Skýrslur

Seasonal and geographical variation in chemical composition and lipid stability of Atlantic mackerel (Scomber scombrus) caught in Icelandic waters

Útgefið:

01/12/2015

Höfundar:

Paulina E. Romotowska, Magnea G. Karlsdóttir, María Guðjónsdóttir, Sigurjón Arason, Hörður G. Kristinsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R 040-12)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Seasonal and geographical variation in chemical composition and lipid stability of Atlantic mackerel (Scomber scombrus) caught in Icelandic waters

Á þeim tíma sem makríll er við íslandsstrendur er hann í miklu æti sem veldur því að hann snögg fitnar með þeim afleiðingum að holdið verður mjög viðkvæmt fyrir meðhöndlun. Í þessari rannsókn var makríll sem var veiddur sumarvertíðarnar 2012 og 2013 (júlí, ágúst, september) og frá mismunandi veiðisvæðum (austur, norðaustur, suður og suðaustur) skoðaður. Til þess að meta á hversu vel hráefnið hentar til vinnslu á hágæðaafurðum til manneldis, var makríllinn mældur m.t.t. vatns- og fituinnihalds, fitusýrusamsetningar, litar, þránunar og frírra fitusýra. Almennt var makríllinn sem safnað var sumarið 2012 af betri gæðum en makríll frá 2013. Niðurstöðurnar gáfu einnig til kynna breytileika á milli veiðimánaða m.t.t. fituinnihalds og framgang þránunar. Makríll sem var veiddur um miðbik vertíðarinnar hafði lægsta þránunargildið, sem gefur til kynna að sá makríll hentar best fyrir vinnslu á hágæðaafurðum til manneldis.

Atlantic mackerel (Scomber scombrus) appears in Icelandic waters during its heavy feeding period, resulting in variation in mackerel products quality. Fish caught at different season during the summers of 2012 and 2013 (July, August, September) and at different sites of the Icelandic fishing area (East, Northeast, South and Southeast) were analysed. Measurements of lipid and water content, fatty acid composition, colour changes, lipid hydroperoxide (PV), thiobarbituric reactive substances (TBARS) and free fatty acid (FFA) were studied with the aim of investigating whether this raw material was suitable for the production of high quality products for human consumption. In general, samples collected during the summer of 2012 showed a better condition than fish from 2013. The results indicated seasonal variation in lipid content and rancidity development. The lowest rancidity values were observed in the middle of the Icelandic catching season, indicating that this raw material was best suited for production of high quality products. Moreover, geographical variation of the mackerel catches had an impact on the saturation of the fatty acids, and appeared as follows: East > Southeast > Northeast > South.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Gildruveiðar á humri / Lobster trap fishing

Útgefið:

01/09/2013

Höfundar:

Heather Philp, Vigfús Þórarinn Ásbjörnsson, Ragnheiður Sveinþórsdóttir

Styrkt af:

AVS Tilvísunarnúmer R 043‐10

Gildruveiðar á humri / Lobster trap fishing

Í verkefninu voru ný veiðisvæði skilgreind fyrir gildruveiðar á humri, þau voru prófuð og metin eftir fýsileika. Einnig var fundinn ákjósanlegur tími áður en vitjað var um gildrurnar eftir að þær höfðu verið lagðar. Farið var yfir gögn sem sýndu árstíðabundnar sveiflur, bæði hvað varðar aflabrögð og aflaverðmæti, og einnig var nýrra gagna aflað og þau skilgreind. Markaðir fyrir lifandi humar voru skoðaðir ásamt verði eftir árstímum.   Niðurstöður verkefnisins sýna að stór humar er algengasti aflinn í gildrur hérlendis, raunar er humarinn það stór að hefðbundnar breskar pakkningar eru of litlar fyrir hann. Einnig er ánægjulegt að sá árstími sem mesta veiðin virðist vera er sá tími sem hæst verð fæst á mörkuðum fyrir lifandi humar. Ný veiðisvæði sem skilgreind voru reyndust vel og lofa góðu hvað framtíðina varðar.

In the project, new fishing grounds were identified for the purpose of lobster trap fishing. They were explored and assessed. Also, the optimal “soak” time for the fishing was determined. A lot of historical data were explored to show how the catches varied during the year – both catches and the value of the catch – and new data were collected. Markets for live lobster were explored by value and time of year.   The results of the project show that big lobsters are the most common catch in traps in Iceland. And in fact, the lobsters are so big that the packaging used for the lobster in the UK is too small. It´s positive for Iceland that the time of year when catches are highest coincides with the time of year when prices are the highest too. New fishing grounds were identified which were both productive and promising for the future.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Ferlastýring við veiði, vinnslu og verkun saltfisks. Áhrif hráefnisbreyta á nýtingu og gæði saltfisks

Útgefið:

01/08/2007

Höfundar:

Lárus Þorvaldsson, Þóra Valsdóttir, Sigurjón Arason, Kristín Anna Þórarinsdóttir

Styrkt af:

AVS, Tækniþróunarsjóður Rannís

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Ferlastýring við veiði, vinnslu og verkun saltfisks. Áhrif hráefnisbreyta á nýtingu og gæði saltfisks

Unnið var úr gögnum sem safnað hefur verið hjá Vísi hf. og Þorbirni hf og tengsl nýtingar og gæða við veiðisvæði, veiðitíma, veiðiskip, kælingu um borð og breytingu á verkunarferli metin. Í ljós kom að veiðisvæði hafði marktæk áhrif á vinnslunýtingu en munur á verkunarnýtingu og gæði eftir veiðisvæðum var minni. Sveiflur í verkunarnýtingu og gæðum reyndust árstíðabundnar og einnig var munur á milli ára. Breytingar á kælingu um borð, þ.e. notkun vökvaís í stað flöguís um borð reyndist ekki hafa marktæk áhrif á fyrrnefnda hætti. Aftur á móti bættu breytingar á verkunaraðferð, þ.e. sprautun, bæði nýtingu og gæði. Efni skýrslunnar var hluti af verkefninu “Ferlastýring við veiði, vinnslu og verkun saltfisks”.

Analysis of data collected by the fisheries companies Vísir and Thorfish revealed the effects of fishing grounds, season, fishing vessels, chilling methods on board and salting procedure on yield and quality of salted products. Effects of fishing grounds on processing yield were significant but curing yield and quality were less influenced. Variation in curing yield and quality were seasonal and differences between years were observed. Changes in chilling methods on-board, i.e. use of liquid ice instead of flake ice did not affect yield and quality of salted products. On the other hand, changes in the salting procedure did, when injection was added as the initial step in the process.

Skoða skýrslu
IS