orkugjafa og öryggi korns og er grundvöllur ráðgjafar og athuguna á kornþurrkun.

In the Northern Periphery Region, grains are usually harvested at moisture contents too high for safe storage. Therefore the grain should be dried (or wet processed) as soon as possible. The drying process is expensive and the selection of equipment and fuel should be studied carefully. Where available, the use of geothermal water is recommended. In Iceland, geothermal energy has been found to be the cheapest energy source for grain drying. The use of mixed solutions, e.g. geothermal energy and diesel, is possible. Grain producers should aim at increased sustainability. Excellent solutions are geothermal energy and electricity. Mould in the field or in stores can produce mycotoxins under humid conditions and quite high temperature. Mycotoxins can harm the health of humans and animals. The existence of mycotoxins in grain grown under the cool conditions of northern regions is likely to be minimal but the situation should be studied and monitored. This report reviews grain drying methods, possible energy sources, safety aspects and is the basis for guidelines and case studies.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Kornafurðir og kornmarkaðir við norður Atlantshaf / Cereal Products And Markets In The Northern Periphery Region

Útgefið:

01/06/2014

Höfundar:

Ólafur Reykdal, Peter Martin, Áslaug Helgadóttir, Hilde Halland, Vanessa Kavanagh, Rólvur Djurhuus

Styrkt af:

Northern Periphery Programme

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Kornafurðir og kornmarkaðir við norður Atlantshaf / Cereal Products And Markets In The Northern Periphery Region 

Forverkefni um kornmarkaði og kornafurðir úr svæðisbundnu korni var unnið á tímabilinu september 2013 til mars 2014. Verkefnið var styrkt af Norður‐ slóðaáætluninni (Northern Periphery Promramme, NPP). Þátttakendur komu frá Íslandi, N‐Noregi, Færeyjum, Orkneyjum og Nýfundnalandi. Markmið verkefnis‐ ins var að: (1) Byggja upp samstarfsnet um kornrannsóknir. (2) Afla upplýsinga um kornframleiðslu og kornnýtingu á hverju svæði um sig og leita nýrra markaða og samstarfsaðila. (3) Leggja drög að umsókn um stórt kornverkefni. Þátttakendur greindu upplýsingar um kornframleiðslu og korninnflutning. Í ljós komu tækifæri til að láta innlenda framleiðslu koma í stað innflutnings. Kornmarkaðir og þróun markaða var tekin til skoðunar og mat var lagt á stærð markaða. Það ætti að vera mögulegt að auka innlenda framleiðslu á ýmsum kornvörum svo sem bökunarvörum, morgunkorni, pasta og áfengum drykkjum. Þátttökulöndin / svæðin eru á mismunadi stigi með tilliti til kornræktar og því þarf þróun kornvara að taka mið af aðstæðum.

A preparatory project scoping new markets and products from local cereals in several parts of the Northern Periphery Programme (NPP) area, was implemented between September 2013 and March 2014. The project included partners from the following regions: Iceland, N‐Norway, Faroe Islands, Orkney and Newfoundland. The project aim was to: (1) Build up a collaborative R&D network on cereals. (2) Review cereal production and utilization in each partner region and identify potential new markets and collaborators. (3) Develop a proposal for a main project. Partners quantified the domestic cereal production and import of cereals. Opportunities were found where imported cereals might be replaced by local products. Cereal markets and food trends were studied and the size of the market for cereal products was estimated. It is possible to increase the use of local cereals for production of many foods: bakery products, breakfast cerals, pastas and alcoholic beverages. The regions differ with regard to cereal production and development of cereal products should take the situation into account.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Íslenskt matkorn – Gæði, innihald og viðhorf / Icelandic cereal grain crops for food ‐ Quality, chemical composition and consumer view

Útgefið:

01/01/2012

Höfundar:

Ólafur Reykdal, Þóra Valsdóttir, Þórdís Anna Kristjánsdóttir, Jón Þór Pétursson, Jónatan Hermannsson

Styrkt af:

Framleiðnisjóður landbúnaðarins, Landbúnaðarháskóli Íslands

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Íslenskt matkorn – Gæði, innihald og viðhorf / Icelandic cereal grain crops for food – Quality, chemical composition and consumer view

Hjá Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands var á árunum 2009 til 2011 unnið verkefni um innlent korn til matvælaframleiðslu. Verkefninu var ætlað að stuðla að aukinni notkun á innlendu korni í matvæli. Í þessum tilgangi voru settar saman gæðakröfur fyrir bygg og tekið var saman efni um innra eftirlit fyrir handbækur kornbænda. Einnig voru gerðar efnamælingar á innlendu korni, stutt var við vöruþróun úr korni og viðhorf neytenda til innlenda byggsins voru könnuð. Gæðakröfur fyrir matbygg og bygg til ölgerðar eru settar fram og er þeim ætlað að vera viðmiðun í viðskiptum. Almennan texta um innra eftirlit kornræktenda má staðfæra fyrir einstök býli. Samkvæmt efnamælingum var sterkja í innlenda korninu ekki verulega frábrugðin því sem mældist í innfluttu korni. Mikið var af trefjum í innlenda korninu. Styrkur þungmálma í korni eftir eldgosið í Eyjafjallajökli var mjög lágur.

A project on the use of Icelandic grain crops for food production was carried out at Matis and the Agricultural University of Iceland in 2009 to 2011. The purpose of the project was to support the increasing use of domestic cereal grain crops for production of foods. To enable this, quality requirements were developed for barley and a handbook on internal control was written for barley processing at a farm. Proximates and inorganic elements were measured, product development was supported and finally the view of consumers towards Icelandic barley was studied.   Quality requirements for barley to be used for food and alcoholic drinks were developed as a frame of reference for businesses. The text for internal control can be adapted for individual farms. The starch in Icelandic grain crops was similar to that of imported crops. The Icelandic grain crops were rich in dietary fiber. The concentrations of heavy metals in the Icelandic crops after the Eyjafjallajökull eruption were very low.

Skoða skýrslu
IS