Umbúðamerkingar

Umbúðamerkingar

Reglugerðina um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda má skoða hér.

Listi yfir lögbundnar upplýsingar er í 9. grein (ekki í innleiðingarhlutanum sem er fremst). Mjög nákvæmar leiðbeiningar fylgja síðan í framhaldinu.

MATÍS getur veitt ráðgjöf um merkingar á umbúðum matvæla. Mikilvægt er að vel sé staðið að framsetningu réttra upplýsinga enda er dýrt að prenta á umbúðir. Framleiðandinn ber alltaf ábyrgð á þeim upplýsingum sem hann miðlar á umbúðum matvara og í öðrum kynningum.

Næringaryfirlýsing hefur staðlaða framsetningu þar sem þessir þættir koma fram í réttri röð: Orka (kJ og kkal), fita, mettuð fita, kolvetni, sykurtegundir, prótein, salt. Þetta er lágmarksmerking en til greina kemur að merkja fleiri efni sé vissum skilyrðum fullnægt.

Næringaryfirlýsingu er hægt að setja saman með mismunandi hætti:

  • Hægt er að senda sýni í efnamælingu hjá Matís. Sýni þarf að vera dæmigert fyrir endanlega framleiðsluvöru. Mettuð fita er oftast fundin með útreikningum út frá uppskrift.
  • Hægt er að fá sérfræðing Matís til að reikna út frá uppskrift þá þætti sem  nauðsynlegir eru fyrir næringaryfirlýsingu. Farið er með uppskrift sem trúnaðarmál og henni er eytt að notkun lokinni.
  • Hægt er að nota gildi úr ÍSGEM gagnagrunni MATÍS ef gildi í gagnagrunninum eiga nákvæmlega við þá matvöru sem þarf að merkja. Matvælaframleiðandinn ber alltaf ábyrgð á merkingunum, óháð því hvaða aðferð er notuð við að setja fram næringaryfirlýsinguna.

Vantar þig ráðgjöf varðandi umbúðamerkingar?