IceBlue verkefnið stefnir að því að koma á markað öruggu hágæða bláu litarefni sem byggir á örþörungum með miklum litarstyrk og yfirburða stöðugleika til notkunar í matvæli og drykki.
VAXA Technologies mun þróa lífræna ræktun á spriluina sem gerir mögulega notkun á hinu náttúrulega bláa litarefni í lífrænt vottaðar vörur. Neytendur krefjast náttúrulegra, sjálfbærra hráefna í matvælum sínum, en matvælaframleiðendur og birgjar eiga í erfiðleikum með að útvega slík hráefni þegar val á bláu litarefni er annars vegar.
Að verkefninu koma VAXA Technologies og Matís á Íslandi, ásamt DTI sem er rannsóknastofnun staðsett í Árósum í Danmörku og tveimur litlum fyrirtækjum, Skarø Is er staðsett á Skarø sem er lítil eyja rétt fyrir norðan Fjón og Sømods Bolcher í Kaupmannahöfn.
Hlutverk Matís í verkefninu er að koma að þróun á einangrun á litarefninu sem er í raun prótein, bæði úr hefðbundinni ræktun sem og lífrænni. Einnig mælingar á eiginleikum þess og þróun á notkunarmöguleikum.