Skýrslur

Herring catch and products in Norway and Iceland 2010-2016

Útgefið:

11/09/2018

Höfundar:

Páll Gunnar Pálsson, Sveinn Margeirsson

Styrkt af:

Vöruþróunarsetur sjávarafurða

Herring catch and products in Norway and Iceland 2010-2016

Tilgangur þessarar skýrslu er að meta almenn og opinber gögn í virðiskeðju sjávarfangs með það í huga að greina verðmætasköpun og gera tilraun til að bera saman mismunandi virðiskeðjur. Því var ákveðið að bera saman nýtingu síldar í Noregi og á Íslandi. Meginástæða þess að skoða síldina í þessum löndum er að um líka framsetningu gagna er að ræða í báðum löndunum og að vinnsla fer fram með svipuðum hætti. Upplýsingarnar í löndunum báðum reyndust ekki þess eðlis að hægt væri að draga afgerandi ályktanir byggðar á þeim gögnum sem aðgengileg eru. Það er því nauðsynlegt að gera ýmsar úrbætur í gagnasöfnun og birtingu gagna ef sá kostur á að vera fyrir hendi að bera saman virðiskeðjur með áreiðanlegum hætti.

The purpose of this summary is to evaluate how public data from seafood value chains can be used to understand the dynamics of the seafood industry and benchmark different seafood value chains against each other. To do so, we have chosen to compare how herring catch is utilized in Norway and Iceland. The reason for choosing this species is good access to public data and the likeliness of production in those two countries. We have analysed what types of products are made from the available catch and identified the differences between the two countries regarding herring utilization. Based on the case of Norwegian and Icelandic herring value chains it is clear, that great improvements are needed in order to be able to use public data from seafood value chains to understand the dynamics of the seafood industry and benchmark different seafood value chains against each other.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Þurrkun á síldarflökum / Drying of herring fillets

Útgefið:

01/04/2012

Höfundar:

Vigfús Ásbjörnsson, Guðjón Þorkelsson, Loftur Þórarinsson, Arnljótur Bjarki Bergsson, Aðalheiður Ólafsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Guðjón Þorkelsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudjon.thorkelsson@matis.is

Þurrkun á síldarflökum / Drying of herring fillets

Markmið verkefnisins er að skapa virðisaukningu með fullvinnslu á síldarafurðum á Íslandi með því að rannsaka verkferla á þurrkaðri síld til manneldis á erlenda markaði. Rannsakaðir voru markaðir á þurrkaðri síld í Japan og vinnsluaðferðir. Tilraun var gerð með framleiðsluferil sem miðar að því að stytta verkferla í aldagamalli Japanskri þurrkunaraðferð sem kallast Migaki verkun á síld (loftþurrkun).

The projects goal is to create increased value through processing of herring products in Iceland by analyzing production methods of dried herring for human consumption in foreign markets. Analyses where performed on dried herring markets in Japan as well as production methods. Experiment was performed that aims to shorten the procedures of an ancient Japanese method of drying herring known as the Migaki method, (air drying).

Skoða skýrslu

Skýrslur

Ichthyophonus hoferi sýking í síld og fleiri fiskum / Ichthyophonus hoferi in infected herring and other fishes

Útgefið:

01/12/2009

Höfundar:

Sigurlaug Skírnisdóttir, Sigurbjörg Hauksdóttir, Eyjólfur Reynisson, Sigurður Helgason, Guðmundur Óskarsson, Sigríður Hjörleifsdóttir

Styrkt af:

AVS-smáverkefni

Tengiliður

Sigurlaug Skírnisdóttir

Verkefnastjóri

sigurlaug.skirnisdottir@matis.is

Ichthyophonus hoferi sýking í síld og fleiri fiskum / Ichthyophonus hoferi in infected herring and other fishes

Markmið verkefnisins var að setja upp einfalda DNA greiningaraðferð til að greina sníkilinn Ichthyophonus hoferi í sýktum fiski og athuga hvort að munur væri á sníklinum sem finnst í síld og skarkola við Ísland. Einnig var ætlunin að rannsaka hvort að I. hoferi fyndist í þorski sem étið hefur sýkta síld, bæði ferskum og saltfiski. Markmiðum verkefnisins var náð en aðferðaþróun varð umfangsmeiri en gert var ráð fyrir í umsókninni. Í þessu verkefni var þróuð tækni til erfðagreiningar á I. hoferi sýkingu í síld og skarkola við Ísland. Prófaðar og þróaðar voru aðferðir sem byggja á hefðbundnu PCR og raðgreiningum, raun tíma PCR en einnig erfðagreiningu með stærðargreiningu 18S merkigens en að okkar bestu vitund hafa síðast nefndu tvær aðferðirnar ekki verið notaðar áður til að greina I. hoferi. Aðferðina má bæði nota til að greina sýkingu í blóðríkum líffærum eins og hjarta og nýrum en einnig í sýktu holdi. Ekki tókst að greina sýkilinn í þorski. Í framtíðinni má nota aðferðina til frekari rannsókna á sýkingunni til að reyna að varpa ljósi á hversu umfangsmikil og hve útbeidd sýkingin er og að reyna að greina uppruna sýkingarinnar með því að beita aðferðinni á mismunandi fæðugerðir síldarinnar.

The goal of the project was to develop a genetic analysis method to diagnose if the parasite Ichthyophonus hoferi was found in herring and other fish species. Furthermore, to determine if the same parasite species was infecting herring and infecting European plaice (Pleuronectes platessa) in Icelandic waters. Another goal was to analyze if I. hoferi could be found in cod (Gadus morhua) either salted or fresh which had been caught from infected herring areas during 2009. The goal of the project was reached and four different genetic methods were tested and all were successful. Conventional PCR technique as well as sequencing was used in the project. Real-time PCR and genotyping on ABI3730 sequencing machine were also developed successfully. The most sensitive technique is the last one (genotyping on ABI3730). The last two methods have not been published to our knowledge in this purpose. We detected I. hoferi parasite both in hearts, kidneys and fresh fillets of the fish. The parasite could not be detected in cod. In future studies, these techniques may be used for research of the origin of the parasite in the herring feed and to determine the distribution of the parasite.

Skýrsla lokuð til 01-01-2012

Skoða skýrslu

Skýrslur

Improved quality of herring for human consumption

Útgefið:

01/12/2007

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson, Hannes Hafsteinsson, Irek Klonowski, Valur N. Gunnlaugsson

Styrkt af:

Nordic Innovation Center

Tengiliður

Valur Norðri Gunnlaugsson

Fagstjóri

valur.n.gunnlaugsson@matis.is

Improved quality of herring for human consumption

Síld er ein af mikilvægustu fisktegundum í Norður Atlandshafi og í Eystrasalti. Þrátt fyrir að stór hluti af aflanum fari til manneldis, þá fara um 85% af síld í vinnslu á lýsi og mjöli. Almennur vilji er fyrir því að auka neyslu síldar til manneldis. Þess var mikilvægt að rannsaka mismunandi þætti sem hafa áhrif á gæði síldar og sérstaklega hvernig þeim er stjórnað af líffræðilegum aðstæðum. Aðlástæðan fyrir gæðavandamálum í síld er hátt innihald efnasambanda sem stuðla að þránun, og hafa áhrif á lit- og áferðarbreytingar, ásamt tapi næringarefna. Betri gæði leiða af sér aukna samkeppni á framleiðslu síldar á Norðurlöndum, ásamt jákvæðu viðhorfi neytenda gagnvart síldarafurðum. Meginmarkmið verkefnisins var að bæta gæði og magn síldar , til neyslu, með því að rannsaka gæði hráefnisins eftir veiðar. Lögð var áhersla á gæði strax eftir veiðar og gæði hráefnisins eftir mislangan tíma í frosti. Þættir eins og veiðistaður og veiðitími höfðu ekki áhrif á gæði síldar. Hins vegar hafði geymsla í frosti við -20°C teljandi áhrif á gæði hráefnisins.

Herring is one of the most important fish species in the North Atlantic and Baltic Sea, with an annual catch exceeding 2 million tonnes. Although a large part of these fish is used for human consumption, as much as 85% of the herring is used for industrial production of fish meal and fish oil. There is a general wish to increase the utilization of herring for human consumption. Thus, it was important to study the various parameters which influence the quality of herring, and in particular how these paramenters are controlled by biological factors. A major reason behind quality problems arising during post-harvest handling of herring is its high content of compounds that efficiently catalyzes the development of rancidity, pigmentation, texture changes and loss of nutritional value. Improved quality will result in increased competitiveness of the Nordic fish processing industry and would improve the attitude among the consumers towards herring products. The general objective of the project was to improve the quality and quantity of herring to be used for food production by investigating how natural variation in raw material characteristics affects post-harvest quality. Attention was given to the quality immediately after landing and the quality after period of frozen storage. The results indicated no clear differences in the quality of herring regarding catching place or season. The frozen storage for a prolonged time had the major influence on the quality of herring fillets.

Skoða skýrslu
IS