Græntól byggir upp samræmda og notendavæna umhverfisskráningu fyrir íslenska matvælaframleiðslu. Verkefnið samþættir núverandi skráningarkerfi og setur grunn að umhverfisbókhaldi og reiknivél sem nýtist framleiðendum, stjórnvöldum og hagsmunaaðilum til að fylgjast með aðfanganotkun, losun GHL og umhverfisáhrifum- allt niður á vöru og framleiðslustig.
Markmið
- Samþætta og hagræða gagnaskráningu.
- Þróa reiknivél og mælaborð sem sýnir yfirlit um losun og áhrif.
- Tryggja samræmi við alþjóðlega staðla (t.d. LCA/ISO, PEF) og væntar kröfur um skýrslugjöf.
- Leggja ESG-grunn til framtíðar (umhverfi, samfélag, efnahagur).
Aðferð og umfang
- Greining á núverandi kerfum (t.d. Jörð.is, Huppa, Fjárvís) og gagnaflæði, tillögur að samþættingu.
- Samanburður við leiðandi erlend kerfi (m.a. SEGES), hæfni til samanburðar á milli ára og milli búgreina.
- Þróun viðmóts og reiknivélar; útreikningar niður á afurð; tryggt samræmi við reglugerðir og staðla.

