Tækifæri snjallmerkinga til að auka rekjanleika og miðla upplýsingum um matvæli (Smart Tags)

Heiti verkefnis: Smart Tags

Samstarfsaðilar: VTT, University of Warsaw, University of Reading, AZTI, 2ouxMatok, Ku Leven, Maspex

Rannsóknasjóður: EIT Food

Upphafsár: 2020

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

Verkefnið Smart Tags stóð yfir í eitt ár og var ætlað að greina tækifæri sem skapast með snjallmerkjum til að miðla upplýsingum til neytenda. Snjallmerki eru merkingar sem geta geymt og miðlað upplýsingum sem hefðbundnar merkingar geta ekki t.d. með því að breyta um lit, gefa upplýsingar um hitastig vörunnar, miðla rekjanleikaupplýsingum og/eða vísa á heimasíður sem geyma upplýsingar sem eru einstakar fyrir einstaka vöru eða vörulotu.

Verkefnið skiptist upp í sex verkþætti þ.e. 1) Verkefnastjórnun, 2) greining á þeim snjallmerkjum sem eru á markaði og notkun þeirra í matvælaiðnaði, 3) greining á þörfum og væntingum neytenda og annarra hagaðila til snjallmerkja, 4) greining á, og tillögur að, nýjum þjónustutækifærum sem tengjast snjallmerkjum. Þar sem 19 útfærslur á bættri þjónustu voru kynntar, 5) prófanir á útvöldum lausnum sem lagðar voru til í fyrri verkþætti, 6) miðlun.

Verkefnið Snjallmerki var skilgreint sem miðlunarverkefni, þar sem meginmarkmiðið var að safna og miðla þekkingu um snjallmerki. Óhætt er að fullyrða að þeim markmiðum hafi verið náð, þar sem um 6.500 manns höfðu beint innlegg í verkefnið í gegnum viðtöl, fókus grúppur og neytendakannanir, auk þess sem yfir 60 þúsund manns hafa heimsótt netsíður með upplýsingum frá verkefninu.

Þó svo að þessu verkefni sé nú lokið, þá er ljóst að frekari rannsóknir og nýsköpun mun fara fram á þessu sviði. Þátttakendur í verkefninu eru því þakklátir fyrir að hafa fengið tækifæri til að vinna að þessu mjög svo spennandi verkefni og munu án efa halda því starfi áfram.