Fréttir

Hvað þarf að gera til að stuðla að sjálfbæru matvælakerfi?

Víðtækur stuðningur er við umbreytingu matvælakerfis og norrænt samstarf til að takast á við áskoranirnar.

Nýlega birtust niðurstöður úr verkefni sem bar yfirskriftina: Í átt að sjálfbærum norrænum matvælakerfum, þar sem kannað var hvaða skref þurfi að taka til að þróa sjálfbær matvælakerfi. Verkefnið var unnið gegnum samtal við breiðan hóp hagaðila frá Íslandi, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Danmörku. Þátttaka íslenskra hagaðila í verkefninu var sérlega góð og kom Matís að því að skipuleggja vinnustofu verkefnisins á Íslandi. Verkefnið var leitt af Stockholm Resilience Centre.

Helstu niðurstöður:

  • Tæplega 90% þátttakenda voru sammála um að norræn matvælakerfi þurfi að breytast til að hægt sé að ná settum markmiðum um sjálfbærni
  • Helmingi þátttakenda fannst leiðin að sjálfbærni óljós og jafnframt umdeild
  • 88% þátttakenda töldu best að Norðurlöndin vinni saman að því að takast á við sameiginlegar áskoranir í matvælakerfinu

En hvar byrjum við?

Átta leiðir til aðgerða og norræns samstarfs voru lagðar fram. Þær, ásamt öðrum helstu niðurstöðum verkefnisins eru birtar í stuttum köflum sem eru aðgengilegir hér: Nordic countries are well suited to collaborate on food systems transformation

IS