Skýrslur

Vöruþróun á þurrkuðu fiskroði til manneldis / Product development of dried fish skin for human consumption

Útgefið:

01/11/2014

Höfundar:

Jón Trausti Kárason, Ragnheiður Sveinþórsdóttir

Styrkt af:

AVS (V 018-12)

Vöruþróun á þurrkuðu fiskroði til manneldis / Product development of dried fish skin for human consumption

Markmiðið með þessu verkefni var að stuðla að aukinni nýtingu hráefna frá bolfiskvinnslum með því að þróa matvöru úr verðlitlu eða verðlausu fiskroði. Gerð var viðskiptaáætlun fyrir þurrkað/bakað þorskroð sem selt yrði í matvörubúðum fyrir Íslendinga og einnig sem matarminjagripur fyrir ferðamenn. Þróuð var uppskrift og aðferð til að hægt væri að neyta þorskroðs sem nasl eða snakk svipað og Íslendingar neyta harðfisks. Gerðar voru bragðprófanir á roðinu og framkvæmd neytendakönnun. Niðurstaðan var að lokavara verkefnisins væri spennandi vara sem myndi höfða til fólks en þegar hennar væri neytt væri hún frekar þurr og óspennandi. Auk þess reyndist geymsluþol stutt.

The aim of this project was to increase the usage of raw materials from fish prosessing plants through the development of low price or worthless fish skin. A business plan was made for dried/baked fish skin to be sold in supermarkets in Iceland but also for fish skin as food souvenirs. A recipe was developed with a method to make it possible to consume dried fish skin as a snack like Icelandic people like to eat dried fish. The taste was tested and also how this product appeal to people. The result of the project was the final product was an exciting but when people tasted it they thougt it was rather dry an uninteresting. Furthermore the shelf life was short for this type of product.

Skoða skýrslu
IS