Fréttir

Staða norrænnar matargerðar og framtíðar í sjálfbærri matarferðaþjónustu

Þann 30. september heldur Nordic Food in Tourism norræna ráðstefnu í Hótel Valaskjálf og kynnir afrakstur þriggja ára vinnu við kortlagningu stöðu norrænnar matargerðar og framtíðar í sjálfbærri matarferðaþjónustu. Ráðstefnan fer fram á ensku og verður einnig aðgengileg með rafrænum hætti á Zoom. Hér er hægt að skrá sig á ráðstefnuna.

Dagskrá – Fyrirlestrar í stafrófsröð:

Afton Halloran, PhD Independent Consultant in Sustainable Food Systems Transitions

Communicating the impacts of climate change in Nordic Food Systems

__

Bård Jervan, Senior partner and founder of MIMIR AS and co-founder of BeSmart Nordics AS

The new National Tourism Strategy for Norway, and how food experiences is part of it

__

Birna G. Ásbjörnsdóttir, M.Sc. in Nutritional Medicine

Food and nutrition as medicine – changes ahead

__

Brynja Laxdal M.Sc. Nordic food in Tourism

Nordic food in Tourism, project, and results 2019-2021

__

Daniel Byström, Industrial Designer and Founder of the Swedish design agency, Design Nation

Visitor´s Journey and design thinking

__

Erik Wolf, founder of the food travel trade industry, and Founder and Executive Director of the World Food Travel Association

The future of Food Tourism

__

Jonatan Leer, PhD, Head of food and Tourism Research University College Absalon, Roskilde Denmark

Sustainable Food Tourism in the Nordic Region: examples, definitions and challenges

__

Sara Roversi, Founder of Future Food Network and Director at Future Food Institute

How will food tech shape the future of food?

__

Þórhallur Ingi Halldórsson, Professor, Faculty of Food Science and Nutrition, University of Iceland

Towards sustainable diets: Facts, obstacles, and future perspectives

Um Nordic Food in Tourism

Nordic Food in Tourism er eitt af þremur formennskuverkefnum norrænu ráðherranefndarinnar undir hatti sjálfbærrar ferðamennsku í norðri. Atvinnuvegaráðuneytið leiðir verkefnið í samstarfi við Íslenska ferðaklasann og Matís. Norrænir samstarfsaðilar koma frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Grænlandi, Færeyjum, Álandseyjum og Finnlandi auk þess sem sérfræði hópur frá háskóla og atvinnulífi kemur að verkefninu.

Meðal helstu markmiða verkefnisins er að átta sig á breyttri neysluhegðun ferðalanga og hvernig þeir kjósa að nálgast mat og afurðir á sínum ferðalögum. Loftlagsmál og breytt umhverfisvitund gesta sem sækja norðurlöndin heim hefur mikið að segja með breytta hegðun og verður leitast við að finna hvaða þættir munu helst breytast eða verða fyrir áhrifum. Meðal afurða verkefnisins eru svör við hvaða matvæli, framleiðsluaðferðir og eða breytt samsetning afurða munu framtíðar gestir okkar sækjast eftir og hvernig þurfum við að þróa og bæta aðferðir til að mæta því. Mikil áhersla er lögð á að einblína á mat í ferðaþjónustu en ekki matarferðaþjónustu eingöngu. Samstarfsaðilar að verkefninu munu að auki nýta þann þekkingarbrunn og niðurstöður sem koma fram til að miðla áfram og verða leiðandi í sjálfbærni og þróun þegar kemur að mat í ferðaþjónustu.

Hér finnur þú nánari upplýsingar um Nordic food in tourism https://nordicfoodintourism.is/

Fréttir

Verið velkomin á rafrænu ráðstefnuna The Nordic Kitchen Manifesto

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Rafræna ráðstefnan The Nordic Kitchen Manifesto: hvati að samræðum um sjálfbæra og heilbrigða matarmenningu til framtíðar fer fram þann 27. september næstkomandi.

Ráðstefnunni er ætlað að ýta af stað samræðum um norræna matarmenningu og mismunandi drifkrafta hennar til að stuðla að sjálfbærum lífsstíl. Það er kominn tími til að kanna hvernig Nordic Kitchen Manifesto getur verið vettvangur fyrir uppbyggilegar samræður milli mismunandi sjálfbærnissjónarmiða um réttlát matarkerfi á Norðurlöndunum.

Ráðstefnan fer fram á ensku og sænsku í gegnum Zoom 27. september 2021 frá kl. 9:00-12:00 að íslenskum tíma.

Opið er fyrir skráningar til 24.september. Smelltu hér til að skrá þig

Dagskrá The Nordic Kitchen Manifesto 27. september 2021:

12:00Opening of webinar – setting the Nordic table Bettina C. Lindfors, Moderator, Project Manager, New Nordic Food
12:05Why does sustainable food policy in a Nordic context matter? Jari Leppä, Minister of Agriculture and Forestry of Finland
12:15Sustainability at the core of Nordic cooperation – how to engage in change?          Thomas Blomqvist, Minister for Nordic cooperation and equality
12:25New Nordic Kitchen manifesto strengthens the Nordic as a sustainable gastronomic region – voices from the initiators of the manifesto with Chef Leif Sörensen, Faroe Islands & representatives of the younger generations of chefs and other key actors in the food systems about drivers for the future
Meeting the challenges and possibilities for Nordic collaboration within sustainability perspectives of food systems – inspirational talks:
12:45Sustainability perspective from Greenland by Anne Nivíka Grødem, Deputy Manager, Sermersooq Business and Cluster Manager & NERISA – an Arctic Food Cluster
12:55Sustainability perspective from Iceland by Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, Manager, Icelandic Tourism Cluster
13:10Sustainability perspective from Denmark by Magnus Nilsson, Director, MAD Academy
13:25Sustainability perspective from Sweden by Elin Aronsson-Beis, Sustainability Consultant in food business, FoodLoopz & Paul Svensson, Chef, Developer of restaurant business
13:35Sustainability perspective from Finland Climate Food Programme, Hanna Mattila, Ministerial Adviser, Ministry of Agriculture and Forestry & Robert Jordas, vertical gardener, Lilla Robbes Trädgård
13:50Sustainability perspective from Norway (tbc)
14:05Sustainability perspective from Faroe Islands by Elisabeth Skarðhamar Olsen, Lecturer, University of Faroe Islands
14:20Sustainability perspective from Åland Islands by Gustav Eriksson, Chef, Silverskär and Johanna Dahlgren, food & beverage entrepreneur, Pub Stallhagen, Chair of Artisan food entrepreneurs in Åland Islands
14:35Wrap up of inspirational talks in discussion with representatives of the younger generation of chefs and other key actors in food systems supported with a policy comment by Senior Adviser Katja Svensson, Nordic Council of Ministers
14:45Process of creating a constructive dialogue tool – common steps forward
15:00End of webinar

Verkefnastjóri viðburðarins, Bettina C. Lindfors veitir frekari upplýsingar um rafrænu ráðstefnuna og býður alla hjartanlega velkomna.

Bettina C. Lindfors
Project Manager, New Nordic Food 
Nordic Council of Ministers c/o Ministry of Agriculture and Forestry of Finland
+358 40 920 9810
bettina.c.lindfors@gmail.com
Twitter: @BettinaLindfors

Fréttir

EIT Food Inspire – sumarskólar í nýsköpun 2021

Tilgangur Inspire sumarskólanna á vegum EIT Food er að þjálfa nemendur og ungt fólk á vinnumarkaði í nýsköpun og að verða frumkvöðlar. Nemendur verða þjálfaðir í vöruþróun og gerð viðskiptaáætlana um nýja hugmyndir og ný tækifæri sem tengjast atriðum sem eru efst á baugi í tengslum við matvæli í heiminum í dag. Þannig eru þeir undirbúnir til að takast á við þær áskoranir og breytingar sem fram undan eru í matvælaframleiðslu á næstu áratugum. Árið 2021 er boðið upp á 6 sumarskóla en hver þeirra tekur um 3 vikur. Matís mun taka þátt í sumarskólum um fiskeldi og nýja próteingjafa í matvælum sem fara fram síðla sumars. 

Nú þegar hefur verið opnað fyrir umsóknir í sumarskóla um nýja próteingjafa framtíðarinnar!

Hvetjum meistara- og doktorsnema til að kynna sér sumarskóla eit og vekjum athygli á því að flestir háskólar meta þessi námskeið inn sem 4 ECTS einingar. 

Frekari upplýsingar: https://www.eitfood.eu/projects/inspire

// English version //

Protein for Future – summer school 2021.

Do you want to develop new ideas on the future proteins in our diet to counteract some of the causes of climate change through entrepreneurial capacity training in a 3 week summer school starting August 16th and ending September 3rd? 

You will be taught how new and alternative proteins, like plant, cell and insect based proteins, can be integrated in our food systems. You will work and be coached in teams. You will end up in new business ideas that will be pitched in front of professional jury. Critical questions on how to develop a sustainable future food system will be addressed. How can new and alternative food proteins be integrated in our food systems? What are the technological obstacles, and what are the regulatory and consumer/market related  barriers?  How do we design and develop alternative proteins and how can we develop and formulate alternative protein based food products.

More information: https://www.eitfood.eu/projects/inspire

Matís og Nýsköpunarvikan – Sprotar og vöruþróun

Matís tekur þátt í Nýsköpunarvikunni þann 27. maí næstkomandi í samstarfi við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Um er að ræða samtal í kjölfar örkynninga á þjónustu Matís varðandi vöruþróun og reynslu tveggja frumkvöðla af samstarfi við Matís.  

Fundarstjóri: Bryndís Björnsdóttir, Matís 

Dagskrá fundar 

 1. Hvað hefur Matís uppá að bjóða? Margeir Gissurarson 
 2. Hvernig er matvara þróuð fyrir markað? Kolbrún Sveinsdóttir &  Þóra Valsdóttir  
 3. Reynslusögur:  
  1. Súrkál fyrir sælkera – Dagný Hermanssdóttir 
  2. Himbrimi Gin – Óskar Ericsson  
  3. Umræður 

Fundurinn var haldinn þann 27. maí. Hér að neðan má sjá upptöku af fundinum.

Hér er hlekkur á viðburðarsíðu fundarins á facebook.

Þessi viðburður er hluti af áherslufundaröð sem haldin er í kjölfar ársfundar til þess að gefa frekari innsýn í starfsemi Matís sem veitir mismunandi geirum og greinum atvinnulífsins stuðning.

Fundurinn verður tekinn upp og gerður aðgengilegur á matis.is.

Nánari upplýsingar um Nýsköpunarviku má finna hér.

Líftækni og lífefni á Íslandi – framtíðaráherslur og samstarfsmöguleikar


Matís býður til morgunfundar um stöðu og framtíðarhorfur líftækni á Íslandi og hvernig Matís getur hjálpað fyrirtækjum á sviði líftækni og lífefna að hasla sér völl í íslensku atvinnulífi. 

Dagskrá fundarins verður sem hér segir.

 • Matís Líftækni – Starfsemi, innviðir & hagnýtar líftækni rannsóknir – Elísabet Guðmundsdóttir & Björn Þór Aðalsteinsson
 • Matís Lífefni –  Einangrun og nýting lífvirkra efna úr íslenskri náttúru – Sophie Jensen & Margrét Geirsdóttir
 • Hvernig hefur Matís stutt við VAXA – Kristinn Hafliðason – myndband:
 • Umræður
  • Opnað með kynningum frá Jóni Má Björnssyni, ORF genetics, Steini Guðmundssyni, Háskóla Íslands og Hildi Magnúsdóttur, Pure Natura.
  • Staða líftækni og framtíðarhorfur
  • Samstarfsmöguleikar, rannsóknarverkefni, bein þjónusta og ráðgjöf

Fundurinn var haldinn þann 27. maí. Hér að neðan má sjá upptöku af fundinum.

Hér er hlekkur á viðburðarsíðu fundarins á facebook.

Þessi viðburður er hluti af áherslufundaröð sem haldin er í kjölfar ársfundar til þess að gefa frekari innsýn í starfsemi Matís sem veitir mismunandi geirum og greinum atvinnulífsins stuðning.

Fundurinn verður tekinn upp og gerður aðgengilegur á matis.is.

Mjólkurvörur í nútíð og framtíð

Matís býður mjólkurbændum, aðilum sem tengjast geiranum og áhugafólki til samtals!

Dagskrá fundarins:

 • Hvað er Matís?​ -Margrét Geirsdóttir
 • Þörungar og mjólk – Dr. Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir​
 • Gerlar úr skyri og notkun þeirra – Dr. Viggó Þór Marteinsson​
 • Ógerilsneyddir ostar og smáframleiðendur – Dominique Plédel Jónsson​
 • Hvaða þjónustu veitir Matís – Þóra Valsdóttir ​
 • Umræður​

Fundarstjóri – Dr. Bryndís Björnsdóttir​

Fundurinn var haldinn þann 26. maí. Hér að neðan má sjá upptöku af fundinum.

Hér er hlekkur á viðburðarsíðu fundarins á facebook.

Þessi viðburður er hluti af áherslufundaröð sem haldin er í kjölfar ársfundar til þess að gefa frekari innsýn í starfsemi Matís sem veitir mismunandi geirum og greinum atvinnulífsins stuðning.

Fundurinn verður tekinn upp og gerður aðgengilegur á matis.is.

Kjötframleiðsla og kjötvinnsla – rannsóknir og nýsköpun

Matís býður aðilum í kjötframleiðslu og kjötiðnaði  til samtals!

 • Hvernig getur Matís komið að liði við að sýna fram á sérstöðu, stuðla að dýravelferð, tryggja öryggi, auka gæði, verðmæti og minnka sóun í íslenskri kjötframleiðslu og iðnaði?
 • Hvernig getur Matís orðið að liði í þeim áskorunum sem felast í aukinni samkeppni, umhverfismálum og viðhorfum neytenda?
 • Hvar liggur sérfræðiþekking Matís og hvernig geta starfsfólk  og innviðir fyrirtækisins nýst innlendri kjötframleiðslu og kjötiðnaði á næstu árum?

Við erum til þjónustu reiðubúin.

Innan Matís starfa sérfræðingar á mörgum sviðum. Fyrirtækið hefur yfir að ráða aðstöðu til efna- og örverumælinga, skynmats, framleiðslu- og geymsluþolstilrauna. Sérfræðingar Matís hafa áratuga reynslu af alls konar rannsókna-, þróunar- og fræðsluverkefnum. Verkefnin hafa verið unnin í nánu samstarfi við búgreinafélög, sláturhús, kjötvinnslur, smáframleiðendur og menntastofnanir  í landinu.

Dæmi um árangursríkt samstarfs:

 • Íslenska gagnagrunninn um efnasamsetningu matvæla. Kjötbókina.  Matís online námskeið um vinnslu á kindakjöti

Og verkefni um:

 • erfðamælingar. Uppruni. Kynbætur.
 • örverur.  Smitrakning
 • dýravelferð.  Þ.e. sláturlamba og galtargrísa
 • kælingu og geymsluþol á kjöti
 • sérstöðu afurða. Næringargildi. Bragð og beitarhagar.
 • viðhorf næstu kynslóðar neytenda.  Krakkar kokka.  We value food
 • stuðning við smáframleiðslu á kjöti. t.d. við stofnun á handverkssláturhúsum

Matís er einnig í verkefnum sem snúa að því hvernig matvælaiðnaður getur brugðist við áskorunum framtíðararinnar:

 • Mun sérfræðiþekking í vinnslueiginleikum kjöts og fagþekking í kjötiðnaði nýtast við framleiðslu á kjötlausum vörum. ”Eftirlíkinum”? Mun íslenskur kjötiðnaður taka þátt í þeirri þróun?  Nextgen prótein.
 • Hvernig þjálfum við ung fagfólk í að verða frumkvöðlar og stunda nýsköpun til að mynda í kjötiðnaði. EIT Food Inspire.
 • Hvað með erfðir (erfðamengjaúrval)? og umhverfismál (Nýting hliðarafurða, Vistspor)?

Dagskrá fundar

 1. Yfirlit um verkefni um rannsóknum og nýsköpun sem tengjast kjöti. Guðjón Þorkelsson og Óli Þór Hilmarsson
 2. Skynmat og neytendarannsóknir. Bragð og beitarhagar.   Kolbrún Sveinsdóttir og Aðalheiður Ólafsdóttir
 3. Erfðarannsóknir og kjötframleiðsla. Sæmundur Sveinsson
 4. Viðhorf kjötvinnslufyrirtækja.  Norðlenska. Bára Eyfjörð Heimisdóttir
 5. Viðhorf kjötvinnslufyrirtækja Benedikt Benediktsson. Sláturfélag Suðurlands
 6. Umræður

Fundurinn verður haldinn þann 26. maí frá kl. 9:00 – 10:00. Hér að neðan má sjá upptöku af fundinum.

Hér er hlekkur á viðburðarsíðu fundarins á facebook.

Þessi viðburður er hluti af áherslufundaröð sem haldin er í kjölfar ársfundar til þess að gefa frekari innsýn í starfsemi Matís sem veitir mismunandi geirum og greinum atvinnulífsins stuðning.

Virðiskeðja grænmetis

Matís býður aðilum í grænmetisgeiranum til samtals á netfundi fimmtudaginn 20. maí kl. 09:00-10:00 !  

 • Hvernig getur Matís komið að liði við að auka verðmætasköpun í grænmetisgeiranum til framtíðar?  
 • Hvar liggur sérfræðiþekking Matís
 • Hvernig getur mannauður og innviðir Matís komið grænmetisgeiranum til góða?  

Dagskrá:

 • Hvað getur Matís gert fyrir grænmetisgeirann? Valur Norðri Gunnlaugsson (Matís) 
 • Það sem hefur verið gert hjá Matís fram til þessa. Ólafur Reykdal (Matís)
 • Sjónarmið garðyrkjunnar. Gunnar Þorgeirsson (Bændasamtök Íslands)
 • Sjónarmið dreifenda grænmetis. Fulltrúi dreifingaraðila  
 • Sjónarmið verslunar. Fulltrúi verslunarinnar 
 • Umræður

Hvert erindi er um 5 mínútur og fundarstjóri er Sæmundur Sveinsson. 

Innan Matís starfa vísindamenn og sérfræðingar á ýmsum sviðum sem hafa yfir að ráða þekkingu og aðstöðu til mælinga, skynmats og námskeiðahalds. Þeir hafa jafnframt langa reynslu af öflun styrkja fyrir rannsóknar- og þróunarverkefni í samstarfi við fyrirtæki, stofnanir og einkaaðila. Matís getur því þjónað sem rannsóknar- og þróunardeild fyrir matvælaframleiðslu úr afurðum íslensks landbúnaðar og sjávarútvegs. 

Stærstu viðfangsefni Matís hafa frá upphafi tengst fiskafurðum og kjötafurðum en verkefni tengd grænmeti hafa verið í sókn. Einnig hefur Matís aðstoðað garðyrkjubændur og fyrirtæki við vöruþróun og merkingar. Matís getur nýtt margvíslega þekkingu og reynslu til að aðstoða grænmetisgeirann til framþróunar. Fundurinn á að varpa ljósi á möguleikana.   

Fundurinn var haldinn þann 20. maí. Hér að neðan má sjá upptöku af fundinum.

Hér er hlekkur á viðburð fundarins á Facebook.

Þessi viðburður er hluti af áherslufundaröð sem haldin er í kjölfar ársfundar til þess að gefa frekari innsýn í starfsemi Matís sem veitir mismunandi geirum og greinum atvinnulífsins stuðning.

Fundurinn verður tekinn upp og gerður aðgengilegur á matis.is.

Nýsköpun og verðmætaaukning í matvælaframleiðslu um land allt

Um þessar mundir fer fram fundaröð í kjölfar ársfundar Matís til þess að gefa frekari innsýn í starfsemi fyrirtækisins sem veitir mismunandi geirum og greinum atvinnulífsins stuðning.

Þann 14. maí síðastliðinn fór fram fundur þar sem fjallað var um kolefnisspor botnfiskafurða og aðlögun sjávarútvegsins að loftslagsbreytingum. Fundurinn var vel sóttur og komu þar saman aðilar frá Háskólanum á Akureyri, Háskóla Íslands og Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, auk starfsfólks Matís til að ræða málefnið.

Upptaka af fundinum er aðgengileg hér að neðan:

Þann 18. maí var aðilum í fiskeldi boðið til samtals um rannsóknir og nýsköpun fyrir fiskeldi til framtíðar á opnum morgunfundi. Upttöku af fundinum má sjá hér að neðan.

19. maí var var haldinn fundur um stöðu uppsjávarvinnslu, stoðu hennar í dag og helstu áskoranir framtíðarinnar í greininni. Upptaka af fundinum er aðgengileg hér:

Þann 20 maí var aðilum í grænmetisrækt boðið til samtals á opnum fundi um virðiskeðju grænmetis og ýmis tengd efni. Afar líflegar upræður sköpuðust í lok fundar. Upptöku af fundinum má nálgast hér:

Í næstu viku verða opnir fundir um fleiri áhersluþætti í starfsemi Matís haldnir og áfram verður leitast við að fá sjónarmið tengdra aðila inn í umræðuna. Dagskrá fundarraðarinnar fyrir næstu viku ásamt nánari upplýsingum um hvern fund má finna hér að neðan.

26. maí kl. 9:00: Kjötframleiðsla og kjötvinnsla – rannsóknir og nýsköpun

26. maí kl. 10:00: Mjólkurvörur í nútíð og framtíð

27. maí kl. 9:00: Líftækni og lífefni

27. maí: Sprotar og vöruþróun – Matís og Nýsköpunarvikan leiða saman hesta sína – nánari upplýsingar um það á vefsíðu Matís og á facebook þegar nær dregur!

Upptöku frá ársfundi Matís 2021 má nálgast í heild sinni hér að neðan.

Nýsköpun og verðmætaaukning í matvælaframleiðslu um land allt.

Rannsóknir og nýsköpun fyrir fiskeldi framtíðar

Matís býður aðilum í fiskeldi til samtals!

 • Hvernig getur Matís komið að liði við að auka verðmætasköpun í fiskeldi til framtíðar?
 • Hvar liggur sérfræðiþekking Matís
 • Hvernig getur mannauður og innviðir fyrirtækisins komið fiskeldi til góða?

Við erum til þjónustu reiðubúin

Innan Matís starfa vísindamenn á mörgum sviðum og hefur fyrirtækið yfir að ráða aðstöðu til mælinga, skynmats, námskeiðahalds ásamt getu til að afla rannsóknarverkefnum fjármagns. Matís hefur áralanga reynslu af nánu samstarfi við sjávarútveg, hvort heldur er fiskveiðar, framleiðslu eða tækniþróun. Líta má á fyrirtækið sem rannsóknar- og þróunardeild íslensks sjávarútvegs og fiskeldis.  

Dæmi um árangursríkt samstarf er þróun á ofurkælingu, nýjungum í fóðurgerð og möguleikum á nýtingu erfðafræði við verkefni framtíðar.

Matís er framarlega í þeirri byltingu sem er að eiga sér stað í baráttu við sjúkdómsvaldandi bakteríur í fiskafurðum. Til að auka samskipti við eldis- og ræktunargreinar hefur Matís tekið að sér framkvæmdarstjórn fyrir Lagarlíf (áður Strandbúnaður) sem er árleg ráðstefna eldis og ræktunar.   

Fiskeldi er hátæknigrein sem er í örri þróun. Tökum höndum saman um að gera Íslenskt fiskeldi samkeppnishæft við þá bestu í heimi. 

Fundurinn var haldinn þann 18. maí. Hér að neðan má sjá upptöku af fundinum:

Hér er hlekkur á viðburð fundarins á Facebook.

Þessi viðburður er hluti af áherslufundaröð sem haldin er í kjölfar ársfundar til þess að gefa frekari innsýn í starfsemi Matís sem veitir mismunandi geirum og greinum atvinnulífsins stuðning.

Fundurinn verður tekinn upp og gerður aðgengilegur á matis.is.