Skýrslur

Umbætur í virðiskeðju matvæla. Kortlagning á ferli vöru og vörustýringu / Improvements in the food value chain. Mapping of product process and logistics

Útgefið:

01/03/2010

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Jón Haukur Arnarson, Óli Þór Hilmarsson, Hlynur Stefánsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Umbætur í virðiskeðju matvæla. Kortlagning á ferli vöru og vörustýringu / Improvements in the food value chain. Mapping of product process and logistics

Þessi skýrsla tekur fyrir fyrsta hluta verkefnisins Umbætur í virðiskeðju matvæla sem hefur það að meginmarkmiði að greina hvar í virðiskeðju matvælarýrnun á sér stað og skilgreina aðgerðir til að lágmarka sóun sem af rýrnuninni hlýst. Í þessum fyrsta hluta var lögð áhersla á greiningu/kortlagningu á ferli vöru og vörustýringu og var honum skipt upp í þrjá verkþætti sem unnir voru samhliða. Öll þáttökufyrirtækin voru heimsótt. Farið var yfir verkferla hjá fyrirtækjunum, aðstaða þeirra skoðuð og álit fengið um það hvað betur má fara í ferli kældra kjötvara út fá þeirra sjónarhóli. Kannað var hvers konar upplýsingar fyrirtækin hafa um vörurnar, á hvaða formi þær eru og hvernig þær eru nýttar. Þá var skoðað hvaða upplýsingar berast milli hlekkja í virðiskeðjunni, hvernig þær berast og hvaða upplýsingar/gögn frá öðrum hlekkjum geta hjálpað viðkomandi aðila til betri stýringar á óþarfa rýrnun. Í framhaldi af þessari vinnu var gerð greining á þeim þáttum sem þóttu mikilvægastir og tillögur mótaðar um úrbætur varðandi verklag, upplýsingar, mælingar ofl.

This report discusses the first part of the project Improvements in the food value chain. The main aim of the project was to analyze where in the value chain waste is created and define actions to reduce it. In this first part emphasis was put on product processes and logistics.

Skoða skýrslu