Skýrslur

Matur í ferðaþjónustu framtíðarinnar – Ísland. Umræðuskjal og samantekt eftir vinnustofur með íslenskum hagaðilum í febrúar og mars 2021

Útgefið:

02/03/2022

Höfundar:

Ritstjórar: Þóra Valsdóttir Matís og Brynja Laxdal Matarauður Íslands Meðhöfundar: Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Íslenski ferðaklasinn, Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Rannsóknarmiðstöð ferðamála, Kolbrún Sveinsdóttir Matís, Laufey Haraldsdóttir Háskólinn á Hólum, Óli Þór Hilmarsson Matís, Rakel Halldórsdóttir Matís, Selma Dögg Sigurjónsdóttir Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið, Sunna Þórðardóttir Menningar- og viðskiptaráðuneytið, Tjörvi Bjarnason Bændasamtök Íslands

Styrkt af:

Norræna ráðherraráðið

Átta Norðurlandaþjóðir standa að verkefninu Nordic Food in Tourism sem er styrkt af norrænu ráðherranefndinni á tímabilinu 2019- 2021. Markmið verkefnisins er að kanna hvernig ferðamenn og aðrir gestir tala um eða skynja norrænan mat, varpa ljósi á mikilvægi staðbundinna matvæla í sjálfbærri ferðaþjónustu og öðlast innsýn í hvernig loftslags-, neyslubreytingar og aðrir straumar geta mótað framtíð matar í ferðaþjónustu. Tilgangurinn er að vekja athygli á framtíðaráskorunum og tækifærum tengdum mat í ferðaþjónustu og veita stefnumótandi leiðbeiningar sem styðja framtíðaraðgerðir og stefnumótun á Norðurlöndunum sem samræmast einnig markmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Niðurstöður verkefnisins byggja á greiningum gagna, aðferðum framtíðarfræða og viðtölum við sérfræðinga í samvinnu við ráðgjafafyrirtækið Kairos Future. Til að kanna hvaða áskoranir og tækifæri við stöndum frammi fyrir hérlendis varðandi mat í ferðaþjónustu var haldinn kynningarfundur og tvær vinnustofur í febrúar og mars 2021 undir stjórn verkefnisins Nordic Food in Tourism. Nordic Food in Tourism kom enn fremur að þremur lausnamótum sem haldin voru á Íslandi 2020-2021 þar sem unnið var að lausnum sem stuðla að aukinni sjálfbærni og reyndist mikil áhersla lögð á tækifæri tengd matvælum.

Margar tillögur að aðgerðum komu fram á vinnustofunum en óljóst er í mörgum tilvikum hver á að draga vagninn og bera ábyrgð á því að fylgja tillögum eftir. Lagðar voru fram tillögur að framkvæmda og samstarfsaðilum aðgerða, en fleiri aðilar gætu þó komið að framkvæmd þeirra. Skjal þetta er samantekt sem endurspeglar viðhorf þátttakenda í vinnustofunum og áherslur þátttakenda í lausnamótunum. Enn fremur fléttast að einhverju leyti við þessa samantekt aðrar niðurstöður úr verkefninu Nordic Food in Tourism ásamt öðrum heimildum með það að markmiði að dýpka skilning á þeim umræðupunktum sem komu fram og þeim aðgerðum sem eru lagðar til. Þær aðgerðir og áherslur sem koma fram eru bundnar við Ísland og þær áherslur sem þátttakendur vinnustofa hérlendis vildu koma á framfæri. Markmiðið er að þessi samantekt verði nýtt sem grunnur að tillögum að stefnumótun um mat í ferðaþjónustu á Íslandi og gefi innblástur til frekari samstarfs, uppbyggingar, fjárfestingar og nýsköpunar í mat í ferðaþjónustu með sjálfbærni að leiðarljósi.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Matur og sjálfbær ferðaþjónusta. Samantekt.

Útgefið:

01/04/2014

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Matur og sjálfbær ferðaþjónusta. Samantekt.

Matur og sjálfbær ferðaþjónusta var öndvegis‐ og klasaverkefni til að efla vistvæna matvælaframleiðslu og matvælavinnslu í tengslum við ferðaþjónustu. Að verkefninu stóðu opinberir aðilar í stoðkerfi atvinnulífsins, svæðisbundin þróunarfélög og Háskóli Íslands. Verkefnið var unnið til að bregast við miklum áhuga á staðbundnum matvælum og umhverfismálum í tengslum við vaxandi umsvif í ferðaþjónustu. Áherslan var á að styðja frumkvöðla við þróun á nýjum vörum og söluleiðum sem nýtust ferðaþjónustu á hverju svæði. Nýsköpunarhlutinn heppnaðist vel og hafði margföldunaráhrif bæði heima í héraði, á landsvísu og í alþjóðasamstarfi. Samhliða voru gerðar mikilvægar rannsóknir á sjálfbærnimælikvörðum, viðhorfum neytenda og gæðum og geymsluþoli. Samskipta og tengslahluti verkefnisins var ekki síður mikilvægur. Í þessari skýrslu er gerð stutt grein fyrir framgangi verkefnisins og megin ályktunum.

Food and Sustainable Tourism was a 3 year collaboration project between academia, R&D institutions and regional development agencies. In the project focus was put on strengthening small scale local food production to encourage sustainability in tourism. The project was executed as a response to rise in interest in local food and environmental issues within tourism. Focus was put on supporting entrepreneurs developing new products and sales channels. Research on sustainability indicators, consumer attitudes and product quality was carried out. 

Skoða skýrslu
IS