Viðburðir

Rannsóknir og nýsköpun fyrir fiskeldi framtíðar

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Matís býður aðilum í fiskeldi til samtals!

  • Hvernig getur Matís komið að liði við að auka verðmætasköpun í fiskeldi til framtíðar?
  • Hvar liggur sérfræðiþekking Matís
  • Hvernig getur mannauður og innviðir fyrirtækisins komið fiskeldi til góða?

Við erum til þjónustu reiðubúin

Innan Matís starfa vísindamenn á mörgum sviðum og hefur fyrirtækið yfir að ráða aðstöðu til mælinga, skynmats, námskeiðahalds ásamt getu til að afla rannsóknarverkefnum fjármagns. Matís hefur áralanga reynslu af nánu samstarfi við sjávarútveg, hvort heldur er fiskveiðar, framleiðslu eða tækniþróun. Líta má á fyrirtækið sem rannsóknar- og þróunardeild íslensks sjávarútvegs og fiskeldis.  

Dæmi um árangursríkt samstarf er þróun á ofurkælingu, nýjungum í fóðurgerð og möguleikum á nýtingu erfðafræði við verkefni framtíðar.

Matís er framarlega í þeirri byltingu sem er að eiga sér stað í baráttu við sjúkdómsvaldandi bakteríur í fiskafurðum. Til að auka samskipti við eldis- og ræktunargreinar hefur Matís tekið að sér framkvæmdarstjórn fyrir Lagarlíf (áður Strandbúnaður) sem er árleg ráðstefna eldis og ræktunar.   

Fiskeldi er hátæknigrein sem er í örri þróun. Tökum höndum saman um að gera Íslenskt fiskeldi samkeppnishæft við þá bestu í heimi. 

Fundurinn var haldinn þann 18. maí. Hér að neðan má sjá upptöku af fundinum:

Hér er hlekkur á viðburð fundarins á Facebook.

Þessi viðburður er hluti af áherslufundaröð sem haldin er í kjölfar ársfundar til þess að gefa frekari innsýn í starfsemi Matís sem veitir mismunandi geirum og greinum atvinnulífsins stuðning.

Fundurinn verður tekinn upp og gerður aðgengilegur á matis.is.

IS