EcoFishMan var alþjóðlegt rannsóknar- og nýsköpunarverkefni sem stóð yfir á árunum 2011 – 2014. Verkefnið var stutt af sjöundu-rammaáætlun Evrópu um rannsóknir og nýsköpun (FP7) og var markmið þess að þróa aðferðafræði sem stuðlað gæti að aukinni vistkerfisnálgun við stjórn fiskveiða í Evrópu, þar sem meðal annars efnahagslegir- og félagslegir hvatar væru teknir í auknu mæli inn í ákvarðanatöku við stjórn fiskveiða.
Í verkefninu var þróuð ný nálgun við stjórn fiskveiða, sem byggir á þeim megin forsendum að færa ábyrgð á stjórn fiskveiða í auknu mæli til þeirra sem stunda veiðarnar.
Ísland spilaði stórt hlutverk í EcoFishMan, þar sem Matís stýrði verkefninu og Háskóli Íslands var einnig í lykilhlutverki.
Aðferðafræðin var þróuð og aðlöguð að nokkrum nytjastofnum og flotum innan Evrópu þ.m.t. grásleppuveiðum og krókaveiðum á Íslandi.
Sérlega gott samstarf var við Landssamband smábátaeigenda og LIU í verkefninu og má í því sambandi sérstaklega þakka Erni Pálssyni og Kristjáni Þórarinssyni fyrir þeirra framlags til verkefnisins.