Umbætur í virðiskeðju matvæla. Samantekt / Improvements in the food value chain. Roundup
Vitað er að mikil sóun á sér stað í virðiskeðju matvæla. Orsakir eru margar, s.s. röng vörustjórnun, röng meðferð, rofin kælikeðja eða ófullnægjandi kæling á einhverju stigi, rofnar umbúðir og ótal margt fleira. Matvælaframleiðendur og smásalar telja að verulega megi draga úr slíkri sóun með samstilltu átaki allra sem koma að virðiskeðjunni. Þannig mætti lækka verð á matvælum umtalsvert. Markmið verkefnisins var að greina hvar í virðiskeðju matvæla rýrnun á sér stað og skilgreina aðgerðir til að lágmarka sóun sem af rýrnuninni hlýst. Lögð var áhersla á virðiskeðju eins flokks matvæla: kældar kjötvörur. Of mikil eða röng framleiðsla og umframbirgðir á viðkvæmum vörum voru greind sem ein megin orsök sóunar. Röng vörumeðhöndlun og vörustjórnun skipta einnig miklu máli. Þróuð var frumgerð að upplýsingakerfi til að bæta framleiðslustýringu og minnka birgðakostnað í virðiskeðjunni. Niðurstöður verkefnisins benda til þess að vönduð og öguð vinnubrögð í allri virðiskeðjunni og gott upplýsingaflæði milli birgja og smásala feli í sér geysimikla möguleika til hagræðingar, ekki síst á sviði vörustjórnunar.
Great amount of waste is created in the food value chain. The reason is manifold; inadequate logistics, wrong treatment, inadequate temperature management, damaged packaging etc. Food producers and retail belief this waste can be reduced substantially by joint forces of stakeholders in the food supply chain, resulting in lower food prices. The aim of the project was to analyse where in the value chain waste is created and define actions to reduce it. Fresh/chilled meat products were chosen for the case study. The main sources of waste were identified as excessive production and inventory levels of persiable products, improper handling of products and raw material and problems with logistics. Prototype of decision support system was made to improve inventory and production management in the supply chain. The results indicate that elaborate and disciplined practices throughout the value chain and improved information sharing between suppliers and retailers can create opportunities for rationalisation, especially in the field of logistics.