Skýrslur

Gildruveiðar á humri / Lobster trap fishing

Útgefið:

01/09/2013

Höfundar:

Heather Philp, Vigfús Þórarinn Ásbjörnsson, Ragnheiður Sveinþórsdóttir

Styrkt af:

AVS Tilvísunarnúmer R 043‐10

Gildruveiðar á humri / Lobster trap fishing

Í verkefninu voru ný veiðisvæði skilgreind fyrir gildruveiðar á humri, þau voru prófuð og metin eftir fýsileika. Einnig var fundinn ákjósanlegur tími áður en vitjað var um gildrurnar eftir að þær höfðu verið lagðar. Farið var yfir gögn sem sýndu árstíðabundnar sveiflur, bæði hvað varðar aflabrögð og aflaverðmæti, og einnig var nýrra gagna aflað og þau skilgreind. Markaðir fyrir lifandi humar voru skoðaðir ásamt verði eftir árstímum.   Niðurstöður verkefnisins sýna að stór humar er algengasti aflinn í gildrur hérlendis, raunar er humarinn það stór að hefðbundnar breskar pakkningar eru of litlar fyrir hann. Einnig er ánægjulegt að sá árstími sem mesta veiðin virðist vera er sá tími sem hæst verð fæst á mörkuðum fyrir lifandi humar. Ný veiðisvæði sem skilgreind voru reyndust vel og lofa góðu hvað framtíðina varðar.

In the project, new fishing grounds were identified for the purpose of lobster trap fishing. They were explored and assessed. Also, the optimal “soak” time for the fishing was determined. A lot of historical data were explored to show how the catches varied during the year – both catches and the value of the catch – and new data were collected. Markets for live lobster were explored by value and time of year.   The results of the project show that big lobsters are the most common catch in traps in Iceland. And in fact, the lobsters are so big that the packaging used for the lobster in the UK is too small. It´s positive for Iceland that the time of year when catches are highest coincides with the time of year when prices are the highest too. New fishing grounds were identified which were both productive and promising for the future.

Skoða skýrslu
IS